Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978
13
Kórfélagar hafa einnig lagt fram
fjármuni og safnað fé og fyrirtæki og
einstaklingar hafa tekið þessu fram-
taki vel og stutt það með fjárfram-
lögum.
Hvað húsið mundi kosta við
„eðlilegar aðstæður"? Trúlega á
bilinu 30—40 milljónir, með vinnu og
um sem unnið geta að verkinu. Það er
svo ákveðinn kjarni sem leiðir
starfið. En það er ekki sízt fyrir
stuðning bæjarfélagsins og bæjarbúa
almennt sem þetta hefur verið
mögulegt og þá með tilliti til
lóðarúthlutunar og fjárframlaga.
Bærinn veitti okkur fjárstuðning og
samkomulag var gert um aðstöðu í
Ljósmyndir Árný flerbertsdóttir.
RRBYGGINGAVÖRUR HF
Suöurlandsbrau t 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö)
STÁL OG EMELERAÐIR
ELDHÚ SVASKAR
Emeleruðu vaskarnir eru fáanlegir í brúnum, grænum og gulum lit.
öllu. Við mundum aldrei láta það
fyrir minna.“
Hvenær er áætlað að ljúka því?
„Allar áætlanir hafa verið frá degi
til dags hjá okkur. Við vonumst til að
ljúka því eftir eitt til tvö ár. Það sem
komið er hefur tekið tvö ár að vinna,
svo vonandi verðum við búnir eftir
eitt og hálft ár.
Herbergjaskipanin? Á neðri hæð-
inni er samkomusalur, nokkuð stór
aðalinngangur, æfingaaðstaða fyrir
kórinn, eldhús og salerni. Efri
hæðinni, sem er um 300 fm að
gólfflatarmáli, er að miklu leyti
óráðstafað enn. En við teljum að
þegar húsið verður fullbyggt þá verði
það fullkomið fyrir allar skemmtan-
ir, fyrir kórinn og tónlistarhópa sem
vilja koma fram. Þannig að húsið
verði eins konar stjarna í tónlistar-
lífinu í bænum, því ætlunin er að
hlúa að allri tónlist, aðallega söng og
svo hljóðfæraleik."
Hefur þetta framtak ykkar verið
erfitt í framkvæmd?
„Við viljum nú meina að fá félög
gætu þetta, m.a. vegna þess að í
kórnum eru menn úr öllum iðngrein-
húsakynnunum fyrir daggæzlu hér á
bakvið.”
Hvað með eignarréttinn að hús-
inu?
„Það er karlakór Keflavíkur sem á
húsið. Frá því var gengið í starfslög-
um kórsins áður en framkvæmdir
voru hafnar að byggingunni. Þeir
sem hér gefa vinnu sína eru ailir
jafnir, það skiptir ekki máli hvort
unnar eru hundrað stundir eða tvær.
Þá var einnig frá því gengið, að ef
kórinn legðist af einhverjum ástæð-
um niður þá gengi húsið til bæjarins.
Að lokum? Jú, kórinn á 25 ára
afmæli núna 1. desember n.k. og um
það leyti munum við halda sam-
söngva fyrir styrktarfélaga kórsins.
Þá er líka ástæða til að koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra
sem stutt hafa kórinn við byggingu
þessa húss.“
Á meðan ljósmyndarinn myndaði
þá félaga og húsið heyrði ég því
fleygt, að þegar vinna stæði yfir við
húsið heyrðust digrar karlaraddir
syngja háum rómi um allt næsta
nágrenni. Eitt kvöldið sem unnið var
söng enginn — en kona í næsta
nágrenni saknaði söngsins og lét þess
getið daginn eftir. — ÁJR.
Iðnaðarbankinn:
Endurbætir
IB-lánakerfið
IÐNAÐARBANKI íslands hefur gert nokkrar breyting-
ar á hinni nýju þjónustu sinni, hinu svokallaða
IB-lánakerfi, sem bankinn kynnti fyrir hálfu ári og að
því er segir í fréttatilkynningu bankans reyndust
undirtektir mjög góðar, svo að fjöldi fólks hefur stofnað
til viðskipta við bankann í mánuði hverjum.
í tilkynningunni kemur fram, að
framundan séu þau tímamót að nú
Biskupinn
í Kanada
BISKUP íslands er um
þessar mundir staddur í
Kanada. Þangað hélt hann
sl. mánudag og mun þar
taka þátt í hátíðahöldum
vegna 100 ára afmælis
Fyrstu lúthersku kirkjunn-
ar í Winnipeg.
Fyrsta lútherska kirkjan í
Winnipeg hefur verið stærsti
söfnuður íslenzkra manna í
Kanada. Sunnudaginn 8. októ-
ber verða þar tvær hátíðarguð-
þjónustur, önnur á ensku, hin á
íslenzku. Prédikar biskup við
þær báðar. I þessari viku
heimsækir biskup byggðir ís-
lendinga í Manitoba.
kómi fyrstu útlán til sögunnar, þar
sem sparnaður á fyrstu reikning-
unum í 6 mánaða flokknum væri
að ljúka. Þætti eölilegt að bankinn
endurskoðaði hámarksinnborganir
á 6 mánaða fresti með hliðsjón af
verðlagsbreytingum svo og hefur
verið farið eftir ýmsum tillögum,
sem bankanum hafa borizt frá
viðskiptamönnum um ýmis atriði
er betur mættu fara.
Þannig hefur nú verið stofnaður
nýr 18 mánaða flokkur og er
hámarks innborgun 50 þúsund kr.
á mánuði, svo og hefur hámark
mánaðarlegra innborgana verið
endurskoðað og tekur til nýrra
reikninga frá 1. október. Nemur
hækkunin um tíu þúsund krónum í
hverjum flokki. Loks hefur verið
ákveðið að gefa fólki kost á að
framlengja samning sinn um
IB-lán en í tilkynningu bankans
kemur fram að um slíkt hafi
honum borizt fjölmörg tilmæli.
Verður þá gefinn kostur á fram-
lengingu upp í næsta flokk, enda
lengist þá lánstíminn á móti.
Öllum reikningshöfum IB-lána
hefur verið sent fréttabréf og þeim
kynntar þessar breytingar.
Suöurlandsbrau t 4. Sími 33331. (H. Ben. húsið)
Hressi ngar leikf im i fyrir konur
Kennsla hefst í dag 5. október í leikfimisal Laugarness-
skólans.
Verið með frá byrjun.
Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun.
Uppl. í síma 33290 kl. 11—16.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.
—-------
FENNER
VALD P0ULSEN H/F
Suðurlandsbraut 10, sími 38520 - 31142.
Eigum ávallt fyrirliggjandi
Fenner reimar og reimskífur,
Fenner gírmótorar,
Fenner leguhús,
Fenner ástengi í miklu úrvali.
Látið okkur leiðbeina yður
um val á Fenner drifbúnaði.