Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar íbúö til leigu 4ra herb. íbúö til leigu viö Bergstaöastræti Reykjavík. Þarfnast lagfæringar. Tilboö óskast send á afgreiöslu Mbl. fyrir fimmtudagskvöld 28.9. merkt: „Bergstaöa- stræti — 3949“. Til sölu — leigu 274 fm. salur við Háaleitisbraut Til sölu eöa leigu er 274 fm. jaröhæö undir bílskúrum, malbikuö aökeyrsla og mögu- leiki fyrir bílastæöum. Húsnæöiö er gert úr steinsteypu. Aö mestu fokhelt (einn salur). Þeir sem áhuga hafa á þessu leggi nöfn sín meö símanúmeri inn á afgreiöslu blaösins merkt: „Húsnæöi — 3997“ fyrir mánaöar- mót sept./okt. 1978. Skip til sölu 6-8-9-10-11-12-14-15-18-22 -29-30-38-45-48-51 -53-54-55-59 -62-64-65-66-85-86-87-88-90-92 - 120 - 140 tn. Einnig opnir bátar af ýmsum stæröum. Aðalskipasalan Vesturgötu 17 símar 26560 og 28888 Heimasími 51119. Skotveiðimenn Stofnfundur Skotveiöifélags íslands, veröur haldinn í Árnagaröi, stofu 201 laugardaginn 23. sept. kl. 14. Dagskrá: Drög aö lögum og siöareglum félagsins. Áhugamenn um skotveiöar fjölmenniö. Undirbúningsnefndin. Heimdallur Aukaþing S.U.S. Heimdallarfélagar aukaþing S.U.S. veröur haldiö aö Þingvöllum 30. september og 1. október. Þeir Heimdallartélagar, sem hata áhuga á þingsetu, vinsamlega hafiö samband viö Stefán Stefánsson i Sjálfstæöishúsinu í síma 82900. Bessastaðahreppur Garðabær — Hafnarfjörður Sameiginlegur fulltrúaráös- og trúnaöarmannafundur Sjálfstaaöis- manna veröur haldinn, mánudaginn 25. sept. kl. 20.30 í Sjálfstæölshúsinu Hafnarfiröl. Fundarefnl: Ný vtöhorf á vettvangi atjómmálanna á fundinn mæta alþinglsmennirnir Matthfas Á. Mathiesen, Oddur Ólafsson og Ólafur G. Einarsson. Stlórn fulltrúaráOslns. „N ú skal afnuminn sá vísir að frjálsum markaðsbúskap sem landsmenn hafa búið við” - segir í stjórnmálaályktun HeimdaUar, þar sem meðal annars er vikið að hinum nýju bráðabirgðalögum Á síðustu mánuðum hafa miklar breytingar orðið á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála. Sjálfstæðis- flokkurinn er nú einn flokka í stjórnarandstöðu bæði á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. Að undanförnu hafa landsmenn getað fylgst óvenju vel með ófyrirleitnu valdatafli svokallaðra vinstri flokka. í þeim hráskinns- leik sást glögglega að ríkisstjórn- arseta sem slík skipti foringja svokallaðra vinstri flokka öllu máli. Þegar svokölluð vinstri stjórn hafði loks verið mynduð tók ekki betra við. Stjórnin hóf störf með því að svíkja helzta kosninga- loforð Alþýðuflokks og Alþýðu; bandalags: „samningana í gildi“. í stað þess eru gerðar efnahagsráð- stafanir sem í raun skerða dag- vinnulaun mjög stórra launþega- hópa. í blekkingarskyni er verðlag í landinu og vísitala fölsuð enn frekar með stórfelldum niður- greiðslum og skattabreytingum. Fjár til ríkissjóðs er aflað með afturvirkum skattalögum þannig að álagning síðasta skattaárs er endurupptekin. Slík skattheimta brýtur í bága við réttlætistilfinn- ingu þorra manna og er fordæm- anleg. Jafnframt tekur ríkis- stjórnin upp viðbótarálögur á svonefndan „lúxusvarning" eins og tannsápu, þvottaefni og hljómplöt- ur, og innleiðir tvöfalt gengi á íslenzku krónunni. Allar ráðstaf- anir stjórnarinnar í efnahagsmál- um bera þess merki að þar fer stjórn, sem fylgir opinberri forsjár stefnu á öllum sviðum. Nú skal afnuminn sá vísir að frjálsum markaðsbúskap, sem landsmenn