Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Er kosningasigur Alþýðuflokksins að engu orðinn? Talað hefur verið um, að kosningasigur Alþýðuflokksins hafi verið hinn mesti í sögu lýðveldisins. Fyrst á eftir þóttust hinir nýkjörnu þingmenn hans hafa himin höndum tekið og töldu sér alla vegi færa. Hver yfirlýsingin rak aðra og allt átti að gera í senn af ríkisstjórn, sem mynduð yrði af Benedikt Gröndal. En brátt kom í ljós, að hlutirnir voru ekki svo einfaldir sem þeir hugðu. Framsóknarmenn kenndu Alþýðuflokknum um ósigur sinn og gátu ekki fyrirgefið síendurteknar árásir á Ólaf Jóhannesson sem dómsmálaráðherra. Alþýðubandalagsmenn þoldu illa, að Alþýðu- flokkarinn skyldi orðinn jafnstór sér á þingi. Þessir tveir flokkar sameinuðust um, að Benedikt Gröndal skyldi fara sneypuför í tilraunum sínum til mynðunar meirihlutastjórnar. Það gerði þeim svo leikinn léttari, að Alþýðuflokksmenn gerðu þátttöku Alþýðubandalagsmanna í ríkisstjórn skilyrði fyrir sinni þátttöku. Þannig komu þeir sjálfum sér í þá úlfakreppu, sem þeir hafa síðan verið í. Sú niðurstaða, að Ólafur Jóhannesson varð forsætisráðherra og dómsmálin áfram í höndum framsóknarmanna svíður mörgum Alþýðuflokksmanni sárt. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður kemst svo að orði, að hann kallar það „kaldhæðni, að sá maður, sem ég held að Alþýðuflokkurinn hafi unnið sinn kosningasigur gegn, skuli nú að loknum kosningum yera leiddur til forystu með þjóðinni af Alþýðuflokknum sjálfum." I þessum ummælum þingmannsins felst að sjálfsögðu viðurkenning á því, að með ráðherraskipaninni er svo um hnúta búið, að öllum hinum stóru málum Alþýðuflokksins fyrir kosningar hefur nú verið varpað fyrir róða. En samstarfsflokkum Alþýðuflokksins og þá sérstaklega framsóknarmönnum er þetta ekki nóg. Þeir finna, að hann liggur vel við höggi og því skal neyta færisins. I leiðara Tímans í gær er svo komizt að orði um hina yngri þingmenn Alþýðuflokksins: „Þessi hópur stjórnmálamanna hefur tekið sér það fyrir hendur að ástunda stjórnmálastörf eins og kvikmyndastjörnur hegða einkalífi sínu eða íturvaxnir hnefaleikakappar orða yfirlýsingar sínar hver um annan, áður en stigið er inn í hringinn og pústrar taka við af gapuxalegum fúkyrðum." Þingmönnum Alþýðuflokks er líkt við „hirðfífl, sem atyrða hvert annað" og af því er dregin sú ályktun, að „ekki þurfi meira en rosalegan strigakjaft til þess að komast í álit meðal Islendinga og hljóta traust þeirra meira að segja til æðstu metorða í landinu" —. Og hinn nýi dómsmálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, talar um að „sér þyki yfirlýsingar sumra Alþýðuflokksmanna um sína efnahagsstefnu ákaflega furðulegar“ og rekur síðan óraunsæi Alþýðuflokksmanna í tillögugerð sinni til lausnar efnahagsvandan- um. Með þessum og þvílíkum hætti hyggjast framsóknarmenn nú beygja hinn unga og lítt reynda þingflokk Alþýðuflokksins niður í duftið. Það verður hamrað á því, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki komið sínum stóru málum fram, sýnt fram á úrræðaleysi hans í efnahagsmálum og málflutningur hans gerður tortryggilegur. En sárindi framsóknarmanna undan kosningaósigrinum leyna sér ekki og sú staðreynd, að þeim þótti það illur kostur að ganga í eina sæng með Alþýðuflokknum. Þannig hafa óheilindin búið um sig, síðan hin nýja vinstri stjórn var mynduð. Enn er vika ekki liðin. Þó koma nýir þverbrestir fram á hverjum degi. Einn daginn er látið í veðri vaka, að samkomulag hafi náðst til Iausnar efnahagsvandanum, — vitaskuld til bráðabirgða. Hinn næsta dag kemur í Ijós, að svo var