Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978
Geir Hallgrlmsson á aukaþingi SUS:
Næsti landsfundur á að
fjalla um stefnu flokksins
og viðhorf á 9. áratugnum
Þurfum að leggja fyrir þjóðina starfsskrá
næstu ríkisstjómar Sjálfstæðisflokksins
GEIR Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
flutti ræðu og svaraði fyrir-
spurnum á aukaþingi Sam-
bands ungra sjálfstæðis-
manna, sem haldið var um
helgina. Hér fer á eftir
frásögn af þessari ræðui
Geir Hallgrímsson hóf mál sitt
með því að lýsa ánægju sinni með
að fá þarna tækifæri til að hitta
unga sjálfstæðismenn og ræða í
þeirra hóp stjórnmálaástandið og
einnig málefni Sjálfstæðisflokks-
ins.
„Ég minnist þess, að SUS
hefur ekki oft haldið aukaþing en
meðal annars komu ungir sjálf-
stæðismenn saman til aukaþings
fvrir 10 árum þegar sjálfstæðis-
menn töldu sig hafa orðið fyrir
áfalli að loknum forsetakosning-
um þá. Það er ekki að tilefnis-
lausu, að aukaþing SUS er kvatt
saman nú. Við sjálfstæðismenn
verðum að horfast í augu við, að í
-fyrsta skipti frá stofnun flokksins
höfum við misst meirihluta í
borgarstjórn Reykjavikur og
höfum aldrei frá upphafi náð jáfn
lit'Iu fylgi við alþingiskosningar
eins og nú í sumar,“ sagði Geir.
„í þessu sambandi er mikilvægt
að gera sér grein fyrir því hvað er
framundan en þessi breyttu
viðhorf hafa haft í för með sér
ýmiss konar sundurþykkju innan
Sjálfstæðisflokksins, sem ekki síst
hefur komið fram, þegar þurft
hefur að taka afstöðu til annarra
stjórnmálaflokka,“ sagði Geir og
hélt áfram: „Það skiptir miklu að
flokksmenn standi saman og séu
einhuga út á við.“
Breytingar á fyrir-
komuiagi flokksforystu
koma vel til greina
„Sjálfstæðismenn þurfa að
breyta mörgu í kjölfar kosninga-
úrslitanna. Við þurfum að hyggja
að skipulagi flokksins og það er
ánægjulegt að fá að heyra tillögur
ykkar, ungra sjálfstæðismanna, í
þessu efni. Eg tel að tillaga sú, sem
hér hefur verið til umfjöllunar á
þinginu, um hina svonefndu
þrígreiningu forystu flokksins
komi til athugunar. En hún gerir
ráð fyrir að ekki séu eingöngu
kosnir formaður og varaformaður
flokksins og þingflokksins heldur
séu einnig kjörnir sérstaklega
formaður og varaformaður mið-
stjórnar flokksins. Þá hefur einnig
borið mjög á góma að kjósa
sérstaklega ritara flokksins á
landsfundi og ritarinn væri jafn-
framt formaður framkvæmdaráðs
flokksins, sem væri fámennara en
miðstjórn og kæmi saman oftar en
miðstjórn. Hlutverk ritara og
framkvæmdaráðs væri þá að hafa
með höndum yfirstjórn flokks-
starfsins.
Eg tók líka eftir því, að í
tillögum ykkar um breytingar á
starfi og skipulagsháttum SUS er
gerð tillaga um að kjósa formann
og varaformann sambandsins
sameiginlega á þingi þess. Mér
finnst að þetta form sé að vísu
nokkur þversögn við það fyrir-
komulag, sem þið teljið flokknum
æskilegast á landsvísu, en ég tel
engu að síður að það gæti kannski
komið til greina varðandi
kosningu formanns og varafor-
manns flokksins á landsfuridi. I
þessu máli er mikilvægt að við
komum okkur saman um hvaða
leiðir við viljum fara í þessu efni
og þá hvort við viljum gera þarna
bre.vtingu á. Það má vera alveg
ljóst, að formaður og varafor-
maður flokksins geta ekki gegnt
skyldum sínum gagnvart flokkn-
um og flokksstarfinu þegar þeir
eru báðir ráöherrar í ríkisstjórn.
Það er hins vegar mikilvægt að
flokksstarfinu sé sinnt eins vel og
frekast er kostur en það verður því
að finna þarna einhverja lausn
þannig að forystumenn flokksins
geti einnig óskiptir helgað sig
sérstaklega stefnumörkun í
stjórnmálunum. Hvaða leið, sem
við veljum í skipulagsmálunum,
verður að vera skýrt hver ber
ábyrgðina í hverju tilviki.
