Morgunblaðið - 20.09.1978, Qupperneq 29
I
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978
29
TTT TT' ^
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
, FRÁ MÁNUDEGI
nrujjjnoí'ajs'v n
Dularfullnr blettur
vekur furðu í Sovét
geislanin stafar frá, getur birst og
komið fram í fjarlægum stað,
jafnvel á öðrum hnetti, þar sem
skilyrði til slíkrar framkomu eru
fyrir hendi. Hér er um það
fyrirbæri að ræða, er hamfarir
kallast, og er alls ekki óþekkt hér á
jörðu, þótt fáir vísindamenn hafi
enn látið sér skiljast þennan
möguleika lífsins.
Ég hygg, að dýrið furðulega, sem
nú er leitað í Seljordvatninu, sé
einmitt þessa eðlis. Það mun ekki
eiga heima hér á jörðu, heldur
mun heimkynni þess vera í ein-
hverju vatni á öðrum hnetti. Fyrir
eitthvert sérstakt ástæði eða
skiiyrði í Seljordvatni, hefur þetta
dýr annars hnattar líkamnast um
• Gangbrautum
gleymt
Eldri konai
— Ég vildi fá að minna á í
framhaldi af þessu hörmulega
gangbrautarslysi nú um helgina í
Reykjavík, að oft er engu líkara en
ökumenn viti ekki hvað gang-
brautir eru og hafi jafnvel gleymt
að þær eru til, því þeir taka nærri
því ekkert tillit til fólks sem bíður
við gangbrautir. Ég hefi svo til
daglega verið á ferli og því oft
komið að gangbrautum. Eitt sinn
er ég var við gangbrautina við
Hótel Esju stöðvaði bíll og ég held
út á gangbrautina, en þá kemur
annar og hægir ekki á sér, heldur
æðir áfram yfir gangbrautina og
rétt strýkur á mér tærnar. í annað
sinn taldi ég 12 bíla sem fóru fram
hjá mér þar sem ég beið við
gangbraut á Hverfisgötunni. Ég
held því að óhætt sé að segja að
það sé yfirleitt ekki bílstjórunum
að þakka að ekki verða fleiri
gangbrautarslys.
• Tilkynna skatt-
inn fyrirfram
Kona nokkur hringdi og
kvaðst vilja koma þeirri
ábendingu á framfæri til stjórn-
valda að látið yrði vita í tíma hvar
markið yrði sett í sambandi við
hátekjuskatt. — Það er ófært að fá
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
stundarsakir í þessu norska vatni,
og því orðið mönnum sýnilegt við
og við. Efnun þess hér er aðeins
stundarfyrirbrigði. Það kemur hér
fram, efnast um stund og hverfur
aftur jafn skyndilega og það kom.
Aftur og aftur getur þetta gerst,
með stuttu eða löngu millibili. Og
meðan þessar stuttu heimsóknir
dýrsins standa yfir, getur það
orðið sýnilegt og áþreifanlegt (en
alls ekki þess á milli). Ef sérstak-
lega stendur á, er því hægt að ná
af því ljósmyndum, ef það birtist á
yfirborði vatnsins, og einnig væri
hægt að verða þess var með ratsjá
eða öðrum leitartækjum ef það
kæmi fram djúpt í vatninu. En
ekki get ég hugsað mér að unnt
yrði að handsama eða véiða slíkt
dýr, því eðli þess er að hverfa með
skyndingu til síns heima.
Ekki kann ég skýringu á því,
hvaða orsakir liggja til skyndi-
heimsókna sem þessara. En þó má
telja víst, að hið almenna lífafl-
svæði þessa landshluta eða þessa
héraðs eigi hér sinn hlut að máli,
rétt eins og annarra staða, þar
sem hliðstæðir atburðir gerast.
Kemur þar margt til og fyrst og
fremst hinn almenni hugsunar-
háttur og einnig viðhorf fólks til
fyrirbæra, sem enn hafa ekki verið
útskýrð á náttúrufræðilegan hátt.
En öll fyrirbæri eru náttúruleg
og eðlileg þegar náð er réttum
skilningi á eðli þeirra.
Ingvar Agnarsson.“
þetta í höfuðið svona eftir á, sagði
konan, og ætti að láta fólk vita það
nógu snemma hvert hátekjumark-
ið verður svo hægt sé að passa sig,
því ekki er víst að menn ynnu svo
mikið ef það væri vitaðdfyrirfram
hvert þetta hátekjumark verður.
Þá kvaðst konan einnig vilja
beina því til auglýsenda og þeirra
sem léðu máls á auglýsingum utan
á húsum sínum, að þessar aug-
lýsingar væru hafðar þannig að
þær stingju ekki algjörlega í stúf
við umhverfi sitt.
