Morgunblaðið - 03.11.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 03.11.1978, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBÉR 1978 18 „ Aðeins rætt um að vinna ákveðinn þátt útgáfunnar erlendis” vinna fer fram hérlendis: Hönn- un, setning og filmuvinna fyrir texta. Þrátt fyrir að við getum prentað i litum hérlendis — og að við getum bundiö inn bækur — er tæknileg aðstaða til slíkra hluta mun hagstæðari með stærri þjóðum — og ætti engum að koma' á óvart. Ég legg áherzlu á að keypt vinna erlend- is er einungis prentun og band, því pappírinn yrði að flytja inn hvort eð er — áprentaðan eða óáprentaðan. Þegar um er að ræða gerð bóka fyrir erlendan markað — þ.e. að reyna að koma bókum um ísland út á alþjóðleg- an markað og bjóða erlendum forlögum þátttöku í samprenti, eins og Iceland Review hefur leitazt við að gera á undanförn- um árum, er það grundvallar- atriði að fundinn sé framleiðslu- staður í hagstæðustu prentunarlöndum álfunnar. Annars þýðir ekki að ræða málið við neinn erlendan útgef- anda. En þetta er landkynning- arviðleitni á nýju sviði.“ Rætt við bóka- og tímaritaútgefendur um prentunarkostnað heima og heiman Að undanfiirnu hefur það nokkuð færst f aukana að íslenzk útgáfufyrirtæki hafa látið prenta hækur og hlöð erlendis og í því samhandi hafði Morgunhlaðið samhand við nokkra aðila og lcitaði umsagnar þeirra um málið. Ilér fara á eftir viðtöl við Jóhann Briem hjá Frjálsu framtaki. Örlyg Ilálfdánarson hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi og Ilarald J. Hamar hjá Bókaforlaginu Sögu og Iceland Rcview. „Vinnuhraðinn erlendis býður mun hag- stæðara verð „Þegar rætt er um að flytja prentun úr landi þá er aðeins verið að ræða um ákveðinn þátt í gangi málsins," sagði Jóhann þess að mönnum miði fram á við.“ „Mikil hagkvæmni í samprentuninni" „Prentun erlendis fyrir mitt fyrirtæki hefur hingað til ekki verið fólgin í öðru en samprent- un litprentaðra bóka fyrir mörg lönd í einu,“ sagði Örlygur Hálfdánarson hjá Erni og Örlygi í samtali við Morgun- blaðið. „Það er mikil hag- kvæmni í þessari samprentun, en allt sem hægt er að vinna hér heima er framkvæmt hér, því það er aðeins filman sem er send út. En þessi samprentun byggist á samstarfi milli þjóða víða um heim og með því er rutt úr vegi fjallháum kostnaði við útgáfu vandaðra bóka. Okkar sérprent- uðu bækur eins og Eggert og Bjarni og Dýraríki Islands létum við prenta hér heima og Briem forstjóri Frjáls framtaks þegar Mbi. spurði hann um þá ákvörðun að láta prenta blaðið Líf í Bandaríkjunum. „Undir- búningur allur, setning og um- brot eiga sér stað hér heima,“ sagði Jóhann,-„en filmuvinna og prentun verða erlendis og síðan á dreifingin sér stað hér heima. Við munum láta prenta næsta blað a£ Líf ytra og ástæðurnar eru fyrst og fremst mismunandi prentunartími. Hér heima þurf- um við 7—8 vikur í filmuvinnu og prentun en ytra er um að ræða 7—10 daga. Við erum með efni sem er mjög tímabundið og eigum jafnhliða í harðri sam- keppni við erlend tízkublöð. Rúmlega helmingur blaðsins er litprentaður og vinnuhraðinn erlendis býður mun hagstæðara verð. Ef við tökum kostnaðinn við prentunina, þá er 100 kr. minni kostnaður við hvert blað í bókbandinu ytra, en munurinn er reyndar mestur í bókbandinu, síðan við filmuvinnuna og prentunina. í heild munar þetta um 35% á þessum þáttum útgáfunnar og ég tel að það sem ráði úrslitum sé vinnuhraðinn og fullkomnari tækni. Við erum með 52 útgáfur á ári og það sem við ætlum að láta prenta erlend- is eru einungis 6 blöð. Alls erum við með um 352 þús. eintök á ári og þar af er Líf prentað yfir árið í 60—70 þús. eintökum. Þá má einnig taka það fram að forsendan fyrir framförum á sviði prentlistarinnar og útgáfu almennt er að menn kynnist framförum og þróun á þessum vettvangi og með því er von til stefnan er sú, en samprentunin hefur stóraukið úrval t.d. barna- bóka á mjög lágu verði. Ég hef hins vegar ekki leitað eftir sérprentun erlendis og þekki því ekki þann kostnað sem um er að ræða, en samprentunin veldur því að við getum gefið út glæsilegar bækur sem ekki væri hægt að ráða við ef samprentun- in kæmi ekki til.