Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 ilfagiiiifrlafcifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson AAalstræti 6, sími 10100. AAalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuAi innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakíö. Pólitískar verð- ákvarðanir leiða til ófarnaðar Sú ákvörðun framleiðenda smjörlíkis og gosdrykkja að loka verksmiðjum sínum hefur. vakið mikla athygli. Það hefur leitt hugann að því, hversu skaðlegar einhliða og pólitískar ákvarðanir um verðlagsmál geta verið fyrir atvinnureksturinn í landinu með því að hindra eðlilega uppbyggingu hans um leið og þær kippa rekstrargrund- vellinum undan honum og stofna þar með atvinnuöryggi í tvísýnu. F’orsaga þessa máls er sú, að vegna margvíslegra kostnaðar- hækkana hér innanlands hafði verðlagsnefnd heimilað frá 8,9—18% hækkun á smjörlíki, far- og farmgjöldum í innan- landsflugi og gosdrykkjum. Þeg- ar þessi erindi höfðu beðið hjá ríkisstjórninni óafgreidd svo vikum og mánuðum skipti höfðu nýjar forsendur fyrir verð- ákvörðunum skapast. Ekkert, lát var á verðbólgunni né þeim kostnaðarhækkunum, sem í kjöl- far hennar fylgdu. Af þeim sökum ákvað verðlagsnefnd enn frekari hækkanir á fyrrgreind- um vörum og þjónustu og felldi þar með sinn fyrri úrskurð úr gildi. Þegar svo var komið, rumskaði ríkisstjórnin loksins og brá nú á það óheillaráð að leyfa hækkanir í samræmi við fyrri ákvarðanir verðlagsnefnd- ar, sem voru úr gildi fallnar. Þetta hefur svo leitt til þess, að verðlagsstjóri hefur ekki treyst sér til þess að gefa út verðskrár fyrir smjörlíkis- og gosdrykkja- verksmiðjurnar, þar sem honum beri að gefa þær út í samræmi við ákvarðanir verðlagsnefndar, en ríkisstjórnin breytti þeim eins og áður sagði. Það hefur komið fram hjá viðskiptaráðherra, að þetta mál mundi leysast farsællega áður en margir dagar liðu. Það er í samræmi við fyrri málflutníng hans um verðlagsmál, þar sem hann gefur til kynna, að ríkis- stjórnin muni draga eðlilegar verðhækkanir á vörum og þjón- ustu fram yfir 1. nóvember n.k. til þess að þær hafi ekki áhrif á verðbótavísitöluna. Þetta er við- leitni til þess að hafa hemil á verðbólgunni af pólitískum toga spunnin og skiljanleg að því marki. A hinn bóginn verður ekki fram hjá því vikizt, að slíkur dráttur á eðlilegum hækk- unum vegna aukins tilkostnaðar hlýtur að leiða til enn hærra verðs á . viðkomandi vöru og þjónustu til lengri tíma litið og veikja þannig samkeppnisstöðu innlends iðnaðar gagnvart er- lendum. Davíð Scheving Thor- steinsson formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda sagði í við- tali við Mbl. sl. föstudag hið kaldhæðna við þessi mál vera, að allur innflutningur til landsins hækkaði sjálfkrafa við gengis- breytingar. íslenzkur iðnaður fengi ekki hækkanir til jafns við innflutninginn, þegar slíkar af- greiðslur ættu sér stað hjá verðlagsyfirvöldum og stjórn- völdum. — „Ríkisstjórnin talar fagurlega um að byggja upp íslenzkan iðnað, en með hegðun sinni vinnur hún öllum árum að því að leggja hann í rúst,“ sagði formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda. Það er athyglisvert í sambandi við hinar nýju verðákvarðanir Verðlagsnefndar, að fulltrúar Alþýðusambandsins og vinnu- veitenda eru allir sammála um nauðsyn þeirra. Það getur því ekki leikið vafi á, að hér er um faglegar ákvarðanir að ræða, byggðar á fullnægjandi gögnum um hækkun framleiðslukostnað- ar innanlands, sem að verulegu leyti er til komin vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, þ. á m. vegna þess dráttar, sem orðinn var á eðlilegum hækkunum til fyrr- greindra aðila. Með því að halda uppi þeirri stefnu í verðlagsmálum að safna umbeðnum hækkunum í þró, en opna svo flóðgáttina þegar daginn eftir að ný verðbótavísi- tala kemur til útreiknings, er vitaskuld verið að fara aftan að launþegum. Forsætisráðherra hefur beðizt undan því, að talað sé um fölsun vísitölunnar í þessu sambandi, — og væri þá gott að fá tillögur hans um orð yfir það athæfi, þegar teknar eru inn í vísitölugrundvöllinn vörur, sem eru illfáanlegar eða ófáanlegar með öllu, eins og tilfellið var um gamla kjötið. Eins og nú horfir má búast við því, að smjörlíki og innlendir