Morgunblaðið - 29.10.1978, Side 14

Morgunblaðið - 29.10.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Fífa er fundín lausn Filu skíiparnir eru vandaðir. fallegir, odyrir og henta hvar sem er. Filu skaparnir eru islensk framleiðsla. Þeir f«1st i þrem víðartegundum. hnotu, alm og antikeik. Harðplast <1 boröplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yðar eigin vali. Komið og skoðið. kynnið ykktir Auðbrekku 53. Kopavogi okkar hagstæða verð. Latið okkur teikna og faið tilboð. Simi 43820. Fifa er fundin lausn. Nýogbetri jarðarbeijajógúrt! Mjólkursamsalan í Reykjavík T annlæknaskort- urinn í dreifbýli Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Tannlæknafélagi íslands: Vegna forsíðufréttar í dagblað- inu Vísi 23. 10. 1978 vill Tann- læknafélag Islands koma eftirfar- andi upplýsingum á framfæri. Tannlæknaskortur utan aðal- þéttbýliskjarna og í dreifbýli er langt frá því að vera sér íslenskt fyrirbæri. T.F.Í. hefur á undan- förnum árum eftir mætti stuðlað að því að ungir íslenskir tann- læknar settust að og hæfu störf á sem flestum stöðum utan aðal- þéttbýlissvæða landsins. Árangur hefur orðið verulegur. Landlæknir virðist telja vænlegra að stuðla að innflutningi atvinnulausra (!) tannlækna frá öðrum löndum. Skýrsla sú, sem vitnað er í í blaðagreininni, og sagt að gerð sé árið 1976, er dagsett 24. febrúar 1974. Þar er gerð áætlun um tannlæknaþörf miðað við ákveðna skiptingu Islands í tannlæknaum- dæmi. Síðan hafa 28 tannlæknar lokið námi frá Háskóla íslands og 5komið heim frá námi eriendis. Af þeim hópi hófu 22 störf utan Reykjavíkursvæðisins. Sjálfsagt finnst ýmsum þessi þróun of hægfara. Hún er hins- vegar jöfn og stefnir í rétta átt að okkar mati. Þ.e. að allir, sem þess óska eigi kost á tannlæknisþjón- ustu án þess að sækja hana um langan veg. I greininni er talað um atvinnu- leysi meðal tannlækna í Dan- mörku. Við skulum athuga ástæðuna fyrir því. I Danmörku, eins og allsstaðar annarsstaðar, vantar tannlækna í dreifbýli og á smærri þéttbýlisstaði. í stærstu borgunum, oeinkum Kaupmanna- höfn og Arhus eru óþarflega margir tannlæknar miðsvæðis í borgunum og hafa vafalaust mis- mikið að gera. Við teljum vafasamt að sækja til annarra landa tannlækna, sem ekki treysta sér til að starfa í dreifbýli síns heimalands og ná ekki fotfestu þar sem samkeppni er fyrir hendi. Hafa þó norður- landatannlæknar nokkra sérstöðu vegna tengsla og samvinnu landanna. Varðandi Neskaupstað sérstak- lega, þá var Heilbrigðisráðuneyt- inu kunnugt um að tveir verðandi tannlæknar höfðu hug á að hefja þar störf á komandi vori. Höfðu þeir í því tilefni haft samband við ráðamenn á staðnum og ráðuneyt- ið. Þrátt fyrir þetta virðist ráðu- neytið og landlæknir vilja senda einmitt á þennan stað erlendan tannlækni og hindra á þann hátt að hinir íslensku fái tækifæri til að finna sér þar starfsvettvang. Þessi vinnubrögð telur T.F.I. röng og ekki vænleg til að stuðla að fjölgun tannlækna í dreifbýli. Þá_ telur T.F.Í. ámælisvert, að aldrei hefur verið leitað álits félagsins í þessu tiltekna máli. _ Stjórn T.F.Í. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU u<;lysin<;.\. SIMINN KU: 22480 Rýmingarsala aöeins þessa viku. Mikill afsláttur á ullarvörum, pilsum, blússum og fl. Dalbær, Hverfisgötu 32. Vestmannaeyjum Aðalfundur Aöalfundur ísfélags Vestmannaeyja h.f. fyrir áriö 1977 veröur haldinn í húsi félagsins viö Strandveg laugardaginn 11. nóvember n.k. kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum Stjórnin. Sýning á bókum frá Sovétríkjunum frá 30. október til 4. nóvember sýnum viö um þaö bil 250 bækur frá Sovétríkjunum. Bækurnar eru til sölu Bókabúð Máls og Menningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.