Morgunblaðið - 08.10.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 08.10.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÖBER 1978 5 Mynd úr ballettinum um Rauðhettu og úlfinn. Sjónvarp í dag kl. 15.30 og 18.20: Makbeð og Rauðhetta ÓPERAN „Makbeð“ eftir Verdi verður flutt í sjónvarpinu í dag kl. 15.30. Óperan er tekin upp á óperuhátíðinni í Glyndebourne. Fílharmóníuhljómsveit Lundúna leikur og er John Pritchard stjórnandi. Leikstjóri er Michael Hadjimischev. Þýðandi verksins í sjónvarpinu er Óskar Ingimarsson. Seinna um daginn er önnur kunn saga á dagskrá sjónvarpsins, í þetta sinn er ævintýrið kunna „Rauðhetta og úlfurinn" sýnt í ballettuppfærslu. Myndin er frá norska sjónvarpinu. Sjónvarp kl. 21.00: Barátta kynjanna og kynslóðabil Á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.00 í kvöld er breskt sjónvarps- leikrit eftir James Bride búið til sjónvarpsflutnings af Laurence Olivier. Leikritið nefnist Dafne (Daphne Laureola) óg var árið 1949 valið besta leikrit ársins. Laurence Olivier leikur einnig aðalhlutverk í verkinu ásamt Joan Plowright, Arthur Lowe og Bryan Marshall. Leikstjóri er Warus Hussein. Leikritið hefst í veitingahúsi þar sem nokkur sundurleitur hópur gesta er saman kominn. Þar á meðal er kona um fimmtugt og hún drekkur öll ósköpin af konjaki. Ungur maður sest við hlið hennar og konan tekur að syngja hástöfum og vekur með því athygli gestanna. Það eru ekki allir hrifnir af uppátækinu og hún móðgar einn gestanna. Síðar fer hún að segja hástöfum frá sjálfri sér og vill síðan fá heimilisfang allra gestanna því hún segist ætla að bjóða þeim í te. Ungi maðurinn sem settist við hlið konunnar verður hrifinn af henni en bíl- stjóri nokkur kemur og sækir hana. Unga manninum finnst hann vera of harður við konuna og þarna upphefjast handalögmál. Síðar i leikritinu er greint Laurence Olivier og Joan Plowright í hlutverkum sínum í „Dafne“. meira frá konunni og högum hennar. í upplýsingUm frá sjónvarpinu segir að myndin lýsi baráttu kynjanna og kynslóðabili. Þýðandi „Dafne“ er Dóara Hafsteinsdóttir. Flutningur leik- ritsin hefst kl. 21 og tekur 1 V2 tíma. Heimsfræg framleiðsla ITT hefur farið slíka sigurför um heiminn að óþarfi er hér að útlista gæði ITT. Gæðin þekkja allir. Viö bjóðum: IN-LINE myndlampa, Kalt einingarkerfi, Fullkomna fjar- stýringu og öruggt viöhald. Þegar þú berð saman verð og gæöi viö aðrar tegundir lit- sjónvarpstækja, þá kemstu að raun um aö ITT er rétta valið. Otrúlega hagstætt tilboðsverð Hagstæöir samningar viö ITT verksmiöj- una í Bretlandi, gera okkur mögulegt aö bjóða yður eitt vandaöasta litsjónvarps- tækiö á markaönum, fyrir ótrúlega lágt verö, eöa frá kr. 438.000 fyrir 20“ tommu tæki meö fjarstýringu. Já viö endurtökum fjarstýringin fylgir meö í þessu veröi. Otrúlegt en satt! Öruggt viðhald Viö leggjum mjög mikla áherslu á aö veita yöur bestu mögulega viöhaldsþjónustu. Auk þess sem sett hefur veriö á fót sérstök viðhaldsdeild fyrir litsjónvarpstæki hjá okkur sjálfum, veitir Radíóbær, Ármúla 38, Reykjavík alla viöhaldsþjónustu á ITT litsjónvarpstækjum. Tryggið yður tæki strax í dag _mync//ó/arL_ HÁSTÞÓRf Hafnarstræti 17 sími 22580, Suðurlandsbraut 20 sími 82733 Smrna býðnr allt það besta á Kanaríeyjnm NJOTIÐ SOLRIKRA SOLSKINSDAGA I VETRARSKAMMDEGINU GRAN CANARIA PLAYA DEL INGLES Eftirsóttustu gististaöirnir: Kóka, Roca Verde, Corona Roja, Eguenia Victoria o.fl. LAS PALMAS Don Carlos, eftirsóttustu íbúöirnar, alveg viö baöströndina. TENERIFE, blómaeyjan fagra. íbúöir og smáhýsi í PURTO DE LA CRUZ og á PLAYA DE LAS AMERICAS á suöurströnd Tenerife, þar sem vetrarsólin er svo örugg aö fólk fær endurgreidda þá ferðadaga sem sólin ekki skín. Nú er rétti tíminn aö panta sólarferðina, hafiö samband við okkur strax, því mikiö hefur bókast undanfarið. BROTTFARARDAGAR: 13, 28 október. 17 nóvember. 1, 8, 15, 22, 29 desember. 5, 12, 19, 26 janúar. 2,9,16,23 febrúar. 2, 9, 16, 23, 30 marz 6, 13, 20, 27 apríl. SUNNA BANKASTRÆTI 10. SÍMl 29122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.