Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 Þannig kom stríðið til sjö ára gamals drengs og breskra sjóliða á gamla vellin- um á Melunum. Þeir voru búnir að súpa á í tilefni dagsins og voru hálffullir, þegar leikurinn hófst. Það var hálfgert uppreisnarástand í bænum. Hvorki íslenzka lögregl- an né herlögreglan réði við fólkið og rúður voru brotnar. Við fórum strax að hugsa til heimferðar, en ekki var af því fyrr en um mánaðamótin júlí og ágúst að við sigldum af stað. Viðtal við Asbjörn Hyldremyre „Eina nóttina komu mamma og pabbi og vöktu okkur og sögðu að við ættum að leggja af stað til Ameríku. Við yrðum að klæða okkur og ferðbúast samstundis ... Þetta var um miðja nótt, en samt var bjart sem um dag, og það var fjöldi fólks á leið niörá bryggju. Þar lágu „Disko“ og „Koralen" og það var verið að setja olíu um borð. Eg hafði aldrei áður komið um borð í þessa báta, aðeins séö þá halda til hafs, með langdregnu skerandi gauli frá skipslúðrinum, þegar þeir ætluðu á Grænlands- mið, eins og þegar þeir komu þunghlaðnir til baka af fiski- slóðum. Nú áttum við að fara til Ameríku með „Disko". Þeir hefðu alveg eins getað sagt mér að við ætluðum til tungslins. I minni vitund var heimurinn það sem ég gat séð frá þorpinu heima, og svo var hann skipaleiðin til Alasunds og Hareid og þjóðvegurinn yfir eiðið frá Hareid til Ulsteinsvíkur. Allt sem lá utan þessara endi- marka var önnur veröld, sem mér kom ekkert við. Það voru merkingarlaus staðarnöfn og fólk, sem ég þekkti ekki. En ég vissi að það var ómælislangt til Ameríku, og að þeir sem þangað fóru komu aidrei til baka.“ Þannig kom heimsstyrjöldin til 7 ára gamals norsks drengs, Asbjörns Hildremyre, og breytti lífi hans og lífsviðhorfum. Hann og fjölskylda hans héldu ásamt nokkrum öðrum fjölskyldum út í óvissuna á tveimur vélbátum — til Ameríku. Þau komust að vísu aldrei svo langt, höfnuðu fyrst aðframkomin af sjóreki í Færeyj- um, þar sem fólkið settist að í 5 mánuði í Klakksvík, og síðan á íslandi, þar sem það átti sín heimkynni í 5 ár, áður en stríðinu var lokið og hægt að snúa aftur heim til Noregs. Nú er Asbjörn Hyldremyr kominn til íslands í tilefni þess að Almenna bókafélagið er að gefa út bók hans í íslenzkri þýðingu Guðmundar Daníelssonar um lífs- reynslu norska drengsins í síðari heimsstyrjöldinni. Bók sú, sem þegar er komin út bæði á norsku og íslenzku, segir frá ferðinni til Færeyja, dvölinni þar og kynnum drengs á áttunda ári af nýju landi og fólki, og endar þegar siglt er af stað til Islands. „Hjá okkur stefndi nú allt að nýjum flutningum. Orðrómurinn um að við ættum að halda til Islands varð meira en orðrómur því lengra sem leið. Loksins fengum við að vita, að okkur væri ætlað að hefja ferðina snemma í október. Þetta var ekki spurning um hvort okkur langaði eða ekki. Bátarnir áttu að fara til íslands og áhöfnin varð að fylgja með. Þó ekki öll ... Ég hafði fengið að vita að ferðin til Islands tæki tvo eða hálfan þriðja dag eftir veðri. Það var eins og að halda inn í einskis manns land, þar sem sambandið við fortíðina var fyrir bí og framtíðin var kannski ekki til. Eyjarnar, sem við snerum nú baki við, voru á leið inn í þokumistrið, sem sveipaði heimalandið og landið handan við hafið var bara nafn — og nafn sem ekki hljómaði beinlínis lokkandi. Öðru máli gegndi um Ameríku, sem hafði verið takmark ferðar okkar, þegar við héldum að heiman. Það var þaðan, sem fólk ferðaðist til að leita ævintýra og auðæfa. Skyldi ísland vera svo kalt Og snautt sem nafnið benti til.