Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 40
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÖBER 1978 Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Hóf afplánun daginn DÓMUR var í gær kvcðinn upp í sakadómi Ilafnarf jarðar yfir Stcingrími Njálssyni, scm gcrst hafði sckur um kynferðisafbrot gannvart unKum drengjum. Viir StcinKrímur dæmdur í tvcKgja ára fangelsi. Afbrotin framdi Steingrímur í Hafnarfirði og Hveragerði. Tældi hann drengina, 9 og 12 ára, til sín og neyddi þá til þess að hafa við sig kynferðisleg mök. Þegar hann framdi seinna afbrotið hafði hann sem dómurinn féll þegar verið ákærður fyrir fyrra( afbrotið. Steingrímur hefur áður hlotið dóma fyrir brot sama eðlis. Finnbogi Alexandersson fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði kvað upp dóminn. Honum var ekki áfrýjað, hvorki af Steingrími né ákæruvaldinu. Var Steingrímur fluttur að Litla-Hrauni strax í gær og er hann byrjaður að afplána dóminn. Þótti rétt með tilliti til aðstæðna að láta hinn dæmda hefja afplánun dómsins strax. Höfuðborgarumferðin í gær: 26 árekstrar og t jónið nam fjór- um milljónum Sumár- og haustloðna: GEYSIMIKIL umferð var á höfuðborgarsvæðinu í gær cins og jafnan er íyrsta dag hvers mánað- ar. Og árekstrarnir létu ekki á sér standa. þeir urðu alls 26 í gær í Reykjavík. Kópavogi og Hafnar- firði. en sem betur fer urðu engin slys á fólki. Féll út- 1 ar • Árekstrarnir urðu langflestir í Reykjavík eða 21 að tölu frá miðnætti til klukkan 22 í gær- kvöldi, einn árekstur varð í Kópavogi og 4 árekstrar í Hafnar- firði. Sama dag í fyrra, þ.e. mánudaginn 3. október 1977, urðu 15 árekstrar í Reykjavík og eitt slys, ekið var á barn á Háaleitis- braut. Nú er ekkert slys en árekstrum hefur fjölgað ískyggi- lega. Aflinn nú 100 þús. lest- um meiri en í fyrra Er nú 240 þús. lestir Féll út- byrðis og drukknaði ÞEGAR skuttogarinn Klakkur var að veiðum um kl. 19 í fyrrakvöld á Surtseyjarsvæðinu, vildi það óhapp til að ungur skipverji féll útbyrðis og náðist ekki inn aftur. Vonzkuveður var, þegar slysið átti sér stað, og þrátt fyrir mikla leit fundu skipverjar á Klakki skipverjann ekki aftur. Maðurinn hét Steindór Geirs- son til heimilis að Faxastíg 4 í Vestmannaeyjum. Hann var fæddur 27. desember 1961 og var því tæpra 17 ára. Sjópróf vegna málsins fóru fram hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélaginu Ábyrgð eru meðaltjónagreiðslur fyrir hvern árekstur áætlaðar um 150 þúsund krónur. Samkvæmt þessu má ætla að tjón í árekstrum í gær hafi numið tæpum fjórum milljónum króna. I síðustu viku urðu sem kunnugt er 122 árekstrar á höfuð- borgarsvæðinu og tjónið þá vikuna hefur því numið 18,3 milljónum króna. Tölur, sem ökumenn ættu að ihuga áður en þeir setjast næst upp í bílinn sinn. . Vegfarendum hefur tekizt vel að halda slysum í skefjum en öllu verr hefur gengið að fækka árekstrunum. Það hlýtur að vera takmarkið á næstu vikum að fækka árekstrunum. EFTIR hina miklu loðnuveiði á laugardagsnótt og á laugardag er sumar- og haustloðnuaflinn kominn í 240 þúsund lestir, en á sama tima í fyrra var aflinn 143 þús. lestir, þannig að nú er aflinn um 100 þús. lestum meiri. Þess má og geta hér, að samtals varð loðnuaflinn á sumar- og haustver tíðinni 1977 rösklega 260 þús. lestir. þannig að aðeins vantar 20 þús. lestir á. að það mark náist nú en sumar- og haustloðnuvertíð stóð til áramóta í fyrra. Um 50 skip hafa stundað loðnu- veiðar að jafnaði í sumar, eða um 20 fleiri en í fyrra. Vitað er um eitt skip, sem fengið hefur 10 þúsund lestir eða meira. Er það aflaskipið þekkta Sigurður RE 4, sem nú er kominn með 10.050 lestir. Einhver önnur skip munu vera komin með um 9000 lesta afla. Frá því um hádegi á laugardaf og þar til síðdegis i gær tilkynntu 25 skip um afla, samtals 14.020 lestir. Flest skipanna fóru með aflann til Austfjarða, nokkur fóru í Faxaflóa og einhver lönduðu á Norðurlandshöfnum, þar sem rými var fyrir loðnu. Skipin, sem tilkynntu um afla eru þessi: Gullberg VE 590 lestir, Jón Kjartansson SU 1150, Jón Finns- son GK 560, Helga RE 270, Guðmundur RE 820, Huginn VE 600, Gunnar Jónsson VE 320, Sigurður RE 1400, Helga Guðmundsdóttir BA 750, ísleifur VE 450, Freyja RE 390, Loftur Baldvinsson EA 800, Bjarni Ólafs- son AK 1020, Dagfari ÞH 500, Sæbjörg VE 470, Faxi GK 250, Albert GK 580, Seley SU 370, Súlan EA 600, Stapavík SI 500, Arnarnes GK 550, Húnaröst ÁR 580, Harpa RE 200 og Sæberg SU 300 lestir. Járnblendiverksmiðjan: 10-12 skipa- félög vilja flutningana SENN líður að því að tilboð í flutninga fyrir Járnblendifélagið verði opnuð og samkvæmt því sem Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendifélagsins tjáði Morgunblað- inu í gær, eru það 10—12 skipafé- lög, bæði innlend og erlend, sem hafa sent inn tilboð í þessa flutninga. Sagði Jón, að það yrði ekki fyrr en í næstu viku, sem í ljós kæmi hvaða félög væru með lægstu tilboðin og fyrr væri ekkert hægt að segja um þetta mál. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Opinn fyrir hugmyndum um breytt fyrirkomulag forystu flokksins ÞAÐ kom fram í ræðu, sem Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins. flutti á aukaþingi Samhands ungra sjálfstæðismanna í fyrradag. að hann er opinn fyrii ýmsum hugmyndum, sem fcla í sér breytingar á núverandi uppbygg- ingu forystu Sjálfstæðisflokksins. Þær hugmyndir. sem fram hafa komið um þetta efni eru helstari • Auk formanns og varaformanns flokksins veröi sérstakur ritari kjörinn á landsfundi. sem jafn- framt verði formaður fram- kvæmdaráðs fiokksins. • Auk formanns flokksins og formanns þingflokksins verði kjörinn á landsfundi formaður miðstjórnar og varaformaður með sama hætti og í tveimur fyrri tilvikunum. • Formaður og varaformaður fiokksins verði kjörnir sameigin- lega á Iandsfundi flokksins en ekki hvor í sínu lagi eins og nú. Geir Hallgrímsson sagði að hann teldi þá tiilögu aukaþings SUS um að taka upp svokallaða þrígrein- ingu koma tii athugunar. Þá hefði einnig mjög borið á góma að kjósa sérstaklega ritara flokksins á landsfundi og hann væri þá einnig formaður framkvæmdaráðs flokks- ins en það væri hlutverk ritarans og framkvæmdaráðsins að hafa með höndum yfirumsjón flokksstarfs- ins. Þetta framkvæmdaráð væri fámennara en miðstjórn og kæmi oftar saman en hún. Geir vék einnig í ræðu sinni að þeirri tillögu að kjósa formann og varaformann SUS sameiginlega á þingi þess og sagði að sér þætti þeíta form vel geta komið til greina varðandi kosningu formanns og varafor manns flokksins á landsfundi. „Það má vera alveg ljóst,“ sagði Geir. „að formaður og varaformað- ur flokksins geta ekki gegnt skyldum sfnum gagnvart flokknum og flokksstarfinu. þegar þeir eru báðir ráðherrar í ríkisstjórn. Það cr hins vegar mikilvægt að flokks- staríinu sé sinnt eins vel og frekast er kostur en það verður því að finna þarna einhverja lausn. þannig að forystumenn flokksins geti einnig óskiptir helgað sig sérstaklega stefnumörkun f stjórnmálunum. Hvaða leið, sem við veljum í skipulagsmálunum. verður að vera skýrt hver bcr ábyrgðina í hverju tilviki.“ í þcirri samþykkt aukaþings SUS, sem Gcir vitnaði til í ræðu sinni segir að við rfkjandi aðstæður sé fámennisstjórn í flokknum og til þess að þar geti orðið á breyting þyrfti að konia til algjör uppstokk- un á forystumynstrinu. Taldi þing- ið hið æskilcga mvnstur vera svokallaða þrískiptingu forystunn- ar þannig að auk formanna og varaformanna flokksins og þing- flokks yrði formaður og varafor- maður miðstjórnar kjörnir sérstak- lega á landsfundi og þarna yrði þá um að ræða sex persónur f jafn mörgum trúnaðarstöðum. Kunnugt er að nefnd sú er Birgir ísleifur Gunnarsson veitir forstöðu og var kjörin að afloknum kosning- um í sumar til að gera tillögur um breytingar á skipulagi Sjálfstæðis- flokksins er í þann veginn að ljúka störfum og verða tillögur hennar lagðar fyrir formanna- og flokks- ráðsfund flokksins um næstu mánaðamót. Mun nefndin gera ráð fyrir f tillögum sfnum að á lands- fundi verði kjörinn ritari flokksins, scm vcrði einnig formaður fram- kvæmdaráðs flokksins. Sjá ræðu Geirs Hallgrímssonar bls. 16 Alvarlegt umferðarslys á Selfossi ALVARLEGT umferðarslys varð á Selfossi um kl. 18 í gær. Bifreið sem var á leið í austurátt eftir Austurvegi lenti á 12 ára gömlum pilti, sem var á reiðhjóli. Við höggið slasaðist pilturinn mikið og var fluttur á slysadeild Borgar- spítalans og síðan á gjörgæzlu- deild, þar sem gerð var á honum mikil aðgerð í gærkvöldi. Var pilturinn talinn illa slasaður á höfði. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað með vissu hvernig slysið bar að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.