Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 19 Bandaríkin: Skattamál einkenna alla kosningabaráttu Washington. 22. scptomber. AP. SKATTAMÁL verða helzta bitbein bandarísku þing- kosninganna í haust og búist er einnig við að þau verði snar þáttur í kosn- ingabaráttunni vegna for- setakosninganna 1980. Skattamálin eru einnig ofarlega á baugi við kosningar fylkisstjóra. Megn óánægja ríkir um öll Bandaríkin með skattana og virð- ast stjórnmálamenn, einkum repúblikanar, ætla að færa sér þessa óánægju í nyt í kosningabar- áttunni. Repúblikanaflokkurinn hefur þegar hafið mikla áróðurs- herferð fyrir áætlunum sínum í skattamálum og taka þátt í henni helztu framámenn flokksins. I tillögunum er m.a. gert ráð fyrir 33% lækkun tekjuskatts. Demókratar, sem löngum hafa verið talsmenn mikilla ríkisum- svifa, haga nú seglum eftir vindum og boða skattalækkanir. Þeir ráða lögum og lofum á þingi, en það samþykkti nýverið skattalækkanir sem nemur 16.3 milljörðum Bandaríkjadala. Olympíuskákmótió: Heimsmeistarasveit Rússa sigurstrangleg Buenos Aires, 22. sept. Reuter. BÚIZT er við, að yfir 500 keppendur frá rúmlega 60 þjóðum taki þátt í Olympíu- mótinu í skák, sem fram á að fara í Buenos Aires dagana 25. október til 12. nóvember n.k. Rússar, sem fyrirfram eru taldir sigurstranglegir í karlaflokki, hafa enn ekki tilkynnt endanlega um þátt- töku eða skipan karlasveitar sinnar, en talið er að hún verði skipuð þeim Mikael Tal, Tigran Petrosjan, Boris Spassky, sem allir eru fyrrverandi heimsmeistarar og núverandi og ef til vill næsta heimsmeistara í skák, Anatoly Karpov. Helzt er talið að sveitir Bandaríkj- anna, V-Þýzkalands, Ung- verjalands og Tékkóslóvakíu muni veita Rússum ein- hverja keppni. Þetta er í 23. sinn, sem Olympíu- skákmótið fer fram og hafa Rússar sigrað langoftast í karla- flokki og einnig kvennaflokki, þegar teflt hefur verið í honum. Væntaniegt Olympíumót fer fram við River Plate leikvanginn í Buenos Aires, þar sem heims- meistarakeppnin í knattsgyrnu fór fram fyrr í sumar. Áætlaður kostnaður við mótið er um einn milljarður dollara. Sovézki útlaginn Vicktor Korchnoi, sem nú teflir um heimsmeistaratitilinn við Karpov mun tefla með svissnesku sveit- inni, en hann er svissneskur ríkisborgari. Ekki er útséð enn hvort þeim Karpov muni takast að útkljá einvígið áður en Olympíu- mótið hefst, en Max Euwe núverandi forseti FIDE hefur farið þess á leit við þá að þeir geri hlé á einvíginu til að taka þátt í Olympíumótinu, verði einvígi þeirra ekki lokið. Eins og fram hefur komið fer fram forsetakjör FIDE í Buenos Aires meðan á mótinu stendur og þar er Friðrik Ólafsson meðal frambjóðenda. Maður fórst í sprengingu Hackberry, Louisiana. — 22. sept. Reuter. EINN maður lézt og tveir særðust í sprengingu á olíuvinnslusvæði um 250 mflur austur af New Orleans í gær. Mikiar eldtungur stigu til himins er sprengingin varð og ekki hafði tekizt að hefta eldinn síðdegis í gær nokkrum klukkustundum eftir að hann braust út. Sprengingin varð er hinn látni og mennirnir tveir er særðust voru að dæla olíu í geymi, sem rúmar sjö milljónir tunna af olíu. Ekki er vitað hvað olli spreng- ingunni. Þetta gerðist 23. september 1976 — Sarkis tekur við em- bætti forseta Líbanons undir vernd sýrlenzka hersins. 1973 — Peron kemst aftur til valda i forsetakosningum í Argentínu. 1969 — ísraelskar loftárásir á Egypta við Súez-skurð. 1960 — Krúsjeff ávarpar Alls- herjarþingiö. 1955 — Lonardi hershöfðingi verður forseti í stað Peróns. 1952 — Nixon varaforseti neit- ar ásökunum um fjármálamis- ferli í kosingabaráttunni. 1951 — Liðsafli SÞ tekur „Heartbreak Ridge“ í Kóreu. 1926 — Gene Tunney vinnur heimsmeistaratitilinn í hnefa- leikum af Jack Dempsey. 1822 — Portúgaiar fá stjórnar- skrá og þingbundna konungs- stjórn. 1817 — Spánverjar gera samn- ing við Breta um afnám þræla- verziunar. 1780 — Brezki útsendarinn John Andre afhjúpar samsæri Benedict Arnolds um að láta West Point af hendi við Breta. 1779 — Bandaríski flotaforing- inn John Paul Jones sigrar brezka herskipið „Countess of Scarborough". Afmæli dagsinsi Ágústus keis- ari Rómverja (63 f.Kr. — 14 e.kr.) — John de Witt, hoilenzk- ur stjórnmálaleiðtogi (1625-1672) - Jeremy Collier, enskur rithöfundur (1650-1726). Innlenti Veginn Snorri Sturlu- son í Re.vkholti 1241. — Fyrir- heit konungs um þjóðfund 1848. — Rektor Skálholtsskóla, Magnús Jónsson, drukknar á Örfiriseyjargranda 1702. — Smíði skólahúss á Möðruvöllum lýkur 1879. Verkfall ASÍ 1946. — Hótel Borgarnes brennur 1949. — F. Einar Ágústsson 1922. — Stefán Pjetursson þjóðskjala- vörður 1898. Orð dagsinsi Flestir fresta til morgun því sem þeir hefðu átt að gera í gær — Ed Howe, bandarískur blaðamaður (1853-1937). Ileilsuhæli N.L.F.