Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 5 Hringnótaveiðarnar: Ákvörðun um leyfi endur- skoðuð í nóvemberbyrjun SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ mun fyrstu daga nóvember- mánaðar kanna gang hringnóta- veiðanna og verður í framhaldi af þeirri könnun tekin ákvörðun um hvort kvóti þeirra báta, sem þá hafa byrjað veiðar. verði aukinn á kostnað þeirra. sem þá verða ekki byrjaðir. Kemur þetta fram f tilkynningu frá ráðuneytinu f gær. en eins og fram hefur komið f Morgunblaðinu hafa tæplega 30 bátar byrjað veiðarnar af þeim 98. sem fengu leyfi til síldveiða með hringnót í scptember s.I. Hverju veiðiskipi er heimilað að veiða 210 tonn og hringnóta- bátunum alls 20 þúsund tonn. I tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að nauðsynlegt sé bæði vegna verkunar síldar og sölusamninga á saltsíld, að sem mest af síldinni sé saltað í október og byrjun nóvember. Ráðuneytið hvetur alla aðila, sem ætla að nýta leyfi sín, til þess að hefja veiðar nú þegar og ennfremur þá, sem ekki ætla að nýta leyfi sín, til þess að tilkynna það ráðuneytinu. Morgunblaðið ræddi í gær við þá Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdarstjóra LÍÚ, og Óskar Vigfússon, formann Sjómanna- sambandsins, og innti þá eftir ástæðum fyrir því að fleiri hring- nótaskip hefðu ekki byrjað veiðarnar. — Ástæðan er fyrst og fremst sú að aflabrögð hafa verið slæm, sagði Kristján Ragnarsson. — Stóra síldin hefur ekki aðskilið sig frá þeirri smærri eins og t.d. i fyrra. Vegna sjálfsagðra og eðli- legra ákvæða um aðeins lítið hlutfall af smásíld í hverju kasti hafa menn þurft að sleppa afla ítrekað, kannski öllu sem þeir hafa fengið heilu næturnar. Menn hafa verið að vona að þetta breyttist og því hafa menn hliðrað sér við að byrja veiðarnar. Við styðjum þessar aðgerðir ráðuneytisins og teljum að þær hefðu jafnvel mátt vera róttækari og fyrr á ferðinni, sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Óskar Vigfússon hafði eftirfar- andi að segja: — Skipstjórar rjúka ekki af stað vegna þrýstings frá ráðuneyti eða vegna ákvæða sölusamnings. Skipstjórinn vill sjálfur gera sér grein fyrir út í hvað hann er að fara. Ég geri ráð fyrir að fleiri hringnótabátar væru farnir af stað ef skipstjórar teldu að veiðimöguleiki væri fyrir hendi, sagði Óskar. Leiðrétting í GREIN í Morgunblaðinu í gær, sem á að vera svar til mín, segir að samkvæmt bók minni um Hannes Hafstein aðhyllist ég uppkastið frá 1908, en þar hafi verið „talað um“ „ævarandi samband við Dani“. Auðvitað var ekki um neitt slíkt talað í uppkastinu, né gert ráð fyrir slíku, enda tekið fram í skýringum af beggja aðila hálfu sem því fylgdu, að Danmörk myndi engri nauðung beita, ef til þess kæmi, að ísland vildi slíta sambandinu. Flest annað í téðri grein er ámóta rugl. Mér er óskiljanlegt hvers vegna Morgunblaðið ljær þessum þvætt- ingi rúm í dálkum sínum, frá manni sem ég fæ ekki séð að hægt sé að eiga orðastað við. Kristján Albertsson. Árni Gunnarsson, alþingismaður: Ekki gert upp hug sirai hvort hann styður efnahagsmálalögin ÁRNI Gunnarsson. alþingis- maður og ritstjóri Alþýðublaðs- ins. hefur lýst yfir óánægju sinni með ýmsa þætti skattheimtu er felast í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi til staðfestingar. og sagði Árni í samtali við Mbl. í gær. að hann hefði ekki gert endanlega upp sinn hug hvort hann teldi sig geta greitt lögunum atkvæði sitt af J)essum sökum. I forystugrein í Alþýðublaðinu í gær víkur Árni að samþykktum flokksþings Alþýðuflokksins um að afnema beri tekjuskatt af almennum launatekjum, þing- menn flokksins hafi hvað eftir annað