Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 29 nokkuð keimlíkt efni „Tívolís". Góður hornblásturs Viðars er nokkuð einkennandi í laginu, sem er líflegt með tíðum taktskipting- um. I enda lagsins er nokkuð skemmtileg samlíking; „Nú eru endurnar á Tjörninni / með rassmótora í pöntun, sterka og stóra/ þær heita andfræðingar núna/ vilja komast í B-4“. Hér er eitt kýlið (eða kannski afleiðing af öðru!). „Sjómennirnir hafa Þaö gott“ syngur Valgeir i laginu „N-9“ sem fjallar reyndar um misgóða, fyrstu sjóferð sjómanns nokkurs. Björg- vin Gíslason (gítar) og Lovísa Fjeldsted (selló) setja svip á lagið með leik sínum. „Gæfa eða gjörvileiki“ er gott jazzað sveiflulag með skemmtilegum undirleik og ágæt- um söng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, eins og hennar er von og vísa. Þó verður að segjast að textinn er ekki beysinn. „Eitt sinn hippi ávallt hippi“ Sigurður Bjóla sér hér um sönginn í rólegra lagi og húmorísku. „Njáll og Bergþóra“ heitir lagið sem slær botninn í fyrri hliðina á ógleymanlegan hátt. Sigrún syngur hér hressi- legasta lag plötunnar og að margra mati það besta. Textinn fjallar um svipað fólk og í laginu „Sturlu", eða eins og kemur fram í textanum „þau eru róttækt menn- ingarsnobb". „Græna byltingin“ er afar létt of líflegt lag sem Valgeir syngur, og líklegt til vinsælda. Platan sjálf er tileinkuð þessu lagi þar sem hulstrið, textablað og sjálf platan eru græn. „Margar eru nefndirnar/ en hvurnig er með efndirnar/ sem sumir lofuðu sumum?" „Elliheimilið Grund“ er án efa lag eftir Sigurð Bjólu en það er sungið af Sigrúnu. Textinn fjallar um líf á elliheimili á sinn dapra og vonlausa hátt, sem speglast í laginu. Flautuleikur Halldórs Pálssonar setur mynd- rænan svip á lagið og gefur því „andlit". „Aksjónmaðurinn“ Hér er Valgeir á ferð með sögu um aðalhetjuna í „Barbie“-dúkku- seríunni. Eins og aðrir fram- kvæmdamenn (á ýmsum sviðum) er aksjónmaðurinn „sannfærður um gildi þess að vera sannfærður"! Annars er hér á ferðinni sá texti á plötunni sem hægt er að lesa mest út úr, þó Spilverksmenn hafi kannski ekki reiknað dæmið þann- ig- „Páfagaukur“ er líklega slakasta lagið á plöt- unni, þótt reynt sé að styrkja það með góðum saxófónleik.' Sigurður syngur þetta lag sem endar á þessum línum „60 manns sátu sveittir í dag/ og reyndu að koma druslunni í lag/ þeir reyna og reyna og reyna og reyna/ skipti á minni bíl koma til greina". „ísland“ titillagið endar svo þessa ágætu plötu. Lagið um Island er á mörkum þessa að vera lof og last, en það endar á klassísku kýli, herstöðvarmálinu. Lagið er nokk- uð líflegt og hressilega sungið af Sigurði. - O - Þeir sem vilja eiga það besta af íslenskri dægurlagatónlist ættu ekki að láta Spilverksplöturnar fram hjá sér fara, hvorki þessa né þær sem á undan henni komu. HIA. Póker hætía alvinnu- mennsku Hljómsveitin Póker er í þann mund að hætta atvinnumennsku í tónlistinni. Stafar það einfald- lega af því að grundvöllur fyrir starfsrækslu hljómsveitar af þeirra tagi er sáralítill hérlendis í dag. Smám saman hefur fótunum verið kippt undan slíkri starfsemi fyrst með missi Tónabæjar síðan hafa húsin hvert af öðru tekið upp diskótek. Svo má líka segja að plötuútgáfa hafi spilað sterklega inn i málið, tilbúnar hljómsveitir sérhæfðar í nytjatónlist hafi þótt arðbær- ari til útgáfu. Póker sem er í dag skipuð Pétri Kristjánssyni, Björgvini Gíslasyni, Kristjáni Guðmunds- syni, Pétri Hjaltested, Ásgeiri Óskarssyni og Jóni Ólafssyni, mun því lítið láta heyra í sér á næstunni nema eitthvað sér- stakt komi til. Þeir fóru utan til Bandríkj- anna í ágúst síðastliðnum og léku í Bay St. Louis í klúbb Jerry Fishers, fyrrum söngvara Blood Sweat & Tears, og fengu ágætisundirtektir. Stúdíó eitt sem heitir Studio in the Country sýndi áhuga og vildu forsvars- menn stúdíósins reyna sitt til að koma Póker á framfæri. Stúdíóið hefur til þessa verið mikið notað af hljómsveitinni Kansas sem er nokkuð fræg vestra. Þeir vilja að Póker taki upp efni hjá þeim sem stúdíóið sjái svo um að koma á framfæri eða gefa jafnvel út sjálft. Annars er of snemmt að segja frá þessum málum nú þar sem línurnar eru álls ekki orðnar skýrar enn, en við skulum vona að þeir þurfi ekki að leggja upp laupana án þess að skilja eftir sig allavega eina breiðskífú, sem ætti þó aö vera löngu útkomin. Lambert er nú hættur og hljómsveitin að leita eftir nýjum liðsmanni. Lambert leikur þó á nýju plötunni. WHITESNAKE hljómsveit Dave