gosdrykkir verði með öllu ófáanlegir hinn 1. nóvember n.k., þegar verðbótavísitalan á að koma til útreiknings. En af ummælum viðskiptáráðherra má ráða, að ekki muni standa á hækkunarheimildum ríkis- stjórnarinnar upp úr því. Endurskoðun verðbótavísitöl- unnar er eitt hinna stóru mála í sambandi við mörkun efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar og raunar má segja, að öll stjórn efnahagsmála sé undir því kom- in, hvernig til takist um þá endurskoðun. Fyrir liggur, að sá skilningur er ríkjandi innan ríkisstjórnarinnar, að með ein- hverjum hætti sé nauðsynlegt að draga úr þeirri verðtryggingu, sem í kaupgjaldsvísitölunni felst. Það verður að gera fyrir opnum tjöldum, án bakmála og yfirklórs. Allar aðrar leiðir leiða fyrr eða síðar til enn meiri glundroða í efnahags- og atvinnumálum, stækka vandann en leysa hann ekki og rýra almennan kaupmátt og framfar- ir í landinu til lengri tíma litið. Kristján Albertsson: í Þjóðleik- húsinu Vitleysan er þé okkar versti fjandi. Matthías Jochumsson Ein ágæt frú hér í borg, góð vinkona mín, skipaði mér að fara í Þjóðleikhúsið og sjá leikrit Jökuls Jakobssonar Sonur skóarans og dóttir bak- arans — mér sem værí að kvarta yfir vissri „heimsku" hjá Islendingum. Þar fengjum við makiega ofanígjöf, þessir menn, sem vildu að ísland væri í hernaðarbandalagi við aðra eins þjóð og Bandaríkjamenn. Mér þykir rétt að láta vita að ég tók í mig kjark og fór í leikhúsið. Jæja — þá veit maður loks með fullri vissu hvers vegna og hvernig stríðið mikla í Víetnam var háð. Löngum var talið að Rússar hefðu ausið í Norð- ur-Víetnama óþrjótandi kynstr- um af skæðustu morðtækjum nútímans svo þeir gætu hafið og haldið áfram árum saman árás- arstyrjöld gegn Suður-Víetnöm- um til að undiroka land þeirra — en hinir síðarnefndu getað lengi varist með hjálp Banda- ríkjanna. Og löngum þótti alvitað að Norður-Víetnamar væru engra annarra eftirbátar um lævísi og djöfullega grimmd í hernaði. En nú vitum við þá af leikriti Jökuls að þessu var engan veginn þannig farið. Norður-Víetnamar voru næsta saklaus og friðsöm þjóð, sem ekkert vildi nema mega rækta hrís og maís og „una svo glaðir við sitt“ og aldrei berjast með öðrum vopnum en blómum og söngvum. En einmitt svona þjóð — sem ekkert vildi nema rækta land sitt, og vera öllum góð og blíð, og mega gefa börnum sínum spiladósir með fallegum lögum — gátu Ameríkanar alls ekki þolað. Og því kom stríðið. Jökull Jakobsson var mjög geðugur maður, og honum var I margt til lista lagt, og skylt að meta framlag hans til íslenskra bókmennta. En síðasta leikrit hans hefði þó mátt takast betur. Eitthvað finnst manni á vanta til að sagt verði að hann geri viðfangsefni sínu viðunandi skil. Einhvern veginn er erfitt að skilja hvernig styrjöldin í Víetn- am gat orðið svo langvarandi og svo gífurlegt mannfall — og það á báða bóga — úr því annar stríðsaðili barðist aðallega með blómum og söngvum. K.A. Háhyrningarnir fluttir vestur um haf: „Eru eins og kornabörn” Frá blm. Mbl. Ágústi Ás^eirssyni UPP Ur miðnætti í nótt voru fjórir háhyrningar, sem veiddir voru við suður- strönd landsins, fluttir í þotu Flugleiða frá Kefla- víkurflugvelli til San Diego í Kaliforníu þar sem þeir fara í sædýrasafn. Þegar bandarískir aðilar og skipverjar á Guðrúnu GK undirbjuggu flutning háhyrninganna úr búri, sem þeir hafa verið geymdir í í Grindavíkurhöfn, fylgdist fjöldi Grindvíkinga með því sem fram fór. Þegar lokið hafði verið við að sníða svampmottur undir dýrin í körfur, sem þau skyldu flutt í, var búrinu með háhyrningunum lyft í sjónum til að dýrin yrðu auðveldari viðfangs. Einum í senn var há- hyrningunum síðan lyft upp úr búrinu í sérstökum bör- um og komið fyrir í körfum á vörubílum. Þrír menn í froskmannabúningum voru í búrinu og settu háhyrn- inga á börurnar. Dýrin virtust auðveld viðfangs, „þau eru eins og kornabörn", sagði einn við- staddra þegar froskmenn- irnir stýrðu þeim í börurn- ar. En það var ljóst að það var vandamsamt verk að lyfta háhyrningunum úr búrinu upp á vörubílana á bryggjunni, og það var samstilltur hópur, sem vann verkið. í honum voru Háhyrningur hífð'ur upp úr búrinu í Grindavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.