Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 4
4 Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur vináttu og hlýhug á gullbrúökaupsdaginn þann 15. sept. sl. Guð blessi ykkur öll. Anna og Helgi Gudlaugsvík. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU „Agalegir endurfundir“ nefnist þátturinn eftir Wodehouse sem er á dagskrá í kvöld. Þátturinn hefst kl. 20.30. Sjónvarp kl. 22.1 Útvarp kl. 21.20: Leikin heimildamynd um frjálsíþróttakonu sem var lömuð í bernsku SÍÐAST á dagskrá sjón- varpsins í kvöld er leikinn bandarísk heimildamynd um bandarísku frjáls- íþróttakonuna, Wilmu Ruolph. Með aðalhlutverk í myndinni fara Cicely Tyson og Shirley Jo Finney og hefst sýning myndarinnar kl. 22.0.. Myndin lýsir uppvexti og heimili Wilmu. I bernsku var hún oft veik og var lömuð á öðrum fæti af völdum lömunarveiki. Vegna lömunarinnar var Wilma mikið utanveltu og gat ekki tekið þátt í leikj- um skólasystkina sinna. Wilma var mjög hávaxin og bar höfuð og herðar yfir jafnaldra sína og var henni strítt mikið í skóla. Wilma var yngst af átta systkinum og er hún hafði náð sér eftir lömunarveik- ina stundaði hún oft körfu- bolta ásamt systkinum sín- um. Einu sinni er frjáls- íþróttaþjálfari nokkur var að dæma körfuboltaleik í gagnfræðaskólanum sem Wilma sótti þóttist hann sjá í henni mikið efni í spretthlaupara. Hann bauð henni í sumarbúðir við ríkisháskólann í Tennessee en það var með hálfum huga að faðir Wilmu leyfði það þar sem hann vildi vernda hana frá því að það sama kæmi fyrir hana og systur hennar sem varð ófrísk. Wilma fær þjálfun við ríkisháskólann og tekur þátt í Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956 og hlaut hún þar bronsverð- laun í 100 metra hlaupi. Ráðgert var síðan að hún tæki þátt í Olympíuleikun- um í Róm 1960 en á milli þessara tveggja Ólympíu,- leika verður Wilma ófrísk af völdum vinar síns en þau höfðu þekkst frá því þau voru börn. Faðir Wilmu tekur þetta mjög nærri sér og vill að hún komi heim og hætti við þátttöku í leikun- um en Wilma ákveður að taka þátt í leikunum áður en hún hætti. Á leikunum í Róm vann Wilma þrjú gullverðlaun og var stjarna leikanna. „Karlsons“ nefnist sænskur sönghópur sem saman stendur af þremur ungum bræðrum og heyrðum við nokkur lög með þeim í síðasta þætti „Gleðistundar“. Þýðandi myndarinnar um Wilmu Rudolph er Kristmann Eiðsson en sýning myndarinnar tekur 1 Vz tíma. Myndin er í litum. Bandarísku lagasmiðirnir og söngvararnir Daryl Hall og John Oates skemmta sjónvarpsáhorfendum í kvöld kl. 20.55 til kl. 22.00. Aðra hljómlistarmenn sem koma fram í þættinum kvað Sam vera rótgróna söngvara en hann sagði þáttinn í kvöld vera nokkurs konar yfirsýn yfir þær tegundir kristilegrar tónlistar sem tíðkast í Svíþjóð í dag. Þátturinn „Gleðistund" er tæprar hálfrar stundar langur. Kynna nýjar sænskar plötur „Gleðistund" nefnist tónlist- arþáttur í umsjá Guðna Einars- sonar og Sam Daniel Glad og er sá þáttur á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 21.20. í „Gleðistund"' eru eingöngu leikin lög með kristilegum textum. í þættinum í kvöld munu þeir Guðni og Sam kynna plötur frá Svíþjóð er þar hafa verið gefnar út á þessúári. Einnig munu þeir leika lög af plötu frá Finnlandi en sú plata er nokkru eldri. Hljómsveit sú sem leikur á finnsku plötunni heitir „Tre- klangen" og kom hún hingað til íslands árið 1974. í hljómsveit- inni leika finnskir guðfræði- nemar. Þeir söngvarar og hljómsveit- ir sem kynntar verða í kvöld hafa flestar verið kynntar áður í „Gleðistund" nema einn söngv- ari sem heitir Anders. Sam kvað hann vera mjög vinsælan í sínu heimalandi, Svíþjóð, þessa stundina. Útvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 23. september. MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.30 Óskalög sjúklingai Krist- ín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 11.20 Ég veit um bóki Sigrún Björnsdóttir tekur saman þátt fyrir börn og unglinga, 10 til 14 ára. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIO_____________________ 13.38 Brotabrot. Ólafur Geirs- son tekur saman þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 „Natasja“, smásaga eftir Maxím Gorkf. Valdimar Jó- hannsson þýddi. Evert Ingólfsson ies. 17.20 Tónhornir. Stjórnandii Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.50 Söngvar í léttum tón. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ___________________ 19.35 í leikskóla fjörunnar. Guðrún Guðlaugsdóttir ræð- ir við Guðjón Kristmanns- 23. september 1978 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 18.30 Enska knattspyrnan (L). Hlé 20.80 Fréttir og vcður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gengið á vit Wodehouse (L). Breskur gamanmyndaflokk- ur. Agalegir endurfundir. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Daryl Hall og John Oates (L). Bandarísku söngvararnir og lagasmiðirnir Daryl Hall og John Oates skemmta. V 22.00 Wilma (L). Bandarfsk sjónvarpskvik- mynd um Wilmu Rudolph. sem vann fá- gætt afrck á Olympfuleik- unum í Róm 1960, en þar sigraði hún f þremur keppnisgreinum. Aðalhlutverk Cicely Tys- on og Shirley Jo Finney. Barn að aldri fær Wilma lömunarveiki og gcngur með spelkur, en fyrir viljastyrk og góða umönn- un batnar hcnni og smám saman. og 15 ára er hún orðin góð fþróttakona. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.35 Dagskrárlok. i ........................../ son innheimtumanni — fyrri hluti. 20.00 Fiðlukonsert eftir Aram Katsjatúrían. David Pistrakh leikur með Fíl- harmónfu í Lundúnumt höf- undur stjórnar. 20.35 í deiglunni. Stefán Bald- ursson stjórnar þætti úr listalffinu. 21.20 Gleðistund. Umsjónarmenni Guðni Ein- arsson og Sam Daniel Glad. 22.05 Einar Benediktsson og Wagner. Árni Blandon les „í Dísar- höll“ og nokkur kvæði önn- ur 22.20 „Meistarasöngvararnir frá Nilrnberg“, forleikur eftir Richard Wagner. Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leikur. Stjórnandii Sir John Barbirolli. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir, 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.