Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978
30
Garðar Halldórsson, Friðgeir Grímsson og Jórunn Á. Guðmunds-
dóttir.
ins. Og ennfremur eru þar
birtar töflur og línuritum til-
kynnt vinnuslys í hinum ýmsu
atvinnugreinum. Þar kemur
m.a. fram aö í iðngreinum verða
flest slys á hvert mannár í
trésmíðaiðnaði. Á línuriti yfir
skiptingu vinnuslysa eftir ald-
ursflokkum kemur fram að hér
á landi er mjög áberandi hve
mörg slys eru í aldursflokknum
16—20 ára. Þetta mun vera naer
óþekkt fyrirbrigði á hinum
Norðurlöndunum, en t.d. í Dan-
mörku verða flest vinnuslysin í
aldursflokknum 26—30 ára.
Flest vinnuslys
í trésmíðaiðnaði
Öryggiseftirlit ríkisins á
fimmti'u ára afmæli um þessar
mundir, en 1. júlí 1928 öðluðust
fyrstu lögin um vinnuvernd,
þ.e. lög um eftirlit með verk-
smiöjum og vélum, gildi. Rcglu-
gerð um þessi mál tók gildi í
febrúar 1929 og að sögn Frið-
gcirs Grimssonar öryggismála-
stjóra hóíst starf Öryggiseftir
litsins í raun á því tímamarki.
Núgildandi lög um öryggisráð-
stafanir á vinnustöðum eru frá
árinu 1952, en síðan hafa
nokkrar breytingar verið gerð-
ar á þeim og að sögn Friðgeirs
er endurskoðun á þeim lögum
hafin. í tilefni afmælisins hefur
Öryggiseftirlitið látið vinna
skýrslu um starfsemina yfir
árin 1928—1978 og var efni
hennar kynnt á fundi með blm.
í gær.
Tveir menn í byrjun
Hinn 9. júní 1929 voru tveir
skoðunarmenn skipaðir í Örygg-
iseftirlitið og var annar þeirra
Þórður Runólfsson sem síðar
tók við embætti öryggismála-
stjóra. í fyrstu skoðunarferðum
þeirra um landið var eftirlitinu
tekið heldur fálega af eigendum
fyrirtækja og þótti þessi af-
skiptasemi af hálfu ríkisins
óþarfi, en fyrsta árið var
meginhluti eftirlitsskyldrar
starfsemi utan Reykjavíkur
skoðaður og skrásettur eða alls
113 fyrirtæki. Var sá háttur
hafður á að skoðunarmenn
fengu greidd föst laun úr
ríkissjóði, en skoðunargjöld
samkvæmt sérstakri gjaldskrá
áttu að renna í ríkissjóð. En
fyrsta árið innheimtist ekkert
af þeim gjöldum, — þar sem
menn neituðu einfaldlega að
greiða þau. Þótti sýnt að gjald-
skráin sem var að miklu leyti
saman út frá ágizkunum um
fjölda fyrirtækja og véla, væri
50% of há miðað við að tveir
menn störfuðu við eftirlitið. Var
úr því bætt með lækkun gjald-
anna. Ymsir aðrir byrjunarörð-
ugleikar voru í vegi fyrir því að
eftirlitið gæti starfað á þann
hátt sem til var ætlast sam-
kvæmt lögunum og þá ekki sízt
samgönguörðugleikar.
Árið 1940 var Þórður Runólfs-
son skipaður skoðunarstjóri
verksmiðju- og vélaeftirlitsins
og um haustið 1940 var Friðgeir
Grímsson núverandi öryggis-
málastjóri, skipaður skoðunar-
maður í Reykjavík. Ennfremur
voru nokkrir menn skipaðir
aðstoðarskoðunarmenn úti á
landi. Núverandi starfslið Ör-
yggeftirlitsins er öryggismála-
stjóri, þrír starfsmenn á skrif-
ÖRYGGISEFTIRLIT
RÍKISINS
50 ÁRA
SKÝRStA
UM STARFSEMINA
1928—1978
segir í skýrslu
Öryggiseftirlits-
ins sem gefin
hefur verid út
í tilefni 50 ára
afmælis þess
stofu, 3 öryggiseftirlitsmenn, 5
öryggisskoðunarmenn, 1 um-
dæmisskoðunarmaður, 3 í því
starfi að hluta og 23 aðstoðar-
skoðunarmenn að hluta.
