Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Skákáhugi er mikill á Bolungarvík, og fer vaxandi eins
og víöa annars staöar á landinu. Þar koma menn á öllum
aldri saman til skákæfinga oft í viku, og í Ungmennafélagi
Bolungarvíkur er starfandi sérstök tafldeild. Tafldeildin
hefur ágæta aöstööu í Sjómannastofunni á Bllungarvík,
þar sem fyrir hendi eru taflmenn og borö, klukkur og
skákskýringaborö og annaö sem til þarf.
Mikill skákáhugi
á Bolungarvík
Ljósm: Anders Hansen.
Sæbjörn Guðfinnsson, t.v. brosleitur á svip yfir góðum leik sem
hann sá á einu borðinu. Sæbjörn er formaður Tafldeildar
Ungmennafélagsins á Bolungarvík.
Er blaðamaður Morgunblaðs-
ins var á ferð í Bolungarvík
fyrir stuttu, leit hann við á
Sjómannastofunni, og ræddi þar
við nokkra unga skákmenn sem
þar voru að tefla.
Þar fundum við meðal ann-
arra Sæbjörn Guðfinnsson, sem
er formaður Tafldeildarinnar.
Sæbjörn sagði, að geysimikill
skákáhugi væri á Bolungarvík,
og væru margir góðir skákmenn
í kaupstaðnum. Sagði Sæbjörn,
að skákmenn hefðu löngum
notið mikils velvilja forráða-
manna Sjómannastofunnar, og
væri það öllu skáklífi á Bolung-
arvík ómetanlegt.
Aðallega sagði Sæbjörn að
teflt væri á veturna, en einnig
eitthvað yfir sumarmánuðina.
Nú í sumar hefði til dæmis verið
óvenju mikið teflt, og væri
ástæðan sú, að í Bolungarvík
hefðu dvalist nokkrir sterkir
skákmenn úr Reykjavík í sumar,
og væri heimamönnum mikill
akkur í að fá að reyna hæfni
sína í keppni við þá. Það eru þeir
Guðni Sigurbjarnarson, Ásgeir
Þ. Árnason, Þorsteinn Þor-
steinsson og Bjarni Hjartarson,
sem hafa verið við vinnu fyrir
vestan í sumar, og sagði Sæ-
björn að Bolvíkingar hefðu
mikið lært af þeim.
Meðal helstu viðburða í skák-
lífi Bolvíkinga, er hin árlega
bæjarkeppni við Isafjörð. Þá er
teflt á 20 borðum, og hafa
Bolvíkingar verið sigursælir í
þeim tveimur bæjarkeppnum
sem fram hafa farið. Árið 1976
sigruðu Bolvíkingar með 18
vinningum gegn tveimur, og
árið eftir sigruðu þeir með 11 'h
vinningi gegn 8‘/2.
Þá má geta þess, að Bolvíking-
ar urðu efstir í undanúrslitum
Ungmennafélags Islands, þegar
teflt var að Núpi, en ekki gekk
eins vel þegar komið var á
aðalkeppnina á landsmótinu á
Selfossi.
Núna dagana 15. til 17.
september verður svo haldið
Vestfjarðamót einstaklinga á
Bolungarvík, og eru skákmenn í
Bolungarvík bjartsýnir á árang-
ur sinna manna.
Meðal viðburða í skáklífi
þeirra á Bolungarvík undan-
farna mánuði má nefna, að þeir
Friðrik Ólafsson stórmeistari og
bandaríski stórmeistarinn Lom-
bardy komu vestur með skömmu
millibili og tefldu fjöltefli.
Þá má nefna, að Gunnar
Gunnarsson hefur komið vestur
og þjálfað skákmenn, og hefur
allt þetta orðið til að ýta undir
þann áhuga sem er fyrir, að
sögn Sæbjörns.
Þá má ennfremur nefna, að
árlega eru haldin ýmis innan-
sveitarskákmót á Bolungarvík,
svo sm skólamót, firmakeppni,
og Bolungarvíkurmót.
Að sögn Sæbjörns Guðfinns-
sonar eru það milli 12 og 16
manns sem reglulega stunda
skákíþróttina í Sjómannastof-
unni á Bolungarvík, flestir á
aldrinum 11 til 35 ára. Hinir
eldri koma svo einnig fram á
sjónarsviðið þegar mikið liggur
við.
- AH.
Séð yfir nokkur borð f Sjómannastofunni, þar sem skákáhuga-
menn hafa athvarf. Þarna koma saman til skákæfinga 12 til 16
manns að meðaltali, enda eru Bolvfkingar meðal bestu
skákmanna á Vestf jörðum.
Þeir eru þungt hugsandi þessir skákmenn, þar sem þeir sátu að tafli f Sjómannastofunni á
Bolungarvfk.
BLÓM
VIKUNNAR ® xs£f)
UMSJÓN: ÁB.
Bláklukkur IV
(Campanula)
Hvítar klukkur
VAXKLUKKA (Camp-
anula alliariifolia.) er
ættuð frá Kakásus eins
og margar af okkar bestu
garðplöntum. Hún er lík-
lega mjög lítið þekkt hér
á landi en hefur þó lengi
verið í ræktun í Lysti-
garði Akureyrar. Hún
blómstrar þar vel, en
seint, eftir miðjan ágúst.
Blómin eru í löngum
gisnum klösum um 30
sm. háum. Þau eru hang-
andi og snjóhvít en bik-
arblöð og stönglar eru
brúnleit. Laufblöðin eru
flest í hverfingu við jörð,
aði sumarið eftir og síðan
og hefur reynst álíka
skriðul og höfuðklukka
svo frekar hefur þurft að
halda henni í skefjum en
hitt.
Hún er langt að komin
eða frá A-Síberíú og
N-Japan og býsna ólík
öðrum tegundum sem við
þekkjum. Blómklukkurn-
ar eru allt að 5 sm á
lengd, jafnvíðar og hang-
andi, gulhvítar að lit. Að
innan eru þær allar rauð-
dröfnóttar. Stundum eru
þær einnig rauðleitar að
utan en eru þá ekki eins
fallegar. Blómstönglarnir
verða um 30 sm. Kínverj-
Dröfnuklukka C. punctata
nokkuð stór, breiðhjarta-
laga og hærð.
Þetta er ljómandi
skemmtileg tegund.
RÚSSAKLUKKA (C.
sarmatica) er náskyld
vaxklukku og því nefnd
hér þó blómin séu ljós-
fjólublá eða blágrá. Hún
er svipuð að stærð og
vaxtarlagi en stönglarnir
liggja meira til hliðar.
Laufblöðin eru minni og
gráloðin. Hún hefur einn-
ig reynst vel í Lystigarði
Akureyrar.
DRÖFNUKLUKKA (C.
punctata — C. nobilis)
var alin upp af fræi í
Lystigarði Akureyrar
vorið 1974. Hún blómstr-
ar eru sagðir hafa ræktað
þessa tegund og haft á
henni mikið dálæti. Mun
hún hafa borist frá þeim
til Evrópu um miðja
síðustu öld. Hennar er að
engu getið í þýskum
garðyrkjubókum en bæði
í Danmörku og Englandi
er hún talin viðkvæm, að
hún lifi ekki nema í
sendnum jarðvegi og með
vetrarskýli. í Lystigarð-
inum hefur hvorugt verið
gert og er það merkilegt
ef þessi austurlenska
þokkadís ætlar að kunna
betur við sig og gera
minni kröfur hér norður
við íshaf heldur en í
suðrænari löndum.
H.S.