Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Kólnandi eldfjöll ENGU er líkara en að eldmóðurinn sé að renna af hinum miklu meisturum á Filippseyjum eftir 19. skákinni að dæma sem þeir tefldu í gær. Skákin var nánast án nokkurra sviptinga og loksins þegar Karpov virtist vera kominn með örlítið hagstæðara tafl dregur hann í land og taflið jafnast. Jafntefli er að sjálfsögðu enginn sigur fyrir Karpov því hann þarf að vinna tvær skákir í viðbót til þess að endurheimta titilinn, en kannski býr hann við þá von að því lengur sem einvígið dregst á langinn þeim mun meira þreytist andstæðingur hans sem er 20 árum eldri. Skák 19. einvígisskákin Hvítti Kortsnoj Svarti Karpov Katalan byrjun 1. c4 — (Enn sem fyrr byrjar Kortsnoj taflið með enska leikn- um og er engu líkara en hann kunni ekkert annað. Slík ein- hæfni í byrjanavali hlýtur að auðvelda til muna allan undir- búning hjá andstæðingi hans og lítt til þess fallið að koma á óvart. Hinsvegar er ekki réttlátt að gagnrýna Kortsnoj fyrir þetta núna þegar hann er eflaust enn í sárum eftir hinar miklu ófarir í 13. og 14. skák. Til upprifjunar má minna á byrjunarleikina í einu vinnings- skák Kortsnojs í 11. skákinni en hún byrjaði talsvert óvenjulega: Kortsnoj (hvítt) Karpov (svart): 1. g3! - c5, 2. Bg2, 3. e4!) 1. ... Rf6, 2. g3 - e6, 3. Bg2 - d5, 4. Rf3 - Be7, 5. d4 - 0-0, 6. Rbd2 (Frekar hægfara byrjun hvíts er ekki til þess fallin að veita honum neitt frumkvæði enda er Katalan byrjunin, þó traust sé, ákaflega hægfara og setur svörtum engin vandamál að glíma við. I 15. skák þeirra félaga féllu leikir í svipaðan farveg: 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 - d5, 4. d4 - Be7, 5. g3 - 0-0) 6. ... b6, 7. 0-0 - Bb7, 8. cxd5 — exd5,9. Re5 — Rbd7, 10. Rdf3 (Nú kemur að sjálf- sögðu í ljós kosturinn við Rbd2 og tilgangur hvíts að treysta sig í sessi á e5) 10.... c5,11. b3 — a5, 12. Bb2 — Re4, (Svartur hefur án mikilla erfiðleika fullkomlega jafnað taflið. Eins og fyrr segir teflir Kortsnoj þessa skák ekki af miklum Gunnar Gunnars- son skrifar um 19. einvígisskákina eldmóði sem gefur kannski sumum tilefni til að halda að nú fari að koma í ljós þreytumerki eldri mannsins í einvíginu. Vissulega gæti það verið, en á hitt veröur að líta að Kortsnoj hefur á stundum teflt prýðisvel í þessu einvígi og veitt Karpov harða keppni). 13. Hcl - He8 14. Rxd7 - Dxd7 15. Re5 — De6 (Staðan er næstum samloka og hjá hvorug- um veika bletti að finna) 16. Rd3 - Bd6 17. dxc5 - Bxc5, 18. e3 (Peðsrán á c5 hlyti illan endi hjá hvítum eftir 18. Bxe4? — Dxe4, 19. Rxc5 — Bxc5, 20. Hxc5 — d4, 21. f3 — De3 og síðan e3 og svartur vinnur). 18. ... A4 19. bxa4 (Hvítur vill frekar hafa st'akt peð á a2 en b3 þótt textaleikurinn sýnist engu að síður óeðlilegur) 19. .. .Ba6 (Peð svarts á c5 og d5 eru í slíkum stöðum ákaflega vand- meðfarin. T.d. má svartur ekki leika 19. ... c4? vegna 20. Rf4 og hvítur hefur fengið ákjósan- legan reit á d4 fyrir menn sína). 20. Hel — Bxd3 (Svartur fórnar sínum góða drottningar- biskup fyrir riddara hvíts enda fær svartur núna gott spil fyrir hrókana) 21. Dxd3 — Hxa4, 22. Db3 — Haa8? (Miklu öflugri leikir virðast standa Karpov til boða eins og t.d. 22. ... Hb4 eða Hea8.) 23. Bxe4 - dxe4 (Eftir 23... Dxe4 24; Hedl getur svartur ekki valdað d5 peðið). 24. Dxe6 — Hxe6, 25. a3 — Ha4, 26. Hedl - f6 (Eftir drottningauppskiptin hefur tafl- ið koðnað niður í jafntefli og næstu leikir sem á eftir fara eru hrein tímasóun því keppendur gætu hæglega samið hér strax.) 