Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Engey stefnir í nýtt sölumet SKUTTOGARINN Ensey seldi í gærmor>{un 107 tonn af ísuðum fiski í Hull fyrir 62.464 pund og er meðalverð á kíló rösklega 340 krónur, sem er geypihátt. Aðeins helmingnum af afla Engeyjar var landað í gær, og ef aflinn, sem verður landað í dag, selzt á jafnháu verði og í gær, má búast við að Engey setji nýtt sölumet í Bretlandi. Fyrra metið á Engey einnig, rösklega 121 þús. pund. sett fyrir röskum tveimur mánuð- um. Fiskurinn sem Engey seldi í gær, þótti mjög góður, og má nefna að hvert kit (62,5 kíló) af þorski seldust á 38,14 pund og hvert kit af ýsu á 42,73 pund. Af því magni sem landað var í gær, voru 3 tonn af karfa og 12 tonn af ufsa, fiskur sem yfirleitt selzt ekki á háu verði í Englandi. Vísitöluþakið tek- ið að síga í með- förum stjórnvalda Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, sem nú eru í mótun og til umræðu í stjórnar- ráðinu, gera m.a. ráð fyrir að ríkissjóður greiði niður 4,9 vísi- tölustig með aukinni niður- greiðslu búvöru. Það sem á vantar til þess að má út þá kauphækkun, sem koma hcfði átt vegna verðbótavísitölunnar, verð- ur fengið með þvi að fella niður söluskatt á matvöru. Þá eru áform um að lögbinda grunnlaun eins og þau eru 1. september, þ.e.a.s. banna umsamdar áfanga- hækkanir kjarasamninga út samningstíma launþegafélag- anna. Eins og áður hefur komið fram í fréttum var það hugmyndin að sett yrði þak á vísitöluna við ágústlaun, sem væru 233 þúsund krónur á mánuði. Þeir, sem hefðu laun umfram það áttu að fá sömu krónutölu og leggjast myndu á þá upphæð. Nú er ríkisstjórnin hætt að ræða um 233 þúsund króna ágústlaun, en talar hins vegar um 200 þúsund króna laun miðað við 1. desember 1977. Sú skýring er gefin að þannig sé þakið skýrar afmarkað og verði auðveldara við Ölvaður mað- ur hætt kom- inn í Læragjá ÖLVAÐUR maður var hætt kominn í Læragjá í Naut- hólsvík í gær. Þegar ungt fólk kom þar að varð það þess áskynja, að maður lá í læknum ósjálfbjarga og hafði sopið mikið vatn. Honum var draslað upp úr læknum og lögreglunni gert aðvart. útreikning launa. En reikni menn 200 þúsund króna desemberlaun fram til ágústlauna, kemur í ljós að nokkur þúsund krónur vantar á að um sé að ræða sama þakið. 200 þúsund króna laun hafa í för með sér að þakið lækkar miðað við ágústlaun 1978 um 3 til 4 þúsund krónur og verður vísitöluskerðing- in því meiri en ella. Kristín H. Pétursdótt- ir bókafull- trúi KRISTÍN H. Pétursdóttir M.L.S., yfirbókavörður við Borgarspitalann í Reykjavík, hefur verið sett til að gegna starfi bókafulltrúa í mennta- málaráðuneytinu um eins árs skeið frá 1. september 1978 að telja en Stefán Júlíusson, rithöf- undur, sagði starfi bókafull- trúa lausu frá 1. september 1977. Þá hefur menntamálaráð- herra ákveðið að nota sér þá heimild laga um almennings- bókasöfn að skipa sérstaka ráðgjafarnefnd um málefni al- menningsbókasafna og skipaði ráðherra í nefndina þann 14. júlí 1978 til fjögurra ára, samkvæmt tilnefnirigu Sambands ísl. sveit- arfélaga, Jón Isberg, sýslumann, Blönduósi, og Finn Sigurjónsson, bókavörð í Bókasafni Seltjarnar- ness, samkvæmt tilnefningu Bókavarðafélags íslands. Yfir 15 þúsund manns höfðu í gærkvöldi séð sýninguna íslensk föt 1978 í Laugardalshöllinni en að sögn forsvarsmanna sýningarinnar var mjög góð aðsókn að sýningunni í gær. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld, en í dag, föstudag, verða tískusýningar kl. 18 og 21 og laugardag og sunnudag verða tiskusýningar kl. 15, 18 og 21 en á undan þcim eru sýningar á hárgreiðslu og snyrtingu. Myndina tók Kristján á tiskusýningu í Laugardalshöllinni. Tekinn í landhelgi 35 mílum innan við 12 mílna mörkin VÉLBÁTURINN Faldur VE, sem gerður er út frá Hofsósi, var staðinn að ólöglegum veiðum 35 mflur innan við 12 mflna fisk- veiðimörkin innarlega á Skagafirði, á þriðjudags- morgun. Réttarhöldum yfir skipverjum bátsins er lokið, en dómur hefur ekki verið kveðinn upp enn af margvíslegum orsökum. Það var Arvakur sem kom að Faldi, þegar skipverjar voru ný- búnir að innbyrða vörpuna austar- lega í Skagafirði innan við Hofsós á þriðjudagsmorgun. Var farið með bátinn til Sauðárkróks, þar sem réttarhöld í máli skipstjórans hófust strax. Við yfirheyrslu játuðu allir skipverjar nema skip- stjórinn, að báturinn hefði verið að ólöglegum botnvörpuveiðum og hefur skipstjóri ekki játað enn. Þá kom í ljós við réttarhöldin, að enginn mannanna hafði verið skráður á bátinn, ennfremur var skipstjóri kærður fyrir að vera með ólöglega merkt þorskanet, en í ljós kom að báturinn var bæði á þorskanetum og með botnvörpu og notaði skipstjórinn þorskanetin sem skálkaskjól. Samkvæmt landhelgislögum eru fiskveiðar í botnvörpu bannaðar 12 mílur út frá yztu annnesjum Skagafjarðar, og frá þeim stað, sem báturinn var tekinn eru um það bil 35 sjómílur að 12 mílna fiskveiðimörkunum. Portisch í efsta sæti á Interpolismótinu Frá Friðriki Ólafssyni á Interpolisskákmótinu. SJÖTTA umferð Interpolisskák- mótsins var tefld í dag og urðu úrslit sem hér segin Portisch vann Browne, biðskák varð hjá Miles og Sosonko, Hort og Hiibner gerðu jafntefli, ennfrem- ur Timman og Dzindzichavsvili, Steypubílar Breið- holts fara á uppboð biðskák varð hjá Larsen og Ljubojevic og Spasský og Ribli gerðu jafntefli. Staðan eftir sex umferðir er sú, að Portisch er efstur með 4'/2 vinning, 2. Timman með 4 vinn- inga, 3. Miles með 3 V2 vinning og biðskák, 4. Larsen með 3 vinninga og biðskák, 5.-6. Dzindzichashvili og Hort með 3 vinninga, 7. Sosonko 2 lA vinning og biðskák, 8.-9. Spasský og Ribli með 2'/2 vinning, 10.—11. Húbner og Browne með 2 vinninga og 12. er Ljubojevic með 1V2 vinning og biðskák. NÆSTKOMANDI laugardag er fyrirhugað að bjóða upp á vegum borgarfógetaembættisins 1 Reykjavík nokkra bíla í eigu Breiðholts h.f. en Gjaldheimtan í Reykjavík er með lögtak í flestum bílunum. A uppboðið að fara Flugfréttir — kynningarriti Flugleiða dreift með Mbl. f’LUGFRÉTTIR nefnist kynn- ingarblað frá Flugleiðúm, sem dreift er me.