“ Bókina um íslandsdvölina er Asbjörn Hyldremyr byrjaður að skrifa á norsku, og ætlunin að Guðmundur Daníelsson þýði hana jafnóðum, svo hún komi út á báðum málunum um líkt leyti. Þýöir íslenzkar bækur Samvinna Guðmundar og Asbjörns stendur á gömlum merg. Asbjörn hefur þýtt margar af bókum Guðmundar á nýnorsku og kvaðst staðráðinn í að þýða fleiri, t.d. Bröður minn Húna en sumar af smásögunum, sem koma fyrir í bókinni hefur hann þegar þýtt og þær verið birtar í norskum blöð- um. Nú er til dæmis að koma út í bókaflokki um sögur frá ýmsum löndum bindið Island fortæller, og hefur hann þýtt þar 7 smásögur eftir íslenzka höfunda, þar á meðal Pyttinn botnlausi úr Húna. Einnig er þar t.d. Drottningin af Englandi eftir Jónas Hallgrímsson og sagan um strokuhestinn, Heimþrá, sem hann segir erfiðustu þýðingu, sem hann hafi komist í. Það eru raunar 20 ár síðan Asbjörn Hyldremyr þýddi sína fyrstu íslenzku bók yfir á norsku, Frækilegt sjúkraflug eftir Ár- mann Kr. Einarsson, og kvaðst hann hafa byrjað á unglingabók- um. En fyrsta bókin fyrir fullorðna var Sonur minn Sinfjötli eftir Guðmund Daníelsson. Síðan hefur hann þýtt á nýnorsku fleiri bækur eftir Guðmund og Ármann og einnig aðra höfunda, svo sem Stefán Jónsson, Ingimar Erlend Sigurðsson, Árna Ola, Jennu og Hreiðar, Ragnheiði Jónsdóttur, Njörð P. Njarðvík og smásögur eftir Friðjón Stefánsson, Svövu Jakobsdóttur og fleiri. Ástæðan til þess að hann fór að skrifa bækurnar um reynslu sína á stríðsárunum, kom i beinu fram- haldi af því og var raunar tilviljun. — Ég hafði fengið styrk frá sambandi norskra þýðenda á árinu 1976 til þess að fara til Færeyja, útskýrði hann. Mér fannst ég ekki kunna nóg í færeyskunni, þó ég talaði og væri farinn að þýða af því máli. Færeyingar hafa svo mörg orð með svipaðri merkingu um það sama, en samt er þar blæbrigðamunur á, sem gefur merkingunni ákveðinn andblæ. Mér fannst ég þurfa að komast þangað til að átta mig á staðhátt- um. Sama gildir sjálfsagt um íslenzkuna, en íslenzka blæbrigða- muninn þekki ég. Ég var í fimm ár á Islandi en ekki nema 5 mánuði í Færeyjum. — Þegar ég kom til Færeyja hafði ég gert samning við blað í Noregi um að skrifa frá ferðalag- inu. Ég byrjaði á nokkurs konar ferðasögu. Fyrr en varði var efnið orðið svo mikið, að kona mín spurði hvort ég væri að skrifa greinar eða bók. Og úr því varð bók, sem kom út undir nafninu „Landet mellom hav og himmel." Ferðasögunni frá Færeyjum er sleppt í íslenzku þýðingunni, eiv framhaldinu, sem fjallar um ferð okkar flóttafólksins frá Noregi og Asbjörn Hyldremyr dvöl í Færeyjum, er nú komin hér út undir nafninu Afdrep í