Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 Tindurinn Fingurb jörg sigradur f yrsta sinni TINDURINN FingurbjörK í MávabyKBÖum í Vatnajökli var sigraður fyrsta sinn í, síðustu viku þogar þrír félagar í Islcnzka alpaklúbbnum, þcir Arnór Guð- bjartsson. IIclsi Bcnediktsson og Pctur Ásbjörnsson, klifu hann. Það tók þá félagana um 4 klukkutíma að klífa síðustu 60 m sem er hið eiginlega klifur. - í samtali við Mbl. sögðu þeir, að einu erfiðleikarnir við þennan torkleifa tind væru þeir að berg- stálið væri með eindæmum laust í Tindurinn Fingurbjörg í Vatna- jökli. sér, væri hreinlega með því versta sem þeir þekktu til hérlendis. Þeir sögðust hafa haft þann háttinn á við klifrið að hver maður klifraði ákveðinn spotta og setti inn fleyga til tryggingar og fór svo niður aftur og annar tók við. Þetta hefði gert ferðina bæði auðveldari og skemmtilegri fyrir alla og má geta þess að þegar erfiðar leiðir eru farnar í fjöllum er venjulega sá háttur á hafður, að einn maður fer á undan og hefur forystu alla leið. Hinir verða einfaldlega að bíða hver á sínum stað bundnir við kletta eða ís. Stærsti bílkraninn Fyrir skömmu var lokið við að setja þennan bílkrana á dráttarbíl úr Kópavogi og er kraninn sem er ítalskur af gerðinni Fassi, sá stærsti sem settur hefur verið á vöruflutningabíl eða dráttar- bíl hérlendis. Kraninn er 30 tonn/metrar og er annar slíkur á vörubíl, sem Bílaborg er að setja saman og fer til Færeyja. Nítján kranar af þessari gerð, nema hvað þeir eru minni, hafa verið settir á bíla og bryggjur hérlendis og 16 kranar hafa farið um borð í fiskiskip. Almyrkvi á tungli 1963. Tíminn sem leið frá því fyrsta myndin (efst til hægri) var tekin og þar til sú síðasta (neðst til vinstri) var tekin var cin klukkustund og fimm mínútur. Almyrkvi á tungli 16. september n.k. Ættí að sjást á Austurlandi ALMYRKVI á tungli verður 16. september. borsteinn Sæmunds- son stjörnufræðingur sagði í samtali við Mbl. í gær, að almyrkvi á tungli hefði ekki sézt héðan af landi siðan 18. nóvember 1975, en þá var „mjög fallegur myrkvi“ að sögn Þorsteins. Þorsteinn sagði að þegar al- myrkvinn hæfist 16. september yrði tungl ekki komið upp fyrir sjóndeildarhringinn á íslandi. Almyrkvinn hefst klukkan 18:24 og miður myrkvi verður klukkan 19:04 en sex mínútum síðar rís tungl austast á landinu. Almyrkv- anum lýkur svo klukkan 19:44 í þann mund sem tunglið er að koma upp í Reykjavík. Tunglið verður laust við alskuggann klukk- an 20:48 og við hálfskuggann klukkan 21:48. Almyrkvi var á tungli 24. marz sl. en sást ekki hér á landi. Sveitarstjóri ráðinn til Ólafsvíkur Olafsvík 6. september. Á FUNDI hreppsnefndar Ólafs- víkurhrepps 1. september var ráðinn sveitarstjóri til Ólafsvíkur, Jóhannes Pétursson bygginga- tæknifræðingur, en hann hefur starfað sem byggingafulltrúi í Ólafsvík sl. 4 ár. Umsækjendur um starfið voru þrír. — Hclgi. Leiðrétting í STUTTU viðtali við Gísla Gests- son í Morgunblaðinu í gær, í tilefni 100 ára afmælis hans, var ekki farið allskostar rétt með eitt ártal. Sagt var, að Gísli hefði hætt búskap í Suður-Nýjabæ í Þykkva- bæ árið 1946, en hið rétta er að Gísli rak búið til ársins 1956. Þá tók sonur hans, Ágúst, við búinu, en Gísli og kona hans hafa búið hjá honum eftir það allt fram í júlí á þessu ári, að Gísli fluttist að elliheimilinu Grund í Reykjavík. Vildi hann koma á framfæri þakklæti til sonar síns og tengda- dóttur og einnig til starfsfólks elliheimilisins. „Framleiðumá milli 11 og 12 þús. kápur á ári” MAX H.F. framleiðir eingöngu kvenyfirhafnir og sportregn- föt. Sigþór Sigurðsson verk- smiðjustjóri tjáði okkur að það sem Max h.f. sýndi væri allt það sem þeir yrðu með til sölu fram á vetur. „Við framlciðum á milli 11 og 12 þúsund kápur á ári fyrir utan regnfötin og fram að þessu höfum við selt allt sem við höfum framleitt og ekkert þurft að vera hræddir," sagði Sigþór. Sigþór kvað islenzka fram- leiðslu vera síst gæðaminni en þá erlendu og hann hélt að verðlagið væri mjög svipað. „Ég held að fólk kaupi frekar íslenzkan fatnað en erlendan, það er að segja ef því finnst gæðin vera eins mikil,“ sagði Sigþór. Um aðsóknina kvað hann að hún væri ekki nógu góð og sérstaklega sagði hann kaup- menn sækja hana illa og al- menning ekki eins vel og búist var við. Þessa dagana ftendur yfir í Laugardalshöll aýningin „íalenzk föt 1978“ Þar aem 23 fataframleiöendur kynna vðrur sínar. Blaöamenn Mbl. litu inn á aýninguna tók Emilía Björg myndirnar. ’Erfitt að standast samkeppni við erlenda fataframleiðslu” „VIÐ SÝNUM aðallega það nýjasta, það sem við höfum hugsað okkur að vera með á næstu mánuðum,“ sagði Guð- laug Snorradóttir eigandi verk- smiðjunnar Skinfaxa h.f. Skinfaxi framleiðir kven- og barnafatnað, aðallega kjóla og pils. Guðlaug kvað þau hafa framleitt barna- og dömubuxur áður fyrr en væru hætt því núna. „Það er ekki gott að standast samkeppni við erlenda fata- framleiðslu," sagði Guðlaug. „Það sem gerir það erfitt eru aðallega launahækkanirnar og innflutningurinn. En ef inn- fluttur fatnaður á að vera í sama gæðaflokki og íslenzkur þá er hann mjög dýr. Ef borin er saman íslenzkur og erlendur fatnaður í sama verðflokki þá eru gæði þess íslenzka yfirleitt mun betri,“ sagði Guðlaug að lokum. Sigþór Sigurðsson verksmiðjustjóri hjá Max h.f. Guðlaug Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.