Lögin um öryggisráðstafanir
á vinnustöðum taka til sérhverr-
ar starfsemi, þar sem tveir
verkamenn eða fleiri vinna eða
notuð er orka, sem er eitt
hestafl eða meira, hvort tveggja
þó með nokkrum undantekning-
um. Siglingar, fiskveiðar, loft-
ferðir, vinna í einkaíbúð vinnu-
veitanda, allur almennur bú-
rekstur og almenn skrifstofu-
vinna eru m.a. undanþegin
lögunum. Á fundinum með blm.
sagði öryggismálastjóri að það
væri að sínu áliti mjög miður að
eftirlitið tæki t.d. ekki til
búreksturs, en engin hefði þar
eftirlit með höndum. Þó væru
þau mál til athugunar.
Flest slys í aldurs-
flokkunum 16—20
ára
Öryggiseftirlitinu ber að
framkvæma rannsókn á orsök-
um vinnuslysa, sem eru tilkynn-
ingarskyld samkvæmt lögum
um öryggisráðstafanir á vinnu-
stöðum. I skýrslunni er sérstak-
ur kafli um vinnuslys og slysa-
rannsóknir, en á árunum
1970-1977 hafa 73-111 vinnu-
slys verið tilkynnt til eftirlits-
Skýringin er sennilega sú að
sögn Garðars Halldórssonar að
ungt fólk kemur reynslulítið í
hættuleg störf á vorin, en þá
verða flest slys í þessum aldurs-
flokki. Erlendis er unga fólkið
mikið við nám allt árið eða
gegnir herþjónustu.
Þá er á línuriti hægt að sjá að
flest slysin verða á vorin og á
fyrstu skammdegismánuðum
vetrarins. Hér á landi verða
flest vinnuslysin um miðja
vikuna en á hinum Norðurlönd-
unum munu mánudagar hafa
hæstu slysatöluna. Áverkar í
vinnuslysum hljótast í flestum
tilvikum vegna þess að menn
klemmast eða festast í vélum og
í langflestum tilvikum eru það
fingur sem verða fyrir áverkum.
í 80% tilvika er það yfirsjónir í
starfi sem orsaka vinnuslysin en
í 20% tilvika ónógur búnaður.
Á fundinum sagði Friðgeir
Grímsson að það væri mjög
sjaldgæft að lokað væri hjá
fyrirtækjum vegna ónógs örygg-
isútbúnaðar, en heimildin til
lokunar væri í lögunum bundin
við það að um sérstaka hættu
væri að ræða fyrir líf eða
heilbrigði verkamanna eða ann-
arra. Þó hefði það nýlega gerst
að fyrirtæki var lokað vegna
ónógs öryggisútbúnaðar. Hann
sagði að eftirlitið skoðaði fyrir-
tæki og vinnustaði einu sinni á
ári að jafnaði, en á afskekktum
svæðum annað hvert ár á
stundum. En fyrirtæki eins og
t.d. Straumsvík væri háð stöð-
ugu eftirliti á hálfs mánaðar
fresti. Eðlilegast kvaðst hann
sjálfur telja að eftirlitið yrði
sjálft fært inn á vinnustaðina
þar sem trúnaðarmenn eða aðrir
gerðu síðan eftirlitinu viðvart
um brot gegn lögunum.
Sá háttur hefur verið hafður á
hér á landi að eigendur eða.
vinnuveitendur greiða eftirlits-
gjald ár hvert fyrir skoðun
fyrirtækja þeirra, en það sagði
Friðgeir að þekktist ekki með
öðrum þjóðum, svo vitað væri.
