Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 Jafnari kosningaréttur sveitarstjórna og Alþingis, er einn veigamesti þáttur mann- réttinda, og hlýtur að eiga að vega jafnt hjá þjóðfélagsþegnunum. Það er þó víðs fjarri að svo sé varðandi Alþingiskosningar Misvægi atkvæða í landinu er orðið það mikið, að ekki verður lengur við unað. Atkvæði í einu kjördæmi getur vegið fjórfalt á við atkvæði í öðru. Því hefur verið haldið fram að íbúar fámennari kjördæma, sem búa fjarri stjórnsýslustöðvum höfuðborgarinnar og æðri menntastofnunum þjóðarinnar, búi á margan hátt við verri kost en þeir, sem byggja Faxaflóasvæðið. Þetta komi m.a. fram í því að þeir hafi minni áhrif á framvindu mála í þjóðfélaginu, njóti síður eða verr ýmissa þátta samfélagslegrar þjónustu, auk þess sem flutningskostnaður valdi hærra vöruverði en á höfuðborgar- svæðinu. Þessi röksemdafærsla hefur nokkuð til síns máls. En hvorttveggja er, að misvægi atkvæða eftir búsetu hefur aukizt svo mjög, að það verður ekki lengur réttlætt á þennan hátt, og að finna verður aðrar og jákvæÓari leiðir til að jafna þann aðstöðumun en að rýra almenn, pólitísk þegnréttindi u.þ.b. helmings þjóðarinnar. Um langt árabil hafa kjósendur í Reykjavíkur- og Reykjanes- kjördæmum krafizt leiðréttingar í þessu efni. Kjördæmaskipan og kosningalög hafa og lengi verið til endurskoðunar hjá stjórnarskrárnefnd, án þess að formlegar tillögur frá henni hafi þó borizt. Það var því ekki vonum fyrr, að þingmenn þessara kjördæma hreyfðu málinu í tillögugerð á Alþingi sl. vetur. Ellert B. Schram, Guðmundur H. Garðarsson, Ólafur G. Einarsson og fl. fluttu frv. til laga um breytingu á kosningalögunum frá 1959. Frumvarp þetta fól það í sér, að atkvæðamagn en ekki hlutfall skyldi ráða úrslitum um landskjör, þ.e. ráðstöfun uppbótarþing- sæta. Tilfærsla uppbótarþingsæta, til samræmis við þessa tillögugerð, hefði vissulega verið spor í réttlætisátt. Oddur Ólafsson flutti og frv. til stjórnskipunarlaga um skiptingu Reykjaneskjördæmis í tvö kjördæmi, sem hvort um sig fengi 5 kjördæmakosna þingmenn. Kjördæmakosnum þingmönnum Reykvíkinga átti og að fjölga um tvo, úr 12 í 14. Þetta hefði þýtt að kjördæmakjörnum þingmönnum hefði fjölgað úr 49 í 56. A móti skyldi fækka landskjörnum þingmönnum úr 11 í 4, þann veg, að heildartala þingmanna yrði óbreytt. Þessi háttur hefði og leitt til verulegrar jöfnunar kosningaréttar í landinu ef náð hefði fram að ganga. Þá flutti Allsherjarnefnd Sameinaðs þings tillögu til þingsályktunar um skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar. Þegar sýnt þótti að ekki næðist samkomulag um, eða ekki ynnist tími til, að breyta skipan þessara mála í viðunandi horf á sl. þingi, hafði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, frumkvæði um flokkasátt í málinu. Formenn allra stjórnmálaflokka fluttu síðan ályktunartillögu, sem var samþykkt, þess efnis, að Alþingi skyldi að loknum kosningum (sem fram fóru í júní sl.) tilnefna 9 menn í stjórnarskrárnefnd af hálfu þingflokka. Skal hin' nýja nefnd skila — innan tveggja ára — álitsgerð og tillögum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, kjördæmaskipan, kosningaákvæði stjórn- skipunarlaga — sem og um skipulag og starfshætti Alþingis. Tímamörkin eru við það miðuð, að ekki verði gengið á ný til reglulegra alþingiskosninga við núvgrandi misvægi atkvæða eftir búsetu. Aðrar tillögur en þær, sem nú hefur verið getið og formaður og þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu allt frumkvæði að, komu ekki fram á Alþingi varðandi þetta mál á næst liðnu kjörtímabili, ef undan er skiíin tillaga Jóns Árm. Héðinssonar, þess efnis, að framboðsflokkur sem fengi 5% eða hærra atkvæðahlutfall í kosningum, ætti rétt til uppbótarþingsæta í samræmi við reglur þar um, þó hann fengi ekki kjördæmakjörinn þingmann. Sú nýja stjórnarskrárnefnd, sem væntanlega verður skipuð í þessum mánuði, eða fljótlega eftir að Alþingi kemur saman til fundahalds, hefur í höndum sér vandasamt en aðkallandi verkefni. Störf fyrri stjórnarskrárnefndar, sem hefur unnið mikið undirbúningsstarf, og almenn umfjöllun þessara