Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Uruguay: Eitradur mjöd- ur sendur stjórn- málamönnum Montevidco, Urutcuay — 7. sept. — AP ÞREMUR stjórnmálaleiðtogum í Uruguay voru færðar flöskur með eitruðu víni og eiginkona eins þeirra lézt eftir að hafa bragðað á Franskur togari tek- inn við Færeyjar Frá fréttaritara Mbl. í Færeyjum, Jógvan Arge FRANSKUR togaraskipstjóri hefur verið dæmdur fyrir rétti í Þórshöfn í 30.000 f.kr. sekt fyrir ólöglegar veiðar i fær- eyskri landhelgi. Afli togarans, sem mestmegnis var ufsi, var gerður upptækur og metinn á 45.000 f.kr. Það var færeyska varðskipið Tjadrid, sem kom að franska togaranum Jean Germanine, þar sem hann var að veiðum um 28 sjómílur vestur af Mykinesi. Var togarinn færður til hafnar í Þórshöfn og kom þar í ljós, að möskvastærð var of lítil. drykknum að því er lögregla sagði frá í dag. Sagði einnig í frásögn lögreglu, að með flöskunum hefðu fylgt handskrifuð kort þar sem hlýjar óskir voru sendar viðtak- endum. Flöskurnar voru skildar eftir við aðalbækistöðvar leiðtoga Þjóðarflokksins í Montevideo, Per- eyra, de Herrerra og Heber Usher. Voru flöskurnar settar þarna 30. ágúst. A miðanum voru leiðtog- arnir hvattir til að skála í vininu þann 31. ágúst og minnast föður- landsins. Bann er við starfsemi stjórn- málaflokka í Uruguay síðan her- inn tók þar við völdum 1973. Þjóðarflokkurinn hefur margsinn- is hvatt til afturhvarfs til lýðræðis í landinu. Lisa Halaby og Hussein, konungshjón í Jórdaníu, komu á dögunum til Bretlands, fljúgandi í Boeing 737-vél kóngsins, sem hann stjórnaði sjálfur. bau hugðust dvelja í leyfi í Bretlandi nokkra hríð. Drottningin lét vel af nýrri tilveru sinni í Jórdaníu og enda þótt hún hafi nú fengið nýtt nafn Noor-al-Hussein, sem útleggst Ljósið hans Husseins, notar kóngurinn og þeir helztu vinir hennar Lisu-nafnið öðru hverju. í fregnum frá Amman f Jórdaniu segir, að svo virðist sem drottningin plumi sig vel i starfi sínu og þegnar hennar segi hana ljúfa og áhugasama um að vinna að líknar- og velferðarmálum í Jórdaníu sem sannariega er full þörf á að sinnt sé. Stoll með brezk og austurrísk skilríki Diisseldorí, 7. september Reuter — AP VESTUR-þýzki hryðjuverkamað- urinn Willy Peter Stoll sem lögreglumenn skutu til bana á veitingahúsi í Dússeldorf í gær- kvöldi bar brezkt vegabréf og ökuskírteini, og einnig var hann með austurrískt nafnskírteini á sér. Samkvæmt þessum skilríkjum gekk Stoll ýmist undir nafninu Philip James Burdock, 30 ára, frá Beckenham í Englandi eða sem Herbert Wendl, 30 ára, frá Inns- bruck í Austurríki. Stoll hefur verið eftirlýstur í sambandi við morð á þremur háttsettum mönn- Veður víða um heim Akureyri 12 skýjaö Amsterdam 18 skýjaó Apena 29 bjart Berlín 15 rigning Barcelona 24 skýjaó BrUssel 14 skýjaö Chicago 32 bjart Frankfurt 19 rigning Genf 18 rigning Helsinki 15 rigning Jerúsalem 30 sól Jóhannesarb. 17 8Ó! Kaupmannah. 