Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978
Svava Berentsdótt-
ir—Minningarorð
Fædd 1. júlí 1909.
Dáin 14. október 1978.
nÞá eik í stormi
hrynur háa
hamra því beltin skýra
frá —
en þá fjólan fellur bláa
fallið það enjrinn heyra má.
en anican horfin innir
fyrst
urtahyiocðin hvers
hefir misst.“
Þetta erindi eftir Bjarna skáld
Thorarensen kom í hug minn, er ég
frétti lát okkar elskulegu vinkonu
Svövu Berentsdóttur, en hún lézt í
Landspítalanum 14. okt. sl. eftir
tveggja ára mjög erfiða sjúkdóms-
legu — án þess að nokkru -sinni
kæmi æðruorð af hennar vörum.
Svava Berentsdóttir fæddist hér
í Reykjavík 9. júlí 1909. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigríður
Ólafsdóttir og Berent Sveinsson.
Ung að árum lærði Svava
hárgreiðslu. Er hún hafði fengið
atvinnuréttindi í þeirri grein, setti
hún á stofn hárgreiðslustofu
ásamt frú Huldu Davíðsson. Stof-
an hlaut nafnið Femina og ráku
þær stofuna um árabil við miklar
vinsældir. — Seinna giftist Svava
OQlafi Jónssyni. Ólafur var
fóstursonur þeirra mætu hjóna
Jónínu Jónatansdóttur og Flosa
Sigurðssonar, en þau voru kunnir
borgarar í Reykjavík vegna félags-
málstarfa og mannkosta.
Svava var gæfukona; hún
eignaðist góðan mann sem reynd-
ist henni nærgætinn og tillitssam-
ur. — Ólafur og Svava eignuðust
tvö börn, son og dóttur, Sverri og
Sigríði Jónínu. Eru þau gift og
búsett hér í borg.
En það stærsta í fari Svövu og
það sem mest var um vert var: að
frá henni geislaði góðvild og
umhyggjusemi — hvar sem hún
fór lét hún gott af sér leiða og
færði allt til betri vegar —
hávaðalaust.
t
Ástkær eiginkona mín og móöir okkar,
VALGERÐUR INGIMUNDARDÓTTIR,
Geitastekk 2,
andaöist í Borgarspítalanum, mánudaginn 23. okt.
Ríkaröur Steinbergsaon
og börn.
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
BERNODUS BENEDIKTSSON,
stýrimaöur,
Lönguhlíð 23,
lést aöfararnótt 24. október.
Elísabet María Sigurbjörnsdóttir,
Sigurbjörn Bernodusson, Turid Bernodusson,
Sigriöur Brun Johannssen, Jan Johannssen,
Jörunn Bernodusdóttir, Stefan Hallgrímsson,
Þóra Bernodusdóttir, Jón Arsælsson,
Anna Fríöa Bernodusdóttir, Kristján Auöunsson,
og barnabörn.
t
Útför
SIGURDAR ÁRNASONAR,
frá Stóra-Hruna,
Stórholti 32,
veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. október kl. 15.
F.h. dætra, tengdasona og barnabarna,
Sigrún Pátursdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
BJARNI ANDRÉSSON,
Hraunbse 154,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. október kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins
látna er bent á Slysavarnafélag islands.
Guörún Emilsdóttir,
Ásta Bjarnadóttir, Einar Árnason,
András Bjarnason, Sigríöur Sveinsdóttir,
Ásdís Bjarnadóttir, Vignir Jónsson,
Heiörún Bjarnadóttir,'
og bamabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vegna fráfalls
TEITS BOGASONAR,
Brúarfossi,
Sérstaklega þökkum viö söngfólki Kolbeinsstaöakirkju og organleikara
Bjarna Valtý Guöjónssyni.
Soffia Bogadóttir,
Jóhannes Bogason,
Bogi Helgason,
og aörir vandamenn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför fööur
okkar, tengdafööur og afa
SVEINS GUÐMUNDSSONAR,
Hóli, Borgarfirói (eystra).
Þórhalla Sveinsdóttir,
Bjarni Sveinsson,
Jón Sveinsson,
Árni B. Sveinsson,
Ásdís Sveinsdóttir,
Sveinhildur Sveinsdóttir,
Guömundur Sveinsson,
og barnabörn.
Jón Kristinsson,
Sigríöur María Ásgrímsdóttir,
Sigríöur Axelsdóttir,
Birna Aóalsteinsdóttir,
Guómundur Kristjánsson,
Haraldur Jónsson,
Sólbjört Hilmarsdóttir,
Svava hefir lokið sínu dagsverki
með miklum sóma. — Eigi að síður
verður hennar sárt saknað af
ástvinum og vandamönnum. Að
lokum er sérstök kveðja frá okkur
hjónunum.
Ásgeir Þ. Ólafsson.
Andlát hennar kom vinum
hennar ekki á óvart. Hún hafði
lengi átt við vanheilsu að stríða og
síðustu tvö árin dvaldi hún
langtímum saman á sjúkrahúsi.
