Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 30
30 ----S----------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ X ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ Þessi skemmtilega mynd var tekin í leik KR og UMFN í körfuknattleik um síðustu helgi. Það er John Hudson, sem átti stóran þátt í sigri KR, sem er kominn i dauðafæri undir körfunni og engu líkara er en að hann ætli að skalla boltann ofan í körfuna. Maraþonknatt- spyrna í Keflavík ÍBK mun á laugardaginn standa fyrir maraþonknattspyrnukeppni og hefst hún í leikfimisal barnaskólans klukkan 14.00. Keppni til fjáröflunar fyrir UMFK og munu félagsmenn ganga í hús næstu daga og safna áheitum. Keflvíkingar munu hafa fullan hug á að hnekkja meti Vestmannaeyinga, sem léku innanhúsfótbolta í 24 klst. eigi alls fyrir löngu. Ýmsir kunnir knattspyrnumenn munu leika þennan langa knattspyrnuleik, svo sem Gísli Torfason og ólafur Júh'usson, auk þeirra Friðriks Ragnarssonar, Þofðar Karlssonar, Ingibergs Óskarssonar og Guðjóns Þórhailssonar. Leiknismenn sundurleiknir LIÐ Leiknis í handbolta reið ekki feitum hesti frá íþróttaskemmunni á Akuryeri um helgina, en þá lék liðið bæði gegn KA og Þór í 2. deild íslandsmótins i handbolta. Er skemmst frá að segja, að Leiknir tapaði báðum leikjum sínum og virkaði liðið svo slakt, að fljótara yrði að telja upp hvað ekki er að hjá liðinu heldur en hitt. Á laugardaginn lék Leiknir gegn KA og var þar um rótarburst að ræða, KA vann með 17 marka mun, 30—13, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14—6. Það var aðeins dálítið framan af fyrri hálfleik, sem Leiknir hélt eitthvað í við KA, en síðan ekki söguna meir og var sigurinn svo auðveld- ur, að lið KA verður ekki dæmt af leiknum. Alfreð var markhæstur leikmanna KA, með 9 mörk, en Jón Hauksson skoraði 6 mörk. Á sunnudeginum léku Leiknis- menn síðan gegn Þór og þó að síðarnefnda liðið hafi virkað æfingalaust og slakt, hafði það ávallt frumkvæðið í lélegum leik og Þór sigraði örugglega með 17 mörkum gegn 15, staðan í hálfleik var 9—7 fyrir Þór. Sigtryggur Guðlaugsson var markhæstur hjá Þór með 6 mörk. Sigb. G. Dæmi aldrei framar hjá Víkingi segir hinn landskunni dómari Hannes Þ. Sigurðsson — ÞAÐ er rétt, ég hef tekið þá ákvörðun að dæma ekki framar hjá handknattleiksliði Vfkings, sagði Hannes Þ. Sigurðsson, sá landskunni dómari, aðspurður í samtaji við Morgunblaðið í gær. — Ég tók þessa ákvörðun eftir að hafa dæmt úrslitaleik Víkings og Vals í Reykjavikurmótinu í síðustu viku. Eftir að þeim leik lauk varð ég fyrir því að einn leikmaður Víkings hljóp mig um koll og var ég heppinn að hljóta ekki meiðsli af. Var þetta mjög vftaverð framkoma af hálfu þessa leikmanns og hefur Ilandknatt leiksráði Rcykjavíkur verið send skýrsia um málið, sagði Hannes og hann hélt áfram. Ég hafði í lok þessa úrslitalciks dæmt vítakast á lið Víkings, sem var fullkom- lega réttur dómur að mínu mati. Einum leikmanni Vals var illa brugðið og gróflega hindraður í góðu marktækifæri og ekki um annað að ræða en vítakast. