Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 3 Jón Ásgeirsson með fasta útvarpsþætti á íslenzku í Kanada? JÓN Ásgeirsson nú ritstjóri LögbergsHeimskringlu í Kanada og áður íþrótta- íréttamaður Útvarpsins hef- ur að undanförnu unnið að undirbúningi þess að hefja útsendingar vikulegra út- varpsþátta að mestu á ís- lenzku frá útvarpsstöð í Kanada, sem útvarpar á ýmsum tungumálum. Hefur Jón að undanförnu kannað með hvaða hætti megi tryggja fjárhagsgrundvöll útsending- anna og hefur hann meðal annars leitað í því efni til íslenzkra hljómplötuútgef- enda, ferðamálaráðs íslands og Flugleiða auk fleiri aðila. Er ekki enn með öllu ráðið hvort af þessum útsendingum verður en þá er gert ráð fyrir að þær verði hálftími í senn og vikulega. Ráðningarsamn- ingur Jóns sem ritstjóra Lögbergs-Heimskringlu renn- ur út 1. nóvember n.k. og sagði Jón að ekki væri ráðið hvort hann gegndi því starfi áfram en hins vegar væri áhugi fyrir því af hálfu útgefenda blaðsins. Jón sagði í samtali við Mbl. í gær að til þess að hægt væri að leggja út í þessar útsendingar þyrfti að tryggja fjárhagslegan grundvöll þeirra og hefði hann gert fyrir nokkru áætlun um að beinn útsendingarkostnaður á ári yrði um 3000 dollarar en þar við gætu bæst einhverjar upp- hæðir ef um launagreiðslur yrði að ræða. Hann sagðist hafa skrifað íslenzkum hljómplötuút- gefendum í júní og óskað eftir samstarfi við þá og aðstoð við gerð útsendinganna í því formi að þeir legðu til íslenzkar hljómplötur og greiddu auk þess sérstakt gjald, sem tryggði öllum aðilum jafna aðstöðu. — Ég setti þeim frest um að svara fyrir 25. júlí því að ég hafði lofað að svara forráðamönnum útvarpsstöðvarinnar um mánaðamótin ágúst-september en þar sem ég fékk aðeins eitt Jón Ásgeirsson svar fyrir frestinn og annað fyrir nokkru en bæði jákvæð þá hefur þetta gert mér erfitt fyrir. Þetta er því allt óráðið enn, sagði Jón. Jón sagðist líka hafa leitað eftir fjárhagsstuðningi frá aðil- um eins og ferðamálaráði og Flugleiðum, því að þarna væri um mikla landkynningu að ræða og fordæmi væru fyrir því að slíkir aðilar styddu við útsend- ingar af þessu tagi. Um efni útsendinganna sagði Jón að ætlunin væri að þær yrðu að mestu á íslenzku auk innskota á ensku og einkum yrði þarna um að ræða flutning á tónlist af hljómplötum. Dagskráin yrði á ábyrgð hans og þvi mætti bæta við að ekki væri bara um það að ræða að þessar útsendingar næðu til Kanada heldur ættu þær að ná suður til Norður-Da- kota, þar sem mikið væri um fólk af íslenzku bergi brotið. Þá væri einnig hægt að hugsa sér að auka útbreiðsluna með því að selja dagskrána til fleiri út- varpsstöðva. W * <t! ■? , . w, s.Æ&étto Æ £FFEKT/VT DOBBELT DEODORANT SYSTEM MASKUUN-MEN VELEGNET TIL HELE FAMILIEN fcN MASKULIN DEODORANTSÆBE Handsápa með deodorant, sem veitir tvöfalda vörn. I m Irish Spring er sem andblær frá írskum vordögum. Áhrifin haldast allan daginn með frískri ilmandi angan. Reynið sjálf hvernig Irish Spring sameinar áhrifaríka deo- dorant vörn og mýkt góðrar fjölskyldusápu. WÆ * •*.* f 1 hinum grænu og hvitu röndum deodorantar, sem gera Irish Spring ríkri deodorantsápu. eru tvetr að áhrifa- L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.