Svava Berentsdóttir er fædd 1.
júlí 1909, í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru þau hjónin Sigríður
Oiafsdóttir og Berent Sveinsson
stýrimaður og bjuggu þau í
Steinabæ á Bráðræðisholti. Þeim
var fjögurra barna auðið: Ólafíu,
sem lést ung, um tvítugt, tvíbur-
anna Margrétar og Karls, sem
einnig eru látin, og Svövu, sem hér
er minnst.
Föður sinn missti Svava í
bernsku, eða 1917. Við fráfall hans
þurfti Svava fljótlega, ásamt
s.vstkinum sínum og móður að afla
tekna til framfærslu heimilisins.
Fékkst hún á unglingsárum sínum
við ýmis störf svo sem fiskivinnu,
afgreiðslustörf o.fl., en um 17 ára
aldur hóf hún hárgreiðslunám. Að
námi hér, og framhaldsnámi í
Þýskalandi loknu, vann hún við
hárgreiðslu hér í bæ.
Árið 1935 stofnsetti Svava,
ásamt frú Huldu Davíðsson hár-
greiðslustofuna „Femina." Starf-
ræktu þær stofuna um árabil, en
seldu hana síðar, og mun
„Femina“ enn vera starfrækt.
Árið 1937 giftist Svava eftirlif-
andi manni sínum Ólafi Jónssyni,
verslunarmanni. Bjuggu þau
lengst af í Lækjargötu 12a, ásamt
móður Svövu, meðan hennar naut
við. Hún dó árið 1949, en fluttust
1964 að Skipholti 54 og hafa búið
þar æ síðan. Þau hjónin eignuðust
tvö börn: Sverri, viðskiptafræðing,
kona hans er Björg Gunnlaugs-
dóttir, en börn þeirra, Bjarki og
Alda, og Sigríður Jónína, gift J.
Steven Rastrick, kerfisfræðingur,
sonur þeirra Ólafur.
Þá tóku þau Svava og Ólafur að
sér svsturson Svövu: Rafn Kristj-
ánsson, stýrimann, en hann hafði
alist upp hjá ömmu sinni allt frá
fæðingu.
Fyrir hjónaband þeirra Svövu
hafði Ólafur eignast tvo syni:
Flosa leikara og Guðmund Óskar
prest. Enda þótt leiðir þeirra og
hennar hafi ekki legið mjög mikið
saman, bjó ætíð með Svövu mikill
hlýhugur og vinarþel í þeirra garð
og voru þeir og fjölskyldur þeirra
jafnan hinir mestu aufúsugestir á
heimili hennar.
Þótt Svava hefði ekki haft
hárgreiðslu að atvinnu um áratuga
skeið, en stundaði húsmóðurstörf-
in af kostgæfni, gleymdi hún þó
aldrei iðn sinni. Komin hátt á
sextugs aldur tók hún að sér stjórn
hárgreiðslustofu Elli- og hjúkrun-
arheimilisins Grundar og starfaði
við hana um úrabil, eða meðan
heilsa entist.
Lífsferill Svövu Berentsdóttur
hefur verið rakinn í stuttu máli, en
hvers vegna er ég að gera það?
Vegna þess, að við á Grund eigum
henni svo mikið að þakka. Maður
hennar Ólafur Jónsson og fóstur-
faðir hans Flosi Sigurðsson koma
mjög við sögu hjá okkur og ég veit
af eigin raun, að Svava átti
drjúgan þátt í þeirra mikla starfi í
þágu aldraðra. Þegar við þurftum
á henni að halda, þá var hún ávallt
boðin og búin til starfa. Helga
konan mín og Svava voru einnig
vinkonur. Það var gott að koma til
þeirra Sövu og Ölafs og órofa
tryggð þeirra og vinátta verður
seint fullþökkuð.
Nú eru leiðir skildar að sinni.
Við, sem eftir erum, minnumst
hógvægrar konu, sem öilum vildi
vel og var ætíð reiðubúin að rétta
hjálparhönd. Erfiða sjúkralegu
bar hún með stakri ró og prýði og
var þakklát fyrir allt, sem fyrir
hana var gert. Sérstaklega var hún
og aðstandendur hennar þakklát
læknum og hjúkrunarliði á deild
4D á Landspítalanum, fyrir frá-
bæra umhyggju og hjúkrun. Hún
var ein af þessum gæfukonum,
sem ávallt sáu björtu hliðarnar á
öllum málum enda þótt syrti að.
Minningarnar um hana eru
okkur, vinum hennar, dýrmætar
og við sendum eiginmanni hennar,
börnum og tengdabörnum og
öðrum ástvinum innilegar samúð-
arkveðjur. Við skiljum af eigin
raun nú betur en áður, hvað þau
hafa misst, en góður Guð þerrar
líka sorgartárin þeirra.
