Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 15 • Mikil litgæöi • Spólukostnaöur lítill • Tækiö tekur lítiö rúm Einka sjónvarpid pitt — gerii pig nú óháöan útsendingar tíma sjónvarpsins Sjáið þegar yóur hentar. Stillið það sem þér viljið sjá. Spólur Verö C- 60 mín. 13.575- C-120 mín. 19.980.- I C-180 mín. 24.980.- Berið saman verð BUÐIN Hjá okkur kr Skipholti 19, sími 29800 27 ár í fararbroddi Fyrstir til Islands meö: Sjónvörp, transistora, in-line myndlampa, system-kalt 2 og nú VHS Nordmende myndsegulbandstæki á viðráöanlegu verði Umboðsmenn um allt land nordíTIende Ósló. 24. okt. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. VOLVO SAMNINGURINN umtalaði og umdeildi milli Norðmanna og Svía — sem gerir ráð íyrir að Noregur kaupi 40% hlutabrélanna í Volvo-bílasmiðjunum og fái þar atvinnu fyrir 3.000 —5.000 manns gegn því að Svíar fái olíuvinnsluréttindi á botni Norðursjávar — er nú talinn í hættu. Slitnað hefur upp úr viðræðum um framkvæmdaratriði samningsins, og þykir sýnt að lausn verði ekki fundin án afskipta yfirvalda. Nú hefur verið ákveðið að sænsk ráðherranefnd komi til Noregs á fimmtudag til viðræðna um málið, og verður Ola Ullsten, nýkjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar, for- maður nefndarinnar, en meðal annarra nefndarmanna verða ráð- herrarnir Erik Huss, Ingemar Mundebo og Carl Thames. Oddvar Nordli forsætisráðherra verður formaður norsku nefndar- innar en auk hans taka ráðherr- arnir Bjartmar Gjerde, Per Kleppe og Olav Haukvik þátt í viðræðunum. Helztu vandamálin varðandi Þetta gerðist samninginn eru ákvörðun um skattagreiðslur og um það hve mikla olíu Svíar fái að vinna úr botni Norðursjávar. I samningum er tekið fram að hagnaður nýja Volvo-félagsins skuli skiptast þannig að sænsku aðilarnir hljóti 60% og þeir norsku 40% áður en skattar eru reiknaðir. Umdeilt er hvernig skipta skuli skattgreiðslum milli landanna. Sænskir og norskir sérfræðingar í skattamálum hafa gefizt upp við að finna fullnægjandi lausn, sem báðir aðilar væru ánægðir með og ekki skapaði fordæmi. 25. október CALVIN MITCHELL. 16 ára gamall drengur frá Chicago, hefur gaman af að spreyta sig í jafnvægisæfingum. Einn daginn tók hann framhjólið undan hjólhesti sínum og tók að leika listir eins og þessi mynd sýnir. Kjarreldar í Kaliforníu Los Anjfeles. 21. okt. — AP. MIKLIR kjarreidar loguðu í útjaðri Los Angelesborgar í dag, og hafa að minnsta kosti 100 hús eyðilagzt og gróður er sviðinn á um 13 þúsund hekturum lands. Þúsundir íbúa svæðisins hafa flúið heimili sín. Miklir þurrkar hafa verið í Suður-Kaliforníu og heitt í veðri. Við það bættist svo að vindur stóð frá Mojave-sandauðninni, en þeg- ar úr þeirri áttinni blæs er veðráttan nefnd „djöfla-vindar" vegna eyðileggingarinnar, sem svo oft fylgir í kjölfarið. Harðast úti varð einbýlishúsa- hverfið Palisades-Malibu, en einn- ig herjaði eldurinn á hjólhýsa- hverfi þar skammt frá. Ekki er vitað um manntjón í eldinum, en nokkrir hafa verið fluttir í sjúkra- hús vegna brunasára, reykeitrunar og meiðsla. V olvo-samning- urinn í hættu Sænskir og norskir ráðherrar ræðast við Akureyri 2 skýjaö Amsterdam 14 skýjaö Apena 19 heiöskýrt Barcelona 21 léttskýjaö Berlin 13 heiöskírt BrUssel 16 skýjaö Chicago 10 heiöskírt Frankfurt 13 skýjað Genf 11 poka Helsinkí vantar Jerúsalem 25 léttskýjaö Jóhannesb. 22 léttskýjaö Kaupmannahöfn 11 akýjad Lissabon 25 léttakýjaö London 17 skýjaö Los Angeles 31 heiöskírt Madríd 23 léttskýjaó Malaga 23 alskýjaö Mallorca 22 skýjaö Miami 27 skýjaö Moskva 1 skýjað New York 24 skýjaö Ósló 5 skýjaó París 15 skýjaó Reykjavík 3 skýjaö Rio de Janeíro 27 skýjaö Róm 17 léttakýjað Stokkhólmur 4 skýjað Tel Aviv 27 léttskýjað Tókýó 22 skýjaö Vancouver 14 bjart Vínarborg 13 skýjaö 1973 — Herafli Bandaríkjanna í viðbragðsstöðu vegna uggs um sendingu soevézks herliðs til Miðausturlanda. 1971 — Kína fær sæti hjá SÞ og Formósa rekin. 1962 — Kúbudeilan nær hámarki. 1956 — Sameiginleg herstjórn Egypta, Jórdaníumanna og Sýrlendinga. 