Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 28 Útvegsbanki íslands á Seyðisfirði er í gömlu og virðulegu húsi. Ljósm. Mbl.i Þórl. ólafsson. „Er og verð alltaí Reyk- víkingur — en þó vil ég heldur búa úti á laudi“ Rætt viö Matthías Guðmundsson útibússtjóra Útvegsbanka íslands á Seyöisfiröi „Ég er og verð náttúrulega alltaf Reykvíkingur, en þó vil ég heldur búa úti á landi, hvernig þetta fer saman veit ég ekki, en það sama er með konuna mína. hún er Siglfirðingur og telur sig alltaf vera.jjótt hún hafi ekki búið þar í fjölda mörg ár,“ sagði Matthías Guðmundsson bankastjóri Útvegsbanka íslands á Seyðisfirði þcgar rætt var við hann á dögunum. Matthías og Helga Torfadóttir kona hans komu til Seyðisfjarðar í marz 1967, þegar síldarævintýrið stóð sem hæst og Seyðisfjörður var nokkurs konar .,Klondyke“ íslands. en skömmu eftir komu þeirra til Seyðisfjarðar fór sfldvciðunum hrakandi. Matthías er nú búinn að starfa í því sem næst 40 ár í Útvegsbankanum eða í nóvember n.k. Áður en hann kom til Seyðisfjarðar hafði hann starfað í 28 ár í Útvegsbankanum í Reykjavík, í Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Matthías er nú senn á förum frá Seyðisíirði, því hann hefur verið skipaður útibússtjóri Útvegsbanka íslands á Akureyri og tekur við því starfi síðar á árinu. „Ég kom hingað á Seyðisfjörð fullur bjartsýni, enda vonaði maður og eflaust allir, að þetta mikla ævintýri, sem hér var, héldi áfram. Annars var það svo, þegar við komum hingað, að okkur leist ekkert á Fjarðarheiðina, reyndar var ég búinn að fara yfir hana áður. En þegar við vorum að fara yfir heiðina, til að setjast að að Seyðisfirði, segir Helga kona mín: „Þetta förum við aldrei nema af nauðsyn." „Vissulega hefur þetta gjörsam- lega breytzt með árunum og nú förum við yfir heiðina þegar við þurfum yfir sumartímann án þess að blikna.“ — En voru ekki mikil viðbrigði fyrir ykkur að flytjast úr Reykja- vík í kaupstað sem Seyðisfjörð? „Viðbrigðin fyrir okkur voru ekki tiltakanlega mikil. Ég hef alla tíð haft áhuga á sjávarútvegi og fylgst vel með þróun mála þar. Hér kunnum við strax vel við okkur, margt aðkomufólk var á Seyðisfirði þegar við komum, mörgu þessu fólki kynntumst við fljótt og sumt þekkti ég áður að sunnan. Þá komumst við fljótt í kynni við Seyðisfirðinga eðlilega. Og Helga, sem gamall Siglfirðing- ur, dreif sig strax í síld.“ — En var ekki erfitt að takast við hlutina fljótlega eftir að þú fluttist hingað? Síldin hvarf snögglega á þessum árum og hálfgerð auðn virtist blasa við. „Fyrst var það þannig, að síldveiðarnar færðust meir og meir fram á haustið og við það sköpuðust þau vandamál hjá söltunarstöðvunum að þær þurftu að byggja yfir plönin. Þetta kostaði allt sitt og um leið vissa örðugleika. Nú þegar síldin var að mestu horfin varð hér hálfgert vand- ræðaástand og spurningin var, hvernig ætti að leysa það. Að vísu voru hér fyrir tvö frystihús, sem voru ekki undir það búin að taka til við að frysta fisk. Aðeins eigandi annars frystihússins var Matthís Guðmundsson bankastjóri. búsettur hér, Oiafur Olafsson og félagar, hann hafði einnig báta og því möguleika á hráefnisöflun. Áður hafði Ólafur gert sína báta út frá Vestmannaeyjum yfir vetr- artímann, en hann var strax tilbúinn að leggja allt sitt undir fyrir sína heimabyggð og það sama má segja um Hreiðar Valtýs- son, búsettan á Akureyri, en hann átti hitt frystihúsið. Hreiðar tók strax þessa áhættu og hefur síðan rekið sitt litla frystihús hér með miklum myndarbrag. Það hjálpaði Seyðfirðingum líka, að hér voru fyrir tvær vélsmiðjur á landsmælikvarða og það rættist furðanlega úr með verkefni. Önnur smiðjan einbeitti sér að nýsmíði, en hin að verktaka- efni, eins og fyrir virkjanir." — En heildarmyndin af at- vinnurekstrinum hér, hver er hún? „Heildarmyndin af atvinnu- rekstri hér er fyrst og fremst einstaklingsframtakið. Atvinnu- „Það er engin vertíð lengur - árið er ein samfella“ — segir Olafur M. Olafsson útgerðarmaður á Seyðisfirði. ÓLAFUR M. Ólafs.son. útgerðarmaður á Scyðisfirði, hefur stundað útgerð