27. Kfl - KÍ7, 28. Hc2 - Be7, 29. IId7 - Hb6, 30. g4 - Ke6, 31. Hc7 - Ila8, 32. Hd2 - g6, 33. Kg2 - Í5, 34. g5 - Hd6, 35. Hc2 (Kortsnoj forðast hér réttilega hrókakaup sem hefðu verið Karpov í hag) 35.... Hda6 36. h4 - H8a7, 37. Hc8 - Ha8, 38. Hc7 — H8a7, 39. Hc8 og hér sömdu þeir félagar á sinn þögla hátt um Jafntefli. Heldur til- þrifalítil skák með vissum þreytumerkjum hjá báðum. Nú kom jógi með Korchnoi Baguio — 7. aept. — AP NITJÁNDU einvígisskák þeirra Karpovs og Korchnois, sem tefld var í dag, lauk með jafntefli eftir 39 leiki. Höfðu þeir þá þráleikið hrókum sínum tvisvar sinnum og sömdu að því búnu um jafntefli. Korchnoi hafði hvítt í þessari skák og hóf taflið með því að leika c-4, en skákin beindist síðar inn á brautir Katalónsaf- brigðisins. Upp úr því kom upp áþekk staða og í 15. skák þeirra, sem endaði með jafntefli í 25 leikjum. I nokkru stappi stóð við innganginn að keppnisstaðnum rétt áður en skákin hófst. Petra Leeuwerik, einn aðstoðarmanna Korchnois, hótaði öllu illu ef jógi nokkur sem var í för með henni fengi ekki inngöngu í keppnissalinn, og varð endirinn sá, að jóganum var hleypt inn. Korchnoi sterkari í tímahrakinu Han if (rolom bek skrifar fijrir Mortjunblaöiö NÍTJÁNDA skákin, sem frest- að var á þriðjudag að beiðni Karpovs og tefld var í dag, var að mörgu leyti sp.ennandi. Korchnoi, sem stýrði hvítu mönnunum, beitti byrjun, sem ieiddi til Katalónsafbrigðis. En í stað þess að leika riddara tii c3 í 2. leik eins og hann gerði í 15. skákinni iék hann riddara til d2 í 6. leik. Þessi ieikur gefur hvítum ekki mikla sókn- armöguleika ef svartur bregð- ur skjótt við og um miðbik skákarinnar var fullkomið jafnræði með þeim Korchnoi og Karpov. Karov gerði tilraun til sóknar á drottningarvæng hvíts með því að leika peði fram og í 21. leik virtist hann vera að ná frumkvæðinu í sínar hendur. En í stað þess að leika hnitmiðað lék Karov nú nokkrum „róleg- um“ leikjum, sem gerðu Korchnoi kleift að jafna stöð- una. Þegar leiknir höfðu verið 33 leikir voru báðir komnir í nokkurt tímahrak og átti hvor um sig eftir 10 mínútur á átta leiki. Og í fyrsta sinn í þessu einvígi var Korcnoi nú sterkari í tímahrakinu og gat neytt andstæðing sinn til að þráleika í lokin og þar með var jafnteflið í höfn. Næsta skák verður tefld á laugardag. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINTJ AI GIA SING \ SIMINN KK: 22480 Slær í brýnu með verkfallsmönn- um og lögreglu Lima 7. sept. Rcuter. AP. HÁLFGERT neyðarástand ríkti í Lima, höfuðborg Perú, í dag er í odda skarst með lögreglu og verkfallsmönnum. Verkfallsmenn fylktu þúsundum saman liði í verslunarhverfum borgarinnar, trufluðu umferð og grýttu lögregl- una og flestum verzlunum var lokað í skyndingu með slagbrönd- um er átökin brutust út. Lögreglan beitti táragassprengjum og sprautaði vatni úr háþrýstislöng- um til að dreifa verkfallsmönnum. Ekki ber fregnum saman um hvort einhverjir hafi látizt í þessum átökum, en fjölmargir munu hafa særzt og lögreglan handtók einnig fjölda manns. Þessar aðgerðir komu í kjölfar yfirlýsingar vinstri hreyfingarinnar um tveggja sólar- hringa verkfall til að mótmæla ráðstöfunum stjórnarinnar, sem þeir telja að muni svipta 100.000 verkamenn atvinnu sinni á næstu þremur árum. Nkomo býst við inn- rás herja Rhódesíu Salisbury — 7. sept. — Reuter JOSHUA Nkomo forvígismaður Föðurlandsfylkingarinnar í Zam- bíu sagði í útvarps- og sjónvarps- ræðu í dag, að hann hefði gildar ástæður til að ætla að herir Rhódesíu myndu ráðast inn í Zambíu á næstunni og hefna flugslyssins á sunnudag og morð- anna á farþegunum 10, sem björguðust úr því, sem skærulið- ar tengdir Föðurlandsfylking- unni eru sterklega grunaðir um að hafa átt