1951 — Viðræður um vopnahlé í Kóreu hefjast aftur í Panmunjom. 1958 — Vargas neyddur til að segja af sér í Brazilíu. 1944 — önnur orrustan á Filippseyjahafi. 1941 — Fyrsta sókn Þjóðverja til Moskvu út um þúfur. 1938 — Japanir taka Hankow og kínverska stjórnin-flýr til Chungking. 1909 — Kóreskir ofstækismenn myrða japanska prinsinn Ito. 1900 — Bretar innlima Transvaal. 1874 — Bretar innlima Fiji- eyjar. 1854 — Hetjuáhlaup léttvopn- uðu brezku riddaraliðsdeildar- innar við Sevastopol á Krím. 1596 — Spænskur leiðangurs- her til írlands. 1586 — María Skotadrottning dæmd til dauða. Afmæii dagsins< William W. Grenville, brezkur stjórnmála- leiðtogi (1759 — 183'4) = Thomas H. Macaulay, brezkur sagn- fræðingur (1800 — 1859) = Georges Bizet, franskt tónskáld (1838 - 1875) - Mikael fv. Rúmeníukonungur (1921 —) Innicntt íslendingum afhentur Keflavíkurflugvöllur 1946 = Sogsstöðin tekur til starfa 1937 = Hannes Hafstein útnefndur 1903 = D. Magnús konungur hinn góði Ólafsson 1047 = Thomas Kráksson 1311 = Árni Helgason vígður biskup 1299 = Fyrsta doktorsvöm við Háskóla ísiands 1919 = Alþingiskosning- ar (fyrri dagur) 1959 = F. Helgi Valtýsson 1877. Orð dagsinsi Einstaklingar geta skipað nefndir, en einungis stofnanir geta skapað þjóð — Benjamin Disraeli, enskur stjórnskörungur (1804—1881). Idi Amin í Kaíró Karíó, 23. október. Reuter. IDI Amin, forseti Uganda, kom til Kaíró í dag til viðræðna við Anwar Sadat forseta um þróun mála í Miðausturlöndum. Dœmdur til að leika fyrir blinda Toronto, 24. okt. — Rcuter. GÍTARLEIKARINN Keith Richards, sem leikur með Roll- ing Stones, hefur verið sekur fundinn um að hafa heróín í fórum sínum. Átti hann yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisdóm, en dómarinn ákvað að láta hann lausan í eitt ár til reynslu og fyrirskipaði honum að halda innan hálfs árs hljómleika til ágóða fyrir blinda í Kanada.. Dóminn kvað upp Lloyd Graburn héraðsdómari. Vitnaði hann í læknaskýrslu, sem lögð var fram í réttinum, þar sem segir að Richards hafi sjálfur hætt neyzlu eiturlyfja. Dómar- inn kvaðst samt vilja að Richards legði eitthvað af mörkum til samfélagsins, og því fyrirskipaði hann hljóm- leikahaldið tií ágóða fyrir blinda. Skyldi Richards koma þar fram annaðhvort einn eða með hljómsveit að eigin vali. Mikið var af ungu fólki í dómsalnum, og fagnaði það dómnum innilega. Rússarnir mættu ekki Ósló, 24. okt. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. ENGINN bati er sýnilegur í samskiptum Noregs og Sovétríkjanna. Á mánudagskvöld var búizt við sovézkri hernaðarsendinefnd í opinbera heimsókn til Noregs, sem standa átti í fjóra daga. Ekki varð úr heimsókninni, en skilaboð bárust frá nefndinni þar sem segir að tíminn hafi ekki verið heppilegur, og spurt hvort nefndin megi ekki heldur koma í nóvemberlok. Yfirvöld í Noregi gefa þá skýr- ingu á frestuninni að hún stafi sennilega af erfiðleikum í sambandi við skipulagningu heimsóknarinnar. Norsk blöð halda því hinsvegar fram að hér sé um að ræða ný mótmæli gegn því að Norðmenn haldi flugritanum úr sovézku her- flugvélinni, sem fórst fyrir nokkru við Svalbarða, í stað þess að senda flugritann til Moskvu. Norsk yfirvöld hafa nú látið opna flugritann. Þótt norska utanríkis- ráðuneytið hafi boðið sovézkum yfirvöldum að hafa fulltrúa við- stadda opnun ritans, hefur það boð ekki verið þegið. Engar upplýsingar verða gefnar um hvaða fréttir leynast í flugritan- um. Hins vegar hefur flogið fyrir að segulbandsspólan í ritanum, sem á að geyma allar upplýsingar um ferð vélarinnar, sé óskemmd, og að norskir sérfræðingar vinni nú úr upplýsingunum, sem þar eru skráð- ar. Annað atriði, sem hugsanlega hefur komið illa við Rússana er tilkynningin um að frá og með næstu áramótum verði fimm norsk- ir fallbyssubátar staðsettir við Tromsö. Bátunum er ætlað að efla eftirlit á hafinu við Norður-Noreg vegna ítrekaðra landhelgisbrota sovézkra skipa þar á nýliðnu sumri. \T/ ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.