Morgunblaðið - 05.10.1978, Page 18

Morgunblaðið - 05.10.1978, Page 18
MORGUNBLAÓIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 18 Gísli Jónsson menntaskólakennari: Tekið í streng með Sveini Fyrir skemmstu átti ég tal við (jamian bekkjarbróður, sem er búsettur í Svíþjóð. Hann er þar í allgóðu starfi, telst miðstéttar- maður og borgar 65 krónur í skatta af hverjum 100 sem hann aflar. A sama tíma hafa margir Svíar hætt að vinna, telja slíkt ekki borga sig og vilja heldur lifa á skattfrjálsum atvinnu- leysisbótum sem duga þeim til fæðis og klæðis. Hversu hag- kvæmt slíkt er fyrir sænskan þjóðarbúskap og þjóðarsiðferði í bráð og lengd er svo umhugsun- arefni. Þetta kom m.a. upp í huga minn eftir lestur hinnar stór- merku greinar Sveins Jónssorrar viðskiptafræðings sem birtist hér í blaðinu fyrir skömmu. Hún er jafnágæt og maðurinn sjálfur og hefur að vonum vakið mikla athygli. Fáar blaðagreinar, sem ég hef lesið upp á síðkastið, hefði ég sjálfur fremur viljað hafa skrifað. Ég hef lengi haldið því fram, að raunhæfasta kjarabót mikils hluta launþega á Islandi væri stórlækkun beinna skatta, og ég er enn þeirrar skoðunar. Meðal annars þess vegna hef ég um áratugi fylgt Sjálfstæðisflokkn- um, því að innan hans hefur verið að finna heilbrigðust viðhorf í skattamálum og sí- fellda viðleitni til þess að verjast ofsköttun af opinberri hálfu með öllu því misrétti og ranglæti sem henni hefur fylgt. Upp í huga minn koma nokkur dæmi, sem sögunnar vegna er ómaksins vert að tína til: 1. Fyrir forgöngu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var hætt að skattleggja tekjur manna af vinnu við byggingu eigin íbúða. 2. Tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fluttu á aiþingi 1951 þingsályktunartil- lögu til þess að lækka beina skatta og finna ný úrræði í fjármálum sveitarfélaga. 3. Árið eftir fluttu enn tveir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins frumvarp til laga um lækkun skatta, á fjölskyldufólki og láglaunamönnum. 4. Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir því að sparifé væri skatt- frjálst. 5. Fyrir forgöngu sjálfstæðis- manna fengu sveitarféiögin hluta af söluskatti svo að á sínum tíma var hægt að stór- lækka útsvör. 6. Árið 1951 flutti einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins frumvarp um afnám tekju- skatts. Einn andstæðinganna lýsti því sem „skemmtilegri fjarstæðu.“ 7. Tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins komu því til leiðar með tillögugerð 1951 að tekjuskattur var stórlækkaður (um 29% að meðaltali á ein- staklingum). 8. Sama ár fluttu þingmenn Sjálfstæðisflokksins tillögu um að allar giftar konur, hvort sem þær ynnu innan eða utan heimilis, yrðu sjálfstæðir skatt- greiðendur. 9. Bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri 1959 fluttu áskorunartillögu til al- þingis þess efnis, að skattlögð skyldi eyðsla en ekki vinna og tekjuskattur einstaklinga yrði afnuminn. Rök þeirra voru m.a.: a) Þeir sem mestu eyddu og mestan munað veittu sér, greiddu þá mesta skatta. b) Metið yrði að verðleikum spar- semi, ráðdeild og dugnaður. c) Ríkið sparaði stórfé vegna ódýrari skattheimtu (þess eru dæmi að skattar á íslandi hafi ekki staðið undir innheimtu- kostnaði). d) Misrétti vegna aðstöðumunar til að dylja tekjur stórminnkaði. 10. í upphafi Viðreisnar- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var tekjuskatt- ur af almennum launatekjum afnuminn, og tekjuskattur allur taldist þá til smámuna miðað við það sem oft hefur verið fyrr og síðar. Þegar bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á Akureyri fluttu tillögu til að fagna þessari beytingu, fengust ekki aðrir til þess, og bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins greiddu beinlínis atkvæði gegn því að afnema tekjuskatt af almennum launa- tekjum. Þessi dæmi verða að nægja í bili, en ættu að segja nokkra sögu. Alla tíð Viðreisnarstjórn- arinnar var fylgt hófsköttunun- arstefnu. Að sjálfsögðu snerist allt á verri veg í tíð stjórnarinn- ar, og í Endurreisnarstjórn Geirs Hallgrímssonar tókst ekki nema að litlu leyti