03^ SIG&A V/GGA t \iLVERAW
HÖGNI HREKKVÍSI
„Jæja, allténd ... þakka þér fyrir að reyna.“
„Við erum að reyna að ná barnhelda tappanum
af magnýlinu.44
Moskvu. — 17. sept. — Reuter.
DULARFULLUR blettur í loíti á
íbúð gamallar konu. sem búsett
er nálægt borginni Voronezh í
miðjum Sovétríkjunum. hefur
vakið mikið umtal þar í landi að
undanförnu og flykkjast nú
hundruð manna að heimili gömlu
konunnar til að líta undrið
augum.
Orðrómurinn um yfirnáttúru-
íran:
legan blett í íbúð gömlu konunnar
komst á kreik eftir að konan
fullyrti við nágranna sína, að hún
hefði séð svip af látnum sonarsyni
sínum i blettinum. Síðan hefur
verið ónæðissamt hjá gömlu kon-
unni og hefur hún ekki haft undan
við að stugga frá forvitnu fólki,
sem drífur víðs vegar að, og er
henni ekkert um þessar tíðu
heimsóknir gefið.
18 þingmenn mót-
mæltu herlögunum
Teheran. 18. september. Reuter.
ÁTJÁN þingmcnn neðri deildar
þings íran gengu af þingfundi í
gær í mótmælaskyni við herlögin
sem sett voru í landinu 8.
september. Skömmu áður höfðu
152 þingmcnn deildarinnar sam-
þykkt herlögin. en 22 grciddu
atkvæði á móti.
Þingmennirnir sem greiddu at-
kvæði gegn herlögunum sögðu að
þau væru ekki í samræmi við þær
yfirlýsingar forsætisráðherra
landsins, að hann aðhylltist
stjórnmálafrelsi. Við umræðurnar
lýsti forsætisráðherrann, Jaafar
Sharif-Emami, sig í meginatriðum
sammála andstæðingum herlag-
anna og sagðist forsætisráðherr-
ann vona að hægt yrði að nema
lögin úr gildi von bráðar.
Forsætisráöherrann skýrði
þingheimi frá því, að gripið hefði
verið til herlaganna til að koma í
veg fyrir að kommúnistar gætu
kynt undir meiri háttar óeirðum í
landinu. Upplýsingaráðherra
landsins sagði og í dag, að
stjórnvöld hefðu komist á snoðir
um ráðabrugg kommúnista. Hann
sagði að ýmsir leiðtogar kommún-
ista í Vestur-Evrópu hefðu stutt
ráðabrugg þetta.
Upplýsingaráðherrann skýrði
fréttamönnum frá því í dag að
ástandið færi batnandi í landinu.
Stjórnin er bjartsýn á að enn
sljákki í mótmælunum í landinu
og hefur því slakað á ýmsum
ákvæðum herlaganna. Þannig
hefur útgöngubann að næturþeli
verið stytt um 90 mínútur í
Teheran, Shiraz og Ahwaz og
verzlunar- og viðskiptahverfið í
Teheran hefur verið opnað á ný.
Vissi Castró um
ætlan Oswalds?
Washington. — 18. sopt. — Reuter.
RANNSÓKNARNEFNDIN,
sem nú fæst við endurrann-
sókn á morðinu á Kennedy
Bandaríkjaforseta, hefur
samkvæmt tilmælum
Bandaríkjastjórnar athug-
að hvort sá grunur hafi við
rök að styðjast, að Castró
forseti Kúbu og stjórn hans
hafi vitað um ætlan Lee
Harvey Oswalds um að ráða
Kennedy af dögum.
I samtali, sem nefndin átti við
Castró nýlega um þetta atriði,
harðpeitaði Castró, að hann eða
stjórn hans hefðu vitað nokkuð um
fyrirætlanir Oswalds. Og nefndin,
sem fæst við rannsóknina, er eftir
sem áður þeirrar skoðunar, að
Oswald hafi verið einn að verki.
Þessi óljósi grunur um að Castró
og stjórn hans hafi á einhvern hátt
verið viðriðin eða vitað um áform
Oswalds eru m.a. til komin vegna
greinar, sem brezkur blaðamaður
ritaði skömmu eftir morðið, þar
sem Castró neitaði að ræða við
blaðamanninn um hugsanlega
vitneskju um morðið og annars
vegar ferð Lee Harveys Oswalds
til Mexikó í vikunni áður en hann
framdi morðið. I þeirri ferð á hann
að hafa beðið um leyfi til að
ferðast til Kúbu, en ekki er vitað
hvort af þeirri ferð varð.
Kórskóli
Pólýfónkórsins
veröur starfræktur í vetur. Kennslugreinar: Nótnalest-
ur, tónheyrn, og raddbeiting.
Innritun og nánari uppl. í símum 43740,17008, 72037,
71536 eftir kl. 6.