Morgunblaðið - 08.10.1978, Side 14

Morgunblaðið - 08.10.1978, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 14 IVIynil um ungu kynslóóína í dag HÁSKÓLABÍÓ hóí í gær sýningar á bandarísku kvikmyndinni Saturday Night Fever, eða LaugardagskvöldsíáriÓ. í aðalhlutverkum er leikarinn John Travolta og er það leikur hans í þessari mynd sem fært hefur honum frægð og frama, en myndin hefur farið mikla sigurfór um Bandaríkin, Evrópu og víðar frá því að hún var frumsýnd fyrir 10 mánuðum. Laugardagskvöldsfárið hlaut góðar viðtökur þegar í upphafi og hjálpaði þar til að tónlistin í myndinni var vel þekkt meðal æskunnar, þar sem sum laganna höfðu komist í efstu sæti vinsældalista austan hafs og vestan um tveimur vikum áður en myndin var frumsýnd, Er myndin nú orðin ein tekjuhæsta kvikmynd sögunnar. Umrædd kvikmynd höfðar til þeirrar kynslóðar sem í dag er á aldrinum 15—25 ára. Margir á þessum aldri finnst þeim án efa kannast mjög við söguþráð myndarinnar og boðskap. Fyrir mörgum er viðfangsefnið ákaflega náið. í stuttu máli fjallar myndin um ungu kynslóðina í dag. Þunga- miðjan er skemmtanaþrá unga fólksins, diskóteklífið, tízkan og tónlistin sem þar þrífst. Víða er komið við. Fjallað er um kynslóða- bilið, vandamál í sambúð miðaldra foreldra og táningspilts. Asteytingarsteinninn þar er fram- tíð sonarins, en foreldrarnir, einkum faðirinn, sætta sig ekki við líferni pilts. Telja foreldrarnir að hið áhyggjulausa og stefnulausa hátterni piltsins sé ekki í þeim anda að það verði til að tryggja hann í framtíðinni. Mismunandi gæðamat kemur berlega í ljós. John Travolta leikur í myndinni ungan piit sem starfar í máln- ingarvöruverzlun. Pilturinn er að jafnaði uppfullur af áhugamáli sínu sem er dans og er sambúð hans við vinnuveitandann stirð á tímum. Uppsagnir og endurráðn- JiIIian horfir á fljúgandi furðuhlutinn nálgast R«y hjástrar við fjallið sitt Sagt frá myndinni „Olose Encounters“ sem Stjörnubíó er byrjað aö sýna í návist hins ókunna UNGUR maður stendur og mótar aí miklu kappi strýtulaga íjallslíki á stoíuborðinu heima hjá sér meðan sjónvarpið lætur móðan mása við hlið hans. Ung kona er á sama tíma að reyna að rissa upp mynd af •/ • * /j / i tómið. Skyndiiega er athygli þeirra beggja vakin á fréttafrásögn í sjónvarpinu og þegar á skjáinn kemur mynd af fjallinu Djöflaturni í Wyoming í Bandaríkjunum er eins og þau hjúin fái hugljómun hvort í sínu lagi, í skyndi tína þau saman alit sitt hafurtask og æða af stað til Atriðið, sem hér er lýst, er vendipunkturinn í kvikmyndinni „Close Encounter of the Third Kind,“ sem Stjörnubíó hefur nú byrjað sýningar á. Ungi maðurinn, Roy Neary, sem leikinn er af Richard Dreyfus, og unga konan, Jullian Guiler, sem Melinda Dillon leikur, hafa bæði orðið fyrir sömu reynslu — þau hafa komizt í snertingu við hið ókunna; fljúg- andi furðuhluti. Roy og Jillian eru ekki sömu manneskjur á eftir. Kona Roys yfirgefur hann ásamt börnunum, þar sem hann er farinn að hegða sér í meira lagi undar- lega, en Jillian hefur orðið fyrir því áfalli að hið ókunna afl tælir á brott son hennar fjögurra ára. Það er einna helzt hægt að líkja reynslu þeirra Roys og Jillian við það, að þau hafi orðið fyrir furðuljósum á líkan hátt og þegar fólk verður fyrir bifreiðum, en áverkinn þó aðeins minni háttar brunasár. Hins vegar hefur fyrir- bærið skilið eftir mark sitt djúpt í undirmeðvitund þeirra, einhvers konar strýtuímynd, sem þau geta ekki gert sér fyllilega grein fyrir en ásaækir þau Jillian og Roy og reyndar miklu fleiri, því að eftir frásögn sjónvarpsins af miklum varúðarráðstöfunum í grennd við Djöflaturn í Wyoming streymir þangað fólk sem hefur orðið fyrir áþekkri lífsreynslu og söguhetj- urnar. Þarna er þá fyrir hópur vísinda- manna undir forystu Frakkans Lacombe, sem franski leikstjórinn Francois Truffaut leikur, og hefur svæðið verið rammlega afgirt vegna tilrauna sem þarna fara fram varðandi fljúgandi furðu- hluti utan úr geimnum. Farið er með tilraunir þessar sem hernað- arleyndarmál, en engu að síður tekst þeim Jillian og Roy að brjóstast í gegn inn á tilrauna- svæðið og verða þar vitni að því þegar jarðarbúar ná í fyrsta sinn sambandi við verur utan úr geimnum. Hins vegar er óþarfi að eyðileggja spennuna fyrir kvik- myndahúsgestum með því að tíunda söguþráðinn frekar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.