Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 Tími til kominn að Bretar sendi her tilRhódesíu í EFTIRFARANDI grein, er birtist í brezka blaðinu „The Observer" fyrir skömmu, telur fréttamaður blaðsins, Colin Legum, pólitíska lausn Rhódesíudeilunnar ekki lengur í sjónmáli og hvetur til þess að brezki herinn skerist þegar í leikinn til að beina landinu út úr núverandi ógöngum. Rhódesíudeilan er nú komin á það stig að ógnvekjandi glundroði og blóðsúthellingar vofa yfir taki Bretar ekki að sér öryggisgæzlu í landinu. Vinda verður bráðan bug að þar sem ástandinu hrakar hröðum skrefum og skiptir hver vika máli. Ekki dugir minna til en krafta- verk eigi sættir að takst eftir pólitískum leiðum. Enn er hugsanlegt — en auðvitað aðeins hugsanlegt að brezkar hersveitir í Salisbury hefðu þau sefandi áhrif, sem þarf til að allir deiluaðilar setjist að samninga- borði tið viðræðna um vopnahié og leggi á ráðin um hvernig framkvæma má áætlun Banda- ríkjastjórnar og Breta um valda- afsal hvítra manna til meirihlut- ans áður en lög og reglur eru fullkomlega fyrir borð borin. Þrátt fyrir það má víst telja að fyrstu viðbrögð forystumanna Verkamannaflokks og Ihalds- flokks, ásamt þorra brezkra kjósenda, yrðu að baða út hönd- um flemtri slegnir við uppástungu um að þjóðin axlaði ábyrgð af því, sem ranglega og í áróðursskyni yrði kallað „annað Norður-írland". Hvíti minnihlutinn hefur nú misst úr höndum sér stjórntaum- ana í Rhódesíu. Enn verður ekki komið auga á nokkra þá miðstöð valds meðal blökkumanna, sem séð gæti friði borgið eða myndað nýja ríkisstjórn. En þetta er einmitt sígild kennslubókarupp- skrift upplausnar. Þótt stjórn Smiths hafi um- talsverðan herafla að bakhjarli og vissulega nógu sterkan til að heyja blóðuga lokaorrustu, getur hún engu ráðið um úrslit átak- anna. Smith áttaði sig á þessu þegar hann ákvað fyrr á þessu ári að deila völdum með nokkrum fulltrúum blökkumanna í því skyni að treysta stjórnina í sessi. Hvítum mönnum er nú tekinn að þverra móður eins og ljóslega má ráða af fjöldabrottflutningi þeirra frá Rhódesíu og aukinni gagnrýni fyrrverandi áhangenda Smiths á forystu hans. í röðum blökkumanna ágerist innbyrðis valdabarátta helztu fjögurra leiðtoganna, Nkomos, Mugabes, Muzorewas og Sitholes. Líkur á borgarastyrjöld hafa aldrei verið sterkari. Þegar er svo komið, að enginn einn foringi úr hópi hvítra eða blökkumanna, eða tveir eða fteiri í samráði, getur haft rás atburða á valdi sínu. Eina leiðin til að afstýra því að allt fari í bál og brand er að hlutaðeigandi skjóti allir á fundi með sér. Flest bendir þó til að hinn örlagaríki fundur Smiths og Nkomos ásamt tilfinn- ingalegum eftirköstum flug- vélarharmleiksins í Norð- ur-Rhódesíu hafi gert þennan möguleika að engu. Smith lýsir nú Nkomo, mann- inum, sem hann áður reyndi að laða til bandalags við sig, sem „skrímsli“ sem hann muni engin viðskipti eiga við framar. Þessir viðsjárverðu flokka- drættir eiga sér stað í sama mund og hergagnaframlag Sovét- manna byrjar að hafa áhrif á hernaðarleg valdahlutföll í land- inu (Flugvél Air Rhódesía-flug- félagsins var skotin niður með sovésku flugskeyti). Segja má fyrir um að skæruliðar munirnú taka hernaðarlegt frumkvæði í sínar hendur og sýna sífellt minni vilja til að fallast á einhvers. konar málamiðlun til lausnar deilunni. Ef bregða skyldi upp hliðstæðu má e.t.v. segja að ástandið komist næst því, sem átti sér stað í Angóla eftir að Portúgölum var útskúfað. Hvítir menn flúðu land og borgarastyrjöld braust út með þeim afleiðingum að utanaðkom- andi skárust í leikinn. Var valdabaráttan að miklu leyti til lykta leidd í krafti gífurlegs herstuðnings Kúbana og Sovét- manna við MPLA. Sams konar örlög virðast bíða Rhódesíu. Þar sem hvítir Rhódesíumenn eru á hinn bóginn mun óháðari vestrænum ríkjum og hafa komið ár sinni mun betur fyrir borð en Portúgalar höfðu gert í Angóla, eru líkur á að ofbeldið keyri Iangt fram úr því er þaðan spurðist. Ekki er nóg með að hvítir munu flykkjast brott í stórum stíl. E.t.v. munu þúsundir þeirra