ekki. Mismunandi yfirlýsingar eru gefnar í öryggis- og utanríkismálum. Deilur eru uppi um fyrirvara Alþýðuflokksins, m.a. í efnahagsmál- um, og fyrirheit Alþýðubandalagsins um undanslátt í því efni og stendur þar fullyrðing geng fullyrðingu. Myndun ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar tók tvo mánuði. Stöðugar viðræður fóru fram milli ílokkanna og síðustu vikurnar voru gefnar út yfirlýsingar um það nær því að segja á hverjum degi, að svo og svo mikið hefði áunnizt. Samkomulag átti að hafa náðst við verkalýðshreyfinguna til lausnar efnahagsvandanum, þar sem gengið var inn á svo og svo mikið frávik frá gildandi samningum og þar fram eftir götunum. En nú er komið í ljós, að allt var þetta skrum eitt og látalæti. Lausn efnahagsvandans er enn ekki fundin, og sú efnahagsstefna til frambúðar, sem Alþýðuflokkurinn boðaði að væri skilyrði fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórn, er enn ekki komin á umræðustig. Það er því ekki að furða, þótt sú skoðun sé almennari •neð hverjum degi, að kosningasigur Alþýðuflokksins sé að engu rðinn. Fyrirheitin voru vissulega fögur, — en við ekkert af þeim uefur verið staðið. Pirro með almenna fyrirlestra um áfengis- vandamál um helgina — fer til Akureyrar á mánudaginn JOSEPH P. Pirro, forstöðumaður ráðgjafardeildar Freeportsjúkra- hússins í New York, er staddur hér á landi, og mun hann á næstunni flytja fyrirlestra í Reykjavík og á Akureyri um áfengisvandamál. Á morgun, laugardag og á sunnudaginn flytur Pirro fyrir- lestra f Súlnasal Hótels Sögu, og verða þeir öllum opnir. Umræðu- efnið verðuri Að lifa allsgáður — ábyrgð og ábyrgðarleysi. Pirro kom hingað til lands fyrir tveimur árum og lét sjónvarpið þá gera þrjá fræðsluþætti þar sem hann fjallaði um áfengisvandamál og vöktu þeir mikla athygli. Hinir almennu fyrirlestrar Joseph P. Pirro Pirros verða í Súlnasalnum á laugardaginn kl. 10—12 og kl. 14—l6, en á sunnudaginn kl. 10.30-12.30 og kl. 14—16. Á Akureyri verður Pirro á mánudag- inn kemur og hefst fyrirlestur hans þar í Sjálfstæðishúsinu kl. 20.30. Joseph P. Pirro mun á næstunni heimsækja sjúkrastöð SÁÁ í Reykjadal í Mosfellssveit, endur- hæfingarstöðina að Sogni í Ölfusi, svo og áfengisdeildina að Vífils- stöðum, og er ætlunin að hann haldi fyrirlestra á öllum þessum stöðum. Það eru samtök fólks, sem hefur verið á Freeport á undan- förnum árum, Freeport-klúbbur- inn, sem stendur fyrir heimsókn- inni, en klúbburinn heldur Pirro og konu hans kveðjuhóf í Glæsibæ næstkomandi fimmtudagskvöld. Skjöl og uppdráttur úr Þjóða- skjalasafni afhent til Færeyja Frá því er greint í nýútkomnu fréttabréfi menntamálaráðuneyt- isins að fráfarandi menntamála- ráðherra, Vilhjálmur Hjálmars- son. hafi ákveðið í samráði við Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjala- vörð að afhenda landstjórn Fær- eyja nokkur skjöl, sem varða stjórnarmálefni Færeyja á tíma- hilinu 1646 til 1735 auk uppdrátt- ar af Þórshöfn í Færeyjum frá árinu 1782 en þessi skjöl hafa verið varðveitt 1 skjalasafni stiftamtmanns í Þjóðskjalasafni íslands. Verða skjöl þessi afhent síðar að höfðu samráði við landstjórn Færeyja og verða þau geymd í Landsskjalasafni Færeyja. í skjalasafni stiftamtmanns í Þjóðskjalasafni íslands er ein askja með skjölum, er varða stjórnarmálefni Færeyja á tíma- bilinu 1646—1735. Auk þess er varðveittur í safninu haglega og fagmannlega gerður uppdráttur af Þórshöfn í Færeyjum frá árinu 1782. Þess er vert að geta, að stiftamtmaðurinn yfir Islandi var jafnframt stiftamtmaður yfir Færeyjum frá 6. mars 1720 til jafnlengdar 1775. Er þar