Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 1 7 Bréf frá Vladimir Ashkenazy Eftirfarandi bréf hefur borizt frá Vladimir Ashkenazy vegna þeirra umræðna, sem átt hafa sér stað hér í blaðinu undanfar- ið um Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Bréfið er dagsett í Lundúnum 20. október s.l.: Eg hefi orðið þess var að viðtal við mig, sem birtist í tímaritinu „The Gramophone", hefur valdið verulegri óánægju og írafári hjá meðlimum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Langar mig með þessu bréfi að skýra nokkur atriði málsins. Um árabil hefi ég aldrei farið í launkofa með stöðuga gagn- rýni mína á leik þessarar hljómsveitar. En á það vil ég leggja áherzlu, sem er helzta efni þessa bréfs: Af því að mér er fullkomlega ljóst að hljóm- sveitin verður að starfa við mjög erfið skilyrði, bæði þau sem.eru listræns eðlis og þau sem að stjórnun lúta, þá hefur það ætíð verið tilgangur minn og grund- vallarregla — að gagnrýnin sé í senn raunhæf og jákvæð. Til dæmis minnist ég ævinlega á þá staðreynd að þrátt fyrir allan þann vanda, sem við er að etja, þá er góður og sannfærandi tónlistarflutningur á færi hljómsveitarinnar. Eg vona að þessi afstaða hafi ávallt komið fram í öllum samskiptum mínum við hljóm- sveitina, síðast þegar ég gerði grein fyrir sjónarmiðum mínum opinberlega á íslandi í viðtali við Morgunblaðið í janúar síðastliðnum. í viðtalinu við „The Gramophone", sem fram fór í apríl síðastliðnum, hvarf ég ekki frá þessari grundvallar- reglu minni, og það er í senn óheppilegt og sorglegt að viðmælandinn skuli hafa tekið þann kost að túlka mál mitt þannig að ég virðist hafa horn í síðu hljómsveitarinnar og fara um hana niðrandi orðum. Hvað viðkemur þeirri setn- ingu, að fara þurfi að hljóm- sveitinni eins og „börnum", þá rekur mig einfaldlega ekki minni til þess að hafa sagt nokkuð í þá átt, en ég get mér þess til að blaðamaðurinn hafi misskilið tilvísun mína til þeirr- ar staðre.vndar, að hljómsveitin verði iðulega að leita til nemenda um aðstoð, þar sem ekki séu til nægilega margir hæfir hljóðfæraleikarar í land- inu. Eg er hræddur um, að þrátt fyrir töluverða re.vnslu af sam- skiptum við fjölmiðla víða um lönd, þá hafi ég ekki enn á valdi mínu hvað gerist í hugarheimi blaðamanna. Þetta er allt, sem ég hef að segja um þetta mál. Mér þykir miður að það skuli hafa valdið þvílíkum sárindum, en ég hef hreina samvizku. Mig langar aðeins til að bæta því við að það var athyglisvert og fróðlegt að komast áð því hvað ýmsum hljómsveitar- meðlimum finnst um mig. Þeim vil ég ráðleggja að snúa sér til mín og kynna sér staðreyndir áður en þeir geysast næst fram á ritvöllinn. I Rússlandi eigum við þennan málshátt: „Ef þú flýtir þér um of geturðu gert þig að fífli.“ Samt sem áður óska ég þeim velfarnaðar, með öðrum orðum að þeir vinni ötullega, leiki betur og betur, og verði hamingjusamir. Ykkar einlægur, Vladimir Ashkenazy. fimm Bandaríkjamenn, álíka margir skipverjar af Gruörúnu GK, kranamenn úr Keflavík og nokkrir heimamenn, sem hlupu undir bagga á síðustu stundu. Hróp og köll, skipanir og handapat, gengu á milli þegar dýrunum var lyft upp úr sjónum og komið fyrir í körfunum. En það var sem há- hyrningarnir væru sér þess algerlega meðvitandi hvað var á seyði. Þeir voru þó hvorki órólegir né æstir. Áður en flutningur þeirra úr búrinu hófst svömluðu þeir hring eftir hing í rólegheitum. Þeir brugðu á leik og veltu sér í hringi, eða neru saman nefjum, eins og þeir væru að gera sér dælt hver við annan. Þegar háhyrningunum var komið fyrir á börunum einum af öðrum tóku þeir hins vegar að ýlfra, og fyrst eftir að þeim hafði verið komið fyrir í körfunum á vörubílspöllunum tóku þeir nokkra kippi svona til að hagræða sér, og blésu hraustlega út í kalt og þurrt sjávarloftið í Grindavík. Þegar lokið var við að körfuleggja háhyrningana var síðasta hönd lögð á undirbúning ferðarinnar vestur um haf. Þá var haldið á hafnarvigtina og farmurinn veginn og mæld- ur. Á tólfta tímanum var svo haldið áleiðis til Kefla- víkurflugvallar og þangað komið stundarfjórðung fyr- ir miðnætti. Þar beið þeirra verklagið lið hleðslumanna Flugleiða, og var brottför á'ætluð skömmu eftir mið- nætti. Framundan var 11—12 klukkustunda flug til Lindbergh-flugvallar í San Diego. Einum háhyrninganna hagrætt í flutningskörfunni. Stór- þjófn- aðurí Hafn- arfirði STÓRÞJÓFNAÐUR var framinn í Ilafnarfirði í fyrrinótt. Þá var stolið um 70 armbandsúrum og einhverju af skartgripum úr Úra- og skartgripaverzlun Tryggva Óíafssonar. Strandgötu 25. Er verðmæti þýfsins metið á lVi—2 milijónir króna. Þjófurinn eða þjófarnir komust inn í húsið Strandgötu 25 með því að brjóta stóra rúðu á bakhlið. Eftir að inn var komið brútu þeir upp hurð og komust þangað upp á þriðju hæð hússins, þar sem úraverzlunin er til húsa. Létu þeir þar greipar sópa. Eigandi verzlunarinnar hefur ekki nákvæmar upplýsingar um fjölda úranna en hann telur að þjófarnir hafi tekið 23—25 karl- mannsúr, 27—30 kvennmannsúr og 13—14 skólaúr og auk þess eitthvað af skartgripum. Urin voru af ýmsum gerðum, svo sem Pierpont, Edox og Atlantic og ennfremur tvö tölvuúr af Candina- gerð. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur mál þetta til meðferðar og ef einhverjir geta veitt upplýsingar, sem leitt geta til þess að málið upplýsist, eru þeir beðnir að hafa samband við Rannsóknarlögregl- una strax. Tók niðri í Norðfirði Neskaupstað. 21. október. DANSKA flutningaskipið Tora Lupe tók niðri innarlega í Norð- firði í morgun. en komst aftur á flot af eigin rammleik og lagðist óskemmd við bryggju um kvöld- matarleytið. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.