ð Morgunblaðinu í dag. Að sögn Harðar Sigur- gestssonar framkvæmdastjóra hjá f’Iugleiðum er tilefni þessa auglýsingablaðs tvíþætt — annars vegar kynning á starf- semi félagsins vegna 5 ára afmæiis Flugleiða og hins vegar er tilefnið að félagið er um þessar mundir að bjóða út á almennum markaði viðbótar- hlutafé í samræmi við sam- þykkt aðalfundar félagsins. Þar var gert ráð fyrir að boðin yrðu út ný hlutabréf að andvirði um 370 milljónir króna, en Hörður sagði, að nú þegar væri búið að selja starfs- mönnum og nokkrum öðrum aðilum hlutabréf af þessu tagi, svo að nú væru eftir um 300 milljónir króna, sem forráða- menn félagsins vonuðust til að almenningur keypti. Ilörður sagði. að það væri mjög óvenju- legt hér á landi að hlutafé væri boðið út á opnum markaði og þess vegna hefði þótt ástæða til að kynna starfsemi félagsins ítarlega í von um að almenn- ingur kynni að meta það tækifæri, sem þarna gæfist. Auk þess sem Flugfréttum verður dreift með Morgunblað- inu, er það prentað f 35 þúsund eintökum aukalega, sem verður dreift á hinum ýmsu afgreiðslu- stöðum Flugleiða og um borð 1 flugvélum félagsins. fram í Vökuportinu og hefst kl. 13.30 og á þar að bjóða upp 5 steypubíla, einn steypudælubfl, einn vörubíl og eina gröfu frá Breiðholti h.f. Þá var fyrirhugað að halda um miðjan þennan mánuð uppboð á húseigninni Háaleitisbraut 68, sem er eign Rafha, að kröfu Sementsverksmiðju ríkisins vegna veðbanda sem stofnað var til í viðskiptum verksmiðjunnar við Breiðholt h.f. Er hér um að ræða kröfu að upphæð 13,5 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar og var stofnað til veðs í húseigninni meðan Breiðholt h.f. áíti hana og áður en Rafha keypti hana. Hefur Rafha nú ákveðið að greiða þessar 13,5 milljónir auk vaxtanna og verður því ekki af þessu uppboði. Sementsverksmiðjan telur sig einnig eiga veð 1 húseigninni Háaleitisbraut 68 fyrir 37,5 millj- ón krónum vegna sementskaupa Breiðholts hf. en Rafha telur að þessi veðsetning hafi átt sér stað eftir að Rafha keypti húseignina af Breiðholti h f. og hafi Sements- verksmðjunni verið tilkynnt um eigendaskiptin og þar með hafi verksmiðjunni verið óheimilt að taka veð í viðskipta við Breiðholt h.f. Er nú til meðferðar í borgar- dómi Reykjavíkur mál vegna þessarar deilu Rafha og Sements- verksmiðjunnar út af þessari 37,5 milljón króna kröfu. Margeir 10. til 14. af 47 keppendum MARGEIR Pétursson vann í gær skák sína við Bottó frá Weles á heimsmeistaramóti unglinga í skák 20 ára og yngri í Graz í Austurríki. Er Margeir því með 3 vinninga og er í 10. til 14. sæti en keppendur á mótinu eru 47. Nokkur breyting varð á röð efstu manna á mótinu í gær en þá vann rússneski skákmaðurinn Dolmatov Frakkann Franconi og er því efstur á mótinu með 4 V2 vinning. Þá gerði fyrrverandi heimsmeist- ari, Jusupov, jafntefli við Jo Fries Nielssen, sem áður var efstur á mótinu og eru þeir nú í öðru til þriðja sæti með 4 vinninga. Fundir i yfirnefnd FUNDIR voru í gær haldnir í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins, en yfirnefndin fjallar nú um nýtt síldar- og loðnuverð. Ekki náðist samkomulag á fund- unum um hið nýja verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.