Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 31 leitað, og öldungurinn leið útaf, eins og lítið barn, sem fellur í væran svefn. — Guðrún hafði mikla samkennd með þessum einstæða, aldraða manni. Þegar ég nú renni huga til liðins tíma, er svo margt að minnast frá samskiptum mínum við fyrrver- andi sveitunga mína í Hraun- hreppi. En ég held að minningar mínar frá Stóra-Kálfalæk, rísi þó hæst í huga mínum. Þau k'ynni mín byrjuðu strax á barnsaldri og héldust svo lengi, sem fólkið lifði. Guðrún Jóhannsdóttir kom svo inn í þennan vinahóp, en gafst lengri aldur en nokkrum hinna, sem æskukynni mín voru bundin við. — Þessi góðu kynni hennar gat ég aldrei endurgoldið, eins og átt hefði að vera, svo mjög stóð ég henni að baki. Því sagði ég — og viðurkenndi — í fyrr nefndri kveðju til hennar fyrir 10 árum, í framhaldi af því, sem fyrr er greint: Ék veit þaft er marat. sem er vaiucert af minni hálfu. <>K víst hafa þakkirnar la«st hak við þaKnar múr. — Viú nomum. sumir. svo lítið af lifinu sjálíu. þ<'> la«t só í hcndur manns kuIIíú. som mótaú skal úr." Einmitt í þessu liggja takmarkanir meðalmennskunnar, að geta ekki unnið til fulls úr þeim efnivið, sem okkur berst upp í hendurnar — stundum alveg óverðskuldað. — Og vissulega lagði Guðrún Jóhannsdóttir gull í lófa samferðamanna sinna, með lífi sínu og starfi, og með fordæmi sínu um sambúðarhætti við það líf, sem hún umgekkst í ríki náttúr- unnar. Maríuerlan, sem átti hreiður uppi í rjáfri í hlöðunni, og æðarkollan eða öndin, sem synti með unga sína á bæjarlæknum á Kálfalæk, voru ástvinir hennar, næstum því eins og hennar eigin börn. Allt líf var henni heilagt, að því vildi hún hlynna og vernda það, eftir því sem orkan leyfði. Meðal annars vegna þess verður hún ógleymanleg þeim, sem áttu samleið með henni. Það er vísast að mér verði metið það til fordildar að ljúka þessum línum með niðurlagi kveðjunnar margnefndu, sem orðin er 10 ára gömul. En fyrir mér er hún enn í fullu gildi, þó skipt hafi um sjónarsvið: ..Kn sjötuuum manni samt oru ríkust . í minni. hin sálra nu tonusl. som vináttan oin Kotur knýtt. 0« hvor mundi sá. or vo.v okki af vináttu þinni. nó vormist af vlnum. som hjarta þitt Korir svu hlýtt? ~ 0« nú. þcgar líóur að aftni mannloKrar a*vi. <>K annríki minnkar 1 þrotlausri hvorsdaKs unn. hvurt mundi þá okki mcKa toljast viA hæfi. aó ma la uróum í þukk. som or oinla*K <>k sunn!** — En hver eru svo þakkarorð- in? Þau verða aldrei sögð eða skráð á venjulegan hátt í mæltu máli, en liggja hulin og óhlutlæg í þeim hljóða huga, sem að baki býr hinum skráðu orðum. Slíka þökk vona ég að hin framliðna vinkona mín nemi til hlítar á nýju tilverusviði. Afkomendum og venslafólki hinnar látnu sendi ég samúðar- kveðjur. Jón Sigurðsson, frá Skíðsholtum. prúðmennsku og hreinlyndi sem var hans aðalsmerki. Það má segja þegar menn hafa náð svo háum aldri sem Jón, að það eigi ekki að koma mönnum á óvart þó dauðinn berji að dyrum, en það datt áreiðanlega engum okkar í hug þegar hann fór heim frá vinnu sinni á fimmtudag að við ættum ekki eftir að sjá hann oftar, en hann lést að morgni laugar- dagsins 16. september. Þótt