Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAOIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Höfum til einkasölumeðferðar 87 tonna eikarskip smíöaár 1962. Aöalvél Callesen árgerö 1977. 575—625 hestöfl. Skipið er vel búiö siglinga- og fiskleitar- tækjum. Reknetahristari. Kraftblökk. Aðalskipasalan Vesturgötu 17 símar 26560 og 28888 Heimasími 51119. Flugvél til sölu að 1/6 hluta. Upplýsingar í síma 35657 eftir kl. 7 á kvöldin. Byggingafélag alþýðu Til sölu 2ja herbergja íbúö í I. bygginga- flokki. Umsóknir berist skrifstofu félagsins Bræöraborgarstíg 47, R. fyrir 11. október n.k. Stjórnin. Iðnaðarhúsnæði Til leigu er 460 fm húsnæöi í Skeifunni meö tveimur stórum innkeyrsludyrum, lofthæð 6,5 metrar. Mjög gott skrifstofuhúsnæði fylgir. Ásigkomulag allt 1. flokks. Ákjósan- leg bílastæöi. Tilboö skilist á Mbl. fyrir helgi merkt: „Iðnaður — 1910“. 6. leikvika — leikir 30. sept. 1978. Vinningsröö: 2X2— 111 — 212 — X12 1. vinningur: 12 réttir — kr. 740.000- 4291 (Reykjavík) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 21.100- 581 6014 33820 34269 40591 3544+ 31074(2/11) 34003 34279 40930 4259 33797 34252 40241 Kærufrestur er til 23. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og aöalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafi nafnlauss seöils (+) veröur aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — í þróttamiöstööin — REYKJAVÍK \ Herdís Hermóósdóttir: Lög—eða ólög „LÍKLEGT að þessi skattur fái staðist“, segir Sijíurður Líndal um hina nýju skattheimtu ríkis- stjórnarinnar, heitir j;rein í Vísi miðvikudatiinn 13. september. Las ég Kreinina vandlejja eins og aðrar (jreinar hans áfíætar. En við lestur þessarar Kreinar er ekki laust við, að mér renni kalt vatn rnilli skinns og hörunda, og sú spurnint; vakni, hvort við séum nú þet;ar komin austur fyrir járn- tjald. Það leiddi svo aftur af sér umhut;sun um endurflutt frum- varp til lat;a um umboðsmann Alþintíis, sem flutt var af Pétri Sitrurðssyni ok Sverri Hermans- syni í febrúar 1977. En hver er orðinn réttarstaða íslenzkra borgara, þet;ar alþingis- menn sjálfir viðurkenna jafn t;reinilet;a ot; slíkt frv. ber með sér, að sérstaklega þurfi að stofna slíkt embætti til að t;æta réttarstöðu of! öryKRÍs hins almanna borgara t;at;nvart opinberri stjórnsýlu, opinberum stjórnvöldum oj; starfsmönnum. Hann virðist réttlaus íslenzki bort;arinn ofz orðinn þræll þeirra valdníðint;a, sem hika ekki við að beita hann slíkum fjárþvint;unum, sem hin nýja skattheimta ríkis- stjórnarinnar er í raun. Prófessorinn set;ir, að í stjórnarskránni séu ent;ar reglur um afturvirkni laga og dómstólar hafi því engin ákveðin fyrirmæli við að styðjast. Sjáifsagt er það rétt að nokkru leyti. En stjórnarskrá leyfir það ekki heldur, og þeir sem upphafs- menn voru að þeirri stjórnarskrá sem við búum við hafa sjálfsagt aldrei látið sér til hugar koma, að nokkur ríkisstjórn myndi grípa til slíkra bragða og því ekki reist við því skorður með sérstakri klásúlu |)ar um eins og t.d. Norðmenn hafa gert. í bók Bjarna Benediktssonar „Land og lýðveldi" segir frá ályktun Alþjóðanefndar logfræð- inga, sem haldið var í Aþenu í Grikklandi árið 1955, svohljóð- andi: „Við frjálsir lögfræðingar frá 48 löndum, sem komum saman í Aþenu í boði Alþjóðanefndar lögfræðinga, er helgar sig réttar- öryggi, sem á rætur að rekja til einstaklingsréttinda. sem þróazt hafa í aldalangri baráttu mann- kyns fyrir frelsi. Þessi réttindi hafa að geyma málfrelsi, ritfrelsi, frúfrelsi og frjálsan kosningarétt, til þesS' að Iðg ' séu sett af réttkjörnum fulltrúum fólksins og veiti öllum jafna vernd. Við lýsum áhygtíjum okkar yfir virðingar- leysi fyrir lögunum í mörgum heimshlutum og erum sannfærðir um, að varðveizla meginþátta réttlætisins sé forsendur fyrir varanlegum friði um víða veröld. Við lýsum því yfir: 1) Ríkið skal lúta lögum. 