hafa búið við. Pólitískir úthlutun- arstjórar skulu framvegis ráða jafnt yfir opinberum framkvæmd- um sem yfir einkaneyzlu. Verði haldið áfram á þessari braut er skammt í biðraðir og skömmtun- arseðla og alla þá spillingu sem slíku fylgir. Ríkisstjórnin kýs að hafna varanlegum baráttuaðferð- um við verðbólguvandann en beitir í staðinn skammtímaráðstöfunum, sem auka vandann og hnýta þjóðfélagið í bönd einokunar og hafta. I viðbót við alranga stefou í efnahagsmálum er stjórnin greini- lega sjálfri sér sundurþykk í flestum málum. Vart hefur liðið svo dagur að ráðherrarnir og þingmenn stjórnarflokkanna hafi ekki gefið gagnstæðar yfirlýsingar um sömu málin. Á þrjú mál má benda: Endurskoðun vísitölukerf- isins fyrir 1. desember.: Alþýðu- flokkurinn segir það ákveðið. Alþýðubandalagið segir það ómögulegt. Sams konar ágreining- ur er um byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Loks segir Alþýðubandalagið að bráða- birgðalögin um efnahagsmál hafi sett kjarasamningana ígildi en forsætisráöherra Framsóknar- flokks segir: „Bráðabirgðalögin setji í sjálfu sér enga kjarasamn- inga í gildi“. Stjórnarsamstarf af þessu tagi er vart farsælt fyrir þjóðina og ekki furða þótt margir í þingflokkum stjórnarflokkanna hafi ekki treyst sér til að styðja það fyrirvaralaust. Sjálfstæðisstefnan er í öllu gjörólík stefnu stjórnarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á einstaklinginn, virðingu hans og frelsi. Sjálfstæðisflokkur- inn vill takast á við og leysa efnahagsvandann á grundvelli frjáls markaðsbúskapar en ekki með ríkisforsjá sósíalismans. Heimdallur telur að í stjórnar- andstöðu verði flokkurinn að gera sitt ítrasta til að leiða í ljós muninn á sinni stefnu og stefnu svokallaðra vinstri flokka. Heimdallur telur að leggja verði áherzlu á eftirfarandi atriði meðal annars. Ekki verði kvikað frá þeirri stefnu að ísland taki þátt í varnarsamstarfi vestrænna lýð- ræðisríkja og að varnir landsins séu tryggðar á hverjum tíma á þann hátt sem nauðsynlegt er. Islendingar verða að muna að frelsi og sjálfstæði eru gæði sem aðeins fáar þjóðir njóta og þessara gæða þarf að gæta. Heimdallur fordæmir hvers konar alræðis- og kúgunarstjórnir undir hvaða fána sem þær sigla. Heimdallur telur að því aðeins verði með árangri tekist á við efnahagsmál íslendinga að þjóðin sjálf og forsvarsmenn hagsmun’a- samtaka viðurkenni þá einföldu staðreynd að ekki verður meiru eytt en aflað er. í góðæri verður því að leggja til hliðar fyrir mögru árin, sem ætíð koma, og sníða sér að öðru leyti stakk eftir vexti. Sparnaður og ráðdeild voru jafnan og eru enn miklir mannkostir. Baráttan við verðbólguna er og verður forgangsverkefni á sviði efnahagsmála næstu árin. Takist ekki að efna til þjóðarsamstarfs í þeirri baráttu er til einskis barizt og verðbólgan mun halda áfram að spilla fjármálalífinu, skaða ein- staklingana og eyðileggja eðlilegt verðmætamat þjóðarinnar. Mikilvægur þáttur í baráttunni við verðbólguna er samdráttur í ríkisútgjöldum og fjárfestingum, sem leiðir til lækkaðra skatta. Þá verður og að tryggja hag þeirra sem spara og leggja þannig til fjármagn til rekstrar- og fram- kvæmdalána í þjóðfélaginu. Auðsætt er að á næstu áratug- um þarf að skapa þúsundum vinnandi handa atvinnutækifæri. Sjávarútvegur og landbúnaður geta vart tekið við öllum þeim sem atvinnu þurfa á