sök á. Hann sagði ennfremur, að hann hefði haft samband við brezkan sendiherra og beðið hann að gera allt sem í hans valdi væri til að koma í veg fyrir slíka innrás. Hann benti einnig á, að aðeins væri ár síðan rhódesískir herir hefðu ráðist inn í Zambíu af svipuðu tilefni og haldið þremur borgum í umsátri. Þessi yfirlýsing Nkomos kemur aðeins degi eftir að Smith forsæt- irráðherra lét svo um mælt, að stjórn hans myndi engan veginn una slíkum ódæðisverkum og grípa til róttækra aðgerða í stað orða- gjálfurs. Búist er við, að Smith muni kunngera nánar á sunnudag í hverju aðgerðir stjórnar hans verði fólgnar. Ummæli samgönguráðherra Rhódesíu í dag, er hann tilkynnti að rannsókn á flugslysinu á sunnudag hefði leitt í ljós, að hún hefði verið skotin niður með eldflaug, þar sem hann lét þess getið í leiðinni, að þessara voða- verka yrði grimmilega hefnt, Danir dæmdir í Hollandi Amsterdam 7. sept. AP. HOLLENZKUR dómstóll dæmdi í dag tvo Dani í fimm og tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla tíu þúsund morfíntöflum út úr landinu. Miðlari sá sem hafði selt þeim töflurnar, Pakistani er býr í Amsterdam, fékk 6 ára dóm. Danirnir tveir komu til Amster- dam þann 22. maí sl. til að ganga frá viðskiptum sínum við Pakistanann en lögreglan í Hol- Isindi hefur lengi haft hann grunaðan um að fást við sölu eiturlyfja. Annar Dananna, sem var á þrítugsaidri; játaði sekt sína umyrðalaust. Hann var handtek- inn skammt frá Amsterdam og hafði hluta morfínsins í bílnum. Hinn Daninn sem fékk þyngri dóm bar við minnisleysi og var lítt samvinnuþýður. Hann er um fimmtugt og var handtekinn á Schipolflugvelli um svipað leyti. þykja styrkja yfirlýsingar Smiths og virðast benda til, að stjórn hans muni vera fúlasta alvara með að láta til skarar skríða von bráðar. Portúgal: Fátt nýtt 1 stefnuskrá da Costa Lissabon, 7. sept. AP — Reuter ALFREDO Nobre Da Costa for- sætisráðherra Portúgals sagði í dag að stjórn hans myndi sýna viðleitni til að koma landinu út úr því efnahagsöngþveiti sem það hefur verið í að undanförnu. Hann sagðist þó reiðubúinn að afhenda stjórnmáiaflokkunum völdin ef þeir gætu komið sér saman um betri stjórn. Da Costa sgði í ávarpi á þingi um stefnuna að stjórnin tæki mið af aðgerðum fyrri stjórna, og þykir fátt nýmeti vera í stefnu- skránni að sögn AP. Stjórnin heitir inngöngu í EBE hún ætlar að efla byggingu íbúðarhúsnæðis, skóla og heilsugæzlustöðva auk þess sem stefnt er að minnkun atvinnuleysis og lækkun erlendra skulda. Þá mun stjórnin taka þátt í störfum Atlantshafsbandalags- ins, NATO. Loks gaf Da Costa í skyn að hugsanlega yrði einhverj- um kvöðum létt af landsmönnum á næstunni þó að erlendir lána- drottnar hefðu mikil áhrif á aðgerðir í efnahagsmálum lands- ins. Carlos Brito fulltrúi kommún- ista sagði á þiriginu í dag að í stjórn Da Costa væru of margir afturhaldssamir menn og kapítal- istar. Hann dró og í efa að Da Costa mundi láta af völdum ef flokkarnir kæmu sér saman um stjórn. Adelino Amaro, talsmaður Mið- demokrata líkti stjórn Da Costa við líkama án sálar þar sem hún hefði ekki stuðning neins flokks. Þá sagði Jose Meneres, þingmaður jafnaðarmanna, að hann sæi engan mismun á 411 síðna stefnu- skrá stjórnar Da Costas og stefnu- skrám síðustu ríkisstjórna sem sósíalistar hefðu veitt forystu, en þeim hefðu jafnaðarmenn hafnað. Loks sagði Jaime Gama, fulltrúi sósíalista, að stjórn Da Costas hefði aðeins stuðning Eanesar forseta, og þar sem forsetinn væri einnig yfirmaður herafla landsins gæti hann leikið sér með lýðræðið ef honum sýndist svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.