ofviðri. Eilífir flutningar — Þessi ferð er mér mjög lifandi í minni, segir Asbjörn Hyldremyr og talar hreina íslenzku. Ég var ekki nema 7 ára gamall, þegar við lögðum upp og lentum í Færeyj- um, og nýlega orðinn 8 ára gamall, þegar ég kom til Islands. — Það hefur verið erfitt fyrir lítinn dreng að vera rifinn svona tvisvar sinnum með stuttu milli- bili upp úr umhverfi sínu og settur niður á framandi stað? — Því var ekki lokið, þegar til Islands kom. Alltaf var verið að rífa okkur upp, svaraði Asbjörn. Við komum fyrst til Akureyrar. Þar var ekkert húsnæði að fá, svo við bjuggum á Svalbarðseyri í nokkra mánuði, en fluttum inn á Akureyri um jólin og vorum þar fram eftir sumri. Þá fór skipið okkar „Disko, með áhöfn til Reykjavíkur, og enginn vissi hve lengi það yrði þar. Við áttum að fara suður á eftir því. Mig hefur víst ekkert langað til að fara enn einu sinni á nýjan stað. Norskt varðskip lá við bryggju, og ég var þar staddur þegar annað norskt skip sigldi út fjörðinn. Einhver lét þau orð falla að vel gæti verið að það væri á leið til Reykjavíkur til að leysa Disko af hólmi. Þegar ég kom heim, fullyrti ég að svo væri. Úr þessu varð mikið fjaðrafok. Konurnar, því þetta voru sex fjölskyldur, fóru til ræðis- mannsins og leituðu frétta, en hann vissi ekkert. Og heldur ekki neinn annar. Ég hafði gert margar hænur úr einni fjöður, af því ég óskaði þess að þetta væri satt, og þorði aldrei að játa neitt annað. — Þegar við komum til Reykja- víkur, útvegaði Gunnar Norland okkur húsnæði í Miðtúni, sem þá var verið að byggja upp. Höfða- borgin, sem svo var kölluð, var að rísa í nánd við okkur og ég kynntist mörgum börnum þar, enda var ekki mikið um börn í einbýlishúsunum við Miðtún. Þarna vorum við í tvö ár, en fluttgm þá út á Seltjarnarnes. Þá voru þessar sex fjölskyldur, sem farið höfðu saman með Disko frá þorpinu okkar í Noregi, aftur sameinaðar í einu húsinu. En Koralen, hitt skipið, sem var í samfylgd með okkur , varð kyrrt á Akureyri. Maður var eins og sígauni, alltaf að flytja. Disko fór til Englands haustið 1943 og tók þátt í innrásinni í Normandy. Þá höfðu norskir sjóliðar tekið við skipinu, en áhöfnin komið til baka til Islands eftir hálft ár. Karlarnir fóru yfir á Eldey, sem var í flutningum fyrir herinn, og með því skipi sigldum við heim í stríðslok. — Nei, það voru engin vandræði fyrir okkur að falla hér inn í, svarar Asbjörn spurningu um þetta. En það var kannski ekki alltaf jafn einfalt sem í Klakksvík í Færeyjum. Það var svo lítið þorp, ámóta bænum okkar heima. En hér lentum við á Akureyri, sem var þó nokkur bær, og svo í Reykjavík, sem í mínum augum var stórborg. — Þú lýsir því mjög vel í bókinni hvernig stríðið kom til þín þegar Noregur var að falla og hrakti ykkur af stað. En manstu þegar stríðið var búið? — Já, hvort ég man. Þá var ég 13 ára gamall. Daginn þann var knattspyrnuleikur milli norskra Viss um að komast ekki heim — Eitt er mér mjög minnis- stætt. Á þessum tíma var mikið af tundurduflum á sveimi og ég hafði fengið þá flugu í höfuðið að við mundum aldrei komast heim. Um þetta