Hugsjónir eru
Það mikilvægasta
En þó skipulagsmál eins stjórn-
málaflokks séu þýðingarmikil, eru
hugsjónir þær, sem flokkurinn
berst fyrir, það mikilvægasta. Þær
verða að taka breytingum í rás
tímans, þó enn fylgjum við upp-
haflegri stefnu. Við þurfum ekki
að breyta stefnu flokksins heldur
þurfum við að laga hana að
breyttum viðhorfum á hverjum
tíma.“
Geir sagði, að þegar hefðu verið
lögð drög að því að leggja tillögur
um breytingar á skipulagi flokks-
ins fyrir formanna- og flokksráðs-
fund flokksins, sem halda ætti um
næstu mánaðamót og ætlunin væri
að þessar tillögur yrðu auk til-
lagna frá málefnanefndum flokks-
ins ræddar í flokksfélögunum fyrir
landsfund flokksins. „Eg er þeirr-
ar skoðunar, að næsti landsfundur
flokksins eigi að fjalla um stefnu
Sjálfstæðisflokksins og viðhorfin á
9. áratugnum. Við eigum að marka
stefnu okkar fyrir framtíðina og
það þannig, að við séum reiðubúnir
að leggja fram fyrir þjóðina
starfsskrá næstu rikisstjórnar
sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur
þátt í,“ sagði Geir.
Formaöur flokksins
veröur að njóta
stuðnings út ó viö
„Sjálfstæðismenn tala um að
það þurfi að gera breytingar á
forystu flokksins. Sá maður sem er
í forystu flokksins þegar hann
tapar Reykjavík og fær sitt
rninnsta fylgi — hlýtur að verða
gagnrýndur. Eg hlýt sem for-
maður flokksins að bera ábyrgð á
málum flokksins, hvort sem á móti
blæs eða við erum í sókn. Eg hef
sem formaður flokksins bæði
hlotið meðbyr og mótbyr alveg
eins og flokksmenn verða og að
búast við. Þess vegna er ég
staðráðinn í að gefa kost á mér til
endurkjörs til formannsembættis
Sjálfstæðisflokksins á næsta
landsfundi hans. Landsfundur
verður að ákveða hvort mér verður
falin forysta flokksins áfram að
ekki. Eitt vil ég biðja unga
sjálfstæðismenn að vera mér
sammála um: að formaður flokks-
ins, hver sem hann er, eigi að njóta
fylgis flokksfélaganna út á við.
Það er nauðsynlegt, ef hann á að
afla flokknum fylgis og ef hann á
að koma fram sannfærandi gagn-
vart þjóðinni. Við getum hins
vegar gert upp okkar mál á
landsfundum flokksins en við
eigum að geta notað okkur vett-
vang flokksfélaganna til að ræða
okkar mál og ég vil gjarnan fá að
heyra gagnrýni ykkar á mig og
störf mín sem formaður flokksins.
Við erum í þessum flokki til að
geta rætt saman um skoðanir
okkar og deilumál en við skulum
ékkí láta áróður andstæðinganna
ráða því hverja við veljum til
forystu í okkar flokki.
Það er ekki
hægt að blekkja
fólk til lengdar
Eg vil líka að við ræðum
hreinskilnislega um hvort Sjálf-
stæðisflokkurinn sé að tapa fylgi
unga fólksins. Ég er ekki að
fullyrða að svo sé en ef það er rétt
þá er þar bæði við flokksforustuna
og samtök ungra sjálfstæðis-
manna sem önnur samtök sjálf-
stæðismanna að sakast. Við
verðum líka að treysta á ykkur í
því efni að þið komið viðhorfum
ungs fólks á framfæri innan
flokksins, þannig að taka megi
tíllit til þeirra við mótun stefnu
flokksins á hverjum tíma.