um árabil og farnast vel. en sjálfsagt er ekki öllum kunnugt um að Ólafur gerðist ekki útgerðarmaður fyrr en í kringum 1960, fram að þeim tíma hafði hann verið í starfi sem er ekki beint tengt útgerðinni. íþróttakennslu, en hann er lærður íþróttakennari. Hins vegar á Ólafur stutt að sækja áhugann á útgerð og sjómennsku, þar sem íaðir hans var sjómaður og Ólafur sjálfur fæddur í Vestmannacyjum. „Þótt ég sé fæddur í Vestmanna- eyjum, þá var ég þar ekki mjög lengi og ég er alinn upp á Hánefsstaðaeyjum frá 7 ára aldri. Eftir að ég lauk skólanámi á Seyðisfirði, fór ég á Eiðaskóla, og þar lagði Þórarinn Sveinsson að mér að fara í íþróttakennaraskól- ann. Eftir að námi lauk þar, kenndi ég íþróttir á Eiðum í 1 ár og síðan á Seyðisfirði í 10 ár, eða þar til ég keypti Gullver, 70 tonna bát, frá Danmörku 1959. Gerði ég Gullver út á síld hér fyrir austan og norðan og siðan í 9 vertíðir frá Vestmannaeyjum. Það var svo 1969, sem ég keypti frystihúsið hér af ríkinu ásamt fleirum. Útgerðir og Fiskvinnslan h.f. eru ekki sama fyrirtækið," segir Ólafur. Rekstur fyrsta Gullvers gekk vel og árið 1965 keypti Ólafur stærra skip frá A-Þýzkalandi, 270 tonna bát, sem einnig hlaut nafnið Gullver, á svipuðum tíma keypti hann rösk- lega 100 tonna bát frá Vestmanna- eyjum, sem fékk nafnið Gullberg. Á vetrarvertíð 1965 voru þessir bátar gerðir út frá Vestmannaeyj- um og þá fékk Gullberg 840 tonn ólafur M. Ólafsson útgerðarmaður af þorski á 44 dögum, mest í ganlla hampnót, sem Ólafur hafði keypt, og hinn báturinn Gullver, var með 1000 tonn á þessari vertíð. — Hvað olli því að þú fórst eingöngu að gera út frá Seyðisfirði allt árið um kring? „í lok sjöunda áratugarins var síldin svo til alveg horfin og einnig vorum við orðnir leiðir á að fara til Vestmannaeyja strax eftir hver áramót og vera þar næstu 4—5 mánuðina. Þetta þýddi líka, að þegar engin útgerð var hér yfir vetrartímann, voru á Seyðisfirði engir nema embættismenn og kaupmenn og önnur atvinna af mjög skornum skammti. Á sama tíma voru uppgrip í verstöðvum á Suður- og Suðvesturlandi og áttu aðkomubátar drjúgan þátt í því og til gamans má geta þess, að 13 aðkomubátar voru gerðir út frá Vestmannaeyjum 1965 og lögðu þeir upp þar alls 10 þúsund tonn. En þetta hefur nú breyfzt á Fiskvinnslan á Seyðisfirði í nýjum búningi þeim árum sem liðin eru og eftir að áherzla var lögð á að gera út frá hinum ýmsu stöðum úti á landi standa málin þannig eins og t.d. hér á Seyðisfirði, að nú vantar vinnuafl út á landsbyggðina. Tæknin hefur líka orðið þess valdandi að nú er hægt að fiska þar sem þótti illmögulegt eða stórhættulegt hér áður fyrr.“ — En varstu ekkert hræddur að hætta að gera út á vertíð frá Eyjum og gera bátana út héðan? „Satt bezt að segja, ég var alls óhræddur við að leggja allt mitt undir. Áður var byrjað að gera út allt árið um kring frá sumum Austfjarðanna og ég hugsaði sem svo, að ef hægt væri að gera út frá öðrum Austfjarðanna, þá væri ekki síður hægt að gera það hér ...“ — En var ekki erfitt að hefja rekstur í frystihúsinu, sem Fisk- vinnslan keypti, hafði það ekki staðið að mestu tómt um margra ára skeið? „Það var vissulega erfitt að byrja að vinna þarna fisk. Þetta fiskiðjuver, sem ríkið reisti upp- haflega, var nánast ekki meir en fokhelt og við kaupendurnir peningalitlir. Sjálfur hafði ég sett allt sem ég átti í sildarverksmiðju, se|h aldrei var reist, en byrjað var á'verksmiðjunni. Nú er hins vegar spurningin, hvort ekki hafi verið glapræði að leggja fyrirtækið niður, en innborgað hlutafé var 22.5 millj. kr. á árinu 1966, sem nú má eflaust tí- eða tuttugufalda. Verksmiðjan átti að standa 8 km fyrir utan bæinn, en það tapaðist allt sem í þetta fyrirtæki var lagt og ennfremur ýmsir hlutir, sem við bárum ábyrgð á. T.d. átti Atlas-fyrirtækið eignaréttarhlut í öllum vélum. Nú erum við hins vegar komnir með tvo togara, Gullver og Gull- berg, og hér er mjög góð aðstaða til togaraútgerðar. Höfnin er afburðagóð, og fiskiðjuverið stendur á hafnarbakkanum, þann-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.