Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 3 Rabbaó vió Þorstein Kristjánsson, skipstjóra á ioónuskipinu Jóni Kjartanss.vni „Stanzlamt mok þeg- ar viðrað hefur” — ÞAÐ MÁ eiginlega segja, að þetta hafi verið stanzlaust mok hjá öllum flotanum, ef á annað borð hefur viðrað. sagði Þorsteinn Kristjánsson. skipstjóri á Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði. í samtali við Morgunblaðið í gær. Skipiðvar þá nýkomið með um 650 tonn af loðnu til Reykjavíkur og löndun var í fullum gangi til verksmiðjunnar í Örfirisey. Bræla var á loðnumiðunum í fyrrinótt og var Jón Kjartansson síðasta skipið. sem tilkynnti Loðnunefnd um afla áður en vonzkuveður skall á. Undanfarið hafa veðurguðirnir verið mjög mislyndir og tíðin umhleypingasöm. Þannig hafa góðir kaflar komið á milli, en síðan klukkustundir. sem ekkert hefur verið hægt að athafna sig á loðnumiðunum hátt í 100 mílur norður af Horni. — Við fengum þennan afla í einu kasti, segir Þorsteinn Kristjánsson. — Eftir að við vorum búnir að vera fjóra tíma á miðunum vorum við búnir að ná þessu, en við misstum mikið. Kastið var mjög stórt og nótin rifnaði, en við gátum þó rimpað hana saman sjálfir. Á 10—20 mílna svæði barna er í rauninni samfelld loðna, einn stór svartur kökkur á stykkjum. Fiski- fræðingar hafa sagt í haust að þeir hafi ekki áður séð annað eins af loðnu og hún er á mjög stóru svæði, segir Þorsteinn. Við spyrjum hann um aflahlut- inn og hann svarar því aðeins til að þarna sé um óhemju mok að ræða hjá öllum skipum. — Við skulum segja að við séum ánægð- ir með okkar hlut, segir hann. Strákarnir um borð missa það þó út úr sér að í þessum mánuði sé hásetahlutinn á Jóni Kjartans- syni orðinn um 1 milljón. Skipið hefur fengið um 5.000 tonn í þessum mánuði og allt í allt frá því, að það byrjaði á loðnuveiðun- um 20. ágúst um 7.000 tonn, en fyrst í stað gekk stirðlega hjá skipinu. Þorsteinn Kjartansson tók við Jóni Kjartanssyni síðastliðið vor og var með skipið á kolmunna- veiðum fram eftir sumri. Hann er aðeins 27 ára og sennilega einn yngsti ef ekki yngsti skipstjórinn á loðnuskipunum. Hann segir að sér líki miklu betur að vera við kolmunna- eða loðnuveiðar heldur en á bolfiskveiðunum, þessi veiðiskapur sé einhvern veginn meira spennandi. Að lokum innum við hann eftir þeirri samþykkt stjórnar Sjómannasambandsins um að banna loðnuveiðar í desember- mánuði af öryggisástæðum. — Eg er ekki á því að nauðsynlegt sé að banna veiðarnar í þessum mánuði, segir hann. — Veður eru í rauninni ekki verri í þeim mánuði, en þau eru þegar orðin, þó svo að ísingarhættan sé vissulega meiri. Ég held að skipstjórar séu bezt dómbærir á það hvenær hætta sé á ferðum og hvenær ekki. Þorsteinn Kristjánsson. einn yngsti skipstjórinn í loðnuflotanum, í brúnni á Jóni Kjartanssyni. Unnið við löndun úr Jóni Kjartanssyni í örfirisey í gær. 'áKanari Styttirvetur- Brottfarardagar í vetur: ’78 28/10, 17/11, 1/12, 8/12, 15/12, 22/12, 29/12. ’79 5/1, 12/1,19/1,26/1,2/2,9/2,16/2,23/2, 2/3, 9/3,16/3,23/3,30/3,6/4,13/4,20/4, 27/4.___________________________________ Þú getur valið um viku, - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna ferðir. Verð pr. mann, t.d. í 2ja vikna ferð, er kr. 185.000.oo (4 í íbúð) Endurnýið andlegan og líkamlegan þrótt í sól og sjó suður á Kanarí. Dragið ekki að panta. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIfí /c/ A A//1C Lækjargötu 2 ' Sími 25100 URVAL LAHDSÝH UTSYN v/Austurvöll Skólavörðustíg 16 Austurstræti 17 Sími 26900 Sími 28899 Sími 26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.