stinga fótum við af alefli og neita að fara. Þeir munu standa milli steins og sleggju í harðvítugu borgarastríði svartra keppinauta. Öruggt má telja að undir slíkum kringumstæðum heyrðust háværar raddir —einkum í Bret- landi og Bandaríkjunum — um að hvítum yrði komið til bjargar. En slík björgunaratlaga yrði síður en svo nokkurt áhlaupaverk og yrði hér ólíku saman að jafna eða leiðöngrum Frakka til Shaba-héraðs í Zaire. Hvítir íbúar Rhódesíu eru dreifðir um landið og hinir traustlega vopn- uðu skæruliðar yrðu snöggir til að túlka erlenda íhlutun sem afskipti af valdabaráttu svartra. Björgunaraðgerð af þessu tagi myndi óefað mælast illa fyrir meðal blökkumannaríkja í kring. Eina landið, sem í rauninni kæmi til greina sem aðalstöð í þessum tilgangi, er Suður-Afríka, jafnvel þótt hersveitir þarlendra ættu engan hlut að máli. Eini kosturinn til að forðast hörmungar er að Smith sjái sig nú seint um síðir um hönd og failist á að byggja land með lögum. Þetta þýðir að hann sætti sig við brezka yfirumsjón til bráðabirgða, sem fæli í sér að Bretar önnuðust öryggi og fram- kvæmd áætlunar Breta og Bandaríkjamanna. Gengi Smith að þessari tillögu er engum vafa undirorpið að Afríkuleiðtogar myndu sam- þykkja brezka bráðabirgðastjórn í Salisbury. Brezka stjórnin hefur þegar skuldbundið sig til að setja Carver marskálk og lávarð yfir í Rhódesíu. Slakaði Smith til svo þessi ráðagerð mætti ná fram að ganga yrði engin þörf fyrir fjölmennt herlið til stuðnings bráðabirgðastjórninni, þar sem foringjar Föðurlandsfylkingar- innar hafa lýst hug á að semja um vopnahlé jafnskjótt og „Smith er fjarlægður." Neiti Smith að sjá að sér ættu Bretar að tilkynna að þeir hyggist senda Carver lávarð á vettvang í fylkingarbrjósti fámennrar brezkrar hersveitar. Með slíkri yfirlýsingu ætti að setja Smith úrslitakosti. Ekki er fráleitt að ætla, að Smith léti í minni pokann léti brezka stjórnin hart mæta hörðu. I ræðu, sem hann hélt ekki alls fyrir löngu, svaraði Smith þeirri spurningu hvort hugsanlegt væri að horfið yrði aftur til brezkrar löggæzlu og sagði: „Ef fólk hugsar í alvöru um þennan kost sem fyrsta skref verð ég að hugleiða hann. Hafi ég ástæðu til að vona að það muni verða landi mínu til góðs mun ég leggja því lið.“ Hér má loks eygja von og tími til kominn að Bretar hafist eitthvað að. Helztu leiðtogar blökkumanna hafa þegar lýst sig samþykka brezkri íhlutun helg- aðist tilgangur hennar af því einu að framfylgja áætlun Breta og Bandaríkj amanna. En hvers vegna að senda aðeins brezka hermenn með Carver lávarði? Því ekki að gera út af örkinni friðargæzlusveitir Sam- einuðu þjóðanna? Leiðtogar Föðurlandsfylkingarinnar og fulltrúar blökkumanna í bráða- birgðastjórn Smiths hafa kveðið skýrt að orði um að þeir muni fallast á brezkar hersveitir ein- vörðungu þar sem hér væri ekki, í þeirra augum, um óviðkomandi afskipti að ræða. Önnur ástæða, sem tína má til, er sú að tíminn er allt of naumur til að byrja að safna liði á meðal Sameinuðu þjóðanna. Engu að síður væri eðlilegt að alþjóðlegt friðargæzlulið yrði kvatt til í Rhódesíu eftir að vopnahlé hefur verið samþykkt. Starfsemi Breta myndi ein- skorðast við eftirlit með þróun til sjálfstæðis. Með hliðsjón af því hve forysturíkjum svörtu Afríku er umhugað um að hefta út- breiðslu borgarastríðs í Rhódesíu, virðast litlar líkur á að af því yrði. Auðvitað veltur allt á að Smith gangi að úrslitakostum Breta. Fari svo að hann geri það ekki horfa málin öðru vísi við og ekki útilokað að í odda skærist með brezkum hermönnum og sveitum Rhódesíustjórnar. Áhættu af þessu tagi þyrftu Bretar að vega og meta á móti vandamálum þeim, er þeir yrðu fram úr að ráða létu þeir reka á reiðanum í Rhódesíu vegna uppburðarleysis til að segja veikburða stjórn Smiths að dagar hennar væru taldir. Sannarlega er tími til kominn að brezka stjórnin og almenn- ingur fari að opna augun fyrir herfilegum afleiðingum þeirrar breytni sinnar að hafa ávallt tekið auðveldasta kostinn í mál- efnum Rhódesíu í nærfellt þrett- án ár. Nú er ekki lcngur léttum kostum til að dreifa og reynir á hvort mannstaug er að finna í foringjum Breta. Útför Bjargar Jónsdóttur gerð frá Skútu- staðakirkju Björk. Mývatnssveit. 