Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. ÖKTÓBER 1978 Brezk sjávarútvegs- sýning hefst í dag BREZK ráðstefna og sýnins um úthúnað tækniþróun fiski- skipa hefst á Hótel Loftleiðum í dag. en það er fiskveiðideild hrezka sjávarúthúnaðarráðsins, sem Kengst fyrir ráðstefnunni og sýningunni, og lýkur ráðstefn- unni annað kvöld, 4. október. Á ráðstefnunni og sýningunni gefst útgerðar- og skipstjórnar- mönnum kostur á að skoða hluta af framleiðslu þeirra brezku fyrirtækja, sem framleiða út- búnað fyrir fiskiskip. og enn- Fjölmenni hlýddi á erindi Hjörleifs Hjörleifur Guttormsson líf- fræðingur og iðnaðarráðherra flutti í gær erindi í stofu 158 í Verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans, sem hann nefndi „Maður og umhverfi". Að sögn Einars B. Pálssonar prófessors var mikið fjölmenni við erindis- flutning Hjörleifs og urðu fjölmargir að standa, en alls rúmar stofan 90 manns í sæti. Erindi Hjörleifs er hið fyrsta af 11 erindum um umhverfis- mál á vegum Verkfræði- og raunvísindadeildar. Næsta erindi verður flutt 9. október n.k. en þær ræðir Unnsteinn Stefánsson prófessor í haffræði „Sjórinn sem umhverfi." fremur það nýjasta í þróun útbúnaðarins. Nítján brezk fyrirtæki munu sýna framleiðslu sína og þjónustu á myndum og fulltrúar þeirra og sjávarbúnaðarráðuneytisins verða á staðnum og svara fyrir- spurnum. Ráðstefnan verður sett kl. 10 árdegis í dag, og síðan verða fyrirlestrar fram eftir degi. Á morgun, miðvikudag, verða einnig fyrirlestrar um búnað brezkra skipa fram eftir degi, en ráðstefn- unni verður slitið kl. 15.45. Almenningur á kost á að skoða sýninguna í Loftleiðahótelinu frá kl. 19.30 til 21.30 á morgun, miðvikudag. Aukaþing SUS: ÞINGFULLTRÍJAR á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna komu saman við minnisvarða Bjarna Benediktssonar, Sigríðar Björnsdóttur og dóttursonar þeirra að lokinni messu í Þingvallakirkju skömmu fyrir hádegi á sunnudag. Þar lagði Jón Magnússon, formaður SUS, blómsveig að minnisvarðanum og minntist Bjarna heitins í stuttri ræðu. Myndin var tekin við það tækifæri. Ljósm. Mbl. RAX. Felldi tillögur um „endur- nýjun á forystu” flokksins A AUKAÞINGI Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var á Þingvölium um hclgina, voru felldar tillögur, sem voru efnis- lega á þá leið. að mcð tilliti til kosningaósigra Sjálfstæðisflokks- ins á þessu ári væri þörí á endurnýjun á forystu flokksins eða „breytingum á skipan for- ystumála flokksins.“ Ennfremur var felld tillaga um að í stjórn- málaályktun þingsins segði að fram þurfi að fara „markviss endurnýjun á forystu flokksins.“ Hins vegar var í ályktun þings- ins um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins samþykkt að við ríkjandi aðstæður væri fá- Sjómenn á Höfn í Hornafirði: „Sjómönnum verði tryggðar sömu launahækkanir og aðrir” Samþykkt að segja upp síldarverði SJÓMENN á Höfn í Hornafirði komu saman til fundar í Sindra- bæ á sunnudag 1. október og í fréttatilkynningu frá Farmanna- og fiskimannasambandi Islands segir. að þess hafi verið krafist, að tekið verði fullt tillit til hinna almennu launahækkana, sem orð- ið hafi í landinu þegar fjallað sé um kjör sjómanna. í ályktun fundarins segir, að á sama tíma og laun almennt í landinu hafi hækkað um 50—70% hafi laun sjómanna við síldveiðar hækkað lítið sem ekkert. Þá er þess krafist að vísitölu- kerfinu verði breytt þannig, að það tryggi jöfn kjör sjómanna og annarra launþega og er forystu- mönnum samtaka sjómanna falið að vinna að því í þeirri nauðsyn- legu endurskoðun á vísitölukerf- inu, sem nú stendur fyrir dyrum. Þá fól fundurinn forystumönn- um sjómanna að segja upp gild- andi verði á síld. Á sunnudag var ennfremur haldinn fundur með sjómönnum á Djúpavogi og þar var samþykkt að skora á stjórnvöld að gera þær ráðstafanir, sem tryggi sjómönn- um kjarabætur til jafns við aðra launþega. Einnig var samþykkt Iskorun til sjávarútvegsráðherra, að hann heimili sölu á sívarinni síld á erlendum markaði. mennisstjórn í flokknum og nauð- synlegt væri að fá fram breytingu á því en til þess að svo gæti orðið þyrfti „algjöra uppstokkun á forustumynstrinu að koma til.