Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 39 WashinKton, 2. okt. Reuter. CARTER forseti bauð í dag Anwar Sadat, forseta Egypta, og Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, að senda sendinefndir til Washington 12. október til þess að hefja viðræður um friðarsamning milli landanna. í Tel Aviv er sagt að Moshe Dayan utanríkisráðherra verði formaður ísraelsku nefndarinnar. „Kraftaverkabarnið" Angelina Rose í Chicago sem var fóstruð í kviðarholi í stað móðurlífs og lifði af. Líkurnar á því að hún kæmi í heiminn voru einn á móti 45.000. Foreldrar telpunnar. Giachino og Catherine Donatello, eru með henni á myndinni. í Kaíró var tilkynnt að Sadat forseti hefði falið Mustapha Khalil, sem hefur gegnt ýmsum embættum og stundað kaupsýslu- störf, að mynda fljótt nýja ríkis- stjórn sem forsetinn segir að verði að „bera byrði friðar sem er þyngri en byrði stríðs.“ Sadat bar mikið lof á Carter forseta, sagði að ef hann hefði ekki beitt áhrifum sínum hefðu Egypt- ar hætt við viðræðurnar í Camp David og bauð honum formlega að taka þátt í undirritun friðarsamn- ings Egypta og Israelsmanna. Hussein Jórdaníukonungur kom í dag til Oman, síðasta áfangastað- arins á ferð hans til hófsamra Arabaríkja sem hann hvetur til að Pólver jar handteknir á andófsmanna- fundi við landamæri Tékkóslóvakíu Varsjá, 2. október. Reuter. JACEK Kuron, helzti leiðtogi pólskra andófs- raanna, skýrði frá því í dag að þrír Pólverjar hefðu verið handteknir við landa- mærin, sem liggja að Tékkóslóvakíu, þar sem þeir áttu fund með tékkneskum andófsmönn- um í gær. Pólskir öryggis- lögreglumenn komu aðvíf- andi og leystu upp fund- inn. Þetta var í þriðja sinn, sem pólskir og tékkneskir andófsmenn koma saman á þeim kafla landamæranna, sem gengur undir nafninu „Pólsk-tékkneski vináttu- vegurinn“, en þegnar beggja ríkjanna hafa hing- að til fengið leyfi til að hittast þar án þess að landamæraverðir krefjist þess að fá að skoða persónuskilríki. Vegar- kaflinn er um það bil einn kílómetri að lengd. Að þessu sinni var greinilegur viðbúnaður beggja vegna landa- Lsraelar stöðvuðu óvinabát Brirut. Jorúsalem 1. okt. Reuter. AL FATAH, skæruliðasamtökin sem lúta stjórn Yassirs Arafats,- sögðu í gær, sunnudag, að þau bæru ábyrgð á skæruliðagjörð í höfninni í ísraelsku borginni Eilat. Kváðust talsmenn samtak- anna hafa siglt báti hlöðnum sprengiefni inn á höfnina, sprengt hann í loft upp og unnið skemmdir á skipum og tækjum við höfnina. Aftur á móti hefðu tveir píslarvottar látizt í árás- inni. Þessi frásaga kemur ekki heim og saman við útgáfu ísraela af þessum atburði og mun þeirra hlið vera nær sannlcikanum að sögn fréttamanna sem komu á staðinn. ísraelskur byssubátur náði á sitt vald bát Palestínumannanna hvar hann stefndi til Eilat drekkhlað- inn sprengiefni. Eilat er fjölsóttur ferðamannastaður og meiri um- ferð þar nú vegna nýárshátíða- halda Gyðinga og mikil umsvif þar við höfnina við Agabaflóa. Um borð í sprengjubátnum voru þrír Palestínumenn og mun hafa vakað fyrir þeim að komast á braut í gúmbát og inn í Jórdaníu sem er aðeins steinsnar frá Eilat. ísraelar hafa mjög eflt varnir sínar á sjó eftir síðustu hryðjuverk Palestínumanna og fengu njósn af ferðum sprengibátsins löngu