að lagfæra það sem fyrr hafði aflagast. Þó voru á síðasta alþingi samþykkt ný skattalög sem horfa til verulegra bóta, ef til fram- kvæmda koma. Sveinn Jónsson skýrði svo vel efni þessa máls, að ég tel ekki þörf endurtekningar. Ég minni á dæmi frá Svíþjóð og Danmörku sem víti til varnaðar. Ég vek athygli á stefnu Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum. Ég treysti því að flokkur minn fylgi fast fram stefnu sinni gegn skattpíningu og skattráni, og á ég þá alveg sérstaklega við þau skattránsákvæði sem núverandi ríkisstjórn hefur sett með bráðabirgðalögum, sem þó að- eins má gera, að brýna nauðsyn beri til. Ég minni á kosningalof- orð Alþýðuflokksins í skatta- málum og þær vanefndir sem orðnar eru. Einhvern tíma hefði í þeim herbúðum heyrst orðið siðleysi af minna tilefni. Fámenni á íslandi er slíkt, að til þess að geta haldið uppi menningar- og velmegunarríki þarf hver þegn að vera a.m.k. tveggja manna maki. En það er ekki hvatning til dáða að taka 70 krónur af hverjum 100, af vinnutekjum manna, þegar verst lætur. Og lágmarkskrafa þegnanna er sú að mönnum sé ekki refsað eins og sakamönnum fyrir heiðarleika, dugnað og afburði. Akureyri. 28. september 1978 G.J. Fiskverð hækkar um 5% Kaupgjald sjómanna miðað við óbreytt aflamagn hækkar um 36% meðan annarra hækkar um 50-70% Á FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í dag var ákveðið að almennt lágmarksfisk- verð, er gildir frá 1. október til 31. desember 1978, skuli hækka að meðaltali um 5% frá því verði er gilti til septemberloka. Verðið var ákveðið af odda- manni nefndarinnar og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðssön, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Árni Benediktsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson af hálfu kaupenda og Ágúst Einars- son og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda. Sjómenn haldi sanngjörnum tekjum Fulltrúar kaupenda létu bóka, Á FUNDI útvarpsráðs í fyrradag var ákveðið um nokkrar nýjung- ar er verða munu í útvarpsdag- skránni á næstunni þegar vetrar dagskrá gengur í garð. Baldur Pálmason sagði í samtali við Mbl. að meðal nýrra þátta mætti nefna þátt Páls Heiðars Jónssonar og Sigmars B. Haukssonar sem yrði í morgunútvarpi alla virka daga vikunnar kl. 7i25—8>15. í þeim þætti ætti að vera ýmis konar fréttalegt efni úr ýmsum áttum og sitthvað fleira. Jónas Jónasson verður umsjónarmaður að þeir greiði atkvæði með þessari ákvörðun í trausti þess, að ríkis- stjórnin standi við það fyrirheit, sem gefið er í samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar, að hún muni beita sér fyrir lækkun framleiðslukostnaðar útflutnings- atvinnuveganna sem svarar 2—3% af heildartekjum, m.a. með lækk- un vaxta af afurðalánum og rekstrarlánum. Áherzla er lögð á, að þessi útgjaldalækkun komi fram sem fyrst og gildi frá upphafi þessa verðtímabils. Fulltrúar kaupenda lýsa því jafnframt yfir, að þótt þessi lækkun kostnaðar komi á móti fisk'verðshækkuninni, telji þeir rekstrarstöðu fiskvinnsl- unnar engan veginn fullnægjandi. Þeir greiði þó atkvæði með fisk- verðshækkun til þess að sjómenn haldi sanngjörnu tekjuhlutfalli miðað við aðrar stéttir og útvegs- þáttar þar sem ungt leiklistarfólk kemur við sögu og verður mánað- arlega á dagskrá, en leiklistarfólk- ið semur efnið og sér um þáttinn og hefur Jónas sér til aðstoðar. Þátturinn Bein lína verður í umsjá þeirra Vilhelms G. Kristinssonar og Kára Jónassonar, nýr þáttur um flugmál verður hálfsmánaðar- lega í umsjá Péturs Einarssonar og nýr þáttur um skólamál viku- lega en ekki er enn ákveðið með umsjónarmann. Þá verður einnig hálfsmánaðarlega þáttur með efni úr Húnaþingi og er það Magnús menn fái nokkrar bætur yegna aukins kostnaðar. Kjör sjómanna verri míðað við aórar stéttir Fulltrúar seljenda létu bóka. Á síðastliðnum 12 mánuðum hefur fiskverð hækkað um 35—36%. Á sama tíma hefur almennt kaup- gjald í landinu hækkað á bilinu 50—70%. Það er þvi ljóst, að kjör sjómanna hafa versnað verulega á síðastliðnu ári, sé miðað við aðrar stéttir. Frá því í júní síðast liðnum, þegar síðasta verð var