Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 29 sumra þeirra a.m.k. í garð Platons mun að verulegu leyti mega rekja í eftirfarandi áminningu hans varðandi mannlegt líf í miklu menningar- ríki, sem þá hafði orðið fyrir þungbærum vinstri áhrifum, en hana er að finna í „Politeia", V. bók, 63. kafla: „Gott og vcl. ungi vinur minn, hvernig er því varið með einræðið? Er ekki sann- leikurinn sá, að lýðræðið gengur sjálft sig til húðar í óseðjanlegu frelsisæði? Þegar feður temja sér að láta börn sín blátt áfram lifa og leika sér að eigin geð- þótta, og óttast beinlínis að vanda um við unglingana af því að þeir eru hræddir við að styggja þá? Eða, þegar synirnar telja sér leyfast það, sem feður þeirra hafast að, hvorki virða foreldra sína né skeyta um- vöndunum þeirra, hafna öll- um leiðbeiningum vegna þess að þeir streytast við að sýnast fullorðnir og geta staðið á eigin fótum? Eða, þegar kennararnir skjálfa undir sömu kringum- stæðum fyrir lærisveinum sínum og smjaðra fyrir þeim fremur en að beina þeim af festu og með harðri hendi á réttar brautir, með þeim afleiðingum. að lærisveinarn- ir skilja hvorki upp né niður í slíkum kennurum? í sannleika sagt erum við þegar sokknir svo djúpt, að ungdómurinn telur sig jafn- oka hinna eldri, gerir meira að segja uppsteyt gegn þeim í orði og æði. en hinir eldri slást í hóp hinna yngri og leitast við að þóknast þeim með því að láta sem þeir heyri ekki þvaður þeirra og sjái ekki ósæmilegt athæfi þeirra eða taka jafnvel þátt í ósómanum til þess að vekja ekki grun um, að þeir séu gleðispillar eða haldnir myndugleikahugarfari. A þennan hátt lamast sál og mótstöðuafl allra ung- menna. Þau verða þrjózku- full og geta að lokum ekki þolað. að af þeim verði krafizt örlítillar hlýðni. Að lokum taka þau siðan að fyrirlíta lögin af því að þau vilja ekki framar viðurkenna neinn eða neitt yfir sér. Og með þessum hætti leiðir misnotkun hins lýðræðislega frelsis beina leið í þrældóm harðstjórnarinnar!“ Frá því að Platon reit þessa áminningu sína og þangað til Hellas var endanlega úr sögunni sem heimsveldi og menningar- ríki, liðu aðeins röskar tvær aldir, og síðan um aðrar tvær aldir þar til Grikkir voru svo heillum horfnir, að Neró (keis- ari Rómarríkis 54—68 e. Kr.) lagði byggðir þeirra og borgir undir sig með söng og hljóð- færaslætti eingöngu. Yfirleitt hefir mönnum gengið óbjörgulega að læra af sögunni. Þó hefir sú staðreynd síazt út, að hún endurtaki sig afar sjaldan nema annað hvort sem skrípaleikur eða harmleikur. Saga Hellas, og einnig Rómar- ríkis, einhverra stórfenglegustu heimsvelda mannkynssögunnar, gæti vel verið að endurtaka sig nú — sem skrípaleikur í austri og harmleikur í vestri. Og harmleikinn er tæplega hægt að undirbúa og setja á svið með kunnáttusamlegri hætti en að kenna arftökunum, án þess að blikna eða blána, að kenning- ar og skoðanir „mesta, djúpúðg- asta og frábærasta allra heim- spekinga“ séu „viðbjóðslegar og hreint og beint skelfilegar.“ „Skemmdarstarf- semi var á fullu” Sverris Runólfssonar — Lokaorð Greinargerð Áður í þessari greinargerð sagðist ég hafa sætt mig við, að mér hefði verið fyrirfram „kálað“ sem vegagerðarmanni hér á landi, sem „mafían" ætlaði sér hvort sem var. Það er nokkuð ergilegt að verða að láta í minni pokann þegar maður er búinn að vinna með og fyrir þá færustu vegagerðarmenn í heimi í yfir 20 ár. Einnig sagði ég, að bréfaviðskipti, fundargerðir og reikningar væru opin öllum sem vildu, því eins og ég sagði, þá á skattborgarinn heimtingu á að vita hvert hver einasta króna fór. Beint og óbeint komu 13 verktakar \ið þessa tilraun. Þegar tal barst að „Sverrisbraut", þá verður mér stundum að orði, að ég hafi bara ekkert ráðið við þessa ræningja. En þetta er þó sagt í nokkru gamni því oftast fékk ég mín 16% ofan á kostnað, samkvæmt samningi við Vegagerðina. Það er aðeins vegna þess, að