2) Ríkisstjórnir skulu virða rétt einstaklinganna í samræmi við réttarreglurpt; leggja sig fram um að hrinda þeim í framkvæmd. 3) Dómarar skulu fara að lögum, gæta þeirra og framkvæma af djörfunt; og óvilhilli og standa gegn allri ásókn ríkisstjórna og stjórnmálaflokka til að takmarka sjálfstæði þeirra sem dómara. 1) Lögfræðingar um heim allan skulu varðveita sjálfstæði starfs- stéttar sinnar, treysta rétt ein- staklingsins í skjóli laganna og krefjast þess að sérhver sakborn- ingur njóti sanngjarnrar máls- meðferðar. Við hvetjum alla dómara og lögfræðinga til að gæta þessara meginreglna og förum þess á leit við Alþjóðanefnd lögfræðinga, að hún helgi sig baráttunni fyrir alþjóðlegri viðurkenningu þessara reglna og fletti ofan af og afneiti öllum aðgerðum, sem beinast gegn réttaröryggi." Eg tel, að ef við berum saman það, sem í þessari ályktun felst og svo í orðum lagaprófessorsins íslenzka, er að verða illa komið fyrir réttaröryggi okkar íslend- inga. Og spursmál, hvort ekki væri rétt að kæra lagasetningu sem þessi skattalög núverandi ríkis- stjórnar fyrir mannréttindadóm- stóli Sameinuðu þjóðanna og teldi ég það ekki ómerkara en hunda- málið forðum að fela þeim til umsagnar, ef innlendir lagapró- fessorar geta ekki komið sér saman um hvað rétt sé að rangt í þessu tilviki. Eg virði svo, að aðgerðir sem þessar beinist sannarlega gegn réttaröryggi landsmanna. Því til sönnunar vil ég nefna það, sem mér virðist hættulegast í áliti og orðum prófessorsins. Hann segir, að það sem raunverulega hafi gerzt í þjóðfélaginu sc, að lögin væru að verða eitt helzta „stjórn- tæki“ við rekstur þjóðfélagsins, ekki sízt við stjórn efnahagsmála. Það þýðir í raun það, að óprúttin stjórnvöld skammta sjálfum sér rétt til að brjóta lögin og knésetja einstaklinginn þegar þau telja sér það henta. Og þá eru í landinu engin lög, heldur hnefarétturinn. Réttur hins sterka til að traðka á rétti smælingjans ef honum þykir koma sér betur að sitja yfir hlut hans. Og þá um leið réttur til að féfletta hann ef honum verður fjárvant. Prófessorinn segir, að þegar grundvöllurrnn var lagður að þeim stjórnskipunarlögum sem við bú- um við, hafi verið vandalítið að hafa í heiðri þá reglu að íþyngj- andi lög skyldu aldrei verða aftur fyrir sig, vegna minni umsvifa ríkisins. Þar með viðurkennir hann, að sú regla hafi gilt hér, sem sé óskráð lög. En hann segir annað og meira, sem ekki veldur minni hrolli. Hann telur, að dómstólar taki mið af þessum breyttu aðstæðum.