flutt á þingi tillögur um afnám tekjuskatts en þær aldrei fengið afgreiðslu. Síðan segir orðrétt: „Flokksþing Alþýðuflokksins hefur fyrir löngu samþykkt þá stefnu, að afnema beri tekjuskatta af almennum launatekjum. I samræmi við það hafa þingmenn flokksins hvað eftir annað flutt á Alþingi tillögur um afnám tekju- skatts og bent á aðrar leiðir í skattheimtu. Þessar tillögur flokksins hafa ekki fengið betri undirtektir en það, að þær hafa verið lagðar í sama saltpækilinn ár eftir ár og aldrei fengið afgreiðslu. Alþýðuflokkurinn mun ekki víkja frá þessari stefnu sinni á meðan tekjuskatturinn er hreinn og beinn launamannaskattur og gegnir ekki lengur því hlutverki að verka til tekjujöfnunar. Með tekjuskatti í óbreyttri mynd verður ekki náð til þeirra manna, sem hafa rakað að sér verðbólgu- gróða undanfarin ár. Öðrum að- ferðum verður að beita til að létta pyngju þeirra. Það er engin afsökun fyrir því að þyngja tekjuskattsálögur að segja, að beinir skattar séu ekki í vísitölunni og hafi því ekki áhrif til víxlhækkana. Beinir skattar verða ávallt þægilegasta leið ríkisvalds á hverjum tíma til að jafna halla á ríkisbúskap. Til þeirrar lausnar er því oftast gripið með þeim afleiðingum að skatt- byrði launafólks eykst, en hinir halda áfram að sleppa, sem skammta sér launin sjálfir. Morgunblaðið hafði samband við Árna Gunnarsson og spurði hann í ljósi þessara ummæla hvort hann sæi sér fært að styðja efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar þegar þær kæmu til stað- festingar á Alþingi. Árni svaraði því til, að hann væri afskaplega mótfallinn skatt- lagningu þeirri, sem fólgin væri í bráðabirgðalögunum, einkum þó því atriði að hún skyldi vera afturvirkandi — í fyrsta lagi vegna þess að almenningur miðaði einatt fjárhagsáætlanir sínar við skatta sína á miðju ári og í öðru lagi teldi hann þetta vera afar hættulegt fordæmi upp á síðari tíma að gera, þar sem stjórnum væri eftirleiðis í lófa lagið að endurskattleggja almenning ef fjármuni vantaði í ríkiskassann. Afturvirknin væri þess vegna siðlaus þótt hún kynni að standast laganna túlkun. Þá taldi Árni að þess hefði heldur ekki verið gætt við þessa skattlagningu að hún bitnaði ekki á öldruðu fólki. Árni kvað því síðan við að bæta að tekjuskattur í því formi er hann væri í dag, væri eingöngu launa- mannaskattur og dygði ekki í því skyni að ná fjármunum frá þeim mönnum sem hefðu möguleika á því að drýgja stórkostlega tekjur sínar með aðstöðu í lánastofnun- um og bönkum, og hirða verð- bólgugróðann óáreittir. Auk þess kvaðst Árni þeirrar skoðunar, að tekjuskatturinn sem slíkur væri orðinn úreltur algjörlega sem tekjujöfnunarleið í þjóðfélaginu og finna yrði einhverja aðra leið. „Ég verð að segja það alveg eins og er,“ sagði Árni, „að þessu atriði í bráðabirgðalögunum á ég afskap- lega erfitt með að kyngja. Ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig hvernig ég greiði atkvæði á þingi eða hvernig ég bregst við, en það er mín persónulega skoðun að ekki hafi verið staðið rétt að þessum málum í lögunum." Vitni vantar að árekstri í Hafnarfirði MIÐVIKUDAGINN 18. október s.l. kl. 22.20 varð mjög harður árekst- ur milli Volvo-bifreiðar, G-10825 og Saab-bifreiðar, R-24150, á mótum Reykjavíkurvegar og Hraunbrúnar í Hafnarfirði. Vegna rannsóknar þessa áreksturs þarf Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði nauðsynlega að hafa tal af vitnum ef einhver eru og biður lögreglan þau að hafa samband við sig sem allra fyrst. T ískuf atnaður á börn og unglinga Nýkomnar flauelsbuxur í öllum stærðum og mörg- um gerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.