líkaminn deyi þá lifir minningin. Jón Jónsson var einn af þessum úrvalsmönnum sem bar jákvætt hugarfar til samtíðar sinnar og átti auðvelt með að umgangast aðra. Sérstaklega á- berandi var hve gott samstarf hans var við þá sem yngri voru, það er lán fyrir hvern þann sem kynnist slíkum persónuleika. Guð blessi minningu hans. Hellu, 20. sept. 1978. Páll G. Björnsson. Minning: Jensína Björnsdóttir frá Gröf í Bitrufirði Hinn 12. sept. andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavík Jensína Björnsdóttir frá Gröf, eftir upp- skurð. Það kom ástvinum hennar nokkuð á óvart, enda þótt hún væri áður búin að ganga undir mikla uppskurði með stuttu milli- bili. Það gengur svo til í þessu lífi að við erum ávallt óundirbúin að mæta þeim örlögum sem okkur öllum eru ásköpuð. Sá sem öllu ræður kallar okkur til starfa og því kalli verðum við að hlýða. „Þar kaupir sér enginn frí.“ Guð einn veit hvað okkur mannanna börn- um er fyrir bestu og eru þessi •vistaskipti óumflýjanleg. Hans vegir eru órannsakanlegir. Jensína Björnsdóttir fæddist að Ospaksstaðaseli 23. febrúar 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Pálsdóttir og Björn Björnsson er þar bjuggu. Barnung fluttist hún til móðursystur sinnar Jensínu Pálsdóttur og manns hennar Einars Einarssonar að Gröf í Bitrufirði. Þar ólst hún upp til fullorðinsára og naut þar mikils ástríkis fósturforeldranna, sem reyndust henni sem bestu foreldr- ar og var hún þeim svo kær að þau máttu varla af henni sjá. Ekki naut Jensína skólagöngu utan undirbúnings fermingar, en María dóttir fóstru hennar sem var vel menntuð mun hafa kennt henni í heimahúsum bæði bóklegt og verklegt nám, svo að hún stóð ekki að baki jafnöldrum sínum er út í lífið kom, enda var hún námfús og góðum gáfum gædd. Hún las mikið, var vel minnug og unni öllum skáldskap báeði í bundnu og óbundnu máli enda sjálf vel skáldmælt og fljót að kasta fram stöku við ýmis tæki- færi. Hún naut sín vel í hópi góðra vina á mannfundum og gleðistund- um. Snemma fór hún að hjálpa fóstru sinni sem var ljósmóðir og Fædduri 22. september 1936. Dáinn 16. ágúst 1978. Kæri frændi og vinur er látinn aðeins 42ja ára gamall. Eftir 17 ár í Bandaríkjunum, þar af lengstan tíma á olíu- og fraktskipum af stærstu gerð sem sigldu um úthöfin þver og endilöng til fjarlægustu landa. Ég minnist bernskuáranna okk- ar hjá ömmu okkar Oddnyju og afa Sæmundi, vestast í þorpinu í Vík í Mýrdal, en þar vorum við oft sumarlangt. Þar leið tíminn hratt því nóg var að snúast. Sandöldurn- ar, blaðkan og hrapið var okkar leikland, að ógleymdum aragrúa af sjávarfugli, sem þeyttist fram og aftur til sjávar eftir æti. Sjávar- niðurinn í hömrunum var seið- magnaður og gleymist ekki nein- um, sem leggur við hlustirnar. Ulfar kom af og til í stuttar heimsóknir til gamla góða Islands á seinni árum, því hér var hugur hans allur og þá sérstaklega síðustu árin, þar sem hann skilur eftir sig hin gjörvilegustu börn, Baldur 21 árs frá fyrra hjónabandi og Lilju 18 ára, dóttur hinnar mætu konu Sólveigar Jónsdóttur, hjúkrunarkonu, sem hann var heitbundinn. Lilja dvaldist oft hjá föðurömmu sinni, og afa Guðlaugu