Cover- dale fyrrum söngvara Deep Purple hefur bæst liðsauki í fyrrum stjórnanda Deep Purple, Jon Lord. Lord leikur á væntanlegri breiðskífu Whitesnake, „TROUBLE“. PETER TOSH fyrrum liðsmaður Bob Marley & Wailers, er að gefa út plötu hjá EMI „BUSH DOCTOR“, en á þeirri plötu leika bæði Keith Richard og Ronnie Bob Dylan Wood og Mick Jagger syngur í einu laganna. Annars er Tosh all illa haldinn þessa dagana eftir að lögreglan í Jamaica komst að því að hann var að reykja ólöglega tóbaks- tegund. Tosh sem var sett- ur inn, kom úr fangelsinu með gat á höfði sem þarfn- aðist 20 spora og með brotinn handlegg, og nokkrar kærur á hendur lögreglunni. VAN MORRISON er nýbúinn að gefa út „WAVELENG HT“ sem er talin hans besta í langan tíma. Hjálparmenn hans á plötunni eru t.d. Garth Rod Stewart Hudson, sem var í Band og Peter Bardens, sem var í Camel. BEACH BOYS eru líka nýkomnir með nýja plötu „M.I.U. Album“ sem er þeirra síðasta fyrir Reprise. Platan fær yfir höfuð góða dóma. FRANK ZAPPA er með nýja plötu í búðunum „STUDIO TAN“ sem átti að vera komin út fyrir um ári síðan NEIL YOUNG er loks búinn að gefa út „COMES A TIME“ og fær sú góðar viðtökur erlendis og er sögð hans besta síðan „HARVEST" kom út. HIA Van Morrison Rosc Royce. Vinsældalistar EINA vikuna enn eru skötuhjúin John Travolta og Olivia Newton-John í efsta sæti brezka vinsældalistans og er allt útlit fyrir að þeim verði ekki velt úr sæti fyrir jól. Mesta athygli þessa vikuna vekur þó ekki sigurganga þeirra heldur það að ELO og Leo Sayer virðast vera á leið niður lisfann án þess að hafa nokkurn tíma komist ofarlega á blað. Annað nýju laganna, „MacArthur park“, hefur gert það gott í Bandaríkjunum að undanförnu og engin hætta er á öðru en að það verði einnig vinsælt í Bretlandi. Aðeins eitt nýtt lag er á bandaríska listanum þessa vikuna og eru það Captain and Tennille, sem það flytja. Gömlu hljómsveitirnar tvær, Rolling Stones og Who, eru á svipuðum stöðum og í liðinni viku, en þó er ótrúlegt hve vinsældir Stones eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. John Paul Young nýtur greinilega mikillar hylli meðal ungra Frónbúa, því hann er í efsta sæti topp fimm listans, en á lista Óðals er Exile efst. Nýju lögin tvö á „litla“ íslenzka listanum eru vís til afreka, einkanlega þegar menn eins og Billy Joel eiga í hlut. Að endingu er rétt að fara nokkrum orðum um lista þeirra í Vestur-Þýzkalandi, en hann er svo til óbreyttur. Aðeins eitt nýtt lag er á þessum lista og flytja þeir Marshall og Hain það. London. 1. (1) Summer night — John Travolta og Olivia Newton-John. 2. (3) Rasputin — Boney M. 3. (4) Sandy — John Travolta 4. (2) Lucky stars — Dean Friedman 5. (10) Rat trap — Boomtown Rats 6. (5) Love don’t live here anymore — Rose Royce 7. (16) MacArthur park — Donna Summer 8. (6) Sweet talkin’ woman — Electric Light Orchestra 9. (8) I can’t stop loving you — Leo Sayer 10. (24) The public image — Public Image Ltd. New York. 1. (1) Hot child in the city — Nick Gilder 2. (2) Kiss you all over — Exile 3. (7) MacArthur park — Donna Summér 4. (4) You needed me — Anne Murray 5. (5) Whenever I call you „friend" — Kenny Loggins 6. (3) Reminiscing — Little River Band 7. (10) Beast of burden — Rolling Stones 8. (8) Right down the line — Gerry Rafferty 9. (9) Who are you — Who 10. (12) You never done it like that — Captain og Tenille Reykjavík, „Topp fimm“ úr þættinum „Á tíunda tímanum“ 1. (1) Love is in the air — John Paul Young 2. (2) Summer night city — ABBA 3. (3) Summer nights — John Travolta og Olivia Newton-John 4. (—) My life — Billy Joel 5. (—) Picture this — Blondie Reykjavík. „Óðal top ten’* 1. (6) Kiss you all over — Exile 2. (1) You make me feel — Sylvester 3. (5) Got a feeling — Patrick Juvet 4. (4) Best of both worlds — Robert Palmer 5. (3) Love is in the air — John Paul Young 6. (2) Dreadlock holiday — 10 CC 7. (12) Blame it on the Boogie — Jacksons 8. (14) On what a cirkus — David Essex 9. (7) Boogie, oogie, oogie — A Taste Of Honey 10. (10) Mellow loving — Judy Cheeks Bonn 1. (1) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John 2. (2) Mexican girl — Smokie 3. (3) Summer night city — ABBA 4. (7) Rasputin — Boney M. 5. (5) Gimme gimme you love — Teens 6. (4) Oh Carol — Smokie 7. (6) Miss you — Rolling Stones 8. (8) Baker street — Gerry Rafferty 9. (11) Dancing in the city — Marshall og Hain 10. (9) Eagle — ABBA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.