Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 3 Bandarísku björgunarsveitarmennirnir bera rússneska sjómanninn úr þyrlunni út í sjúkrabííinn. Ljósm. RAX ojí Ól. K. Matf. B jörgunarsveit varnar- liðsins sótti rússneskan sjómann 150 mílur á haf út VARNARLIÐIÐ sótti í gær- morgun rússneskan sjómann. sem talinn var hafa veikst mjög alvarlega um borð í rússnezka frystitogaranum Vemajtiya. en hann var staddur 300 sjómílur norð-austur af Langanesi er hann sendi hjálparbeiðnina. Ferðin gekk í alla staði vel og var lent í Reykjavík nokkru eftir hádegi í gær og maðurinn lagður á Landspítalann. Rússneski sjómaðurinn. sem heitir Ivan Grinehark og er 46 ára gamall. var í rannsókn þegar Mhl. hafði síðast af honum fréttir. Ilonum leið eftir atvikum og voru veikindi hans jafnvel ekki talin jafn alvarleg og haldið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum Oskars Þórs Karlssonar hjá Slysavarnafélagi Islands barst hjálparbeiðni frá rússneska skipinu kiukkan 20.55 á fimmtu- dagskvöld. Var þá talið að Ivan Grinchark væri með lungna- bólgu og hefði auk þess fengið hjartaáfall og álitin mikil þörf á að koma honum á sjúkrahús hið fyrsta. Slysavarnafélagið sneri sér til varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli og var auðsótt mál að senda björgunarsveit eftir manninum. Klukkan 5 á föstu- dagsmorgun lagði björgunar- þyrla af stað frá Keflavíkurflug- velli og henni til aðstoðar tvær Herculesflugvélar, en þar sem ferðin var mjög löng, 900 sjómílur, var nauðsynlegt að fylla hana eldsneyti annað slagið. Þegar björgunarþyrlan kom að rússneska togaranum var hann kominn nær landinu eða 150 mílur. Gekk vel að ná manninum um borð í þyrluna og sömuleiðis gekk ferðin til Reykjavíkur vel. Þar lenti þyrl- an klukkan 13.20. Rússneski sjómaðurinn Ivan Grinchark. _r Formaður FII um gylliboð brezku stjórnarinnar: „Vonaaðmenn þreyi þorr- annoggóuna” FYRIR nokkrum árum hófu tvö íslensk íyrirtæki starfsemi sína í Skotlandi og var þar um að ræða verkstæði, sem unnu úr framleiðslu þessara fyrirtækja hér heima. Þessi fyrirtæki voru Prjónastofa Borgarness, sem hóf rekstur saumastofu fyrir 4 árum og er hún enn starfrækt. Þar vinna að staðaldri milli 25 og 30 manns en enginn fslendingur starfar þar nú. Hitt fyrirtækið var samsetningarverkstæði, sem fyrirtækin Gamla kompaníið og Stáliðjan hf. ráku og voru þar sett saman húsgögn, sem þessi fyrirtæki framleiddu hér heima. Starfrækslu þessa samsetningarverkstæðis hefur nú verið hætt fyrir all nokkru. Eins og fram hefur komið í fréttum blaðsins dvaldi hér í sl. viku iðnaðarerindreki frá bresku stjórn- inni, James H. Wood, og hefur hann kynnt íslenskum iðnrekendum hvað þeim standi til boða ef þeir vilja flytja starfsemi sína að einhverju leyti eða öllu leyti til Bretlands. Meðal þeirra sem Wood ræddi við voru forsvarsmenn Félags íslenskra iðnrekenda og sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður félagsins, að það væri ekki nýtt að hingað kæmu slíkir erindrekar frá löndum, sem hefðu markaða iðnþróunar- stefnu, því eins og í þessu tilviki notuðu Bretar stefnumótun sína á þessu sviði til að auka iðnaðarfram- leiðslu sína og fjölga starfstækifær- um. „Þeir hafa einmitt farið þá leið aö byggja sérstaka iðngarða þar sem iðnrekendur geta fengið inni með starfsemi sína en um þetta höfum við verið að tala her síðustu 10 árin. En við horfum nú fram á bjartari tíma og maður verður að vona að unnið verði hér að uppbyggingu framleiðsluiðnaðar," sagði Davíð. Aðspurður um það hvort hann vissi til að íslensk fyrirtæki ætluðu að flytjastarfsemi sína að einhverju leyti til Bretlands, sagði Davíð, að sér væri ekki kunnugt um að slíkt stæði til. „Eg vona líka að menn fari ekki að flytjast héðan en vona að þeir þreyi þorrann og