Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 13 Spjallað við Ásgeir Arngrímsson, verkstjóra í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa „ÉG KANN mjÖK vel við mig hérna. hér var að vísu fullmikil vinna í sumar. þegar unnið var tíu tíma alla daga vikunnar. Yfirleitt hefur verið unnið á lauKardögum að undanskildum júlímánuði og ágúst þetíar yfirvinnubannið var, en í afla- hrotunni miklu í sumar feng- um við undanþáKU til þess að vinna aflann um heljtar. I>að má segja að litið sé á Útgerðar- félagið sem fyrirmyndarfyrir tæki — aðrir tala um að loka. en frá þeim hér hefur ekki heyrst orð í þá átt.“ sagði Ásgeir Arngrímsson verkstjóri í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa í upphafi samtals við blm. í síðustu viku þegar ég spurði hann hvernig honum líkaði starfið. Ásgeir er 24 ára og tók á sínum tíma „gamla" kennaraprófið frá Kennara- skólanum og byrjaði síðan í Kennaraháskólanum. en venti sínu kvæði í kross og tók fiskvinnsluskólann og lauk s.I. vor prófi frá Tækniskólanum í útgerðartækni. Ég spurði aðeins út í námið. „Námið varðar rekstur út- gerðar og fiskvinnslu, nýtingu aflans, söltun, vinnslu í einstak- ar pakkningar svo eitthvað sé nefnt. Alhliða rekstrarmenntun í útgerðartækni. Að því loknu geta menn gengið inn í alls konar störf við útgerð, en staðreyndin hefur verið sú, að það svið sem námið gefur á eftir að vinna sér markað, margir eiga erfitt með að fá starf á sínu sviði. Og ég vona því bara að þeir strákar sem eitthvað fá . standi sig vel.“ Hvað gerir verkstjóri í frysti- húsi? „Starfið er aðallega eftirlit og mikill hluti af því er í kringum bónusinn, sem greiddur er.“ Ertu sjálfur ánægður með nýtingu aflans yfirleitt? „Nei, ég er það ekki. Álagið á vélunum, þær eru keyrðar á botnhraða, gerir það að verkum að hráefnið nýtist ekki eins vel og ella. Þegar nýju vélarnar koma í notkun og verða fleiri en nú er, verður minni hraði og þ.a.l. betri nýting. En sem stendur verða vélarnar að vera í botnkeyrslu til þess að Jiafa undan að flaka. Hér erum við eingöngu með togarafisk og höfum rétt haft undan að vinna úr togurunum fimm. Þegar fiskerí er gott og allir nærliggjandi staðir hafa haft nóg fyrir sig eru þess dæmi að við höfum átt í erfiðleikum með að klára fiskinn. I sumar t.d. var mikið saltað, og meira í raun en markaðurinn þolir. Við megum búast við því að liggja eitthvað með fiskinn. Aflinn hefur mestmegnis verið þorskur og í aflahrotunni í sumar nær eingöngu þorskur. Ef aflinn er aftur tregari þá er meira af t.d. ýsu og ufsa. Við klárum 130 tonna togara á 2 V-i degi með tíu tíma vinnslu og það tel ég gott. Yfir tíu tímana höfum við farið upp í 65 tonn og það held ég að verði að teljast mjöggott. Við höfum líka nokkuð fastan rúnt á togurunum, þeir koma oftást inn á ellefta degi, nema náttúrulega þegar veiðin er mjög góð, þá koma þeir fyrr inn. Hvenær fyrsti skuttogarinn kom hingað? Það var Sólbakur árið 1972 en nú er jafnvel talað um að endurnýja hann. Og sá síðasti var Harðbakur sem kom hingað í mars 1975.“ Séð eftir bryggjunni við Ú.A. Svalbakur liggur við bryggju. Ljósm. „Höfum rétt undan að vinna úr togurunum Er einhver kona hér verk- stjóri. Og svo talað sé um jafnrétti, hefurðu séð karlmann við að snyrta fisk? „Nei, það er engin kona verkstjóri í frystihúsinu, en við erum fjórir verkstjórar hér í salnum. En það er kona að- stoðarverkstjóri eða hefur vérið í saltfiskverkuninni. Af hverju alltaf konur ,við snyrtingu? Það hefur skapast hefð í þessu, ég veit það ekki! Eg veit ekki hvort kvenfólk er fljótara við vinnuna. Karlmenn hafa frekar stundað aðstoðar- störf í kringum þetta, t.d. við að bera þunga hluti. Þó er sjálfsagt að hafa karlmenn í snyrtingu, ég hef séð gamla karlmenn grípa í þetta, en reyndar ekki unga karlmenn. Þær fara hærra en við í launum. Verr launað að vera á borði? Unnið að gatnagerð við Útgerðarfélag Akureyringa fyrir framan nýbygginguna. Ásgeir Arngrímsson Þær geta haft meira upp úr því en við. I gríni kannski þá segum við, að við séum lægst launaðir í frystihúsinu, þær fara margar lángt upp fyrir okkur, en verkstjórarnir eru oft á tíðum mættir hingað fyrstir á morgn- anna og eru síðastir út. En samvinnan hjá okkur öllum hefur verið mjög góð, bæði þá miili verkstjóra og úti í sal og engin stórvægileg vandamál hafa komið upp.“ Nú er verið að bæta við húskostinn í frystihúsinu og aðra aðstöðu. Hverjar eru helztu breytingarnar? „Það má segja að þær hafi verið hafnar á árinu 1976. Flökunarsalurinn hér hefur verið bæði þröngur og leiðinleg- ur, en verið er að byggja nýjan flökunarsal og nýja móttöku og meiningin er að endurnýja allan tækjabúnað, þ.e. frystitækin. Með þessum breytingum teljum við að þetta verði fyrirmyndar frystihús. Þá er meiningin að fá flokkunarband sem við teljum að leiði til þess að mun betri nýting náist. Þá eru hugmyndir uppi um notkun tölvu við nýtingarprufur, stillingu véla o.fl. Móttakan hefur ekki verið nógu góð hér þ.e. hún hefur ekki verið kæld, eins og hún kemur til með að vera í nýju bygging- unni. Þá er stefnan að vera eingöngu með kassa sem reynist mun betur, en þessi lausi fiskur, hráefnið, verður betra. Það vatnar e.t.v. nokkuð upp á aðstöðu starfsfólksins, en þau mál standa mjög til bóta, þar sem sturtuaðstaða verður t.d. í nýju byggingunni. Ég tel að reksturinn sé hér mjög góður. Forstjórarnir eru tveir, annar fyrir útgerðina og hinn sinnir aftur frekar frysti- húsinu. Að lokum? Ja, það er ástæða til þess að koma því að, hvað það er ge.vsilega gott er að búa hér á Akureyri." ÁJR. jfl úsgagnasýning í Glæsibæ ■ laugardag og sunnudag frá 2—6 H . Gamaldags húgsgögn frá Reprodux Englandi o.fl. Húsgagnaverzlunin LAUFAS Glæsibæ, sími 85160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.