Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 15 Umferðarreglur eru lífsreglur nútímafólks degi loknum. Hann er mikill útilífsmaður og stundar skíða- göngur af því tagi, sem á norsku heitir „langrenn". — Það er orðin hlægilega vinsæl íþrótt í Noregi segir hann og útskýrir: — I kappgöngu, svo sem á Holmenkollen, geta mest 150 manns tekið þátt í keppni, en í vinsælustu „tur langrenn“-keppn- unum eru 11 þúsund manns með. Við förum í langar skíðagöngur, frá 30 km upp í 90 km vegalengd. Vasa-gangan er til dæmis 87 km, en það var lengsta göngubraut í heimi. Við Norðmenn kunnum ekki að meta það og stofnuðum því til Grenadærgöngunnar, sem er 90 km löng. — Hvað eru menn lengi að ganga slíkar vegalengdir? — Þeir bestu eru 4'A klst. en meðaltalið er 5'/2 til 6 klst. Þeir síðustu koma að marki eftir 10 klst. Allir geta tekið þátt í þessari göngu og þar er fólk á öllum aldri. Konur voru með í fyrsta skipti í fyrravetur, og þær eru að streyma í þetta. Því var trúað að 90 km ganga væri of erfið fyrir konur. En í fyrravetur gekk ég lengst af samsíða ungri konu í 90 km göngunni, það er að segja allt þar til við vorum komin 50 km leið, en úr því sá ég ekki lengur til hennar. Það berst í tal að Asbjörn er skjólstæðingur blinds manns, sæk- ir hann og gengur með honum á skíðum einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Sá hefur verið blindur frá tveggja ára aldri. Sem strákur hafði hann verið eitthvað smávegis á skíðum, sem þótti mesta vitleysa þá, segir Asbjörn. Svo byrjaði hann aftur um fertugt. Og það er alveg ótrúlegt hve blint fólk getur gengið vel í skíðagöngu, ef það bara þorir. En til þess þarf dálítið harða braut, sem lögð er með troðara og tveimur aðskildum sporum. Asbjörn Hyldremyr segir okkur frá því, er hann fór á sl. vetri með 500 öðrum Norðmönnum til Bandaríkjanna í áróðursskyni. — í Noregi hefur verið komið upp íþróttamiðstöð fyrir fatlaða í Beitu í Valdes sem Lions-klúbbarnir söfnuðu fyrir, útskýrir hann. Þar hefur á hverju vori farið fram skíðagöngukeppni fyrir blinda og ýmsa aðra fatlaða, gengin 30 km végalengd. A 200 ára afmæli Bandaríkjanna gaf norska ríkisstjórnin milljón n.kr. í afmælisgjöf og skyldi nota féð til að koma upp svipaðri íþróttamið- stöð fyrir fatlaða í Minneapolis. Þetta var tilefni þess að við héldum vestur um haf á eigin kostnað 500 Norðmenn til að kynna Bandaríkjamönnum það sem Norðmenn gera í frístundum sínuni. Og við tókurn þátt í skíðagöngukeppnum, þar sem Bandaríkjamönnum var boðin þátttaka, Hver þátttakandi skyldi hafa stuðningsmann, sem greiddi ákveðna upphæð fyrir hvern km sem keppandi hans gekk. Féð, sem þannig safnaðist, lögðum við í sjóð íþróttamiðstöðvarinnar. Er við spurðum Asbjörn Hyldre- myr hvernig hann hefði tíma til að sinna öllum þessum áhugamálum sínum, bæði inni og úti, sagði hann einfaldlega: Innivinnufólk verður að hafa útiveru. Sjálfur hefi ég alltaf haft áhuga á útivist, allt frá því ég var í garðyrkjunni. ’Og það er alltaf nægur tími til að gera það sem maður vill gera. Maður vinnur fimm daga vikunnar frá ki. 8 til kl. 4 síðdegis. Og tveir tímar fara í ferðir. Til að halda mér í formi að sumrinu hjóla ég í vinnuna, sem er 20 km leið, og' fer stundum aukakróka. Vegna umferðarinnar tekur það mig ekki lengri tíma en aka í bíl, því leiðin er greið á hjóli. Einn af samstarfsmönnum mínum hjólar alltaf 47 km leið í vinnuna. Á vetrum eyði ég mestu af mínum tómstundum í skíðaferðir. Eftir vinnu er enn mikill tími eftir af deginum. Og eftir