Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTOBER 1978 Jóhanna Ólafsdóttir að Breiðholti 100 ára Allir þekkja það hve einstök atvik verða manni stundum minnisstæð. Greinilega man ég þann dag, þegar ég kom fyrst að Breiðholti. Það eru nærri fjörutíu ár síðan og voru foreldrar mínir þá nýfluttir í Kópavog. Býlið Breiðholt blasti við, í nokkurri fjarlægð þó, enda var ekki þéttbýli í Kópavogi í þá daga, og einn góðan veðurdag fórum við mæðgurnar þangað í heimsókn því móðir mín þekkti hjónin sem þar bjuggu, þau Þorleif Jónsson og Jóhönnu Ólafsdóttur — hafði verið kaupakona hjá þeim vestur í Dölum mörgum árum áður. Vel var tekið á móti okkur í Breiðholti, enda ríkti þar hin gamla góða íslenzka gestrisni, og þótti mér mikið til þess koma, þegar ég oftsinnis síðar meir kom að Breiðholti, er fyrir mig, krakk- ann, voru settir hrokafullir diskar af meðlæti — og pönnukökunum hennar Jóhönnu gleymi ég aldrei. Því er ég að rifja þetta upp nú, að í dag á Jóhanna Ólafsdóttir hundrað ára afmæli. Hún fæddist að Tjaldbrekku í Hraunhreppi þann 25. okt. 1878. Foreldrar hennar voru Ólafur Eyleifsson, ættaður úr Lundarreykjadal, og kona hans, Jóhanna Steindórs- dóttir, ættuð úr Laxárdal í Dölum. Tjaldbrekka var við botn Hítar- dals og var í byggð frá 1840—90. Sigurður Jónsson, ömmubróðir Jóhönnu settist þar að árið 1839 ásamt konu sinni, Hólmfríði Einarsdóttur, og komu þau þar upp átta börnum. Svo afskekkt var býlið, að 3—4 klst. lestaferð var til næstu bæja, hvort heldur farið var til bæja í Hítardal eða Dalasýslu og leiðin þar að auki seinfarin og torsótt, enda var yfir vegleysur að fara. Jóhanna ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs, fyrst að Tjaldbrekku og síðar að Syðri-Skógum, en þar bjuggu þau til 1888, en fóru þá í vinnu- mennsku og síðar húsmennsku. Um tildrög þess, að foreldrar Jóhönnu hættu búskap segir svo í bókinni „Bóndinn á heiðinni" eftir Guðlaug Jónsson: „Á þessum árum gerði fjárkláðinn bændum þungar búsifjar víðs vegar á landinu, og bændur á ósýktum svæðum voru í sífelldum ótta um, að þessi vágestur mundi berja að dyrum, er minnst varði. Allir voru þá varnarlausir fyrir þessum ófögn- uði og þekktu engin ráð til lækningar á kláðanum. Loks tóku menn það ráð ef ráð skyldi kalla, að skera fénaðinn niður, þar sem kláðinn gerði vart við sig jafnvel í einum sveitum. Nú bar svo við, að Ólafur á Tjaldbrekku fékk kindur tvær eða þrjár, sunnan úr Lundar- reykjadal. Þær voru heilbrigðar, að því er vitað var, en sögur gengu um fjárkláða í Borgarfirði. Sveitungar Ólafs töldu fé sitt ósýkt af kláðanum en óttuðust mjög að nú, með þessum aðfluttu kindum, væri kláðinn fluttur í sveitina. Fóru þeir nú fram á það við Ólaf, að hann skæri niður fé sitt. Var hann tregur til, sem vonlegt var, þar sem engin sáust jnerki þess, að aðfluttu kindurnar væru sjúkar. Þar kom þó um síðir, að hann lét undan ásókn bændanna, með því að þeir lofuðu honum fullum bótum í lifandi fé, ef hann léti að vilja þeirra. En er til kom reyndust efndirnar á því allar í molum, og útkoman varð sú, að Ólafur fékk ekki skaða sinn bættan, nema að litlu leyti. Þetta var þungt áfall fyrir fátækan ómagamann. EN Ólafur lét samt ekki bugast að sinni. Svo kom harðindaárið og fjárfellirinn 1882 og hjó annað djúpt skarð í fjárstofninn. Þá gafst Ólafur upp við búskapinn á Tjaldbrekku og færði sig niður í sveitina að Syðri-Skógum, sem fyrr segir. En aldrei gat hann samt reist við fjárhag sinn eftir þetta.