Morgunblaðið - 01.11.1978, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.11.1978, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1978 Félagslíf og vandamál í framhaldsskólum Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 8. október, þakka ég af heilum hug. Guð blessi ykkur öll, Petrea H. Ingimarsdóttir, Hátúni 8. Öllum þeim, sem heimsóttu mig, færðu mér gjafir, sendu mér blóm og skeyti á 70 ára afmæli mínu, færi ég mínar innilegustu þakkir. Hallgrímur G. Björnsson. Hjartans þakkir til barna, tengda- og barnabarna minna, fyrir rausnarlegar gjafir og hlýhug á 80 ára afmælinu mínu, sem var 6. október. Ennfremur þakka ég öðrum skyldum og vandalausum fyrir gjafir, blóm og skeyti. Öll þessi vinsemd gjörðu mér þessi tímamót eftirminnileg. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg frá Hamragörðum. Sjónvarp í kvöld kl. 18.05: Viðvaningar til sjós Viðvaningarnir nefnist mynda- flokkur í sjö þáttum, sem hefst í sjónvarpi klukkan 18.05. Segir hún frá tveimur sautján ára piltum, sem ætla sér að verða sjómenn, og fá skipsrúm sem viðvaningar á togara. Sýnt er frá lífinu um borð í togurum og frá námi sjómanns- efna í sjómannaskóla. Þátturinn í kvöld nefnist „Strokupilturinn" og segir frá pilti, Jim, sem líkar ekki að starfa á bílaverkstæði föður síns en vill komast á sjóinn og strýkur að heiman. Útvarp í kvöld kl. 21.00: Tíu þúsund Big Bands Jazzþáttur í umsjón Jóns Múla Arnasonar er í útvarpi í kvöld klukkan 21.00. „Ég las það í blaði ísumar að nú væru starfandi í Bandaríkjunum 10.000 „Bigg Bönd“, og ætla í stuttu máli að rekja þessa ánægjulegu þróun,“ sagði Jón Múli, er hann var spurður hvað helzt yrði á dagskrá í þættinum. Þátturinn tekur 45 mínútur í flutningi. Þátturinn „Úr skólalífinu" í umsjón Kristjáns E. Guðmunds- sonar er á dagskrá útvarps klukkan 20.00 í kvöld. Að þessu sinni er kynning á félagslífi og vandamálum nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fjölbrautaskólinn er 3ja ára og eru nú um 1000 manns við nám í honum. Nemendur eru með eigin kynningu á félagslífinu. Rætt verður við fimm af nemend- um úr forystuliði skólans um félagslífið, húsnæðisvandræði í sambandi við mikla útþenslu skólans, áfangakerfið og hvaða áhrif það hefur á félagsanda, að í skólanum er ekkert eiginlegt bekkjarkerfi. Einnig verður rætt um lesaðstöðu nemenda, svo og þau göt í stundatöflunni, sem óhjákvæmilega vilja verða, þegar um áfangakerfi í skólum er að ræða. Síðar í þessum þáttum í vetur verður tekið fyrir nám og námstil- högun í hinum einstöku skólum og rætt við fulltrúa nemenda viðkomandi skóla í því sambandi. Þættir þessir ná eingöngu yfir framhaldsskóla. Stórkostleg nýjung Tölvustýrt litsjónvarpstæki frá Toshiba tryggír þér baö nýjasta og besta á hverjum tíma. Aurunum er vel varið meö kaupum á Toshiba. Toshiba Japan er stærsta fyrirtæki heims í framleíðslu elektrónisikra tækja. Ekkert fyrirtæki ver jafn miklum fjármunum í rannsóknir. Því koma nýjungarnar frá Toshiba. Nú er þaö nýjasta tölvustýrt litsjónvarpstaki. Talvan í C 2080 litsjónvarpstækinu stjórnar því aö móttakan trá sjónvarpssendinum verður ávallt eins góö og frekast er kostur. Talvan gerlr tjölda hluta úrelta. Því er gangverkið einfaldara og minni líkur á þilunum. Algerlega ný gerð myndlampa. 