að kyrrð er komin á er oft best að skrifa, bætir hann við. Með þessu hugarfari má sjálf- sagt komast yfir töluvert á hverj- um degi. — E.Pá. A aðalfundi Hagtryggingar h.f. sem haldinn var 27. maí s.l. var vakin athygli á að 10 ár væru liðin síðan hægri umferð var tekin upp hér á landi. Breytingin hefði á sínum tíma haft bætta umferðar- menningu í för með sér. Hin síðari ár hefði þetta þó breytst til hins verra, og slysatíðni aukist m.a. vegna minnkandi tillitssemi öku- manna. Fundurinn var sammála um að þessu yrði að snúa við með breyttu almenningsáliti sem for- dæmdi tillitslausan akstur. Af þessu tilefni var borin upp og samþykkt eftirfarandi tillaga: Aðalfundur Hagtryggingar 1978 felur stjórn félagsins að semja greinargerð um aukið umferðar- öryggi og bætta umferðar- menningu. Greinargerð þessi verði send yfirvöldum umferðarmála og fjölmiðlum. Af framangreindu leyfir stjórn félagsins sér að setja fram nokkur atriði til umhugsunar og um- ræðna, þau atriði sem hér eru sett fram eru ekki nýjar ábendingar, þar sem bæði Félag íslenskra bifreiðaeigenda og ýmsir aðrir hafa bent á flest þessara atriða mörg undanfarin ár, með litlum sjáanlegum árangri. Það er ljóst að sú öfugþróun sem hefur átt sér stað í umferðarmál- um okkar verður að snúast við, og til þess þarf að skapa hugarfars- breytingu með þjóðinni. Sá skattur sem þjóðfélagið geldur í umferðar- slysum er of mikill. Eina varan- lega leiðin til lækkunar vátryggingariðgjalda felst í fækk- un tjóna. Iðgjöld hljóta alla tíð að verða að fylgja verðlagi í verð- bólguþjóðfélagi sem okkar, en með fækkun tjóna gætum við skapað raunhæfa lækkun. Það er þó til lítils að tala um þessa hluti ef ekki fylgir áhugi og vilji til úrbóta af hálfu stjórnvalda og almennings. Róttækra breyt- inga er þörf af hálfu stjórnvalda, sem sýna vilja til að bæta umferðarniál til hagsbóta fyrir meirihluta ökumanna. Til að slíkar aðgerðir beri árangur þarf stuðning almennings. Það þarf að skapa hugarfarsbreytingu sem endurvekur tillitssemi í um- ferðinni og fordæmir umferðar- sóðana sem þjösnast áfram án tillits til aðstæðna. Af framansögðu er ástæða til að fagna því að frjáls félagasamtök eins og Kiwanis, Lions, Junior Chamber og Rotary hafa tekið höndum saman um baráttu gegn óhöppum í umferðinni, og þurfa allir þegnar þjóðfélagsins að leggja þeim lið, svo árangurinn megi verða sem bestur. Fyrírbyggjandi aögeröir (varnir) Umferðarfræðsla í skólum og fjölmiðlum. Umferðarfræðsla í skólum hefur vissulega aukist á síðari árum en nauðsynlegt er að efla hana. Hún er Þýðingarmikið atriði varðandi umferðaröryggi, ekki eingöngu í bifreiðaakstri heldur fyrir fótgangandi fólk og unglinga á reiðhjólum og bifhjól- um. I fjölmiðlum hefur verið nokkur umferðarfræðsla á undan- förnum árum, en þó hefur hún verið með minnsta móti í ár, en hún má aldrei falla niður um lengri tíma. Rætt hefur verið um það að stofnaður verði sérstakur ökuskóli ríkisins sem hafi sérstak- lega með höndum að annast próf, æfingu og þjálfun fyrir ökumenn og tryggja að færni og þekking þeirra sé í góðu lagi. Annað atriði í sambandi við ökukennslu er, að taká vissa þætti ökukennslunnar í hið almenna skólakerfi og virðist sú tilhögun á margan hátt heppi- leg. Má þar nefna hina bóklegu kennslu bifreiðastjóra um ýmsa þætti þessara mála, t.d. viðbragðs- flýti, litsjón, heyrn, áhrif lyfja, alkóhóls, þreytu og fleiri þátta á færni ökumannsins. Þá mætti einnig taka inn í kennslu ýmsa sálfræðilega og félagslega þætti, sem