“ Bent var á í ályktuninni að æskilegt væri að taka upp svokall- aða þrískiptingu forystunnar eða að auk formanns og varaformánna flokksins og þingflokks væru kjörnir formaður og varaformaður miðstjórnar flokksins. í allsherjarnefnd þingsins, sem hafði til umfjöllunar stjórnmála- ályktun þingsins, lagði Þorvaldur Mawby fram tillögu þess efnis að í framhaldi af því sem lögð væri áhersla á að Sjálfstæðisflokkurinn hæfi þegar undirbúning að ítar- legri og samræmdri stefnumörkun kæmi eftirfarandi: „Samhliða fari fram markviss endurnýjun á forystu flokksins." Var samþykkt í allsherjarnefndinni með 9 atkvæð- um gegn 5 aö þetta skyldi standa í ályktuninni. Þegar stjórnmála- ályktunin kom til afgreiðslu á þinginu urðu töluverðar umræður um þetta atriði og töldu margir ræðumanna að þing SUS væri ekki vettvangur til að beina spjótum sínum að forystu flokksins með þessum hætti. Landsfundur flokksins ætti að taka ákvörðun „Bara glópalán” Rúmlega sjötugur maður vinnur hæsta vinning í Getraunum, 740 þúsund krónur „ÞETTA er bara alger tilviljun. eintómt glópalán,“ sagði Njáll Guðnason 1 samtali við Mbl. í gærkvöldi, en þá hafði nýlcga komið í ljós að Njáll hafði hlotið 12 rétta í Getraununum og hlotið í verð- laun 740 þúsund krónur. hæstu verðlaun í Getraunum til þessa. Njáll var sá eini, sem fékk 12 rétta og hlaut hann því 1. verðlaun óskipt. „Ég hef verið með í getrauna- starfseminni frá byrjun og svo hef ég líka selt getraunaseðla fyrir hann Árna son minn en hann hefur verið með seðla fyrir Val og ég er verkstjóri í Afurðasölunni og hef selt strákunum þar seðla," sagði Njáll. „Ég hef tvisvar unnið áður, en þá aðeins smáupp- hæðir,“ bætti hann við. „Ég fylli vanalega út 2 seðla en í þetta skipti breytti ég útaf og fyllti út 3 seðla og vinningur- inn kom einmitt á aukaseðil- inn,“ sagði Njáll. „Ég nota engin kerfi við þetta, spái aðeins í það hvernig liðunum gengur og reyni að spá í samræmi við það, en auðvitað vill það bregðast eins og gengur." Njáll sagðist hafa áhuga á íþróttum þótt hann hefði ekki stundað þær sjálfur. „Ég fór mikið á knattspyrnuvöllinn í gamla daga, sérstaklega þegar hann Árni sonur minn var að leika með Val og landsliðinu en núna er ég mikið til hættur að fara á völlinn enda orðinn rúmlega sjötugur." Njáll sagðist ekkert vera búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera við peningana, líklega væri bezt að geyma þá til elliáranna. En hann kvaðst að Iokum vera ákveðinn í því að halda áfram að taka þátt í getraunum. Guðrún Þorsteinsdóttir og Njáll Guðnason um hverjir veldust til forystu í flokknum og þar væri vettvangur til að fjalla um mál, sem þetta. Þorvaldur Mawby sagði í ræðu að hann teldi að skapa þyrfti svigrúm til breytinga á forystu flokksins. Kjartan Gunnarsson, Jón Magnús- son og Kjartan Jónsson báru fram tillögu um að fyrrnefnd setning um „endurnýjun á forystu flokks- ins“ yrði felld út úr stjórnmála- ályktuninni og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 4. Þá báru þeir Ásgeir Hannes Eiríksson og Einar Pétursson fram tillögu í allsherjarnefndinni að inn í stjórnmálaályktunina kæmi setning þar sem segði að ungir sjálfstæðismenn vildu gjalda varhug við að „taka ekkert tillit til framkomins vilja kjósenda flokksins í skoðanakönnun sam- fara prófkjöri við val á framboðs- lista til Alþingis í Reykjavík sl. vetur.“ Var samþykkt í allsherjar- nefndinni að taka þetta inn í ályktunina með 9 atkvæðum gegn 5 en við afgreiðslu stjórnmála- ályktunarinnar á þinginu var þetta fellt út úr henni með öllum greiddum atkvæðum gegn tveim. Á þinginu báru þeir Jón Bragi Gunnlaugsson, Guðmundur Snorrason og Örn Kærnested fram tillögu þar sem sagði að í í þeim kosningum sem fram fóru í maí og júní síðastliðnum hafi kjósendur kveðið upp „þann dóm að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki staðið við gefin loforð eða stefnu Sjálfstæðisflokksins síðast- liðin fjögur ár.“ Þá sagði í tillögunni: „Aukaþing SUS telur með tilliti til hinna miklu kosn- ingaósigra að endurnýjunar sé þörf á forystu flokksins og slíka breytingu forsendu þess að Sjálf- stæðisflokkurinn öðlist á ný þann sess í íslensku þjóðfélagi sem hann á skilið." Við umræður um tillögu þremenninganna bar Friðrik Sophusson fram aðra tillögu, þar sem sagði að með tilliti til kosningaósigra flokksins á þessu ári teldi aukaþingið „þörf breyt- inga á skipan forystumála flokks- ins. Þess vegna vekur þingið sérstaka athygli á ályktun þings- ins um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins, þar sem farið er fram á algjöra uppstokkun á forystúmynstrinu." Þegar tillaga Friðriks lá fyrir drógu Jón Bragi, Guðmundur og Örn sína tillögu til baka en lýstu yfir stuðningi við tillögu Friðriks. Tillaga Friðriks kom hins vegar til atkvæða og var felld með 33 atkvæðum gegn 28 atkvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.