ákveðið, hafa orðið verulegar hækkanir á öllum helztu gjaldaliðum útgerð- arinnar og má þar sérstaklega til nefna olíu, veiðarfæri og viðhald. Samtals nemur útgjaldaauki þorskveiðiflotans að frádregnum Ólafsson sem sér um hann. Á laugardagsmorgnum verður nýr tónlistarþáttur í umsjá Guð- mundar Jónssonar píanóleikara kl. 7:25 og 15 mínútna þættir um listir verða á dagskrá 3—4 kvöld í viku. Dagskrárlok verða yfirleitt undir miðnætti, nema á laugardögum, en þá eru á dagskránni danslög til kl. 1 eftir miðnætti. Nokkrar tilfærsl- ur aðrar verða í dagskránni svo sem á kvöldsögunni og útvarpssög- unni og útvarpssögu barnanna. Þá verður barnaleikrit á dagskrá kl. 17:20 á mánudögum. aflahlutum 5.600 m. kr. á ári vegna áhrifa gengisbreytingarinnar og innlendra kostnaðarhækkana síð- ast liðinna mánaða. Sú fiskverðs- hækkun, sem nú hefur verið ákveðin, gefur útgerðinni um 1400 m. kr. viðbótartekjur eftir greiðslu aflahluta eða einungis fjórðung af þeim útgjaldaauka, sem útgerðin hefur tekið á sig. Ennfremur nemur hreint tap þorskveiðiflot- ans á ári 4.300—4.400 m. kr. miðað við núverandi rekstrarskilyrði. Við fulltrúar seljenda mótmæl- um því eindregið að vandamál fiskiðnaðarins í landinu skuli á þann hátt flutt frá vinnslugrein- um yfir til útgerðar og sjómanna. Aðför að sjómönnum — Það er megn óánægja með þessa verðákvörðun og ég held að hún verði ekki skilin á annan veg en þann að hér sé um að ræða aðför að sjómannastéttinni, segir Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands Islands, er Mbl. innti hann eftir viðbrögðum hans við fiskverðsákvörðun. — Ef stjórnvöld telja sig hér vera að leysa einhvern vanda með því að hafa fiskverðið svona þá tel ég það ekki vera ríkisstjórn að mínu skapi ef skerða á launakjör sjómanna á þennan hátt. Sjómenn verða að hafa sambærileg kjör við aðrar stéttir og það hefur verið sagt að nær allir launþegahópar innan ASI hafi fengið kjaraskerð- ingu sína bætta, en hér hefur verið gleymt hópi 3 þúsund manna. I þessu sambandi má nefna að bréf hefur borizt frá ASÍ til allra aðildarfélaganna með beiðni um að falla frá uppsögnum samninga, en eftir þetta tel ég sjómenn ekki bundna af þeirri hvatningu, sagði Óskar að lokum. Ágúst Einarsson hafði þetta að segja um verðákvörðunina: — Hér er eingöngu verið að flytja vanda fiskvinnslunnar yfir á útgerðina og það stefnir nú óðfluga í svipað ástand og var á árunum ’74—’75 þegar útgerðin var rekin með tapi. Eg held að með þessu vérði sé miklu fremur verið að skápa fleiri vandamál en leysa. Ingólfur Ingólfsson forseti Far- manna- og fiskimannasambands Islands sagði að það væri auðvitað ljóst og kæmi rækilega í ljós með þessari verðákvörðun að sjómenn hefðu ekki hlotið sæti við það veizluborð sem ríkisstjórnin hefði sett upp fyrir háa sem lága. — Ég geri ráð fyrir að menn láti sér þetta lynda, sagði hann ennfremur, en ég fæ ekki betur séð en að upp komi annar vandi og enn meiri um áramótin er ákveða þarf fiskverð aftur og sjómenn hafa lausa samninga. I þessum málum hefur hallað mjög á sjómenn meðan aðrir fá sífelldar vísitölu- uppbætur. Litsjónvörp- in orðin 23,9% af heildinni SJÓNVARPSTÆKJUM fjölgar stöðugt í landinu og var tala þeirra um síðustu mánaðamót orðin tæplega 58 þúsund. Litsjónvarps- tækin sækja stöðugt á að sögn starfsmanna innheimtudeildar ríkisútvarps og var fjöldi þeirra í byrjun september 11.476," en 4. október var fjöldi þeirra kominn í 13.788. Svart-hvít tæki eru 46.304 og er því hlutfall litsjónvarps- tækja orðið 23,9%. Brezka fiski- tækjasýningin BREZKA fiskitækj asýningin og ráðstefna um búnað um borð í brezkum fiskiskipum hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Þeir voru fjölmargir, sem sóttu ráðstefnuna og hlustuðu á fyrirlestra sem þar voru fluttir. Þá voru mjög margir sem skoðuðu sýninguna sjálfa en hún byggist að mestu upp á myndum og upplýsingaritum um viðkomandi búnað. Brezk fyrir- tæki hafa Kristalsalinn á leigu á meðan ráðstefnan stendur yfir, og er sýningunni skipt niður í bása. Fimm nýir þættir í vetrardagskrá útvarps

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.