var ég alveg sannfærður. En samt fannst mér alveg sjálfsagt að leggja í hann — ekki um annað að ræða en halda heim. Nú fór miklu betur um okkur en á flóttanum fimm árum áður. Eldey var betra skip og ekki nema ein fjölskylda í lúkar. Þá hafði ég verið svo óskaplega sjóveikur. Nú hafði ég fengið stóran marsipangrís að gjöf áður en farið var frá Reykjavík og tókst að borða helminginn af honum áður en sjóveikin gerði vart við sig aftur. Við fórum fyrst til Fáskrúðsfjarðar, en úr því leið mér sæmilega. Það voru sömu sex fjölskyldurnar, sem héldu aftur heim með bátnum. Sumir strák- anna höfðu farið í siglingar á íslandsárunum, þegar þeir voru komnir um fermingu. A.m.k. 3 úr okkar hópi, og einn kom ekki aftur heim. Við ræðum stuttlega um viðhorf drengsins til Þjóðverjanna, sem höfðu tekið landið hans, en í bókinni kemur það mjög vel fram hvernig hann smám saman fer að skynja óvininn og stríðið gegnum fréttir. — Á tímabili hataði ég þá óskaplega, segir Asbjörn, og ekkert annað komst að. En þegar maður fór svo að sjá myndir af þýskum unglingum sem föngum og í vetrarstríðinu í Rússlandi fann maður að þetta voru álíka manneskjur og fór að fá samúð með þeim. Og hvað hefur svo drifið á daga Asbjörns Hyldremyre síðan hann 13 ára drengur sneri heim til Noregs eftir íslandsdvölina? Nú þurfti að taka upp þráðinn aftur og ljúka skólagöngu heima í Brattvogi. Þá hafði hann verið einn vetur í færeyskum skóla, um sinn í íslenzkum skólum, m.a. Austurbæjarskólanum, og loks í norska skólanum, sem komið var upp í Reykjavík fyrir börn flótta- fólksins, en frá því segir í næetu bók. Heima vissi drengurinn ekki hvar hann stæði i námi og byrjaði í 5. bekk barnaskóla, en var um veturinn fluttur upp í 6. bekk og svo 7. bekk, til að ljúka fullnaðar- prófi um vorið og komast í gagnfræðaskóla. Þá fór hann að stunda garð- yrkju, einkum eplarækt, fyrst í Nordfjörd og svo í Hardanger. — Þaðan eru bestu eplin í Noregi, segir hann. Hann fór í garðyrkju- skóla og var við garðyrkju í fimm ár, en venti svo sínu kvæði í kross og gerðist lögreglumaður í 7 ár, eða þar til hann byrjaði störf hjá tryggingafélaginu Storebrand í Ósló, þar sem hann hefur nú starfað í 17 ár. Þýðingar hefur Asbjörn Hyldre- m.vr unnið í hjáverkum með öðrum störfum, svo og skrif eigin bóka. — Þetta verður árátta, sagði hann og hló. Maður losnar ekki frá því. Asbjörn segir að venjulegt fyrsta upplag af bókum í Noregi sé 2000 eintök, alveg eins og á íslandi. Síðan seljist einstaka bækur mjög vel, þannig að meðalupplag bóka fari upp í um 3000 eintök. Það segi þó ekki alla söguna um bókalestur, því fólk noti mjög mikið bókasöfn í Noregi. En bækur séu keyptar þar fyrir jólin á sama hátt og hér. Bók hans kom út í 2000 eintökum í Noregi, eins og hún gerir hér hjá Almenna bókafélaginu. 90 km skíöaganga En ekki liggur Asbjörn Hyldre- myr alltaf yfir skriftum að vinnu- Á þcssu skipi. Diskó, lögðu sex fjölskyldur vornótt eina upp frá Noregi til að flýja strfðið. Ætluðu til Ameríku — en lentu í Færeyjum og síðan á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.