vafaiaust að leita skýringar á því, að skjöl um Færeyjar eru niðurkomin í Þjóðskjalasafni. Liklegast er, að framangreind skjöl hafi verið flutt hingað til lands árið 1770, er Lauritz Andre- as Thodal settist að hér á landi, fyrstur stiftamtmanna yfir Is- landi, og orðið hér innlyksa árið 1776, er Færeyjar voru lagðar undir Sjálandsstifti. Hins vegar verður nú ekki séð, hvernig stendur á uppdrættinum af Þórs- höfn. Hann hefur legið í Þjóð- skjalasafni án samhengis við önnur skjöl, og er öldungis ókunn- ugt um sögu hans. Uppdrátturinn er dagsettur 31. janúar 1782 í Kaupmannahöfn og undirritaður af manni, sem virðist heita L.U.Born, en ekki verður séð í Dansk biografisk leksikon, hvaða maður þetta hefur verið. Flest framangreindra skjala varða fjárhag skóla í Þórshöfn og kirkna í Færeyjum, nokkur varða verslun, en örfá skjalanna varða önnur mál, svo sem flutning fanga frá Færeyjum til Danmerkur. Að meðtöldum uppdrættinum eru skjöl þessi 21 talsins, og eru sum þeirra allmörg blöð hvert um sig. Álls eru skjölin á 142 blöðum fyrir utan uppdráttinn. Mótmælir áformu Farmanna- og fiskimannasamband íslands: bindingu aJIra FARMANNA- og fiskimannasam- band íslands hefur sent ríkis- stjórninni bréf, þar sem mótmælt er harðlega áformum ríkisstjórn- arinnar um að binda með lögum alla kjarasamninga til 1. desem- ber 1979 að öðru en verðbótum og þeim í sumum tilfellum skertum. Þá lýsir fundurinn furðu sinni og hneykslan á því að ekki hafi verið haft samráð við sjómenn um þær ráðstafanir sem í bígerð hafa verið svo sem við aðra launþega. Bréf FFSÍ. sem sent hefur verið forsætisráðuneytinu, cr svohljóð- andii Fundur stjónar og formanna sambandsfélaga Farmanna- og fiskimannasambands Islands, haldinn 6. og 7. september 1978 ályktar eftirfarandi: 1. IJm skerðingu samningsréttar og samráð við launþega Fundurinn mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar að binda með lögum alla kjarasamn- inga til 1. desember 1979 að öðru en verðbótum og þeim í sumum tilfellum skertum. Fundurinn lýsir furðu sinni og hneykslan á því að samtökum sjómanna skuli ekki hafa verið boðið til þeirra viðræðna sem staðið hafa milli ríkisstjórnar- flokkanna og fulltrúa sumra laun- þegasamtaka í landinu um ráð- stafanir í kjaramálum, en ofan- greind áform fengin samtökunum í hendur til umsagnar, þegar enginn eða mjög lítill möguleiki er að hafa áhrif á gang mála og koma sjónarmiðum samtakanna fram. Svo ekki sé talað um að ætla tíma til að vinna tillögum fylgi í félögunum og fá þannig traustari grunn fyrir það sem á að gera. 2. Um verðbætur á laun Vegna þeirrar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar að takmarka verð- bætur á laun og setja samningana ekki í gildi, þrátt fyrir marggefin fyrlrheit þar um, vill fundurinn kja benda á hina algjöru sérstæðu sjómanna, að í kjarasamningum þeirra eru engin ákvæði um skilgreiningu vinnutíma og því enginn afmarkaður dagvinnutími né heldur skilgreind álög eins og vaktaálag. Hljóta því samtök sjómanna að krefjast þess að fullt tillit sé tekið til sérstöðu þessara manna við ákvörðun verðbóta. 3. Um áhaínagjaldeyri Fundurinn bendir ennfremur á, að varðandi fyrirhugaðar álögur á ferðagjaldeyri þá verða umræddar álögur á áhafnargjaldeyri skips- hafna aldrei liðnar, þar sem hér er um hluta launa að ræða og tilkominn á allt öðrum forsendum en almennur ferðagjaldeyrir. 4. Um lífeyrismál Það er krafa samtakanna að þessi ríkisstjórn tryggi öllum viðunandi lífeyri eftir 67 ára aldur, hvort heldur þeir eru í stéttarfélögum eða ekki. Þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.