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá hvernig brotið var á leikmannin- um og var ekki í vafa um dóminn. Það er augljóst að æ minni virðing er borin fyrir leikstjórnar- HEIMSMEISTARARNIR í handbolta, Vstur-Þjóðverjar, unnu um helgina 4 þjóða mót, þar sem auk þeirra tóku þátt Tékkar, Danir og Júgóslavar. Þjóðverjarnir unnu Tékka 24-16 (10-7), Dani 18-16 (7—9) og Júgóslava 17—15 (8—8). Júgóslavar urðu f 2. sæti, unnu Dani 16—13 (11—7) og Tékka 19—16 (11—9). í eina ieíknum, sem ógetið er um, unnu Tékkar Dani með 16 mörkum gegn 13, staðan í hálfleik var 11-7 fyrir Tékka. Með þessari keppni settu heimsmeistararnir nýtt met, hafa unnið 28 leiki í röð síðan líðíð varð meistari í Danmörku fyrr á þessu ári. .....» ........ Dómaranám- skeið í sundi Ákveðið hefur verið að efna til DÓMARANÁMSKEIÐS í sundíþrótt ef nægileg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík dagana 13., 14. og 16. nóvember 1978 og hefst alla dagana kl. 20.00 (kvöldnám- skeið). Allar nánari upplýsing- ar veitir Torfi Tómasson, Hlíðarbraut 13, Kópavogi, sími 42313 sem jafnframt tekur á móti þátttökuskráningu en hún verður að hafa borist til hans eigi síðar en 12. nóv. ’78. Stjórn SSÍ. • Hannes Þ. Sigurðsson. UM HELGINA var haldið ung- lingamót í badminton f húsi félagsins. Mót þetta nefndist „Vetrardagsmót unglinga 1978“, í tilefni vetrarkomu, og tóku þátt f því um 60 unglingar frá TBR, KR, ÍA og Val. Urslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Hnokkar — tátur — tvenndar- leikur. Haraldur Sigurðsson og Þórdis Erlingsdóttir TBR sigruðu Árna Þór Hallgrímsson og Katy Jóns- dóttur í A 15/7 og 15/6. Hnokkar — tvfliðaleikur. Árni Þór Hallgrímsson og Ingólfur Helgason ÍA sigruðu Harald Sigurðsson og Þórð Sveinsson TBR 18/6 og 18/14. Tátur — tvfliðaleikur. Katy Jónsdóttir og íris Smára- dóttir ÍA sigruðu Þórdísi Klöru Bridde.og Rannveigu Björnsdóttur TBR 9/15,15/6 og 15/1. Sveinar — mevjar — tvenndarleikur. Þorsteinn Páll Hængsson og Drífa þætti kappleikja, og nú er svo komið að erfitt er að fá menn til að dæma íþróttakappleiki. Ástæðan fyrir því að ég hætti að dæma kappleiki hjá Víkingi, er sú, að það veitir mér enga ánægju lengur, sagði Hannes að lokum. — Þetta var óviljaverk, og ekkert illt meint með þessu, sagði Víkingurinn Viggó Sigurðsson er blaðið innti hann eftir atviki þessu í gær. — Ég ætlaði mér að ná til knattarins og spyrna honum í loft upp til að láta í ljós óánægju mína með vítakastdóminn í lok leiksins sem ég taldi vera hreina gjöf til Valsmanna. En er ég hugðist ná til boltans rakst ég illa utan í Hannes og hann datt um koll, sagði Viggó. Þr. Daníelsdóttir TBR sigruðu Pétur Hjálmtýsson og Ingu Kjartans- dóttur TBR 15/10 og 18/16. Sveinar — tvíliðaleikur. Ari Edwald og Tryggvi Ólafsson TBR sigruðu Þorstein Pál Hængs- son og Gunnar Björnsson TBR 15/11 og 15/10. Meyjar — tvfliðaleikur. Inga Kjartansdóttir og Þórdis Erlingsdóttir TBR sigruðu Elísabetu Þórðardóttur og Elínu Helenu Bjarnadóttur TBR 15/7 og 18/14. Telpur — tvfliðaleikur. Kristín Magnúsdóttir og Bryndís Hilmarsdóttir sigruðu Sif Frið- leifsdóttur og Örnu Steinsen KR 15/4 og 18/15. Drengir — tvfliðaleikur. Þorgeir Jóhannsson TBR og Gunn- ar Jónatansson Val sigruðu Skarp- héðin Garðarsson og Gunnar Tómasson TBR 18/16 og 15/6. Piltar — stúlkur — tvenndarleikur. Guðmundur Adolfsson og Kristín Magnúsdóttir TBR sigruðu Reyni Guðmundsson og Sif Friðleifsdótt- ur KR 15/4 og 18/15. Skemmtileg keppni á unglingamóti TBR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.