áður en hann kom til Eilats. Palestínu- mennirnir náðust. Yassir Arafat, leiðtogi A1 Fatah, hótaði nýlega að samtök hans myndu gerast umsvifameiri en áður eftir að Camp David-sam- komulagið var gert. mæranna, og kröfðust verðir framvísunar allra, sem leið áttu yfir landamærin. Tékkarnir, sem væntanlegir voru til fundarins, voru allir úr hópnum, sem undirritaði Mann- réttindaskrá ‘77, þar á meðal Jaroslav Sabat og Jiri Nemec. Pólverjarnir voru úr svonefndri „Sjálfsvarnarnefnd pólskrar alþýðu“, og þeir, sem örugglega voru handteknir, heita Adam Michnink, Piotr Naimski og Jan Litynski. Talið er jafnframt að auk þeirra hafi tveir Pólverjar verið teknir höndum. A fyrri fundum hafa andófs- menn beggja landanna bundizt fastmælum um að vinna saman, auk þess sem þeir hafa skorað á andófsmenn í öðrum Aust- ur-Evrópulöndum að slást í hóp- inn. Þá hafa þeir verið með ráðagerðir um að halda alþjóðlega ráðstefnu um andóf. taka sameiginlega afstöðu til samkomulagsins í Camp David. Qaboos Bin Said soldán í Oraan er eini Arabaleiðtoginn sem hefur lýst yfir stuðningi við samkomu- lagið. Hafez Al-Assad Sýrlandsforseti fór í skemmtisiglingu í dag með austur-þýzka kommúnistaleið- toganum Erich Honecker á vötn- um Austur-Berlínar og þeir héldu áfram viðræðum sínum um sam- vinnu harðlínu-Araba og Sovét- blakkarinnar. Fréttastofan ADN sagði að viðræðurnar í dag hefðu staðfest andstöðu landanna gegn friðarvið- ræðum Egypta við Israelsmenn. Assad sagði í ræðu sem hann hélt eftir að hann kom til Aust- ur-Berlínar í fjögurra daga heim- sókn að samkomulagið í Camp David væri skref í átt til stríðs frekar en friðar. Irakskur valdamaður, Saddam Hussein, varaformaður býltingar- ráðsins, kom í tíag til Jeddah til að leggja áherzlu á tillögu íraka um stofnun öflugs sjóðs til að fá Egypta til að snúa baki við samkomulaginu í Camp David. Skæruliði handtekinn Mflanó, 2. okt. AP. Reuter. ÍTALSKA lögreglan tilkynnti á sunnudag að hún hefði handtek- ið eftirlýstan skæruliða Antonio Savino sem er grunaður um að vera einn forvígismanna Rauðu herdeildarinnar og auk annarra hryðjuverka staðið að mannrán- inu og morðinu á Aldo Moro. Lögreglunni tókst að hand sama Savino eftir harkalegan skotbardaga þar sem bæði hann og einn lögreglumaður særðust alvarlega. Savino sem er 29 ára gamall slapp úr fangelsi í júní 1977 og var áköf leit gerð að honum sem ekki bar árangur. Sviss: Enn magnast úlf- úð EBE og Breta Carter býð- urtilfundar Ráðstaf anir til að rýra gildi frankans Ziirich — 2. októher — Reuter SVISSNESKA stjórnin gerði í dag víðtækar ráðstafanir til að reyna að hamla gegn frekari hækkun svissneska frankans gagnvart ýmsum erlendum gjald- miðli, en hinar miklu gengis- hækkanir að undanförnu hafa valdið útflutningsatvinnuvegun- um erfiðleikum, um leið og dregið hefur úr ferðum útlend- inga til landsins. í tilkynningu svissneska seðlabankans í dag sagði meðal annars, að áframhald yrði á miklum dollarakaupum, og mætti jafnvel búast við því að þau fa'ru enn vaxandi, en tilgangur- inn væri að draga úr verðgildi . frankans fljótt og örugglcga, þar sem hann væri greinilega of- mctinn. Á undanförnu ári hefur gengi svissneska frankans, sem orðinn er sterkasti gjaldmiðill heims, hækkað um