En allvíða væri það þannig að
fyrirtæki og einstaklingar
greiddu fyrir sérstaka þjónustu
sem eftirlitið þarf að fram-
kvæma svo sem þrýstiprófanir
og annað. Það væri eðlilegt að
breytinga væri þörf varðandi
það fyrirkomulag greiðslna sem
í gildi væri í dag.
í skýrslunni má finna fjölda
gagnlegra upplýsinga, en undir-
búning að línuritunum hefur
Jórunn Guðmundsdóttir skrif-
stofustjóri hjá Öryggiseftirlit-
inu unnið, en lokastarfið við þau
hafði Garðar Halldórsson um-
dæmistæknifræðingur með
hendi.
Hjálparsveitir skáta
yara við hugsanleg-
um náttúruhamförum
ÁTTUNDA landsþing Lands-
sambands hjálparsveita skáta
var haldið dagana 22.-23.
september s.I. í Kópavogi. Á
þinginu fékk nýstofnuð sveit.
Iljálparsveit skáta f Aðaldal.
formlega aðild að sambandinu.
en fyrir í sambandinu eru tíu
sveitir víðs vegar um landið.
Landsþingið kaus Landssam-
handinu stjórn fyrir næsta
starfsár og skipa hana Tryggvi
Páll Friðriksson. formaður.
Sveinn Jóhannsson. varafor-
maður. Arnfinnur Jónsson,
ritari. Sigurður Konráðsson,
gjaldkeri og Sigurður Ilansson.
meðstjórnandi.
Á þinginu var samþykkt
sérstök ályktun vegna hugsan-
legra jarðskajlfta á Suðurlandi
og segir m.a. i henni:
„Áttunda landsþing Lands-
sambands hjálparsveita skáta
vekur athygli á skýrslu vinnu-
hóps Almannavarnarráðs um
jarðskjálfta á Suðurlandi og
varnir gegn þeim. Þingið hvetur
ríkisvaldið og sveitarstjórnir á
Suðurlandi til skjótra og mark-
vissra aðgerða.
Margt bendir til þess að
þessar náttúruhamfarir séu nær
en margur h.vggur og áhrif
þeirra geti orðið mjög eyðandi
og manntjón verulegt.
I samstarfssamningi milli
Almannavarna ríkisins og
Hjálparsveita skáta, hafa
hjálparsveitirnar tekið að sér
viðamikil verkefni, svo sem
fyrstu hjálp á vettvangi, sjúkra-
flutninga, starfrækslu og
uppsetningu fyrstu hjálpar
stöðva og aðstoð við
uppsetningu og rekstur vara-
sjúkrahúsa.
Enda þótt hjálparsveitirnar
eigi allgóðan útbúnað er ljóst að
mikið skortir á til þess að
sveitirnar geti staðið sómasam-
lega við sinn hluta samkomu-
lagsins. Þar er helzt um að ræða
skyndihjálparbúnað og fjar-
skiptatæki.
Næsta stórverkefni sveitanna
er að koma sér upp samræmdu
fjarskiptakerfi. Þarna er um
mikinn kostnað að ræða og
ráðast úrslit þessa máls á
viðbrögðum stjórnvalda við um-
sókn sveitanna um niðurfellingu
á tolli, vörugjaldi og söluskatti
við innflutning á fjarskipta- og
björgunarbúnaði.
Þingið leggur áherzlu á sam-
ræmt átak ríkisvalds, almanna-
varna, sveitarstjórna og
björgunaraðila til að koma
öryggismálum landsmanna í
viðunandi horf.“
Húsnæðismálastofnun ríkisins:
Húsnæðismálalánin
í fullu sam-
ræmi við þróun
byggingarvísitölu
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Hús-
næðismálastofnun ríkisinsi
I blaðaskrifum undanfarið hefur
m.a. verið staðhæft, að hlutfall
húsnæðislána gagnvart bygg-
ingarkostnaöi íbúðarhúsnæðis
hafi versnað mjög á síðustu árum.