lítil skil eru gerð í þeirri ökukennslu sem nú er veitt. Þessa kennslu ætti að veita á síðasta eða síðustu árum skyldunáms. Það er líka visst aðhald fyrir hina fullorðnu ökumenn að unglingar verði vel að sér í þessum málum. Það er nauðsynlegt að þeir aðilar sem vinna að slysavörnum eigi þess kost að koma frá sér efni, upplýsingum og leiðbeiningum til fjölmiðla, án þess að það hafi mikinn kostnað í för með sér og er hér sérstaklega átt við ríkisrekna fjölmiðla. Upplýsingamiðlun opin- berra aðila til fjölmiðla er oft talsvert ábótavant. Það er því nauðsynlegt að lögreglan hafi á sínum vegum fréttafulltrúa, sem fjölmiðlar geta leitað til, í stað þess að þurfa að leita uppi fréttir hjá einstaklingum innan lög- gæzlunnar. Það er tilgangslaust að bæta við umferðarreglum sem ekki er farið eftir og í raun er slíkt skaðlegt fyrir umferðarmenning- una í landinu. Oryggisbúnaður biíreiða.Hnakkpúðar eru öryggis- Greinargerð frá stjórn Hagtrygg- ingar hf. Fyrri hluti búnaður í bifreiðum sem ekki hefur verið lögð nægileg áherzla á. Hafa þeir einkum þýðingu við akstur í bæjum og þéttbýli, og vantar allmikið á að hnakkapúðar af þægilegum gerðum séu fáanleg- ir í allar gérðir bifreiða. Þá er nauðsynlegt að athugað verði um lögleiðingu útispegla á bifreiðar með tilliti til þeirrar aukningar sem orðinn er á fjölda gatna með fleiri en einni akrein. Utispeglar auka á öryggi við skiptingu milli akreina. Notkun bílbelta hefur þegar verið lögboðin í ýmsum löndum og allmikið um það rætt að lögbjóða þau hér á landi. Bílbelti eru einn veigamesti öryggisbúnaður bifreiðarinnar og er það vel að skylt er að hafa slíkan búnað í bifreiðum hér, enda þótt enn vanti töluvert á að þvf sé almennt framfylgt. Bílbelti eru ekki fáanleg af hentugum gerðum þ.e. rúllubelti í allar tegundir bifreiða hér á landi. Áður en notkun bílbelta yrði lögboðin hér á landi, þyrfti að endurskoða reglur um hámarkshraða, fylgjast betur með því en nú er að þeim reglum sé fylgt. Þá ber að auka eftirlit með öryggisbúnaði bifreiða, og hafa reglurnar þannig að bifreiðir séu í góðu ásigkomulagi allt árið, en ekki bara þann dag sem þær eru færðar til skoðunar. Þessu verður því aðeins viðkom- ið, að hin almennu bifreiðaverk- stæði veröi löggilt til að fram- kvæma bifreiðaskoöun. Með því móti hagnýttum við okkur í ríkara mæli en nú er húsnæði, tækjakost og starfskrafta sem fyrir hendi er, í stað dýrrar uppbyggingar i starfsaðstöðu Bifreiðaeftirlitsins í Reykjavík og út um land. Bætt nýting verkstæða hvetti til aukins tækjakosts og bættrar þjónustu. Bifreiðaeftirlitið ætti að veita hinum löggiltu skoðunarverkstæð- um aðhald sem gert væri með úrtaki, auk þess sem meira yrði lagt upp úr skyndiskoðunum í umferðinni allt árið um kring. Ilættuvarnir í hálku. Ýmislegt hefur verið rætt um hálkuakstur fyrr og síðar. Á s.l. hausti var lögð áherzla á að ökumenn notuðu óneglda snjóhjólbarða. Slíkur búnaður er óhæfur og stórhættu- legur við margar aðstæður hér á landi, sem skapast geta snögglega og raunar er líklegt að benda megi á nokkur stórslys, sem stafað hafa af því að bifreiðar hafi eigi verið nægilega búnar til aksturs við hálkuaðstæður. Vegna Öryggis umferðarinnar verður annað hvort að nota keðjur eða neglda snjó- hjólbarða. Ánnar búnaður er í rauninni óhæfur og stórhættuleg- ur þegar urn er að ræða vetrar- akstur hér á landi. Salt það, sem sett er á götur og vegi hefur aðeins takmarkað gildi, veldur tjóni á ýmsan hátt og getur rýrt öryggi umferðarinnar með nokkrum