Í. í Ilveragerði. Þar dvelja nú um 170 manns á dag. og komast mun færri að en vilja. Hátíðisdagur náttúrulækn- ingamanna á morgun Náttúrulækningadagurinn. há- tíðisdagur náttúrulækninga- manna. verður haldinn hátíðleg- ur á Heilsuhælinu í Hveragerði á morgun. Dagurinn er kynningar- dagur náttúrulækningastefnunn- ar. og á þeirri starfsemi sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hátíðin á morgun hefst á því, að snæddur verður hátíðamatur í borðsal Heilsuhælisins, en síðan verður sérstök hátíðardagskrá í samkomusalnum. Að því loknu verður gestum gefinn kostur á að skoða Heilsuhælið. Öllum er heim- ill aðgangur, og verður verði veitinga mjög stillt í hóf. Á Heilsuhælinu í Hveragerði geta nú dvalið 170 manns í einu, og eru hundruð manna á biðlista þar allt árið. Þá er þar rekin stór garðyrkjustöð, og unnið er að stækkun Heilsuhælisins. Þá reka náttúrulækningamenn matsölu og bakarí í Reykjavík, og á döfinni er að koma upp heilsuhæli á Akur- eyri. Iþróttamenn sem reykja eru 35% þrekminni SAMSTARFSNEFND um reykinga- varnir hefur í samvinnu við nokkra íslandsmeistara í ýmsum íþrótta- greinum staðið að útgáfu vegg- spjalds sem nýlega er byrjað að dreifa um landið. Er veggspjaldið allstórt og yfirskrift þessi Við reykjum ekki. en á það er einnig letraði íþróttir og reykingar fara ekki saman. í frétt frá Samstarfsnefnd um reykingavarnir segir að afreksfólk á íþróttasviðinu vilji sýna öðru ungu fólki gott fordæmi með því að reykja ekki og til að leggja áherzlu á það hafi verið gert fyrrgreint veggspjald. „Sérstök rannsókn á áhrifum reykinga á afreksgetu íþróttamanna var nýlega gerð á vegum íþróttahá- skóla í Vestur-Þýzkalandi og náði hún til 750 íþróttamanna. 80 þeirra reyktu. Niðurstöðurnar urðu þær að þeir sem reyktu, höfðu 35% minna þrek en hinir sem ekki reyktu miðað við að allir þátttakendur í rannsókninni æfðu jafnmikið. Þetta þýðir með öörum orðum að þeir sem reyktu þyrftu að æfa rúmlega þriðjungi meira til þess að ná sama árangri og hinir sem ekki reyktu," segir í frétt frá Samstarfsnefndinni. Veggspjaidi þessu verður dreift á næstunni út um land fyrir milligöngu umboðsmanna Samstarfsnefndar um reykingavarnir en þeir eru nú um 40. Þá munu Krabbameinsfélag Reykja- víkur og íþróttasamband Islands taka þátt í dreifingunni. Á veggspjaldinu er mynd af Hreini Halldórssyni, 29 ára, Islandsmeist- ara í kúluvarpi, Láru Sveinsdóttur, 23 ára, íslandsmeistara í fimmtar- þraut, Huga Harðarsyni, 15 ára, Islandsmeistara í 400 m baksundi, Guðmundi Þorbjörnssyni, 21 áts, íslandsmeistara með Val í knatt- spyrnu og Þórunni Alfreðsdóttur, 17 ára, íslandsmethafi í öllum vega- lengdum í skriðsundi, flugsundi og fjórsundi kvenna. íþróttafólkið á veggspjaldi Samstarfsnefndarinnar frá vinstrii Lára Sveinsdóttir, Ilugi Harðarson. Ilreinn Halldórsson. Þórunn Alfreðs- dóttir og Guðmundur Þorbjörnsson. Trésmióafélag Reykjavíkur: Hömlulaus innflutnmgur fullunn- innar trévöru verði stöðvaður TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur hefur í álvktun gert þá kröfu til stjórnvalda að innflutningur verði heftur á fuliunninni trévöru,' sem stigmagnazt hefur á sama tíma og atvinnuhorfur byggingarmanna eru mjög óljósar. í ályktun Trésmiðafélagsins segiri „Félagsfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur, haldinn 20. september 1978 að Hallveigarstíg 1, gerir þá kröfu til stjórnvalda, að nú þegar verði stöðvaður sá hömlulausi innflutningur á fullunninni tré- vöru, sem staðið hefur síðustu ár, og hefur stigmagnast á síðustu mánuðum. Á sama tíma og atvinnuhorfur byggingamanna eru mjög óljósar, eru fiuttar inn fullunnar trévörur, sem samsvara vinnu fyrir nokkur hundruð manns. Því leggur fundurinn á það mikla áherslu, að fyrirhuguðum sam- drætti í ríkisframkvæmdum verði mætt með stórbættri samkeppnis- aðstöðu fyrir íslenskan iðnað, sem mundi hafa það að markmiði, að við íslendingar þyrftum ekki að flytja inn vörur, sem við getum sjálfir framleitt. Slíkur inn- flutningur hefur engan annan tilgang en að skapa fámennum hópi innflytjenda versiunargróða, og veldur stórfelidri sóun á dýrmæt- um gjaldeyri, sem væri betur varið á annan hátt en að flytja inn með þessum hætti erlent vinnuafl."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.