næstunni. Efling íslenzks iðnaðar er því mjög brýnt verkefni. Ekki er óeðlilegt að erlent áhættu-fjármagn sé nýtt til stóriðjuframkvæmda en alíslenzk- ur iðnaður hlýtur þó að sitja í fyrirrúmi. Nauðsynlegt er að allar greinar atvinnulífsins njóti jafn- ræðis og arðsemi ráði sem mestu um reksturinn. Ekki verður þó gengið fram hjá því að við uppbyggingu atvinnu- lífsins verður að taka fullt tillit til gæða sem ekki erú beinlínis fjárhagsleg. Þannig verður að gæta ítrustu virðingar í umgengn- inni við landið, sem er okkar dýrmætasta eign. Og taka verður tillit til þess að vaxandi áherzlu ber að leggja á aðrar hliðar mannlífsins en þær, sem mældar verða á kvarða hagvaxtar- og peningatekna. Heimdallur telur að Sjálfstæðisflokknum beri stefnu sinnar vegna að hafa forystu um að koma á sáttum í þjóðfélaginu í ofangreindum málum. Þá vill Heimdallur vekja athygli á nokkrum öðrum afmörkuðum stefnuatriðum sínum. Heimdallur telur að þegar í stað ' verði að leiðrétta misvægi í atkvæðisrétti landsmanna. Kosn- ingarétturinn eru mannréttindi og öllum mönnum bera jöfn mann- réttindi. Þá er og æskilegt að rækilegar umræður fari fram um hvort lækka eigi kosningaaldurinn í 18 ár. Heimdallur vill í ljósi þess að Alþýðubandalagið fer nú með menntamál ítreka að Heimdallur telur, að einstaklingar, frjáls samtök þeirra og sveitarfélög hafi sem mest sjálfræði og frumkvæði í skóla- og fræðslumálum. Ríkis- valdið setji aðeins rúman laga- ramma um það hvernig menntun skuli háttað. Heimdallur telur að frjáls fjöl- miðlun, þar með frjálst útvarp, sé eðlilegur þáttur í tjáningarfrels- inu og frjálst útvarp sé í raun sambærilegt við frelsi til útgáfu ritaðs máls. Ríkiseinokun og þar með ritskoðun á þessu sviði ber að afnema. Heimdallur telur að frjáls sam- keppni í atvinnurekstri tryggi neytendum bezta þjónustu og lægsta verð. Frjálsri samkeppni er oft stefnt í hættu með samruna fyrirtækja í sömu starfsgreinum, sem geta þannig orðið einráð á markaðnum og þar með ráðið verðmyndun sem getur leitt til þess að hagur neytenda sé fyrir borð borinn. Samtenging nokkurra stórfyrirtækja á sviði íslenzkra samgangna hlýtur að vera hvatn- ing til athugunar á þessum atriðum. Heimdallur telur sér- staklega óeðlilegt að ríkið sé á einhvern hátt aðili að slíkum fyrirtækja samsteypum og að ríkinu beri þegar í stað að hætta þátttöku í öllum atvinnurekstri sem rekinn er á samkeppnisgrund- velli. Svipuð hætta gerir ótvírætt vart við sig í verzlunar- og iðnrekstri þar sem Sambandið, sem er aðili að erlendum auðsamsteypum, er víða einrátt í verzlunarmálum. Að undanförnu hafa störf Al- þingis og alþingismanna verið mjög til umræðu. Heimdallur telur að bæta verði aðstöðu þingsins til eftirlits- og aðhalds- starfa. Jafnframt verði þingmenn ekki kjörgengir í stjórnir opin- berra stofnana og ráða. Heimdallur vill að lokum leggja áherzlu á að frelsi og farsæld íslenzku þjóðarinnar er bezt tryggð með því að hver einstakl- ingur fái þroskað og notið hæfi- leika sinna í frjálsu og mannúð- legu þjóðfélagi. Rækta ber og varðveita menningararf þjóðar- innar, stuðla að viðgangi vísinda og lista, efla góða siði og gagn- kvæma virðingu manna, stuðla að sáttum og samvinnu stétta og landshluta, en eyða öfund og illgirni, stéttaátökum og óbilgirni, sem nú er svo mjög reynt að rækta með þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.