Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 15 Crawford frá Moskvu í dag Moskvu. 2. sept. — AP — Reuter BANDARÍSKI kaupsýslumaður- inn Francis J. Crawford sem dómstóll í Moskvu dæmdi í dag sekan um gjaideyrismisferli, pakkaði saman pinklum sínum og sótti strax um leyfi til brottfarar frá Sovétríkjunum að loknum úrskurði dómstólsins. Hann varð frjáls ferða sinna að loknum úrskurðinum, sem hljóðaði upp á fimm ára skilorðsbundna dvöl í vinnubúðum. Þá er þegar vitað um að Crawford á frétekið flugfar frá Moskvu til Frankfurt á föstudags- Frumvarp um lands- banka í Færeyjum Fró fréttaritara Mbl. í Færeyjum, Jógvan Arge. LANDSSTJÓRNIN í Færeyjum hefur lagt fram á Lögþinginu frumvarp um stofnun landsbanka í Færeyjum, sem er ætlað að vera eins konar stjórntæki í færeysku efnahagslífi. í greinargerð með frumvarpinu um landsbankann segir lands- stjórnin, að hlutverk bankans skuli m.a. vera að samræma erlendar lántökur Færeyinga og tryggja jöfnuð í uppbyggingu landsins. Hlutverk hans eigi að vera líkt og annarra þjóðarbanka, en hann á ekki að hafa heimild til að láta prenta seðla. Frumvarpið kemur til fyrstu umræðu á Lögþinginu í dag, föstudag, og er búizt við að það verði samþykkt áður en kosn- ingarnar í nóvember fara fram. kvöldið (í kvöld), en þar verður fyrsta viðkoma hans á leiðinni til Chicago. Þegar Crawford var í dag spurður um hvort hann gæti hugsað sér að koma nokkru sinni aftur til Sovétríkjanna eftir þá meðferð sem hann hefur hlotið síðustu þrjá mánuðina, sagðist kaupsýslumaðurinn ekki vilja úti- loka það þar sem hann hefði áhuga á að fylgjast með Ólympíuleikun- um 1980. Allt þykir benda til þess að hinn hlutfallslega vægi dómur sem Crawford hlaut sé tilkominn vegna tilrauna ráðamanna í Moskvu til að draga úr spennu sem ríkt hefur í kring um málið, en ljóst er að það hefur dregið úr samskiptum So- vétríkjanna og Bandaríkjanna. Crawford hefur sjálfur haldið því fram að hann sé aðeins peð í tafli stjórnmálanna og að handtaka hans sé svar Sovétmanna við handtöku tveggja Sovétmanna, sem grunaðir voru um njósnir, í New Jersey í vor. Þar sem Crawford hefur nú verið veitt frelsi þykir sennilegt að umræddir Sovétmenn verði einnig látnir lausir innan skamms. Francis Crawford. Þetta gerðist 1974 — Ford náðar Nixon. 1954 — Suðaustur-Asiubanda- lagið (SEATO) stofnað. 1951 — 49 ríki undirrita friðar- samning við Japani í San Francisco. 1944 — Fyrsta V-2-árásin á Bretland. 1943 — Bandamenn ganga á land í Salerno á Ítalíu. — Eisenhower tilkynnir skilyrðis- lausa uppgjöf ítala. 192fi — Þýzkaland tekið i Þjóðabandalagið. 1917 — Kornilov sækir til Pétursborgar til að gera gagn- byltingu. 1915 — Nikulás stórhertogi sviptur stöðu yfirhershöfðingja og Nikulás keisari tekur við. 1855 — Krímstríðinu lýkur. s*Sjp aUMKaÉRMMMV’ t J ' ,tJ , Indverskir hermenn í björgunarvestum aðstoða hér borgara í útjaðri Nýju-Delhi en götur þar eru víða alveg undir vatni. Um 900 látnir í flóðum á Indlandi Nýju-Delhi — 7. sept. — AP. INDVERSKA ríkisstjórnin sagði í dag að ekki færri en 898 manns hefðu drukknað í hinum miklu flóðum sem hafa verið víðs vegar á Indlandi síðustu daga vegna monsúnrigninga. Búizt er við að þessi tala muni hækka og gengið út frá því sem nokkurn veginn vísu að eitt þúsund að minnsta kosti séu látnir. Þá sagði í skýrslu ríkisstjórnarinnar að 32,4 milljónir manna hefðu á einn eða annan hátt orðið fyrir barð- inu á flóðunum. 8.78 millj. hektara lands hafa farið undir vatn og tjón á eignum og uppskeru er lauslega metið á 1831 — Rússar taka Varsjá og uppreisn Pólverja lýkur. Ififi4 — Peter Stuyvesant lætur Nýju Amsterdam (New York) af hendi við Breta. 