-Með öðrum orðum: Hann telur líklegt. að íslenzkir dómarar brjóti allar 4 greinar ál.vktunar Alþjóðanefndar lögfræðinga frá Aþenufundinum 1955. En þá um leið eru engin lög til í landinu, segi ég enn og aftur, og' áhyggjur fundarmanna á þeim fundi um vaxandi virðingarleysi f.vrir lögunum á rökum reist ar hér á landi. En það er hart fyrir okkur Strandgötubúa hér á Eskifirði sem höfum verið að slást við einn anga þess kolkrabba sem hin opinbera ágengni „kerfisins" er orðin í formi hinna afturverkandi gatna- gerðargjalda, að vera aðeins ugg- andi um eitt, en þ.e. að stjórnvöld séu búin að krefja svo marga um hin (að okkar dómi) ólögmætu gjöld, að valdstjórnin löghelgi gjörninginn og níðist þar með á einstaklingnum og kollvarpi um leið upprunalegum tilgangi lag- anna um að vernda hann. Vernd- um lítilmagnans gegn hinum sterka er að engu orðin og um leið eru að mínu mati forsendur laganna brostnar, þegar lögin eru notuð til að auðvelda hinum sterka að hafa öll ráð hins getuminni í hendi sér. En þannig er þetta orðið. Því miður. Nærtækasta dæmið er stanzlaus kröfugerð og heitingar á hendur hús- og íbúðareigendum, rétt eins og íbúðarhús væru bara hreinn lúxus, en ekki lífsnauðsyn. Lög- gjafinn keppist við að reyna að gera lögin þannig úr garði, að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði fólks til fjárþvingunar gegn því, ekki sízt að kröfu kjörinna „full- trúa fólksins" heima í héraði, sem stanzlaust heimta „nýja tekju- stofna", sem auðvitað þýðir ekki annað en nýja skatta og auknar álögur. I því sambandi þykir mér rétt að benda fólki á að lesa grein í 4. hefti Sveitarstjórnamála 1978 eftir Hauk Harðarson bæjarstjóra og nefnist „Fasteignamat og álagning fasteignagjalda". Þar er lagt til að ný lög um gerð fasteignaskrár og álagningu fast- eignagjalda verði samin, en núver- andi lög úr gildi numin. Það lagafrumvarp verði samið að tilhlutan Sambands íslenzkra sveitarfélaga og félagsmálaráðu- neytisins. Síðan segir orðrétt: „Verði frumvarpið vel undirbúið og sveitafélögin sýna málinu verulegan áhuga, ætti að vera unnt að samþykkja það sem lög frá Alþingi fyrir lok nóvembermánað- ar næstkomandi, ef allir leggjast á eitt um að hraða undirbúningi þess og afgreiðslu". Já, mikið liggur nú við! En hvernig væri nú að hinn almenni skattgreiðandi færi að „sýna málinu verulegan áhuga“. Er ekki kominn tími til að fólk fari sjálft að spyrna við fótum og hætta að láta nýta sig eins og þræla? Því þó þessir háu herrar ákveði nýja „framreikninsstuðla" ár hvert og margfaldi fasteigna- gjöldin, verður það aldrei nóg, eins og hefur sýnt sig. Eða eru Islendingar orönir þær nátthúfur og heybrækur að ætla að una því að greiða síhækkandi fjársektir ævilangt fyrir að koma upp þaki yfir sig og sína eins og það sé orðinn stærsti glæpur hins íslenzka „lýðveldis"! Að lokum vil ég láta þess getið, að ég mun ekki virða þessi nýju skatta-lög. og ekki greiða eina krónu af þessum viðbótarálögum fyrr en dómur er fallinn um það, hvort þau séu löglega sett og jafnvel ekki þó svo dæmist vera, og tel mig hafa til þess ekki lakari rétt að brjóta þau, en ASÍ hafði til að brjóta þau lög, er sett voru á síðastliðnum vetri. Og ég trúi ekki fyrr en ég tek á, að ég rói þar ein á báti. Eskifirði. 14/9. 1978. Fallast á hvalkvóta Tokyo, 3. október. Reuter. JAPANIR ákváðu í dag að samþykkja aflakvóta þá sem Alþjóðahvalveiðinefndin (IWC) hefur ákveðið til vors 1979 samkvæmt áreiðanlegum heimild- um. Ákvarðanir IWC á fundi ráðsins í júlí hafa valdið Japönum miklum erfiðleikum en þeir eru mesta hvalveiðiþjóð heims ásamt Rúss- um. Japanska stjórnin ætlaði að krefjast aukinna kvóta á sérstök- um fundi IWC í Tokyo í desember en ákvað að fallast á ákvarðanir nefndarinnar vegna baráttu sem háð er gegn hvaiveiðum um allan heim og viðræðna um fiskveiðar við ríki sem hafa fært út lögsögu sína í 200 mílur samkvæmt heimildunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.