góuna. En ef ástand efnahagsmálanna verður ekki stöðugra og það tekst ekki að draga úr verðbólgunni og ef svo bætist þar við, að engin iðnþróunar- stefna verður mótuð, þá fara menn héðan rétt eins og forfeður okkar gerðu fyrir 100 árum, þegar þeir fóru til Ameríku," sagði Davíð. Helgi Halldórsson framkvæmda- stjóri hjá Stáliðjunni h.f. sagði að þeir og Gamla kompaníið hefðu rekið samsetningarverkstæði á þriðja ár en þeir hefðu verið óheppnir, því þeir hefðu lent í miðri orkukreppunni, vinnuvikan hefði verið stytt í þrjá daga og skömmu eftir að þeir byrjuðu hefðu vextir í Bretlandi hækkað úr 3% á nokkrum mánuðum í 17% en nú væru þeir hins vegar orðnir 6%. „Þetta gerði okkur erfitt fyrir því rekstrareiningin hjá okkur var ekki nógu stór og við ákváðum að hætta. Það lá hins vegar ekkert fyrir, sem benti til þess að það væri ekki hægt að reka fyrirtækið þarna, við höfðum bara ekki úthald í það miðað við þetta ástand. En ef litið er á þetta í samhengi við íslenskan iðnað þá er ekki bara hægt að opna möguleika fyrir innflutning á iðnaðarvörum, það verður líka að skapa möguleika til að flytja þær úr landi. Það hefur gengið vel s.s. með ullina en við þurfum að koma okkur upp fleiri vörutegundum, sem við getum flutt út með líkum hætti," sagði Helgi. Sigurður Fjeldsted, framkvæmda- stjóri hjá Prjónastofu Borgarness, sagði að upphaf þess að þeir fluttu hluta af starfsemi sinni til Skotlands hefði verið vinnuaflsskortur. Þeir hefðu í fyrstu flutt inn starfsfólk en það hefði ekki kunnað við sig hér og því hefðu þeir flutt hluta af starfsemi sinni út. Saumastofan í Skotlandi vinnur úr efni héðan að heiman og selur til heildsala, sem einnig annast sölu á vörum frá Prjónastofunni hér heima. „Okkur hefur líkað vel að hafa saumastofuna þarna og það hefur verið hagstætt fyrir okkur að vera bæði með starfsemi hér heima og þarna. Aðalmarkaður okkar er í Bretlandi og með þessu erum við nær markaðnum. Um þá fyrirgreiðslu, sem þarna er að fá, er það að segja að þeir bjóða húsnæði á leigu en fjármagnsfyrirgreiðsla er engin nema menn fá lán gegn tryggingu, sem þú færð ekki hér heima," sagði Sigurður. Harka fœrist í kennaradeilu Kennaranemar hætta stuðningsverkfalli og stjórn L.S.F.K. hvetur félaga sína til að hafna ekki kennaranemum — Stríðsyfirlýsing — segja grunnskólakennarar ALLT SITUR enn við það sama í kjaradeilu kennara á grunnskólastigi. Deilan snýst sem kunnugt er um það, að kcnnarar úr Kennaraskóla Islands, sem útskrifuðust áður en sk/ilanum var breytt í Kennaraháskóla Islands, vilja fá sömu laun og þeir sem hafa kennarapróf eftir breytinguna. Hafa kennarar í Sambandi grunnskólakennara því neitað að taka við kennaranemum á þriðja ári í æfingakennslu. Haukur Viggósson, talsmaður kennaranema, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvötdi, að megn óánægja ríkti þeirra á meðal með þessar aðgerðir kenn- ara. „Við tökum heilshugar undir þær kröfur sem þeir hafa sett fram,“ sagði Haukur, „en getum ekki sætt okkur við þær baráttu- aðferðir sem þeir nota. Það mun vera einsdæmi í kjarabaráttu hérlendis, að deiluaðili noti ein- göngu þriðja aðila sem vopn í baráttu sinni, eins og kennarar gera nú. Þeir sitja áfram og hirða sín laun, andstætt því sem al- mennt gerist þegar einhverjar starfsstéttir eiga í kjaradeilu." Kennaranemar á þriðja ári hafa verið í stuðningsverkfalli við eknnara, á þann hátt að þeir sem hafa átt að vera við nám í Kennaraháskólanum hafa ekki mætt til náms, en aðeins helming- ur nema á þriðja ári átti að vera í æfingakennslu. „Við höfum nú aflétt þessu verkfalli," sagði Haukur, „og munum við væntan- lega hefja nám aftur á mánudag- inn.