1565 — Spánverjar koma tii Florida og stofna fyrstu varan- legu byggðina í Norð- ur-Ameríku. 1563 — Maximilian, konungur af Bæheimi, kosinn konungur Ungverjalands. 1545 — Innrás jarlsins af Hertford í Skotland. Afmæli dagsins> Ix)ðvík II af Borbón, prins af Conde, fransk- ur hershöfðingi (1621 — 1686). — August von Schlegel, þýzkur höfundur (1767—1845). — Antonin Dvorak, bæheimskt tónskáld (1841—1904). Innlent: Alberti Islandsráð- herra játar a^^afjársvik og skjalafals 1908. — Hróarskeldu- þing samþykkir lagagildi Alþingisfrumvarpsins til bráða- birgða 1842. — Vígður Brandur biskup Sæmundsson 1163. — Vetursetubann útlendinga 1431. — Ölfusárbrú vígð 1891. — Tóbakseinkasölu komiö á 1931. — Rússneskt tæki í Kleifarvatni 1973. — „Dagblaðið" hefur göngu sína 1975. — F. Siguröur Vigfússon fornfræðingur 1828. — Guðmundur Karl Pétursson 1901. Orð dagsinsi Hver er sinnar gæfu smiður og við köllum gæfuna forlög. — Benjamin Disraeli, brezkur stjórnmála- leiötogi (1804-1881). jafnvirði um 113 milljóna dollara. Þá hafa um fjögur þúsund gripir drukknað. í skýrslu stjórnarinnar sagði að flóð hefðu orðið í ellefu ríkjum í landinu og meiri og minni flóð verið í 46.166 bæjum og þorpum. Verst er ástandið í Uttar Pradesh í Norður-Indlandi þar sem nú er víst að tæplega fjögur hundruð manns hafa látist og 240 þúsund heimili skemmd eða jafnvel í rústum. Aðeins hefur dregið úr flóðunum í Nýju-Delhi og nágrenni hennar en embættismenn segja að Yamunafljót, sem enn er mjög vatnsmikið, ógni enn fjölmennum íbúasvæðum á þessum slóðum. Mörg úthverfi höfuðborgarinnar, einkum í norðurhlutanum, eru undir vatni. Herinn hefur verið kvaddur út til að vinna björgunar- störf og fjöldi sjálfboðaliða hefur einnig lagt fram liðsinni sitt. Þá eru matvælaflutningar hafn- ir til þeirra sem hafa orðið fyrir skaða í flóðunum og veru 'r flutt mikið af hveiti og hrísgrjcnum bæði til Nýju-Delhi og fimm ríkja. Sagt er að hættuástand sé aö skapast í Midnapore í Vest- ur-Bengal. Þar herjar sultur á bágstatt fólkið og malaría og blóðkreppusótt hefur skotið upp kollinum. *- Glæpum f jölg- ar í Úganda Nairobi 7. sept. AP. MORÐINGJAR og vopnaðir ræn- ingjar herja á Úganda og Idi Amin forseti hefur boðað harkalegar ráðstafanir og refsingar að því er útvarpið í Úganda sagði frá í dag. Var tekið fram að forsetinn hefði undirritað þrettán dauðadóma sem hæstiréttur landsins hefði kveðið upp, vegna þess að honum þætti ekki stætt á því að sýna linkind þar sem vaxandi glæpa- hneigð gerði vart við sig. 12 manns féllu á Filipseyjum Zamboanga, Filipseyjum, 7. september, AP AÐ MINNSTA kosti 12 manns létu lífið í bardögum milli uppreisnar- manna 'og hersins á Suður-Filips- eyjum á mánudag og þriðjudag og er jafnvel talið að tala þessi kunni að vera enn hærri, að sögn yfirvalda hersins. Fjórum sinnum kom til vopna- skaks milli uppreisnarmanna Moro-þjóðfrelsisfylkingarinnar og hersins þessa tvo daga, og er ekki vitað með nákvæmni um mannfall í einum árekstranna, en það þó talið vera talsvert. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á uppreisn- armönnum síðustu tvo dagana voru hjón og tvö börn þeirra, sem höggvin voru til bana. Skáldverk Kristmanns Guömundssonar Kríttmann Guömund»»on Elnn af víölesnustu höfundum tandsins. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö minnsta koetl á 36 tungumál. Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildfs Ströndin blá Fjalliö heiga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Almenna Bókafélagið, Auaturslroti 18, Skammuvegur 36, *ími 19707 »ími 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.