16 skýjaó Kairó 35 bjart Lissabon 27 sól London 21 rigning Los Angeles 24 bjart Madrid 26 bjart Mallorka 26 téttskýjað Malaga 25 heiöskírt Miami 31 bjart Montreal 21 skýjaó Moskva 21 skýjaö Nýja Delhi 32 bjart New York 30 bjart Ósló 15 rigning París 21 skýjað Reykjavík 13 léttskýjaö Rio de Janeiro 30 bjart Rómaborg 20 skýjaö San Francisco 19 skýjaö Stokkhólmur 15 skýjað Sydney 17 rignina Tel Aviv 29 sól Tókíó 31 skýjaö Toronto 32 skýjaö Vancouver 16 bjart Vínarborg 23 bjart Líkur á að einn morðingja Bubachs verði framseldur Maastricht — 7. sept. — AP HOLLENZKUR dómstóll sam- þykkti í dag að framselja v-þýzka hryðjuvcrkamanninn og félaga í Rauða hernum.Knut Folkerts, v-þýzkum yfirvöldum, þar sem hann á yfir höfði sér dóm vegna sprengingar í dómsmálaráðu- neytinu í Karlsruhe í ágúst 1977. Rétturinn neitaði að taka til greina kröfu verjanda hans um að ekki væri hægt að framselja hann v-þýzkum yfirvöldum vegna þess að glæpurinn, sem hann væri sakaður um, væri af pólitískum toga. Annar dómstóll í Hollandi samþykkti nýlega að framselja Folkerts vegna morðsins á V-Þjóð- verjanum Siegfried Bubach, en lokaákvörðun um framsal hjtns er í höndum hollenzka dómsmálaráð- herrans Job De Ruiter. Fr ekari hr eins- anir í Rúmeníu Búkarest 7. sept. AP. ÞREMUR dögum eftir að Ceausescu forseti Rúmeníu veik Ofdrykk ja f átíd í Austurlöndum Varsjá. 7. september — Reuter Austuriandahúum fjær hættir miklu síður við ofdrykkju en öðrum vegna ákveðinna líffræði- legra eiginleika, að því er komið hefur fram á alþjóðaþingi um fíkniefna- og áfengisneyzlu sem nú er haldið í Varsjá. Þykir þetta helzta ástæðan fyrir því að mjög li'tið ber á ofdrykkju meðal Austurlandabúa. Það var John Ewing prófessor við háskólann í Norður-Karólínu- fylki í Bandaríkjunum sem skýrði frá þessu, en hann sagði að rannsóknir á Austurlandabúum fjær hefðu leitt í ljós, að meðal þeirra væru hvatar, sem ekki fyndust hjá öðrum, við úrvinnslu áfengisins í lifrinni. Þessir hvatar framleiða mikið magn af svo- nefndu acetaldehyde við niðurbrot alkóhóls og veldur þetta efni óþægilegum hliðarverkunum í höfði og einnig eykur það mjög hjartslátt. úr starfa innanri'kisráðherra si'num, hefur hann nú ákveðið að heilhrigðismálaráðherra lands- ins, Nicolae Nicolaescu, fari sömu leiðina. Var skýrt frá brottvísan ráðherrans f einni setningu í útvarpsfréttum í Búkarest í dag og engin skýring á henni gefin. Ekki var tekið fram hver myndi taka við af honum. Sérfræðingar eru ekki trúaðir á að þessi brottvikning standi í sambandi við fyrri „hreinsunarað- gerð“ forsetans en Coman innan- ríkisráðherra var látinn lönd og leið fáeinum vikum eftir að Ion Pacepa, háttsettur hershöfðingi og leyniþjónustumaður, flýði til Vesturlanda. Færeyjar: Kosningaslagurinn að hefjast Frá fréttaritara Mbl. í Færeyjum — Jógvan Arge FÆREYSKIR stjórnmálamenn eru nú sem óðast að undirbúa sig fyrir kosningarnar til Lögþingsins í Færeyjum. sem fram fara 7. nóvember n.k. Nú er lögþingið að halda síðustu fundi sína fyrir kosningarnar og bera þingstörfin þess auðsæ merki að margir þingmanna leggja sig nú í framkróka við að gera kjósendum sínum tii hæfis. Fjöldi fyrirspurna til lands- stjórnarinnar hefur aldrei verið jafn mikill og að undanförnu eða jafn fjölskrúðugur, og svo virðist sem margar þeirra séu algerlega út í hött. Dæmi um það er t.d. fyrirspurn frá lögþingsmönnum Vogeyjar, þar sem þess var farið á leit við landsstjórnina að kannaðir yrðo möguleikar á brúargerð yfir Vestmannasund, þ.e. sundið milli Vogeyjar og Straumeyjar. Allir flokkar í Færeyjum ero nú vel á veg komnir eða því sem næst búnir að ákveða framboðs- lista sína og glöggt má sjá á flokksblöðum að kosningar fara nú í hönd og stefnumál flokksins verða fyrir alla muni að „ganga inn í“ kjósendur. Margir Færey- ingar