Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 1
40 SlÐUR OG LESBOK 216. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 Prentstniðja Morgunblaðsins. Kosningar í Portúgal? Lissabon. 22. septcmber. Reuter. ANTONIO Ramalho Eanes íor- seti Portúgals varaði þjóðina við því í kvöld að nýjar þingkosning- ar væru óhjákvæmilegar innan skamms eí ckki tækist að mynda ríkisstjórn sem heíði meirihluta á þingi. Hann sagði að enginn stjórn- málaflokkur hefði lagt fram nýjar tillögur til lausnar stjórnarkreppunni. Þetta _er fyrsta opinbera yfirlýsing for- setans síðan þingið felldi fyrir átta dö'gum 17 daga stjórn iðnrekandans Alfrcdo Nobrc da Costa sem hann fól stjórnarmynd- un. Tveir helztu stjórnmála- flokkarnir, sósíalistaflokkur Mario Soares og miðhægri flokkur sósíal- demókrata, hafa þegar hafið virkan kosningaundirbúning þótt kosningar eigi ekki að fara fram að réttu lagi fyrr en 1980. Eanes forseti vísaði á bug ásökunum um að hann væri að reyna að grafa undan flokkunum og kenndi þeim um stjórnar- kreppuna. Hann sagði að ástandið versnaði óðum og að þar með drægi úr vonum að hægt væri með lýðræðislegum ráðum að leysa það. Hann sagði að um fjóra kosti væri að ræða: (1) Samkomulag milli flokkanna sem nyti stuðnings meirihluta á þingi. (2) Skipun forsætisráðherra sem væri fyrir- fram viss um stuðning meirihluta þingsins. (3) Skipun stjórnar sem semdi ný kosningalög og kosning- ar. (4) Myndun nýrrar stjórnar sem hefði sama verkefni eða þingrof og nýjar kosningar innan 90 daga. Vance frestar Sýrlandsferð Callaghan kveður Begin í London áður en hann fór til Kano í Nígeríu og Begin til ísraels. Begin gaf Callaghan skýrslu um samkomulagið f Camp David. Riyadh. 22. sept. Reuter. CYRUS Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann hefði frestað ferð sinni til Sýrlands um einn sólar- hring að beiðni Hafez Al Assad forseta. Damaskus verður síðasti við- komustaðurinn í ferð þeirri sem Vance fór til Miðausturlanda til að útskýra samkomulagið í Camp David og tryggja stuðning við það. Vance hefur rætt við stjórnir Saudi-Arabíu og Jórdaníu um samkomulagið og sagði í Riyadh í dag að loknum þessum viðræðum, að hann væri hvorki bjartsýnn né svartsýnn á þá afstöðu sem stjórnir landanna tækju að lok- um. Þær hafa báðar sagt að þær hafi ekki tekið endanlega ákvörð- un. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði í dag að Banda- ríkin mundu styðja áframhaldandi dvöl ísraelsks herliðs á vestur- bakka Jórdanár að loknum fyrir- huguðum fimm ára aðlögunartíma ef það reyndist nauðsynlegt. Hann sagði að hlutaðeigandi aðilar mundu ræða fyrirkomulag örygg- ismála að loknum fimm ára tímanum. Hann sagði líka að bandaríski ræðismaðurinn í Jerúsalem hefði átt undirbúningsviðræður við leið- toga Palestínumanna á vestur- bakkanum um samkomulagið í Camp David. Hann sagði að þeir væru ýmist með eða á móti samkomulaginu. Anwar Sadat forseti sagði í Rabat, þar sem hann hefur reynt að fá stuðning Marokkóstjórnar við samkomulagið í Camp David, að hann mundi halda friðartil- raunum sínum til streitu því hann vildi uppræta þjáningar Palestínu- Araba sem búa við hernám