hætti. Eftir saltið verða hjól- baröarnir hálli en ella þegar þeir koma á götur sem eigi hafa verið saltaðar. Auk þess er rétt að benda á, að salt er ekki hægt að setja á olíumalarvegi, því þá eyðileggst slitlagið fljótlega með öllu. Senni- lega skemmir saltið malbikið meira en nagladekk bifreiðanna, þegar hvorttveggja kemur saman verða skemmdir í hámarki. Viðhald þjóðvega er veigamikið atriði fyrir öryggi umferðar, Benda má A nokkur atriði sem máli skipta: a) að bæta \negamerkingar. b) að skipta vegum á blindhæðum. c) að lausagrjót sé eigi skilið eftir á vegum. d) að hvörf séu lagfærð svo fljótt sem auðið er. e) að frágangur við brýr, ræsi og ristarhlið sé vandaður. f) að heflun sé framkvæmd þannig, að vatn geti runnið af veginum, og lausamöl í könntum verði sem niinnst g) að ofaníburði þjóðvega þ.e. kornastærð verði breytt, til að fvrirbvggja rúðubrot. Til lausnar flestum ofangreindum atriðum þyrfti að nota olíumöl sem slitlag á þjóðvegi, því um leið myndum viö leysa rykvandamál þjóðveg- anna. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði ber að sjálfsögðu að reyna allt sem hægt er til að losa bifreiðaeig- endur við þann skaða sem þeir hafa beint og óbeint af hættuleg- um vegum. Það eykur endingar- gildi bifreiða, fyrirbyggir rúðubrot og aðrar skemmdir á bifreiðum af völdum steinkasts, og eykur útsýni og tryggir öruggari og slysalausari umferð. Efling umferðarlöggæzlu er mikil nauðsyn bæði í þéttbýli og eigi síður í strjálbýli. Allir sem ferðast um vegi landsins sjá vel hversu herfilega umferðarlög eru brotin og afleiðingarnar koma fram í hinum fjölmörgu slysum, smáum og stórum, sem orðið hafa. Það er því ljóst, að mjög skortir á nægjanlega umferðargæslu. Ber að harma að í beinu framhaldi af breytingu í hægriakstur var inníeiddur vinstri akstur í ha>gri umferð einkum á akreinaskiptum götum. Gleggstu dæmi þess er misnotkun vinstri akreinar á þeim götum sem hafa fleiri en eina akrein í hvora átt. Á þessum götum aka ökumenn ýmist á hægri eða vinstri akrein, án þess að um framúrakstur sé að ræða án afskipta lögreglu. Af þessum sökum eru aðrir ökumenn vandir á að brjóta umferðarlögin með því að aka fram úr á öfugum vegar- helmingi, þegar nægjanlegt bil skapast milli ökutækja, sem teppa báðar akreinar. Oft eru það hæggengustu ökutækin, sem skapa þessa umferðarhnúta og búa oft til þau slys, sem verða til í umferð- inni við það að ökumenn taka áhættu, sem ekki væri fyrir hendi, ef ökureglum væri franifvlgt. Hluti þessa vandamáls var búin til við hægriðumferðarbreyting- una, þegar ákveðið var að viðhalda einskonar vinstri umferð sums staðar í Reykjavík sbr. Laugaveg og Hverfisgötu. Megin sökin er þó umferðarlögreglunnar að hald^ ekki fram umferðarlögunum og því hlýtur það að vera kral'a bifreiðaeigenda að hljóta vernd og leiðsögn lögreglti gagnvart hinum hættulegu í umferöinni til hags- bóta fyrir alla. Umferðargæsla á vegum og í þéttbýli er fyrst og fremst fyrirbyggjandi og leiðbein- andi. Ilún er veigamikill þáttur í því að leiðbeina vegfarendum, koma í veg fyrir brot og lækka þannig tíðni umferðarslysa. En þar sem fjöldi ökutækja i umferð- inni hefur aukist stöðugt ár frá ári, án þess að á móti hal'i komið aukning að nokkru marki á mannafla og þeim tækjum sem notuð eru í þessum tilgangi, er nauösyn að hæta úr þessu þegar í stað. Það er þegar ljóst .að tíöni umferðarslysa hefur aukist nuin meir í dreifbýli og er þar þörfin á úrbótum brýnust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.