16.6% breiðarl fosforrendur og þynnri skil gefa 30% þjartari mynd. Tækiö er aöeins 83 wött. Það fékk vcrðlaun fyrir fallegt útlit. Hægt er að tengja tækið við audio og video Cassettutæki. Árs ábyrgö — Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A. SÍMI16995. Útsölustaðir: Akranes: Bjarg hf. Borgarnes: Kaupf. Borgf. ísafj.: Verzl. Straumur. Bolungarv.: Verzl. EG. Hvammstangi: Verzl. V.S.P. Blönduós: Kaupfól. A.Hún. Sauöárkrókur: Kaupf. Skagf. Akureyrí: Vöruhús KEA Hljómver HF. Húsavík: Kaupfél. Ping. Egilsstaöir: Kaupfél. Hóraösb. Ólafsfjöröur: Verzl. Valberg. Siglufjöröur: Gestur Fanndal. Hornafjöröur: KASK Hvolsvöllur: Kaupfél. Rang. Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavík: Stapafell hf. úlvarp Reykjavfk 3QX1B MIÐVIKUDAGUR 1. nóvomber 1978 18.00 Kvakk-kvakk ítölsk klippimynd. 18.05 Viðvaningarnir Breskur myndaflokkur í sjö þáttum. Fyrsti þáttur. Strokupiltur- inn. Söguhetjurnar eru tveir sautján ára piltar. sem hafa áhuga á sjómannsstörfum og fá skipsrúm sem viðvan- ingar á togara. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.30 Öra fi Afríku Norsk mynd um dýra- og íuglalíf í Afríku. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 18.55 Illé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta ta'kni og vísindi j leit að afbrotamönnum Barátta gegn bitmýi Klettaviðgerðir Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.00 Ár í ævf dýralæknis Nýlokið er myndaflokki í gamansömum tón um dýra- lækna. Ilér er bresk heimildamynd um dýralækni í ensku sveitahéraði og störí hans. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.55 Vesturfararnir Sænsk framhaldsmynd í átta þáttum. byggð á flokki skáldsagna eftir Vilhelm Moberg. Ilöfundur myndarinnar er Jan Troell. Aðalhlutverk Max von Sydow, Liv Ullmann. Eddie Axberg. Allan Edwail. Pierre Lindstedt. Hans Al- fredsson og Monica Zetter- lund. Fyrsii þáttur. Steinríkið. Sagan hefst í harðbýlli sveit í Smálöndum um miðja nítjándu öld. Aðalpersónurnar eru ungur smáhóndi. Karl Oskar. og Kristín. kona hans. Kotbú- skapurinn er erfiður á þessum tímum og þar kem- ur, að Karl Óskar ákveður að flytjast með fjölskyldu sína til Vesturheims. Þýðandi Jón 0. Edwald. Vesturfararnir voru áður á dagskrá Sjónvarpsins fyrir tæpum fjórum árum. Fyrsti þáttur var frumsýnd- ur á jóladag 1974. (Nordvision) 22.50 Dagskrárlok. FÖSTUDAGÚR 3. nóvember 1978 20.00 Fréttir og vcður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sailor llljómsveitin Sailor flytur nokkur vinsælustu laga sinna. Einnig kemur fram hljómsvcitin Sutherland Brothers and Quiver. 21.30 Kastljós Þattur um innlend málefni. IJmsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 22.30 Nýliðar (The Virgin Soldiers) Bresk bíómynd frá árinu 1970 Aðalhlutverk Lynn Redgrave, Hywel Bennett og Nigel Davenport. Sagan gerist í Singapore snemma á sjötta áratug aldarinnar. Breskt herlið er í borginni. að mestu skipað kornungum og óreyndum piltum. Dóttir eins yfir- mannsins. Philippa. kynn- ist einum piltanna á dans- leik. en fyrstu kynnin verða hálfvandræðaleg vegna reynsluleysis þcirra. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 23.55 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.