2. október. Síðastliðinn laugardag var gerð frá Skútustaðakirkju út- för Bjargar Jónsdóttur. að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað jarðsöng. Björg fæddist á Geirastöðum hér í sveit 3. september 1899. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Björnsdóttir og Jón Marteins- son. Björg ólst upp á ýmsum stöðum hér í sveitinni. Hún fluttist austur á Hólma í Reyðarfirði og var þar í nokkur ár ásamt eiginmanni sínum Stefáni Sigfússyni. Síðan fluttust þau að Skútustöðum og bjuggu í gamla bænum þar um skeið. Um 1940 var bærinn á Skútustöðum rifinn og byggði Stefán úr efniviði hans annan bæ, við svokallaðan Dagmálahól austanvert við túnið á Skútu- stöðum. Árið 1958 byggja þau svo nýbýlið Heiði úr landi Bjarnarstaða ásamt tengdasyni sínum, en árið 1975 fluttust þau í Reykjahlíðarhverfi og átti Björg þar heima til dauðadags. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík 22. september. Björg og Stefán eignuðust þrjár dætur, og eru tvær á lífi. Einnig ólu þau upp fósturson, systurson Stefáns. Björg var ákaflega vel látin kona, og vildi hvers manns vanda leysa. Hún eignaðist fjölmarga vini, sem vel kunnu að meta góðvild hennar og greiða- semi. Stefán stundaði húsasmíði í mörg ár og var mjög eftirsóttur til þeirra starfa. Hann þurfti þá að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu. Kom þá oft í hlut Bjargar að annast heimilið. Sambúð þeirra hjóna var ætíð til fyrirmyndar og bar þar aldrei neinn skugga á. Eg færi Stefáni svo og öllum vandamönnum samúðarkveðjur. Kristján. Garðbæingur en ekki Hafnfirðingur Karl Asgrímsson, bifreiðaeftir- litsmaður kom í gær að máli við Morgunblaðið og vildi leiðrétta misskilning, sem kom fram í máli Guðmundar G. Péturssonar, ritara Ökukennarafélagsins í sunnudags- blaðinu, að hann hafi átt þátt í að upplýsa mál próflausa ökukennar- ans, sem skýrt var frá í laugar- dagsblaði Mbl. Kvaðst Karl hvergi hafa komið þar nærri. Þá kom að máli við Morgunblaðið ökukennari í Hafnarfirði, sem vildi láta þess getið að próflausi ökukennarinn hafi ekki verið Hafnfirðingur heldur Garðbæingur. Hins vegar hafi hann komið með nemendur til prófs í Hafnarfirði, sem er próf- staður lögsagnarumdæmisins. Þetta leiðréttist hér með. AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 1S0 QUEEN VtCTORIA STREET, LONOON EC4. FLEET STREET 0202. SUNOAY 0CT0BER 10, 1965 RHODESIAN REALITIES BRrTAIN may yet come to regret the fact that her Jeaders were yesterday too timid to order the • detention of Rhodesia’s Prime Minister and his senior Ministerial colleagues. and to send .troops into Rhodesia to support the Governor in resisting' the proclaimcd intention of Mr lan Smith’s Colonial Govern- ment to commit a plain act of treason. Read on a peaceful Sunday morning. this statement must appear melodramatic. But it may look different in six months’ time. if a Rhodesian rebellion brings about the terrible disorders and deaths througbout Central Africa of which it is capable. • Events havo slowly reached the pojj fcan begin an avalanj puld not ^^^££umej kll out to Mr Wilson’s skill in conducting ncgotiations with Mr Smithl with thc Conser^úve leaderf lamentable. ment whichj Iain Maclai Moregi longeo of thi —Sir 1 than oll alJ Pítl^^^VTheía _ lt is tragicallv ironic thaí in^ for security. white Rhodesians shóu| ^entrusted their future to the kind o ^ho. because he shares their fears. ^ i liable to lead them into the very disasu ^fear. Rhodesias whites are today i need than the Africans of saving fröín^ konsequences of Mr Smith’s leada Their future now depends on their rescued. as swiftly and as harmlc kom Mr ^Smii ÞRETTÁN ÁRUM SÍÐAR — Ian Smith 1965 og eins og hann kemur fyrir nú. „The Observer“ segist einnig hafa spáð rétt til um atburði árið 1965 áður en Rhódesíufylkingin greip til vopna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.