Morgunblaðið - 27.09.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.09.1978, Qupperneq 31
Ljósm. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1978 ;í i • Þeir Hannes Weisweiler til vinstri, og aðstoðarmaður hans Johannes Löhr fylgjast haukfránum augum með mönnum sínum á æfingunni í gær. IA mun sterkari en égreilaiaiS með - segir Weisweier — Akranesliðið er mjög gott, miklu betra en ég átti nokkurn tíma von á og í því eru a.m.k. 3 leikmenn sem gætu leikið í hvaða liði sem er í Búndeslígunni, miðherjinn Pétur Pétursson, tengiliðurinn Karl Þórðarson og vinstri bakvörðurinn Árni Sveinsson, sagði Ifennes Weisweiler, þjálfari Kölnar, í viðtali við Mbl. í gær. Um það hvort hann hefði áhuga á að fá einn eða fleiri þeirra til liðs við Köln, vildi Weisweiler ckki tjá sig. — Annars erum við ekki með okkar sterkasta lið að þessu sinni frekar en í leiknum ytra, þeir Dieter Muller, Heinz Flohe og Japaninn Okudera eru allir meiddir, auk þess sem Muller hefur nælt sér í einhvern vírus- sjúkdóm. Samt geri ég mér sigurvonir í leiknum og tel víst að Köln muni komast áfram í 2. umferð, þó að leikurinn verði vafalaust mjög erfiður. Ég var að skoða völlinn áðan og verð að segja, að mér líst mjög vel á hann. Góður árangur Stefáns STEFÁN Hallgrímsswn frjáls- íþróttamaður dvelur nú nú njm þessar mundir við ;efingar og keppni í Vestur-Þýskalandi. Hefur hann náð ágætis árangri og nú nýverið keppti hann a frjáls- íþróttamóti og setti þá persönulegt met í 800 metra hlaupi, hljóp á 1.56.2 mínútum. Þá 1- < i-|)tí liann í 110 metra grindah';>upi og hijóp á 15.3 sek. og 400 metra grind á 52.6 sek. Stefán stefnir að því að keppa í tugþraut seinni partinn i október. - þr. spenna í Magdeburg VALSMENN leika sinn síðari leik í Evrópu- keppni bikarhafa í kvöld kl. 5 að þýskum tíma í Magdeburg. Valsliðið kom til Magde- burgar kl. 11.30 í fyrrakvöld eftir frekar þreytandi flugferð, alls var um átta flugtök og lendingar að ræða hjá hópnum áður en liðið komst á leiðarenda. Allar móttökur ytra hafa verið góðar. Mikil spenna ríkir út af leiknum og hafa nú þegar um 20.000 manns tryggt sér miða á leikinn sem fram fer á aðalleik- vanginum í Magdeburg og rúmar 40.000 áhorfendur. Úrslitin heima á íslandi hafa komið á óvart og fjalla blöðin ytra og sjónvarpið mikið um leikinn að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar, en Mbl. hafði samband við hann í gær. Að sögn Péturs er íslensk kanttspyrna sér- lega vel kynnt í Aust- ur-Þýskalandi, en eins og allir vita hafa Austur-Þjóð- verjar ekki sótt gull í greipar íslenskra knatt- spyrnumanna á síðustu ár- um. Pétur sagði að Vals- ifíenn myndu stilla upp óbreyttu liði frá því sem var í leiknum heima, og væru Valsmenn ákveðnir í að verja heiður sinn og leika góðan leik. Reynt verður að styrkja miðjuspil liðsins. í Austur-Þýskalandi er litið á þetta sem forleik fyrir landsleikinn sem verður í Hallen viku síðar, vitað er að Valsmenn hafa fjóra landsliðsmenn í sínum röðum, og fylgst verður vel með þeim. þr. „DOMARAMÁLIN ALGERT HNEYKSU" — ÞÚ MÁTT hafa það eftir mér, að framkvæmd dómaramálanna í handknattleiknum hc: sð hr< < i hneyksli og það hefur verið frekar óskemmtileg reynsla að vera formaður dómstóls HS Guðnason í viðtali við Mbl. í ga'r. Ástæðan fyrir viðtatinu við Berg var sú staðreynd. að I og Þórs um sæti í 2. deild í handbolta var dæmdur ógildur sökum réttindalauss dómara. I i ; ' . , hafði sami dómari verið kærður oftar en einu sinni. en aldrei verið úrskurðaður ógildur. Sagði Bergur, að kærumálin hefðu verið orðin fleiri heldur en tölu yrði á komið, og ef dæma