Sæmundsdóttur og Sigurhirni Halldórssyni. Hefur þetta fólk allt haldið hópinn sem ein sönn fjölskylda. Sjómennskan var Ulfari í blóð borin, máske ekki af tilviljun, þar sem faðir hans stundaði sjóinn, sem vélstjóri á hinum ýmsu skipum öll sín yngri ár. Rut yngri systir hans giftist Eiríki Jónssyni, þurfti oft að vera að heiman vegna starfa síns. Og er ellin færðist yfir fósturforeldra hennar og fóstru hennar orðin erfið heimilisstörfin tck hún að sér ráðskonustarfið og sá um heimilið, sem oft var mannmargt. Bæði voru þar börn, unglingar og gamalmenni og oft erfitt fyrir ungu stúlkuna að sinna öllu þessú og gera gamla fólkinu til hæfis, því oft sýndist sitt hverjum. Þurfti hún stundum að synda milli skers og báru og gera alla aðila ánægða, en alltaf var Jensína ljúf og glöð í lund, og átti þá til að senda vísu eða segja smáskrítlu, uns allt féll í ljúfa löð. Mikil gestanauð var alltaf í Gröf, póstafgreiðsla var alllengi þar og gistu því „póstarnir“ oft þar með marga hesta og ferðamenn sem oft voru í fylgd með þeim. Símaafgreiðsla var þar einnig og var oft mikið um gesti í sambandi við símann, og var þessu fólki vel tekið, með rausn. Fóstursystkini átti Jensína tvö, Agústu Jónsdóttur en hún fór ung að heiman og giftist Þorsteini Sigurðssyni á Vatnsleysu, for- sjómanni og stýrimanni, sem stundað hefur togveiðar fram á þennan dag og stundar enn. Ævintýraþrá Úlfars hefur verið með ólíkindum, sem gefur tilefni til langrar sögu. Hann lærði rafvirkjun á sínum ungdómsárum. Hann var á togur- um og ýmsum veiðiskipum hér við Island í nokkur ár, en hélt síðan til Ameríku, nánar tiltekið Kaliforn- íu, þar sem eldri systir hans Erla Sadovinski býr og ávallt reyndist honum góð systir. í Ameríku lagði Úlfar hönd á margvíslegt og ævintýralegt. Hann var við olíuboranir, stundaði laxveiðar í sjó við Alaska. Hann rak eigin fiskibát ásamt frænda sínum Robert Anderson um tíma á vesturströndinni. Auk þess stund- aði hann langsiglingar á olíuskip- um og stórum fraktskipum lengst af. manni Búnaðarfélags íslands. Með þeim fóstursystrum var mjög kært og vissi ég að þær nutu þess vel að hittast og rifja upp gleðistundir frá æskuárum og æskuheimili. Fósturbróðir hennar var Guð- mundur Einarsson, sonur fóstra hennar frá fyrra hjónabandi. Héldu þau fóstursystkinin heimil- inu saman uns Jensína Pálsdóttir -lézt, en eftir það fór að losna um Jensínu. Arið 1944 fer Jensína frá Gröf, fluttist þá austur að Markarfljóti, ráðskona til Eysteins Einarssonar; bjuggu þau saman í 30 ár. Þau eignuðust 4 börn, 3 drengi og 1 stúlku sem dó ung. Einn dreng átti Jensína áður, Einar Hlíðdal og er hann búsettur í Sviss, verkfræð- ingur að mennt. Hinir drengirnir eru Jens, Dofri og Gísli. Allt eru þetta efnismenn sem reyndust móður sinni vel. Þess skal getið að eftir að Jensína fluttist austur, undi fóstri hennar illa hag sínum fyrir norðan, tók hún hann þá til sín og annaðist hann uns yfir lauk, flutti síðan jarðneskar leifar hans norð- ur að Ospakseyri og gerði útför hans virðulega. Hann hvílir þar við hlið konu sinnar. Arið 1974 slitu þau samvistum Jensína og Eysteinn og hún flytur til Reykjavíkur. Tók