Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978
17
Akaþing SUS
um helgina:
Tekið verði
upp persónU-
kjör og kosn-
ingaréttur
landsmanna
jafnaður
AUKAÞING Sambands ungra
sjálfstæðismanna var haldið á
Þingvöllum um helgina og sóttu
þingið um 150 fulltrúar víðs vegar
að af landinu. Á þinginu voru
samþykktar ályktanir um verð-
bólgumál, kjördæmamál, skipulag
og starfsemi Sjálfstæðisflokksins,
starfsemi og skipulag SUS og
almenn stjórnmálaályktun auk
nokkurra annarra ályktana um
önnur efni s.s. um skattamál og
lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Á
þinginu flutti formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Geir Hallgríms-
son, ávarp og svaraði fyrirspurn-
um þingfulltrúa.
Þingið var sett árdegis á
laugardag af Jóni Magnússyni
formanni SUS en þá um daginn'
störfuðu nefndir þingsins. Þing-
fulltrúar sóttu guðsþjónustu í
Þingvallakirkju fyrri hluta
sunnudags þar sem séra Eiríkur
J. Eiríksson predikaði og eftir
guðsþjónustuna var lagður blóm-
sveigur að minnisvarða Bjarna
Benediktssonar, Sigríðar Björns-
dóttur og dóttursonar þeirra. Að
lokinni afgreiðslu ályktana þings-
ins var því slitið um kl. 7.30 á
sunnudagskvöld.
Á öðrum stað í blaðinu eru
ýmsar ályktanir þingsins birtar
s.s. um skipulag Sjálfstæðis-
flokksins og stjórnmálaályktun
en ítarlegum tillögum um endur-
skoðun á starfsemi og starfshátt-
um SUS var vísað til stjórnar
SUS og henni falið að skipa
starfshóp til að undirbúa laga-
breytingar fyrir næsta þing SUS
en að öðru leyti var skorað á
stjórn SUS að taka tillit til
þessara tillagna í starfi sínu. í
ályktun um verðbólguna segir að
verðbólgan í landinu sé orðin að
slíkri þjóðarmeinsemd, að ekki
verði lengur undan því vikizt að
ráða niðurlögum hennar með
öllum tiltækum ráðum. Stefna
núverandi ríkisstjórnar er for-
dæmd, þar sem augljóst sé aö hún
muni leiða til vaxandi óðaverð-
bólgu og fjölþættra, neikvæðra
afleiðinga fyrir atvinnulífið í
landinu.
Er lögð áherzla á að
mörkuð verði ný efnahagsstefna
og er í því efni bent á viss
stefnuatriði.
í ályktun um kjördæmamálið
segir að með öllu sé óviðunandi að
löggjafarvaldið leiði enn hjá sér
að taka til meðferðar breytingar
á kjördæmaskipun og kosn-
ingareglum til Alþingis. Bent er á
að auka þurfi valfrelsi kjósenda
með því að taka upp persónukjör
og jafna þurfi kosningarétt lands-
manna, þannig að hann sé jafn án
tillits til þess hvar á landinu
menn eru búsettir. Þá er skorað á
þingmenn Sjálfstæðisflokksins að
taka afstöðu til þeirra hugmynda,
sem fram hafa komið um þetta
efni og leggja tillögur þar um
fram á Alþingi.
(tilefni al aukaþinKÍ Sambands unura sjállsla-flismanna. m haldið var um hrlRÍna. snerl
hlaðið sér til þrincja Inryslumanna umtra sjállsta'ðismanna <« spurði þá álits á stnrOim
þintísins. Talað var við Jón Mattnússun. Inrmann SUS. Kjartan Gunnarsson. lormann
Helmdallar. sem jalnlramt var lormaður allsherjarnelndar þinitslns. oit Kriðu í’roppí.
itjaldkera SUS. en hón var einnitt íormaður nefndar. sem á þinttinu Ijallaði um breytlnttar
á skipulatti ott starlsháttum Sl Si
greinilegt að menn voru alls ekki á
þeim buxunum að leggja upp
laupana þrátt fyrir kosningaósig-
urinn í vor og sumar.