“ Eftir fermingu var Jóhanna í vinnumennsku á ýmsum stöðum, síðast í Hítardal. Þar kynntist hún Þorleifi Jónssyni, sem ólst þar upp frá því hann var misseris gamall hjá hjónunum Jóni Hannessyni og Þóru Magnúsdóttur. Foreldrar Þorleifs, Jón Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir, fluttust til Ameríku árið 1886 ásamt börnum sínum öllum, nema Þorleifi. Þau Þorleifur og Jóhanna hófu búskap í Hítardal árið 1901 en bjuggu síðan lengst af í Selárdal í Dalasýslu og Höfða í Hnappadals- sýslu, unz þau fluttust til Reykja- víkur árið 1934. Þar bjuggu þau fyrst að Vestra-Langholtí í tvö ár en fluttu síðan að Breiðholti þar sem þau bjuggu ásamt Guðmundi syni sínum til ársins 1954, en 19. okt. það ár lézt Þorleifur. Guðmundur bjó í Breiðholti til 1958 en leigði síðan jörðina í tvö ár. Þá lauk aldalangri sögu Breiðholts sem bújarðar, en nú eru fjölmennustu hverfi Reykjavíkur risin í landi Breiðholts. Þau Jóhanna og Þorleifur eignuðust níu börn. Tvö misstu þau ung, en sjö komust upp, synirnir Guðmundur, Þorkell, Kristján og Jón og dæturnar Sólveig, Jóhanna og Kristín. Eru þau öll á lífi nema Guðmundur, sem lézt 1960. Ennfremur ólu þau upp tvö fósturbörn, Þórarin Óiafs- son, bróðurson Jóhönnu, og Þor- gerði Hönnu Haraldsdóttur. Eftir lát Þorleifs hefur Jóhanna lengst af dvalið á heimili fóstur- dóttur sinnar, en síðustu fimm árin hefur hún verið hjá dóttur sinni, Kristínu. í desember s.l. varð hún fyrir þvi slysi að detta og mjaðmargrindarbrotna. Fór hún þá á Landspítalann og þaðan á hjúkrunardeildina í Hátúni 10B og þar hefur hún verið síðan. Enn sem fyrr er gott að koma til Jóhönnu. Minnið er furðu gott og hún hefur frá ýmsu að segja, enda skeður margt á langri ævi. Þegar fólk er orðið svo til rúmliggjandi sjónin ekki meiri en svo að rétt sér mun dags og nætur og heyrnin farin mjög að dvína, hljóta dagarnir að verða langir, en Jóhanna kvartar ekki. Ástúðin og hlýjan, sem umlykur mann, er enn hin sama og manni líður vel hjá henni. Að lokum vil ég þakka Jóhönnu fyrir gömul og góð kynni og óska þess að henni megi líða sem bezt um ókominn tíma. Nú dagur þver ok n&lKast nótt. til n&ða sem að kveður drótt, ó, faðir ljóss og alls sem er, gef öllum frið og hvíld f þér. Steingrímur Thorsteinsson Jóh. Bj. Rétt við mörk Hnappadals- og Mýrasýslu er Hítarvatn umkringt hrikalegum fjöllum á alla vegu. Nú á dögum leggja þangað leið sína: sporglaðir náttúruunnendur og veiðiglaðir fiskimenn ásamt nokkrum vanalegum ferðalöngum. Þeir rölta þarna um og anda að sér þessari friðsælu öræfakyrrð, sem streituþjáðum 20. aldar börnum er svo kærkomin. Ef til vill rekst einhver þeirra á litla bæjarrúst mjög gróna en vel sýnilega. Hann stansar trúlega og veltir vöngum. Hvernig á hann líka að skilja þetta! Hér hefur þó varla búið fólk eða hvað? Ó jú, hér bjó reyndar fólk á öldinni sem leið. Bærinn hét Tjaldbrekka og var í byggð frá 1840 til 1891.