Gísli Sigurbjörnsson
Ólafur Jónsson stór-
kaupmaður - Minning
F. 3. marz 1908.
D. 16. októhcr 1978.
Okkur vinum Ólafs Jónssonar
hefir nú um langt skeið verið ljóst
að hverju dró og höfum óskað
honum hvíldar frá erfiðum og
vonlausum sjúkdómi. En nú þegar
þráðurinn er slitinn er djúpur
söknuður hjá okkur öllum, sem
bárum gæfu til að eiga vináttu
þessa trygga sæmdarmanns.
Ólafur var fæddur 3. marz 1908
á Kambi í Reykhólasveit. Foreldr-
ar hans voru hjónin Sesselja
Stefánsdóttir og Jón Hjaltalín
Brandsson, óðalsbóndi. Sex bræð-
ur Ólafs og þrjár systur lifa hann
og eru þau öll búsett hér í borg.
Bræðurnir eru Stefán prent-
smiðjustjóri, Sigmundur gjaldkeri
Slysavarnafélagsins, Kristján
skrifstofumaður og þeir Magnús,
Bjarni og Guðmundur, allir vél-
stjórar. Systurnar eru Elín, Guð-
björg og Lilja.
Nám stundaði Ólafur í Núps-
skóla 1925—27 og árið 1930 tók
hann burtfararpróf frá Samvinnu-
skólanum. 1932—33 var hann svo
við nám í Köbmandsskolen í
Kaupmannahöfn, en varð skömmu
eftir heimkomu gjaldkeri Raf-
tækjaeinkasölunnar til 1939.
I ársbyrjun 1940 stofnaði hann
svo Electric h.f. ásamt Hans R.
Þórðarsyni og höfðu þeir umsvifa-
mikinn rekstur í yfir 30 ár, lengst
af í Túngötu 6, en húsið var í eigu
þeirra félaga. Eftir lát Hans árið
1974 rak Ólafur fyrirtækið þar til
það var selt á s.l. ári. Eléctric h.f.
naut álits og trausts, enda hafði
fyrirtækið umboð fyrir mörg
stórfyrirtæki, austan hafs og
vestan.
Hinn 28. júlí 1945 kvæntist
Ólafur Arnþrúði Jónsdóttur,
bónda á Kaldbak, Jónssonar og
konu hans Snjólaugar Egilsdóttur
frá Laxamýri. Hjónaband þeirra
Arnþrúðar og Ólafs hefir verið til
fyrirmyndar og hafa þau verið
samhent um höfðinglega gestrisni
á fallegu heimili sínu að Melhaga
1. Börnin eru þrjú, Snjólaug,
lögfræðingur, gift Haraldi lækni
Briem, Jón Hjaltalín, læknir,
kvæntur Þórunni Þórhallsdóttur,
Halldóra Ólafs-
dóttir — Kveðja
Fædd 20. júlí 1915
Dáin 12. okt. 1978.
Mig langar aðeins með örfáum
orðum að þakka þessari yndislegu
og hjartahlýju mágkonu minni,
sem öllum vildi líkna og hjalpa, og
hlýja brosið hennar, það yljaði
mörgum sjúklingum er sárt voru
þjáðir, því að hjúkrun var hennar
ævistarf. Ég þakka öll liðnu árin
sem við áttum saman. Hvað hún
var mér þegar ég missti minn
mann.
Ég veit að algóður Guð, er gaf
henni allt hann leiðir hana áfram,
á land svo undrabjart til himna
þar sem vinir hennar bíða. Ég
þakka kærri vinkonu, ég þakka
fyrir allt er guð mun launa, þegar
tímar líða.
Kristín Bernburg
og Örn, sem kominn er að loka-
prófi í sálarfræði við Háskóla
Islands. Barnabörnin eru tvö,
Ólafur og Arnþrúður.
Við Ólafur höfum átt samleið í
tveimur vinahópum um 40 ára
skeið, annarsvegar í ríki gleðinnar
og hins vegar í gufubaðsklúbbi
seni hittist hvern laugardag. Ekki
fer það milli mála, að Ólafur var
virtur vinur allra félaganna, menn
fundu fljótt að þar fór góður
maður, trygglyndur og ráðhollur.
Ef vanda bar að höndum var ekki í
kot vísað að koma að máli við
hann.
Á glaðri stund var Ólafur
hrókur alls fagnaðar og þá miðlaði
hann vinum sínum af mikilli
kunnáttu sinni á ljóðum góðskáld-
anna og þekkingu á Islendingasög-
unum. Hann hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum og var eindreginn
sjálfstæðismaður, eins og þeir
gerast nú beztir.
Ólafur var maður ættrækinn og
var samband hans við systkini og
mágafólk mjög náið. Var mér oft
ljós forysta hans í málum sem
horfðu þeim til heilla. Nú eru því
margir sem sakna vinar í stað. En
mestur er að sjálfsögðu söknuður
eiginkonu og barna. Hinn holli
lífsförunautur Ólafs, frú Arnþrúð-
ur, mun þó ylja sér við minningar
um vammlausan mann og henni,
börnum og tengdabörnum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ólafs í
Electric. Agúst Bjarnason.
Útför Ólafs verður gerð í dag kl.
1.30 síðd. frá Dómkirkjunni.