mála um mörg undanfarin ár ætti hins vegar að leiða til þess, að mál lægju ljósari fyrir en ella. í öllu falli þarf hin nýja nefnd að taka þetta réttlætismál til tafarlausrar umfjöllunar. Án þess að hér skuli verið með nokkrar spár um lífslíkur núverandi ríkisstjórnar — má alltaf gera ráð fyrir þeim möguleika að kjósa þurfi áður en kjörtímabilið er á enda. Nauðsynlegt er að hin nýja stjórnarskrár- nefnd gangi í takt við tímann í störfum sínum, einnig hvað þann möguleika varðar. Varla eru skiptar skoðanir um það, að almenn, persónubundin þegnréttindi skuli vera sem jöfnust í landinu, án tillits til búsetu. Kosningarétturinn, þ.e. rétturinn til að hafa áhrif á skipan p|ií»ír0^w!í>la«j>t(í> Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Frá afhjúpun minnisvarðans sl. laugardag Ljósmynd Þorsteinn ErlinKsson ynirri. Afh júpaður minnis- vardi um Þorstein Erl- ingsson að Skógum MINNISVARÐI um Þorstein Erlingsson skáld var afhjúpaður við Héraðsskólann í Skógum undir Eyjaf jöllum sl. laugardag, en þann 27. september voru liðin 120 ár frá fæðingu skáldsins í Stóru-Mörk undir Eyjaf jöllum. Nú eru einnig liðin 100 frá fæðingu Guðrúnar J. Erlingsson, konu hans, en steinsúla varðans er sótt í æskusveit hennar í Hrunamannahreppi. Sonur skáldsins, Erlingur Þorsteinsson læknir, gaf Skógaskóla mynd skáidsins steypta 1 brons og er hún steypa af mynd þeirri sem Ríkarður Jónsson listamaður mótaði. Einnig er afsteypa af þessari mynd á Miklatúni í Reykjavík. Sverrir Magnússon skóla- stjóri bauð gesti velkomna með ávarpi en síðan tók Erlingur Þorsteinsson tfl máls og gerði grein fyrir aðdraganda þess að minnisvarðinn var reistur á skólasetrinu í Skógum og afhenti skólanefnd Skógaskóla og skólanum hann til varð- veizlu. í ræðu sinni sagði Erlingur Þorsteinsson m.a., „að á bæði fótstall styttunnar á Miklatúni og styttunnar í Skógum eru letraðar sömu ljóðlínurnar úr kvæði Þor- steins, Brautinni: „Jeg trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni." Á minnisvarðanum Hlíðarendakot stendur: við Erlingur Þorsteinsson, læknir, afhendir Skógaskóla minnisvarð- ann „Mig langar að enginn sá lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni.“ Þessar ljóðlínur eru lof- söngur um sannleikann, og tel ég þær svo einkennandi fyrir skáldið, að á betra verði ekki kosið, því að sannleiksást held Ig að hafi verið einn sterkasti páttur í lyndiseinkunn og hugarfari Þorsteins Erlings- sonar. Nú kann ýmsum að þykja einkennilegt að tveir minnis- varðar skuli rísa í sveitum þeim, sem Þorsteinn var fædd- ur og uppalinn í. Skýringin er einfaldlega sú, að hér er um tvö ólík listaverk að ræða og er þessi mynd Ríkarðs, eins og ég gat um áðan, talin vera mjög lík skáldinu. Ég hafði því mikinn áhuga á að koma henni upp undir Eyjafjöllum. Fyrst hafði ég í huga að hún risi við Stóru- Mörk, þar sem Þorsteinn fæddist, en ýmis rök mæltu með því að Skógar yrðu fyrir valinu, þar sem menntastofnun og byggðasafn eru staðsett, og auk þess nú í þjóðbraut, þar eð hringvegurinn er og verður mjög fjölfarinn." Erlingur sagði, að þessi hugmynd hefði þegar fengið góðar undirtektir forráða- manna Skógaskóla og þakkaði hann þeim sérstaklega þeirra framgöngu í þessu máli. Sonar- dóttir skáldsins, Guðrún Erlingsdóttir, afhjúpaði minnisvarðann. Aðrir sem til máls tóku við þessa athöfn voru: sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, formaður skólanefndar Skógaskóla, og Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri. Þökkuðu þeir Erlingi Þorsteinssyni og fjölskyldu hans fyrir gjöfina, sem á komandi árum myndi setja mikinn svip á skólasetrið, minna varanlega á skáldið og Rangæinginn Þorstein Erlings- son og vekja áhuga nemenda á að lesa og læra ljóð hans. Félagar úr Kirkjukór Eyvindarhólasóknar sungu undir stjórn Þórðar Tómas- sonar nokkur ljóð Þorsteins Erlingssonar milli atriða. Gott haustveður setti fagran svip á athöfnina. Að lokum buðu skólanefnd Skógaskóla og Rangárvallasýslu gestum til veitinga í borðsal Skógaskóla en þarna voru mættir hátt á annað hundrað gestir. — Markús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.