Það er sagt, að fyrrverandi
ríkisstjórn hafi brugðist stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Við náðum
að vísa ekki fram öllum stefnu-
málum Sjálfstæðisflokksins. En ef
við lítum á þær kosningastefnu-
skrár, sem lagðar voru fram fyrir
síðustu alþingiskosningar og
stefnu vinstri stjórnarinnar nú,
sést að Sjálfstæðisflokkurinn hef:
ur náð ýmsum málum fram. í
sumar var ekki grundvöllur fyrir
samvinnu okkar við vinstri flokk-
ana og í því plaggi, sem við
Gunnar Thoroddsen lögðum fram í
viðræðum okkar við hina flokkana,
var tekið fram, að aukin skatt-
heimta kæmi ekki til greina af
okkar hálfu. Við sjálfstæðismenn
getum borið höfuðið hátt, því að
það sem við sögðum fyrir kosning-
ar hefur komið á daginn. Það sem
við sögðum fólkinu fyrir kosningar
var rétt — við þurfum ekki að
biðjast afsökunar. En við þurfum
að ganga út á meðal fólksins og
sannfæra fólk um að við höfum
haft rétt fyrir okkur. Það er hægt
að blekkja fólk í skamman tíma en
það gengur ekki til lengdar. Við
skulum nota tímann í stjórnarand-
stöðu til að sýna fólki fram á að
við vorum ekki að blekkja það, eins
og andstæðingarnir, en höfðum
jákvæða stefnu fram að færa.
Þá er oröið
stutt í höftin
Þegar Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag háðu sína kosningabar-
áttu hljómaði krafan „Samninga í
gildi“ en hver hafa orðið örlög
þeirrar kröfu undir forustu ríkis-
stjórnar þessara flokka. í fyrsta
lagi hefur ríkisstjórnin ekki efnt
fyrirheit sitt — mestu kosninga-
blekkingu allra tíma — Samning-
ana í gildi. En að því leyti sem
reynt er að láta líta svo út hefur
ríkisstjórnin falsað vísitöluna
aðeins til að blekkja launþega og í
þriðja lagi fela aðgerðir hennar í
sér tilfærslu á fjármagni úr einum
vasa í annan og skattborgurunum
er ætlað að standa undir halla-
rekstri atvinnuvegarina, sem ekki
getur gengið til lengdar. Og í
fjórða lagi vill þessi ríkisstjórn
ráða því hvaða vörur fólk kaupir
— þá er orðið stutt í næsta stig —
höftin.
Við sjálfstæðismenn viljum
frelsi og að sjálfstæðir ein-
staklingar fái að ráða málum
sínum sjálfir. Eitt er víst, að ef
núverandi ríkisstjórn á að takast
að ná tökum á verðbólgunni
samkv. þessari stefnu, verður hún
að beita meiri þvingunum — meiri
höftum eða ríkisstjórnarsamstarf-
ið rofnar.
Nú er því um að ræða skarpari
skil en oft áður í íslenskum
stjórnmálum. Við sjálfstæðismenn
höfum tækifæri til að stíga að
fullu það skref, sem ekki náðist á
viðreisnarárunum. í síðustu ríkis-
stjórn náðum við þó fram nýjum
skattalögum, nýjum hlutafélaga-
lögum, nýjum verðlagslögum og
vaxtamálin voru leiðrétt og fleira
má nefna. Þetta er árangur, sem
ekki náðist fram á viðreisnarárun-
um. Þegar við verðum búnir að ná
okkar fyrra fylgi aftur — þá eigum
við að vera undir það búnir að
stíga skref til frekara frjálsræðis,
raunar stíga skrefið til fulls.
Veröum að vera
tilbúnir í kosningu
Ég er ekki einn þeirra, sem spá
þessari ríkisstjórn skammlífis,
þótt þjóðarinnar vegna sé þess
óskandi. En allt bendir til að á
ótraustum grunni sé byggt í
stjórnarstarfi. Við sjálfstæðis-
menn skulum vera undir það búnir
að ganga til kosninga hvenær sem
er. Við skulum sýna landsmönnum
að við látum ekki hugfallast þó við
töpum og núum ekki salti í okkar
eigin sár og drögum þannig úr
baráttuþreki okkar gagnvart
andstæðingunum. Við skulum ekki
rífa niður heldur gagnrýna á
málefnalegan hátt. Það er ungra
manna háttur að horfa fram á veg
og við vonum að okkur takist
sameiginlega að vinna á ný það
fylgi, sem flokkurinn tapaði í
síðustu kosningum. Ég óska ykkur
ungum sjálfstæðismönnum allra
heilla í störfum á þessu auka-
þingi," sagði Geir Hallgrímsson að
lokum.
„Eg er staðráðinn í að
gefa kost á mér til
endurkjörs á landsfundt
„Landsfundar er að
ákveða, hvort mér verður
falin forysta eða ekkt
„Það skiptir miklu að
flokksmenn standi saman
og einhuga út á viðu