- Ef einhver hefur áhuga á frekari vitneskju skal bent á kaflann Tjaldbrekkubænd- ur í bókinni Bóndinn á heiðinni eftir Guðlaug Jónsson. Þar fæst vitneskja um að þessi hálfgrónu tóttarbrot gætu ef þau fengju mælt sagt sögu af fólki sem þarna barðist fyrir lífinu, gladdist, hryggðist, ól sín börn og dó. I dag eru rétt eitt hundrað ár síðan kona ein tók léttasótt á þessum afskekkta bæ. Hún hét Jóhanna Steindórsdóttir og var gift Ólafi Eyleifssyni. Þau bjuggu að Tjaldbrekku í 13 ár. 25. október árið 1878 var hríðarkóf þar efra og Ólafur bóndi batt hurðina að bæ sínum fast aftur, svo eldri börnin færu sér ekki að voða á meðan hann hljóp léttstígur að hætti ættar sinnar niður að Hítardal (4 tíma lestargang) þeirra erinda að sækja ljósmóður til að taka á móti sjöunda bami þeirra hjóna. Varla hefur Ólafur verið jafn léttstígur fjórum árum síðar þegar hann að undangengnum fjárkláða og öðr- 13 um harðindum teymdi undir börnum sínum og búslóð niður í sveit, vitandi það sem auðvitað varð — tvístrun fjölskyldunnar skammt undan. Þetta er lítið brot af sögunni sem rústirnar við Hítarvatn gætu sagt frá ef þær mættu mæla, en sagan af litlu stúlkunni sem fæddist þarna fyrir 100 árum er enn ekki öll. Hún heitir Jóhanna Ólafsdóttir síðast húsfreyja að Breiðholti i Reykjavík. Jóhanna var gift Þorleifi Jónssyni frá Hítardal í Mýrasýslu. Þau hjón bjuggu lengst í Selárdal í Hörðu- dal, en árið 1916 fluttu þau suður yfir fjall að Höfða í Eyjahreppi og þar í sveit höfðu þau búsetu allt að árinu 1934 að þau yfirgáfu Snæ- fellsnes og tóku sér far til Reykjavíkur. Þá höfðu þau eignast níu börn, misst tvö, en tekið tvö fósturbörn sem þau önnuðust af skilningsríkum mannkærleika svo ekki sé meira sagt. Þessi mætu hjón lifðu það að halda hátíðlegt gullbrúðkaup sitt en þá var Þorleifur farinn að heilsu. Hann lést um haustið 1954. Frá því hefur Jóhanna búið í skjóli barna sinna og fósturbarna, þar til seint á síðasta ári að hún slasaðist og hefur legið rúmföst að mestu á öldrunardeild Landspítalans í Há- túni 10B. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfs- liði þeirrar stofnunar frábær störf og alúð í framkomu. Jóhanna Ólafsdóttir er kona sem ekki gleymist þeim er henni hafa kynnst. Síung í anda, frjáls- •lynd og fordómalaus, en fastheldin á það sem henni þótti skynsamlegt í sínum barnalærdómi. Þó frí- stundir væru fáar á hennar starfsömu ævi, var undur hve vel henni tókst að komast yfir mennt- andi lesefni og festa það í huga sér. Var henni á því sviði mikill styrkur að því stálminni sem næstum er einkenni á henni og hennar ættfólki. Þó hún fylgist vel með sveitarmálum, landsmálum og heimsmálum, var hennar eigin heimur innan banda fjölskyldunn- ar. Enn í dag fylgist hún daglega með sínu fólki og gleðst sérstak- lega yfir framgangi þeirra sem nú eru óðast að vaxa úr grasi í þeim hópi. Eðlilega er hún ákaflega vinsæl og hefur verið það alla ævi. Þessi hlýja, glaða framkoma laðar fólk að henni og hefur alltaf gert. Henni er ekkert óviðkomandi og hún leggur gott til í hverju máli. Hjá henni og hennar líkum finnur maður að sem betur fer á mann- kynið þó enn von um bjartari daga. Hanna Haraldsdóttir. ,..OG ÞAQ VARÐLJOS Þrátt fyrir þaö er alltaf þörf annarra Ijósa. Þaö er þörf margbreytilegra Ijósa og PHILIPS framleiölr flest þeirra. Hjá okkur eru til milli 400 og 500 tegundir Ijósapera. Þaö er m.a. venjulegar Ijósaperur, kertaperur, kúluperur, flúorpípur, halógenljós, kvikasilfursperur, bílaperur, merkjaljósaperur o.s.frv., o.s.frv. Þaö er næstum sama hvaöa nöfnum þær nefnast: PHILIPS framleiöir þær, viö seljum þær. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 PHIUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.