Af því tilefni er nauðsynlegt að
eftirfarandi komi fram:
Byggingalán Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins, sem í daglegu
tali eru nefnd húsnæðismálalán,
hafa um langt skeið verið ákveðin,
að fjárhæð til, af húsnæðismála-
stjórn og félagsmálaráðherra í
samræmi við gildandi lög. Á
árunúm 1965—1970 var lögbundið
að fjárhæð lánanna skyldi vera í
fullu samræmi við þróun bygg-
ingarvísitölunnar, þannig, að stig-
hæsta byggingarvísitala líðandi
árs skyldi ráða fjárhæð bygg-
ingarláns ársins á eftir. Með
lögum nr. 30/1970 ákvað Alþingi
að fella þessu skyldutengingu láns
og vísitölu niður, jafnframt því,
sem það ákvað að lánsfjárhæðin
skyldi nema kr. 600.000.00 á hverja
þá íbúð, sem framkvæmdir hæfust
við 1971 og 1972. Engu að síður
hafa húsnæðismálastjórn og
félagsmálaráðherra alla tíð síðan
ákveðið fjárhæð byggingarláns í
fullu samræmi við stighæstu
byggingarvísitölu ársins á undan.
Meðan Hagstofa íslands birti
síðustu (og þá jafnan hæstu)
byggingarvísitölu hvers árs hinn 1.
nóvember var lánsfjárhæðin ætíð
ákveðin í samræmi við hana. Frá
og með 1975 er byggingarvísitala
hvers árs síðast birt pr. 1. október.
Hafa húsnæðismálastjórn og
félagsmálaráðherra ætíð lagt hana
til grundvallar ákvörðunum sínum
um fjárhæð byggingarlána næsta
árs á eftir, allt frá því að hún kom
til sögunnar. Verður því ekki
annað sagt en fjárhæð byggingar-
lánanna hafi á síðustu árum verið
í fullu samræmi við þróun bygg-
ingarvísitölunnar, eins og hér er
lýst.
Til frekari skýringar skal bent
á, að hinn 1. október 1975 var
vísitala byggingarkostnaðar 100
stig og hafði hækkað um 36.5% frá
1. nóvember 1974. í samræmi við
þessa hækkun var ákveðið að
hækka byggingarlánin úr 1.7 millj.
króna, sem giltu fyrir árið 1975, í
2.3 millj. króna fyrir árið 1976.
Hinn 1. október 1976 var vísitala
byggingarkostnaðar komin í 119
stig og hafði hækkað um 19% frá
1. október 1975. í samræmi við
þessa hækkun var ákveðið að
hækka byggingarlánin úr 2.3 millj.
króna pr. íbúð á árinu 1976 í 2.7
millj. króna pr. íbúð fyrir árið
1977. Hinn 1. október 1977 hafði
byggingarvísitalan hækkað í 159
stig og hafði þá hækkað um 33.6%
frá 1. október 1976. I samræmi við
það voru byggingarlánin hækkuð í
3.6 millj. krópa pr. íbúð fyrir árið
1978.
Til viðbótar þessu má benda á,
að á árinu 1974 ákvað húsnæðis-
málastjórn að miða lánsrétt íbúða
við fokheldisár þeirra í stað þess
að miða við byrjunarframkvæmdir
þeirra, eins og áður var. Var það
sjónarmið lagt til grundvallar
þessari ákvörðun, að sanngjarnara
væri að miða lánsfjárhæðina við
sem næst miðjan byggingartím-
ann fremur en upphaf hans.
Enginn vafi er á, að þessi ákvörð-
un var húsbyggjendum mjög í hag
og hefur leitt til þess, að mun
meira lánsfé hefur komið í þeirra
hlut en ella myndi hafa orðið.