hefði átt í þeim öllum eftir bókstafnum, hefðu 2—3 leikir hverja helgi verið ógildir og segði sig sjálft, að Islandsmótið, einkum í yngri flokkunum, hefði þá riðlast illilega. Til þess að flækja ekki mótið meira en nauðsynlegt var, ákvað dómstóllinn að dæma alla leikina gilda. Síðan, þ.e. 19 apríl, sendi dómstóllinn HSÍ harðort bréf, þar sem samandið var beðið að gera svo vel og taka dómara- málin föstum tökum, ástandið væri óþolandi. Þegar þessum bréfaskriftum var lokið, átti enn eftir að leika fyrrnefndan leik UBK og Þórs og þegar sama framkvæmdin var höfð í frammi, þ.e.a.s. réttindalaus dómari látinn dæma, ákvað dómstóllinn að nota Golfmót á Hornafirði Golfklúbbur Hornafjarðar gengst fyrir opnu golfmóti um næstu helgi, dagana 30. sept. og 1. okt. Leikið verður á Silfurnesvelli. Golfmót þetta er það síðasta sem fram fer hér á landi á árinu. Leiknar verða 36 holur og eru góð verðlaun í boði. Allar upplýsftigar liggja fyrir hjá golfklúbbum landsins, en vegna útlits fyrir mikla þátttöku , eru menn beðnir að tilkynna sig sem fyrst til síns kiúbbs, eða Árna Stefánssonar, Hótel Höfn, Horna- firði. lög og reglur varðandi handbolta og dæma leikinn ógildan. Að- dragandinn er sem sé langur og mikill. Þór vann fyrri leik liðanria örugglega, en það voru Blikarnir sem kærðu. Nú hefur verið ákveð- ið, að leikurinn skuli fara fram á Akureyri 7. október næstkomandi og verða Blikarnir þá að vinna með 2 marka m sæti í 2. deild. Mjög athyglisvert er að l’.reiða- blik kærir leikiiin 5. maí, en dómstóll HSI, afgreiðir ekki málið fyrr en 13. september. l‘;tu \'iinu- brögð eru ekki ti! fyrirmyndar. — gg- Tvær með ellefu rétta í 5. leikviku komu fram tvær raðir með 11 réttum og eru eigendur þeirra tvær konur, önnur úr Garðabæ en hin úr Reykjavík. Vinningur fyrir hvorn vinningshafa verður kr. 357.500.- Með 10 rétta voru 28 raðir og vinningurinn á röðina kr. 10.900- Þessar getspöku konur högnuðust á óvæntum útisigri Bristol City í Ipswich, en annars var ekki mikið um óvænt úrslit í ensku 1. deildinni á laugardag, nema ef vera skyldi jafntefli Nottingham Forest á heimavelli gegn Middlesboro, 2—2. Þátttaka í getraunum hefur aukizt verulega 'á þessum fyrstu fimm vikum, og er nú tvöföld á við sama tíma í fyrra. Söluaðilar, sem eru íþróttafélögin um allt land, hafa í sölulaun 25% af andvirði seðlanna, og á þessum fimm vikum hafa þau haft í sinn hlut 2 milljónir krófia. VIKINGUR FER í AÐRA UMFERÐ ENSKA handknattleiksliðíð Halewood frá tiverpo út úr Evrópukeppni bikarmeistara. Lið þetta drost a móti Víkingi 1 umferð og samkvæmt þessu hefur Víkingsliðið komist í 2. umfcrú keppninnar með lítilli fyrirhöfn! Víkingarnir höfðu átt viðræður við enska liðið um fyrirkomulag á leikjum liðanna. í miðjum klíðum tilkynntu Englendingarnir að þeim óaði kostnaður við þátttöku í keppninni og að þeir hefðu ákveðið að draga lið sitt til baka. Vík- ingarnir hafa hins vegar ekkert heyrt frá Alþjóða handknattleiks- sambandinu en Mbl. fékk þetta staðfest hjá IHF í, gær og í telexskeyti frá sambandinu var staðfest, að Víkingur væri kominn áfram í 2. umferð. Eysteinn Heglason formaður handknattleiksdeildai Víking sagði í gær að Vikingar væru a<> ýrnsu leyti ‘ána'goir með i'tí'is; málalok. Fýrirsjáaniegi hefði vcr- ið að lítil aðsókn hefði orðið að leikjunum við liðið, þar sem handknattleikur i Englandi væri ekki upp á marga fiska. Því van > það gott fyrir fjárhaginn a svona fór. Neikvæða hliðin á málinu v,vr hins vegar sú, að leikmennir; hefðu þarna orðið af skemmtii keppnisferð til Englands. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.