bíða nú spenntir eftir kosningunum og þá • aðallega með tilliti til þess hvernig stjórnarflokkunum þremur muni reiða af. Stjórnarflokkarnir þrír, Jafn- aðarflokkurinn, Þjóðveldis- flokkurinn og Fólkaflokkurinn, hafa verið við völd síðasta kjörtímabil, sem án efa er það erfiðasta síðan heimastjórn komst á árið 1948. Mörg stórmál h'afa verið ofarlega á baugi og má þar nefna landhelgismál og sérstöðu okkar varðandi EBE, þar sem Danir eru í bandalaginu, en Færeyingar ekki. I upphafi kjörtímabilsins var ástand í efnahagsmálum bágborið, en segja má að það sé gott um þessar mundir, þótt óvissa í fiskveiðum geri allar langtíma- áætlanir erfiðar. Meirihlutaflokkarnir telja nokkuð víst, að þeir muni halda meirihluta sínum í kosningun- um, en bera samt nokkurn ugg í brjósti vegna hugsanlegrar fylgisaukningar Sambands- flokksins. Hann bætti fylgi sitt mjög í kosningum til danska þjóðþingsins í febrúar og svona fyrirfram er reiknað með því, að hann muni bæta við sig ein- hverju, þótt ekki verði það mjög mikið. Annað atriði, sem veldur nokkurri óvissu í kosningunum í nóvember, er, að nýlega gekk formaður félags færeyskra út- gerðarmanna í „Framburds- flokkin" með þeim ásetningi að verða kjörinn á Lögþingið. Þessi flokkur hefur frá 1954 átt einn mann á Lögþinginu og er öldungis óljóst hvaða áhrif þetta muni hafa. Svo virðist þó sem nokkur sundrung sé innan flokksins milli eldri og yngri manna og að skoðanir þessara hópa á mörgum þjóðfélagsmál- um séu harla ólíkar þegar allt kemur til alls. Við síðustu kosningar til Lögþingsins fékk Jafnaðarflokk- urinn sjö fulltrúa kjörna, Þjóð- veldisflokkurinn sex, Fólka- flokkurinn fimm, Sambands- flokkurinn fimm, Sjálfstæðis- flokkurinn tvo og Framburds- flokkurinn einn. í landsstjórninni sitja tveir menn frá Jafnaðarflokknum, Atli Dam og Jákup Lindenskov, tveir menn úr Þjóðveldisflokkn- um, Finnbogi Isaksen og Pétur Reinart, og tveir úr Fólka- flokknum, þeir Demmus Hentza og Dánjal Danielsson. Kosningalögum í Færeyjum hefur verið breytt frá síðustu kosningum þannig, að fiöldi fulltrúa á Lögþinginu er í hiutfalli við íbúafjölda hvers byggðarlags. Þannig mun Þórs- höfn nú fá kjörna átta fulltrúa í stað fjögurra áður og sam- kvæmt þessu er líklegt að fjórir stærstu flokkarnir fái sína tvo fulltrúana hver frá Þórshöfn. En, sem sé, búast má við fjölmörgum nýjum andlitum á Lögþinginu eftir kosningar. Nixon boðið aðhalda raeðu í Ástralíu Sydney, ÁHtralíu, 7. sept. AP. RICHARD Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseta, sem hefur í hyggju að fara til Ástralíu þrátt fyrir að ríkisstjórn landsins hafi neitað að taka á móti honum sem opinberum gesti, hefur verið boðið að halda ræðu meðan hann dvelur í Ástralíu. Það er samband ástralskra nautgriparæktarmanna sem hefur sent Nixon boðið, en samtökin halda ársþing sitt á næstunni. Sambandið er stórt og öflugt og helzti markaður ástralskra naut- gripaframleiðenda er í Bandaríkj- unum. I síðustu viku hafnaði stjórn Ástralíu að taka á móti Nixon sem opinberum gesti í fyrirhugaðri ferð hans, en hann hafði óskað þess og einnig vildi hann fá að hitta Malcolm Fraser forsætisráð- herra að máli. Mörg blöð og fjölmiðlar í Ástralíu hafa gagn- rýnt væntanlega komu Nixons til landsins, og hefur ætlun hans mælst misjafnlega fyrir. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.