Varðandi það, að sterk gagnrýni
hafi komið fram á forystu flokks-
ins vil ég segja að það er fyrst og
fremst uppbygging sjálfs flokks-
kerfisins sem um raeðir en ekki um
ákveðnar persónur. Enda er það
niðurstaða málsins bæði innan
SUS og flokksins sjálfs að það sé
fyrst og fremst flokksmynstrið
sem þarf að taka til gagngerrar
endurskoðunar."
„Þurfum að
beita okkur af
alefli gegn
vinstri stjóminni”
„AÐ MÍNU mati tókst þetta
aukaþing Sambands ungra sjálf-
stæðismanna á Þingvöllum mjög
vel. Þátttaka var mjög góð víðs
vegar að af landinu og greinilegt
var að þingfulltrúar voru vel
undirbúnir. Á laugardaginn störf-
uðu þingfulltrúar í nefndum og
þar fóru fram miklar og góðar
umræður," sagði Jón Magnússon
form. SUS í sambandi við
Morgunblaðið í gær.
„Síðari daginn voru svo áfram-
haldandi umræður og afgreiðslur
mála og gekk þinghaldið þannig
eins og bezt verður á kosið. Að
vísu voru deildar meiningar um
margt, að menn deildu ákveðið um
suma hluti, en ég held að þegar
upp hafi verið staðið, þá hafi
menn verið sammála um það, að
ungir sjálfstæðismenn þyrftu að
einbeita öllu afli sínu að því að
koma frá þessari vinstri stjórn
sem nú situr að völdum. Þá og að
koma Sjálfstæðisflokknum til
aukinna áhrifa með því fyrst og
fremst að auka fylgi flokksins
verulega.
Mjög víðtæk ályktun var sam-
þykkt á þinginu um skipulags-
breytingar á Sjálfstæðisflokknum.
Sú ályktun lýtur að mjög mörgum
hlutum s.s. hvernig forystumálum
í flokknum skuli vera skipað, hin
daglega starfsemi flokksins, þ.e.
hvernig henni skuli háttað. Sér-
stakur kafli er um málefnalega
stefnu flokksins, þar sem fyrst og
fremst er bent á hvað er ábóta-
vant í þeim efnum og fjölmargir
hlutir aðrir.
Þá má geta þess að mjög miklar
umræður urðu um starfsemi
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, en ekki var samþykkt nein
ályktun þar að lútandi þar sem
mönnum fannst eðlilegra að taka
þessi mál til enn frekari umfjöll-
unar á aðalþingi SUS á næsta ári.“
og vafalaust verður minnst á hér í
blaðinu í dag, sem ekki var hægt
að líta á sem vantraust á foryst-
una heldur miklu fremur sem
ábendingar um breytt fyrirkomu-
lag, þ.e. skipulagsbreytingar, var
einnig felld, enda þótt þingið
samþykkti ýmsar athyglisverðar
tillögur um breytingar á skipulagi
og reglum flokksins.
Ég tel að þessi afgreiðsla á
þessum tillögum sýni svo ekki
verði um villzt, að ungir sjálf-
stæðismenn telja önnur verkefni
meira aðkallandi í Sjálfstæðis-
flokknum og í sínum samtökum
heldur en að deila um forystu
flokksins.
Á þinginu voru samþykktar
ágætar tillögur í mörgum málum.
Þar er fyrst til að taka athyglis-
verðar og góðar tillögur í sam-
bandi við verðbólgumál og lattsn
verðbólguvandans. Þá var sam-
þykkt ítarleg tillaga um skattamál
þar sem lýst var yfir stuðningi við
baráttu almennings gegn of háum
sköttum og ranglátum skattalög-
um. Fordæmd var pólitísk innræt-
ing í skólum. Og í almennri
stjórnmálaályktun þingsins var
enn á ný slegið föstum ýmsum
helztu markmiðum Sjálfstæðis-
flokksins og sjálfstæðisstefnunn-
ar, frelsi einstaklinganna til orðs
og æðis og lögð áherzla á nokkur
mál sem varða ungt fólk sérstak-
lega, eins og bætt menntakerfi og
bætta lánafyrirgreiðslu til íbúða-
bygginga.