“ Sagði Haukur að nokkur þreyta hefði verið farin að gera vart við sig hjá kennaranemum, en þessar aðgerðir þeirra hafa nú staðið yfir í þrjár vikur. Menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, hafa báðir verið erlendis að undanförnu, en þeirra mun von til landsins í dag. Þorsteinn Geirsson, deildarstjóri launamáladeildar fjármálaráðu- neytisins, sagði hins vegar í samtali Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann vissi ekki til þess að neitt hefði gerst í málinu, og kvaðst hann ekki vita til að kennarar ættu von á neinu tilboði eða boði um viðræður frá ráðuneytinu. Kennarar víðs vegar að á Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- inu hafa að undanförnu sent menntamálaráðherra áskorunar- bréf, þar sm hann er hvattur til að hafa forgöngu um að leysa yfir- standandi deilu. Fulltrúaráð Sambands grunn- skólakennara hefur verið boðað til fundar á mánudagskvöldið. Er ætlunin að reyna að samræma þar afstöðu kennara, og ef til vill að leita hófanna um nýjar baráttuað- gerðir, þó ekki sé talið að þeir muni fallast á að taka við þriðja árs kennaranemum til æfinga. Kennarar hafa hins vegar tekið við nemum á fyrsta ári, en þeir eiga að sitja í kennslustundum í áheyrn hjá kennurum í eina viku. Munu kennarar ekki hafa talið sér stætt á því að hafna þeim, þar sem þessi vika er aðeins fyrsti hluti af átta vikna námi þeirra nú í vetrarbyrjun, og grundvallast námið næstu tvo mánuði á þessari viku. Stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara hefur gert samþykkt, þar sem þeirri skoðun er lýst, að óeðlilegt sé að aðgerðir grunnskólakennara bitni á kenn- aranemum. Hvetur stjórn L.S.F.K. félaga sína til þess að neita ekki að taka við kennaranemum ef þess væri óskað að þeir færu í æfinga- kennslu til þeirra. Staðfestu þeir Haukur Viggósson og Hilmar Ingólfsson, í stjórn L.S.F.K., efni þessarar samþykktar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Valgeir Gestsson, formaður Sambands grunnskólakennara, hafði þetta um vinnudeiluna að segja, þegar Morgunblaðið leitaði til hans í gærkveldi: „Það er allt óbreytt frá okkar hendi, en núna síðustu daga hafa gengið undir- skriftaiistar meðal kennara, þar sem skorað hefur verið á mennta- málaráðherra og fjármálaráð- herra að ganga í að leysa málið. Gífurleg þátttaka hefur verið í þessari undirskriftasöfnun og mun láta nærri, að um 90% kennara í Reykjavík og á Reykja- nesi hafi skrifað undir. Eru þar bæði kennarar úr okkar samtök- um og öðrum. Það næsta, sem gerist hjá okkur, er fundur fulltrúaráðs SGK á mánudags- kvöldið, þar sem teknar verða stórar ákvarðanir um frekari aðgerðir. Það fer eftir viðbrögðum stjórnvalda, hverjar þessar að- gerðir verða. Varðandi þá gagnrýni, að að- gerðir okkar bitni fyrst og fremst á kennaranemum, þá vil ég segja það, að hjá því verður aldrei komizt í kjaradeilu, að saklausir þurfi að líða. Þetta á jafnt við um hvort heldur við erum að ræða um verkfall kennara, BSRB-manna eða útflutningsbann. Á það má benda, að vegna þess, hve skólar byrja á misjöfnum tíma, eru kennarasamtökin ekki í stakk búin til að gera neinar aðrar ráðstafanir fyrr en síðla í septem- ber. Varðandi það að kennaranemar hafa nú ákveðið að hefja nám að nýju vil ég segja það, að þeirra afstaða er mjög skiljanleg og þeir eiga þakkir skildar fyrir þann stuðning og baráttuvilja, sem þeir hafa sýnt í verki. Varðandi yfirlýsingu stjórnar LSFK vil ég segja, að hún er einsdæmi í sögu þessara félaga og við hljótum að líta á hana sem hreina stríðsyfirlýsingu. Hún mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir samskipti kennarasamtak- anna í framtíðinni og þetta er einn ljótasti leikur, sem ég hef séð í samskiptum stéttarfélaga í land- inu fyrr og síðar. Þetta er eitt alvarlegasta mál sem hent hefur kennarastéttina félagslega frá upphafi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.