ísraelsmanna. Borgin Estele rjúkandi rústir Estele. Nicaragua, 22. september. Reuter. BORGIN Estele í norðurhluta Nicaragua lá í rjúkandi rústum í dag þegar hermenn stjórnarinn- ar þögguðu niður í síðustu leyniskyttum uppreisnarmanna með skriðdreka- og eldflauga- skothríð. Allar byggingar í miðborginni bera merki vélbyssuskothríðar og miklu alvarlegra tjón hafði orðið á mö'rgum byggingum. Bygging- ar við aðaltorgið cru rjúkandi rústir eítir eldflaugaskothríð Friálst fall Lexinjfton. Kentucky. — 22. sept. — AP. TUTTUGU og sjö ára gamall ofurhugi og staðgengill kvik- myndaleikara A. Bakunas slas- aðist á fimmtudag. er hann gerði tilraun til að setja heims- met í frjálsu loftstökki án fallhh'lar. Hann stökk af þaki bygging- ar úr 98 metra hæð með nálægt 200 km hraða á klukkustund. en loftíylltir plastbelgir, sem hann ætlaði að lenda á, rifnuðu cr hann lenti. Hann hefur stokkið ámóta stökk 2500 sinnum og segist aðeins hafa mciðst tvisvar. í þessari tilraun ætlaði hann að reyna að endurheimta hcims- met sitt í frjálsu loftstökki. sem hann hafði átt til skamms tfma. Ekki var vitað hversu meiðsli hans voru alvarlcg._____________ flugvéla stjórnarinnar og aðal- hótelið. Europa. er brunnið til kaldra kola. Tvö sviðin lfk lágu á aðaltorg- inu og óstyrkir hermenn skutu öðru hverju til þess að fæla burtu þjófa sem létu greipar sópa í vcrzlunum og höfðu á brott með sér útvarpsviðtæki, saumavélar og fatnað. Starfsmenn Rauða krossins kváðust hafa fundið fjöldagröf sem að minnsta kosti 50 lík höfðu verið látin í meðan stóð á 12 daga uppreisn borgarbúa gegn stjórn Anastasio Somoza forseta. Estele hefur orðið harðast úti þeirra fjögurra bæja sem hafa risið gegn stjórninni og síðasti bærinn sem þjóðvarðliðið braut á bak aftur. Þjóðvarðliðið beitti flugvélum búnum eldflaugum, Sherman-skriðdrekum og bryn- vörðum vögnum búnum vélbyssum til að hrekja síðustu uppreisnar- mennina úr bænum. Skothylki við götuvígi uppreisnarmanna sýna að unglingarnir sem mönnuðu þau beittu frumstæðum vopnum. Grátandi kona benti á gapandi sprengjuholu á húsi nokkru og sagði: „Þeir komu í brynvagni og fóru að skjóta. Við hrópuðum að það væru börn þarna inni en þeir létu það ekki á sig fá." Maður nokkur sagði: „Þú getur sagt öllum að þeir eru búnir að afgreiða Estele." Kaunda leggur £ast að Bretum Kano. Níitcríu 22. sept. Reuter. JAMES Callaghan, forsætisráð- herra Breta, átti í dag mikilvæg- ar viðræður við Kenneth Kaunda, forseta Zambíu, í Kano í Nígeríu um deilurnar um brot á olíubann- inu á Rhódesíu og hið versnandi ástand í sunnanverðri Afríku. Refsiaðgerðirnar gegn Rhódesíu bar þó lítið á góma á fyrsta fundinum samkvæmt brezkum heimildum. Viðræðurn- ar geta orðið stormasamar og haft er eftir zámbískum heimild- um að Kaunda muni kref jast þess að Bretar lofi því að afneita Ian Smith, forsætisráðherra Rhódesíu. I fylgd með Callaghan eru David Owen utanríkisráðherra og Martin Lunch, yfirmaður Afríkudeildar þróunarmálaráðuneytisins, og nærvera hans þykir benda til þess að Bretar séu þess albúnir að bjóða Zambíumönnum fjárhagsað- stoð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.