hún þar að sér að stunda farlama mann sem litla björg gat sér veitt. Gerði hún það með sömu trúmennsku og samviskusemi og hún hafði stund- að fósturforeldrana. Foreldrar Jensínu áttu 12 börn, mörg af þeim dóu ung, urðu eins og svo margir á þeim árum „hvíta dauðanum að bráð“. En hún hélt alltaf sambandi við eftirlifandi systkini sín. Ég votta sonum hennar og systkinum innilega samúð mína, þau eiga minningu um ástkæra móður og systur sem enginn skuggi fellur á. Sætið hennar er autt og verður ekki fyllt en vonin um endurfundi græðir hjartasárin. Ég þakka hinni framliðnu marg- ar ánægjustundir og bið henni guðs blessunar í sínum nýju heimkynnum. I von um að hittast síðar, kveð ég hana. Ragnheiður Jónsdóttir frá Broddadalsá. Úlafar var fyrir stuttu hér á Islandi til að heimsækja foreldra og ástvini. í þessari ferð var hann staðráðinn í að koma heim innan skamms og setjast að aftur með því fólki, sem honum þótti vænst um og hugsaði mest til. Þess vegna var þetta óvænt sorgarfregn, að Úlfar hefði tekið út af skipi við strendur Alaska. Þetta var hans síðasta ferð, síðasta ævintýraferð um höfin blá, sem áttu hug hans og hjarta svo sterkt. Sögur hans af langferðum og ævintýrum í fjarlægum löndum var honum svo eðlilegt að segja á oft svo sérstæðan og skemmtileg- an máta. Sögur af eigin hrakförum og erfiðleikum, lof og lestir, ekkert dregið undan í skemmtilegum frásögnum hans. Tíminn læknar öll sár segir máltækið. Við biðjum Guð almátt- ugan um að styrkja og hugga þá, sem eiga um sárt að binda við fráfall Ulfars. Guð blessi minningu hans. Gísli. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal.vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þa'r þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Úlfar Sigurbjörns- son - Minningarorð EIMSKIP Á NÆSTUNNI FERMA SKIP VOR TIL - ÍSLANDS, SEM HÉR SEGIR: ANTWERPEN: Fjallfoss Lagarfoss Úðafoss ROTTERDAM: Fjallfoss Lagarfoss Úðafoss FELIXTOWE: Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HAMBORG: Mánafoss Dettifoss 27. sept. 2. okt. 9. okt. 28. sept. 3. okt. 10. okt. 25. sept. 2. okt. 9. okt. 16. okt. 21. sept. 28. sept. Mánafoss 5. okt. Dettifoss Mánafoss 12. okt. 19. okt. !4£j PORTSMOUTH: ir| Goðafoss 6. okt. Frí Bakkafoss 12- okt. r-J Brúarfoss GAUTABORG: 13. okt. £{J Ö Laxfoss 25. sept. iFr) Háifoss 2.okt. & Laxfoss 9. okt. (Mj Háifoss 16. okt. Laxfoss Háifoss Laxfoss Háifoss 26. sept. 3. okt. 10. okt. 17. okt. HELSINGFORS: Grundarfoss 25. sept. Tungufoss 4. okt. Grundarfoss 10. okt. MOSS: Tungufoss 6. okt. KRISTIANSAND: Grundarfoss 27. sept. Tungufoss 7. okt. Grundarfoss 11. okt. STAVANGER: sl i m Uðafoss fW Grundarfoss MJ Grundarfoss p TRONDHEIM: Dj Úðafoss [7f GDYNIA: Urriðafoss VALKOM: Ljósafoss Urriðafoss írafoss RIGA: Skógafoss írafoss WESTON POINT: 23. sept. 30. sept. 12. okt. 25. sept. 27. sept. 25. sept. 29. sept. 5. okt. 29. sept. 7. okt. Kljáfoss Kljáfoss 26. sept. 10. okt. Fteglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til ísafjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka í A-skála á föstudögum. ALLT MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.