þegar ég sá hvernig átti að standa að þessari tilraun, sat ég fast og sagðist ekki hreyfa mig fyrr en ég fengi samning upp á prósentur af öllu verkinu, sem kallað er á ensku cost plus. Það getur verið að sumir álíti, að ég hefði átt að gera tilraunina fyrir vissa upphæð, sem hefði verið sjálfsagt, ef ég hefði aðeins tekið að mér „Blöndun á Staðnum" í verkinu, sem aðeins tók 4 klukku- tíma. Enginn vill láta gera sig gjald- þrota ef hann kemst hjá því og af þeim sökum einungis tók ég að mér allt verkið. Það var og er verið að reyna að drepa mig fjárhags- lega með því að neita að borga prósentur af öllu eins og samning- urinn segir. Einnig er neitað að borga fyrir aukavinnu sem ég framkvæmdi. Eins og kom fram áður ollu einhver dularfull öfl því, að ég fékk ekki sum tækin nema á sunnudögum. Einnig fékk ég ekki asfalt haustið 1975 þegar tilbúið var að leggja slitlagið, sem er álíka og maður væri að byggja hús.' Hann væri búinn að setja raftana, borðin undir pappann og pappann undir þakplöturnar en þá kæmi einhver og segði, að þakplöturnar fengust ekki fyrr en að ári liðnu. Ég býst við að það yrði lítið eftir af pappanum, borðunum og jafn- vel röftunum eftir veturinn, án þakplatanna. Já: þetta er aðeins eitt dæmið af tugum, hvernig skemmdarstarfsemin gegn þessari tilraun var á fullu frá byrjun til enda. Og er ég tilbúinn að rökræða það hvenær sem er og við hvern sem er. Sementsbundna burðarlagið stóð óvarið í heilt ár, frá því ágúst 1975 til haustsins 1976. Hér álít ég að hafi verið reynt að eyðileggja tilraunina. Veturinn 1975—76 var einhver mesti umhleypingavetur í mannaminnum. Þess vegna er óskiljanlegt að sementsbundna burðarlagið skyldi ekki eyðileggj- ast meir. Það hefur aðeins 4% sement í sér en venjuleg steypa hefur ca. 15% . Strax vorið ‘76 var athugað hvaða viðgerðir þyrfti að gera á kaflanum. Ráðgaðist ég um það við fjóra verkfræðinga, og varð niðurstaðan sú, að þær þyrfti að gera sem fyrst. En nú kom bobb í bátinn. Vegagerð ríkisins til- kynnti mér (í bréfi 20. apríl 1976) að ekki mætti eyða meiru en þrem milljónum í allt sem eftir var, þ.e. í viðgerðir og slitlag á allan kaflann. Þessi tilkynning kom mér mjög á óvart, því að vitað var að slitlagið eitt myndi kosta 4—6 milljónir, eftir þykkt. Eftir þriggja mártaða þras á fundi þann 6. júlí með Vegagerðinni og eftirlitinu var því ákveðið að leggja slitlagið á án þess að gera áður við það sem þyrfti. En að sjálfsögðu var það neyðarúrræði sem varð að taka sökum hinnar naumu fjárveitingar. Að hinu leytinu hefur fengist reynsla á það, hvernig óvarið sementsbundið burðariag með aðeins 4% sementi stenzt íslenzka vetrarveðráttu. Verður að segja eins og er, að ekki virðist mega breyta út af þeirri reglu um sementsbundið burðar- lag að setja slitlag strax á. Oft er þó brugðið út af þeirri reglu, og þekki ég nokkur dæmi um slíkt frá Kanada, en þá er þykkt sandlag borið á burðarlagið áður en umferð er hleypt á. Það þykir ekki óeðlilegt að nota allt að 10%> af sementi í burðarlag og væri athyglisvert að reyna, hvernig það reyndist hér. Þegar ekki fékkst asfalt til að setja á burðarlagið haustið 1975, skrifaði ég Vegagerð- inni, þar sem ég fór fram á, að athugað yrði, hvort æskilegt væri að opna kaflann fyrir umferð. Að setja umferð á sementsbundið burðarlag er sama og fá auka völtun, sem vitaskuld styrkir burðarlagið. Það fékkst aldrei svar frá Vegagerðinni við þessu. Ég hef áður útskýrt þær níu mismunandi tilraunir, sem éru í gangi á þessum 1200 metra vegarkafla og sagði þegar slitlagið hafði verið sett á, að ef einn fermetri af hverri tegund heppnaðist, þá væri björn- inn unninn. Myndir teknar 7. maí 1977 sýna greinilega að það eru ansi margir fermetrar í hverri tilraun sem eru óskemmdir og þessvegna er með þessari tilraun sannað að með fullkomnum tækjum gætum við fengið malbikað vegakerfi á stutt- um