Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 37 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA I0100KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI Berufjörð og víðar. Ónefndur þjóðflokkur af meginlandinu hefir þann leiða sið að snuðra upp um öll fjöll og öræfi til þess að safna steinum og flytja heim til sín. Bifreiðar eru fluttar til Seyðis- fjarðar með skipi og eftirlitið þar kannski ofviða þeim, sem um það fjalla. Verra er það, að þessir útlendingar gera út leiðangra til þess að safna steinum, og hafa með sér bók á móðurmáli sínu, sem skráir alla helstu steinastaði landsins, sem eru áhugaverðir. Mér er sagt að landið hafi breytt um svip víða vegna yfirtroðslu þessa fólks. Það hirðir ekki um þótt melar og móar séu skornir hjólförum, og brenna svo birkið til þess að elda ofan í sig, ekki kaupa þeir mat nema út úr neyð, og þá helst rúgbrauð. Ég tel fulla ástæðu til þess að stungið verði við fæti í þessum efnum, og algjört bann sett við því að útlendingar geri hingað út leiðangra til þess að stela fallegum steinum. Fálkaþjófurinn var góm- aður, kannski alltof seint. En koma ekki aðrir og gera hið sama? Fagursteinar á öræfum þessa lands eru eins og blómin, þeir skreyta umhverfið og allir heiðar- legir menn ættu að láta þá í friði, en njóta þess að skoða þá í sínu rétta umhverfi. Ég skora á þau yfirvöld, sem þetta varðar og í rauninni alla landsmenn að vera vel á verði, láta þetta gráðuga fólk ekki rýja landið að þeim perlum sem skreyta það. Við verðum að fá verndarlöggjöf og eftirlit með því hvað er flutt úr landi, það gætu verið safnmunir og eðalsteinar, jafnvel fálkaungar og egg, svo að eitthvað sé nefnt. Ég vona að þessar línur veki einhverja til umhugsunar áður en of seint er, ef það er ekki orðið of seint. Betra er þó hálfur skaði en allur. Þökk fyrir birtinguna, Starri.“ • Réttmæt ábending „Moldarbingur hindrar út- sýni“ var fyrirsögn ábendingar fólks í Fossvogshverfi í Reykjavík vegna hættu á tilteknu götuhorni og vegna þeirrar ábendingar sendi Umferðarráð eftirfarandi: „Starfsfólk Umferðarráðs, þakk- ar þarfar ábendingar þeirra Ásu Jónsdóttur og Guðmundar Hann- essonar um moldarhaug á mótum Eyrarlands og Bústaðavegar í Reykjavík. Það er hárrétt, að þegar þau höfðu samband við okkur, vísuðum við málinu til umferðaryfirvalda borgarinnar, enda eru þau sá aðili sem fólki ber til að snúa sér til með ábendingar sem þessar, er varða umferðina í Reykjavík. Hinsvegar, og af gefnu tilefni, þar sem nafn Umferðarráðs hefur hér verið nefnt, fór ég undirritað- ur strax í morgun á staðinn og ók niður Eyrarlandið og síðan aftur upp það á Bústaðaveginn, til að sjá með eigin augum það sem um er að vera. Og ábending þeirra Ásu og Guðmundar á fyllsta rétt á sér, þarna er hætta á ferðum. Ég talaði strax við forstöðumenn verktaka- fyrirtækjanna (en þau reyndust vera tvö), og ætluðu þeir umsvifa- laust að gera þarna úrbætur á. Það væri óskandi að fleiri landsmenn færu að dæmi þeirra Ásu og Guðmundar og bentu á það sem betur mætti fara í umferðinni og fylgdu því eftir. Þetta er einmitt það sem vantar, hugtakið „mér kemur þetta ekki við“ ætti ekki að vera til í þessu sambandi, frekar en svo mörgu öðru. Með þökk fyrir birtinguna. Óli H. Þórðarson, framkv.stj. Umferðarráðs." Þessir hringdu . . . • Varasamt horn Miðaldra kona sem oft segist vera á ferðinni í miðborg Reykja- víkur vildi fá að vara við götuhorni einu. Er það horn Lækjargötu og Hafnarstrætis, þar sem gangbraut er yfir Lækjargötuna, sunnan Hafnarstrætis. Sagði konan, sem segist fara yfir þessa gangbraut daglega, oft hafa orðið að taka til fótanna og eiga þeim fjör að launa því bílar sem koma frá Hafnar- stræti og beygja til suðurs inn á Lækjargötuna séu oftast á svo mikilli ferð að þeir geti engan veginn stöðvað sig og sé fólk á gangbrautinni verði það að bregða hart við og forða sér. Nýlega er búið að reisa þarna hús eitt mikið og skyggir það töluvert á útsýni og veldur án efa mjög aukinni slysahættu. • Mannanöfn á dýrum Velvakandi hefur verið beðinn fyrir þau ummæli við sögu sem hefur að undanförnu verið lesin í Morgunstund barnanna í útvarp; ekki sé að öllu leyti viðkunnanlegt að gefa dýrum mannanöfn t.d. Kata kiðlingur og Helgi hundur o.s.frv., og sé þetta að nokkru leyti löstur á annars ágætri sögu Jóns frá Pálmholti og megi ekki taka þessa ábendingu sem óvægna gagnrýni heldur aðeins hugmynd til umhugsunar. • Að gefnu tilefni Athugulh „Ef maður kemur á almennan veitingastað sem mikið er sóttur daglega er þá þrifnaður af því ef farið er á salerni, að það gjósi móti manni þvaglykt? Vilja ekki þeir er slíka staði starfrækja, grennslast eftir hvort þessi „ilmur“ viðgengst hjá þeirra fyrirtæki? Auðvelt er að koma í veg fyrir slíkt. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í janúar kom þessi staða upp í skák þeirra Najdorfs, Argentínu, sem hafði hvítt og átti leik, og Van der Sterrens, Hol- landi. 40. Hxe6! - fxe6,41. Dd7 - Hbl+ Hér átti skákin að fara í bið, en svartur kaus að gefast upp, því að eftir 42. Kh2 - Dgl+, 43. Kg3 getur svartur ekki skákað. HÖGNI HREKKVÍSI "E R í»v\ LOKiOl11 BOGASKEMMUR Hp Tilboð óskast í stórar bogaskemmur. Skemmurnar 'pí verða sýndar á Keflavíkurflugvelli, föstudaginn 29. sept. kl. 14—16. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, þriðjudaginn 3. okt. kl. 11 árdegis. Sala varnarliðseigna. Fólksflutningabifreiðar til sölu Mercedes Benz 0309 árgerö 1973 21 sæta, Luxus og Mercedes Benz 0309 árgerö 1977 21 sæta (stór afturhurö). Báöir bílarnir í mjög góöu ásigkomulagi. Upplýsingar í símum 97-8361 og 91-2861 á kvöldin. blaðburðarfólki Austurbær: Laugavegur 1-33, Skólavöröustígur Baldursgata Sóleyjargata Skúlagata Laugarásvegur 38 - 77 Vesturbær: Kvisthagi, Miöbær, Hjaröarhagi I og II. Brávallagata. Skerjafjöröur /sunnan flugvallar Uppl. í síma 35408.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.