Ég er sannfærður um að sú
málefnastefnumótun sem mörkuð
var á þessu þingi og þau störf sem
þar fóru fram og þau góðu kynni
sem tókust meðal ungra sjálf-
stæðismanna víðs vegar að af
landinu, verði til þess að efla og
styrkja starfið í okkar samtökum.
„Höfum brgnni
verkefni en að
deila á forystu
flokksinsf>
Og ég vil enn á ný leggja áherzlu á
nauðsyn þess, að við þjöppum
okkur saman, sjálfstæðismenn,
störfum allir saman undir einu
merki og leggjum til hliðar
þreytandi og ómerkilegan ágrein-
ing, sem allt of mikið hefur viljað
setja svip á starf okkar inn á við í
flokknum síðustu misSerin," sagði
Kjartan aðlokum.
Mjög ánœgð
með útkomuna”
tr
„VARÐANDI þann málaflokk sem
ég starfaði aðallega að fyrir
þingið, þ.e. stárfshætti SUS, þá er
helzt af því að segja að þetta
aukaþing okkar hefur ekki heimild
samkvæmt lögum sambandsins til
að breyta neinu og var öll okkar
undirbúningsvinna og starf á
þinginu í samræmi við það. Þó var
á þinginu samþykkt ályktun um
að komið skyldi á laggirnar
starfshópi til að fjalla um þessi
mál áfram og skila tillögunum um
þau mál til stjórnar SUS í síðasta
lagi tveimur mánuðum fyrir
næsta landsþing SUS,“ sagði
Fríða Proppé, er Morgunblaðið
innti hana eftir störfum SUS
þingsins.
Þá sagði Fríða: „Almennt um
útkomuna get ég ekki sagt annað
en að ég sé mjög ánægð með hana,
þetta kom af stað mjög gagnlegri
umræðu og mjög greinilegt var að
allir þeir sem mættu til þingsins
voru mjög vel undir það búnir,
höfðu kynnt sér þessi mál mjög
vel.
Það má einnig segja um þingið
almennt að það var óvenjulega vel
undirbúið í alla staði. Öllum
fulltrúum voru send öll gögn með
góðum fyrirvara fyrir þingið og
mér fannst öll útkoma þingsins
bera þess glöggt vitni, var sem
sagt mjög ánægð með þingið í alla
staði. Það var mjög vel starfað í
öllum nefndum þingsins, fólk
sýndi þar mikinn áhuga og
„MÉR fannst gott að þetta auka-
þing var haldið, það var nauðsyn-
legt fyrir unga sjálfstæðismenn að
koma saman, ekki sízt eftir úrslit
síðustu kosninga, ræða mál síns
flokks og sinna samtaka," sagði
Kjartan Gunnarsson, formaður
Heimdallar í samtali við Morgun-
blaðið.
Ennfremur sagði Kjartan: „Það
varð mér hins vegar nokkurt
undrunarefni og olli mér von-
brigðum, að í ljós kom að á þingið
hafði komið nokkur hópur manna,
að því er mér virðist með þann
ásetning að fá á þinginu sam-
þykktar tillögur, sem ekki var
hægt að líta á öðru vísi, en sem
vantraustsyfirlýsingu á kjörna
forystu sjálfstæðismanna, for-
mann og varaformann flokksins.
Ég er þeirrar skoðunar að það
séu önnur og brýnni verkefni, sem
ungir sjálfstæðismenn hafa við að
glíma heldur en að deila um þá
einstaklinga, sem gegna þessum
stöðum. Það kom svo í ljós að
þetta viðhorf mitt átti miklu fylgi
að fagna á þinginu, því að í
stjórnmálaályktun þingsins var
tillaga sem ekki var hægt að skoða
öðru vísi en sem vantraust á
æðstu forystu flokksins, en hún
var felld út í meðförum þingsins
með öllum greiddum atkvæðum
gegn fjórum. Önnur tillaga sem
gekk í sömu átt var dregin til baka
af tillöguflytjendum og þriðja
tillagan sem fram kom um þetta
Svona vil ég hafa þao
skapar þægilegt andrúmsloft,
hann er nýtískulegur
og fer alls staðar vel.
Mi
Það alnýjasta er DAMASK
STRIGINN, sem er gullfallegur;
Lítið inn
>-----og skoðið sjálf
úrval okkar.
Sídumúla15 sími 3 30 70