þrjátíu af hundraði gagnvart bandaríkjadal. Meðal þeirra ráðstafana, sem stjórnin í Sviss hefur nú gripið til í því skyni að koma jafnvægi á gjaldeyrismálin, eru rýmri reglur en áður um ksup útlendinga á hlutabréfum í svissneskum fyrir- tækjum. BRETAR hafa varað erlenda togara alvarlega við því að virða ekki útfærslu verndunarsvæðis- ins í Norðursjó um helgina, og hóta því að hver sá togari, sem staðinn verði að veiðum innan bannsvæðisins — hvort sem hann er frá Danmörku eða öðrum löndum — varði tafarlaust Briissd, 2. okt. Reuter EFNAHAGSBANDALAG Evrópu birti í dag bréf frá Finn Olof Gundelach, talsmanni EBE í fiskveiðimálum, þar sem hann hvetur Breta til að hafast ekki að varðandi fiskveiðimálin og varar við því, að Efnahagsbandalagið áskilji sér rétt til að grfpa til þeirra ráðstafana sem það telji nauðsynlegar. í Reuterfréttum segir að þetta megi hiklaust túlka sem hótun vegna hinnar ósveigjanlegu af- stöðu Breta sem John Silkin sjávarútvegsráðherra hefur boðað undanfarið og frá hefur verið sagt, færður til hafnar og síðan verði stefnt að lögsókn. Slík brot varða allt að 50 þúsund sterlingspunda sektum, eða sem svarar rúmum 30 milljónum ísl. króna. auk upptöku afla og veiðarfæra. Bretar segja að á svæðinu, sem nú hefur verið friðað austur af Skotlandi, séu mikilvægar hrygn- .g talið er að með þessu kunni svo að fara, að EBE höfði mál á hendur Bretum fyrir Evrópudóm- stólnum í Luxemburg. Bréfið var stílað til brezku sendinefndarinn- ar í Briissel. Þar sagði, að nefndin myndi ekki staðfesta sex verndun- artillögur, sem brezka stjórnin hefur óskað eftir að fá blessun yfir. Má búast við því að ástæður sem kalla má af pólitískum toga ráði þar eigi síður en verndunar- sjónarmið, segir í Reuterfrétt. Virðist því allt benda til að nefndin sé ekki fúsari að staðfesta svo einhliða tillögur en John Silkin er að fallast á sameiginlega ingarstöðvar spærlings, en Danir hafa að undanförnu sótt mjög á þessi mið, og fer fiskurinn aðal- lega í bræðslu. Hafa þessar aðgerðir Breta valdið mikilli óánægju meðal danskra sjómanna, og krefjast þeir þess að Fram- kvæmdanefnd Efnahagsbanda- lagsins stefni Bretum fyrir Evr- ópudómstólinn. fiskveiðistefnu sem gæfi brezkum sjómönnum ekki forréttindastöðu innan 50 mílna lögsögu eins og þeir hafa alltaf krafist. Gundelach lagði í bréfi sínu til við Breta að þeir gæfu gaum að hugmyndum bandalagsins varðandi verndun fiskstofna; þar væri stungið upp á að draga úr veiðum á sumum fisktegundum og myndi líklega verða affarasælla þegar til lengdar léti. I bréfi Gundelachs er vísað á bug ákvörðun Breta um að minnka um helming veiðar á fiskstofnun- um sem verndunar njóta svo sem ýsu og kola. Sams konar samþykkt hefur verið gerð af hálfu annarra EBE-ríkja en Gundelach sagði, að samkvæmt Haagsamkomulaginu frá 1976 væri aðeins hægt að fallast á slíkar aðgerðir einhliða ef ógerningur væri að ná samstöðu með sameiginlegu átaki. Brezkir embættismenn, sem voru spurðir hvort þetta væri fyrsta stigið í málshöfðunarundir- búningi á hendur þeim, sögðu að þetta væ(á augljóslega viðvörun sem yrði að setja fram áður en að slíku kæmi. Bretar hóta erlendum togurum Lundúnum - 2. október - Reutcr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.