tíma. Ef menn ynnu saman staðinn fyrir á móti hvor. öðrum. Kostnaðaráætlunin sem skrifuð var fyrir tilraunina var skrifuð vorið 1974 og vitaskuld byggð á hvað ætti aö vera hægt ef allt væri með felldu og á dagvinnu einungis. En eins og margir vita og sagt áður fékk ég ekki sum tækin nema á sunnudögum.og ekki var hægt að vinna án þeirra. Einnig þegar ég .sá að ég var ekki að fá nerna einn þriðja af afkastagetu véla fór ég fram á að borga mönnunum fyrir tólf tíma en vinna þá aðeins átta. Það fékkst ekki og var mér sagt að ég nryndi setja „pressu á vinnu- markaðinn." Þetta er alrangt, því reynslan er sú að það er aðeins sóun á peningum að vinna eins langan vinnudag eins og íslending- ar yfirleitt gera. Vegna þess hve afköst rninnka, svo gífurlega með þreytu manna. En nú ef við lítum á útkomu þessarar tilraunar þá sanna fyrstu 400 metrarnir að sunnan, að það er hægt að þynna malbikað slitlag a.m.k. tvo þriðju. Þegar sementsbundið burðarlag er notað undir. Tilraunin sannar einnig að ónauðsynlegt er að skipta eins mikið um jarðveg og yfirleitt er gert hér. Þegar sem- entsbundið burðarlag er notað, því að á ca. 100 metra kafla þar sem ekki var skipt um jarðveg hefur engin viðgerð verið gerð til þessa dags. Blöndun á staðnum tæknin er fljótvirkasta vegagerðartækni sem til er og hér á landi er mjög nauðsynlegt vegna veðráttu að geta lagt sem flesta km. á þeim fáu góðviðrisdögum sem við höfum. Ég vil taka það hér aftur fram að vélin var aðeins fjóra klukkutíma að blanda þennan 1200 metra vegarkafla. Til að lifa fjárhagslegu sjálf- stæðu efnahagslífi er nauðsynlegt að hafa gott vegakerfi, því vegirnir eru slagæðar þjóðarinnar. Banda- ríkjamenn segja: „Við höfum góða vegi ekki vegna þess að við erum ríkir, heldur erum við ríkir vegna þess við höfum góða vegi“. Þessi skrif mín hafa verið nokkurskonar úttekt á baráttu minni fyrir betra vegakerfi og svar við þeirri tregðu vegagerðarmanna hér á samvinnu. Þessi tregða kom fyrst í ljós með birtingu greinargerðar Vegagerð- ar ríkisins þann 20. nóv. 1970 þar sem efast var um ágæti aðferðar- innar „Blöndun á staðnum". Ég býst nú við að flestir sem þurfa að keyra mikið um landið.séu sam- mála mér, að eitthvað verður að gera, og það sem fyrst. Ég mun halda baráttunni áfram þangað til við höfum tveggja akreina malbik- aða vegi hvora leið um allt landið. Með breiðum köntum báðum meg- in vegarins sem eykur öryggið að miklum mun. Þegar ég kom heim eftir langa fjarveru reyndi ég að verða þjóðinni að gagni með minni reynslu í vegagerð. Mér tókst það víst ekki sem bezt að áliti sumra vegagerðarmanna. Og þó: því mér er oft þakkað fyrir að hafa ruslað upp í þessu öllu og vakið athygli á því hvað gott vegakerfi er nauð- synlegt til uppbyggingar góðs samfélags. Þeir möguleikar sem koma í ljós eftir að við fáum góða vegi um landið eru algjörlega ótrúlegir fyrir efnahagslíf þjóðar- innar. Mér er svo nákvæmlega sama hver gerir þá. Það er sannfæring mín að ef vel væri stjórnað hér á landi þá gæti okkar þjóðfélag verið það allra besta i heimi. Þ.á m. fjárhagslega best stætt í heimi og það á dugleg þjóð skilið. í byrjun þessa máls fór ég aðeins fram á að Vegagerð ríkisins skrifaði undir þá skuldbindingu að hún færi ekki út í þessa tækni í sjö ár. Það ætti að vera auðvelt fyrir þá að skrifa undir þetta núna. Þessi ósk er aðeins til að tryggja aö ég fái frið til að afskrifa þær vélar sem ég kæmi með. Þetta er mín sanngjarna ósk enn þann dag í dag. Ég hef samt gaman af þessu öllu. En ég vil vara peningalitla hugsjónamenn við að þaö getur verið hættulegt að kveikja ljós hjá leðurblökum. Og í því sambandi vil ég. benda á þann mann sem kynnti hér rafmagn fyrstur manna en dó í einu herbergi upp á hanabjálka- lofti norður á Akureyri, með eitt kerti sér til hitunar og birtu. Ég þakka kvnninguna. S.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.