“ „Útgáfan veröur aö njóta erlendra framleiðslukjara Við ræddum einnig við Har- ald J. Hamar hjá Bókaforlaginu Sögu og Iceland -Review og spurðum hann fyrst um sam- prentsmöguleikana? „Þetta er aðeins spurning um það hvort íslenzk bókaútgáfa á að hafa aðstöðu til að taka þátt í víðtæku alþjóðlegu samstarfi, sem byggist á sameiginlegri litprentun, sem oft á sér stað fyrir allan heiminn samtímis, ef svo mætti segja: An þátttöku okkar í slíku samstarfi væri bókamarkaður okkar mun fátæklegri. íslenzkur prent- iðnaður á hins vegar sinn þátt í þessu samstarfi með setningu, filmuvinnu o.s.frv." „Nú eru bækur Iceland Review prentaðar erlendis? „Iceland Review gefur út bækur um ísland á erlendum málum. Megnið af þeim kaupa útlendir gestir í landinu. Til þess að hægt sé að bjóða bókaverð, sem útlendingar eiga að venjast og þeir telja aðgengi- legt, verður útgáfan að njóta erlendra framleiðslukjara í prentun og bandi. Öll önnur „Hvað með tímaritið Iceland Review?" „Iceland Review hefur verið prentað erlendis í meira en áratug. Astæðan til þess að prentunin var flutt utan á sínum tíma var einfaldlega sú, að útgáfan hafði sprengt þann tæknilega ramma, sem aðstæð- ur hér settu henni. Ritið var og er í samkeppni á erlendum markaði og til þess að teljast fullgilt og frambærilegt og til þess að flytja mynd landsins og náttúru þess erlendum lesend- um með nútímalegu sniði j)urfti að stórauka litprentun. Utgáf- unni var ofviða að leysa það verk af hendi við þær tæknilegu aðstæður, sem hér voru, og þótt framfarir hafi orðið á þeim sviðum hérlendis á þeim áratug, sem liðinn er, nægir það ekki. Erlendis hafa líka orðið fram- farir. Ef gera á ritið úr garði eins og það er nú verður sú framleiðsla að fara fram erlend- is. Og hver vill draga saman seglin hvað útlit og gæði varðar í tímaritsútgáfu? Hitt er svo rétt að benda á, að vinnsla blaðsins fer fram hérlendis að undanskilinni litgreiningu mynda, prentun og frágangi. Pappírinn verður jú að flytja inn hvort eð er þegar prentað er hér. Annað atriði er einnig töluvert mikilvægt í þessu sam- bandi: Ritið er gefið út til dreifingar út um allan heim. Ekki væri það til að auka hagkvæmni að flytja pappírinn til landsins til þess svo að flytja hann beint út aftur áprentaðan, fram og til baka yfir hálft Atlantshaf." Skólanefnd Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, talið frá vinstri. Guðni Jónsson, Margrét Arnórsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður, Hrönn Haraldsdóttir, Halldór Arnason og Þór Erling Jónsson. Ljósm. RAx Sljónimálaskóli Sjálfstæðisflokksins 13. til 18. nóv.: Veitir alhliða fræðslu um félagsmál og stjómmál — segir formaður skólanefndar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins hefst þann 13. nóvem- ber, og stendur hann að venju í eina viku, eða til 18. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur und- anfarin sex ár haldið stjórnmála- skóla í Reykjavík, þar sem veitt hefur verið fræðsla um margs- konar félagsfræðileg efni, auk stjórnmálalegrar fræðslu. Þátttakendur í skólanum hafa komið víða að af landinu, og fjöldi nemenda hefur verið á bilinu 25 til 30 ár hvert. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, hefur haft umsjón með skólahaldi Stjórnmálaskólans frá því hann hóf starfsemi sína á ný árið 1972. Morgunblaðið sneri sér í gær til Vilhjálms og bað hann að gera nokkra grein fyrir skólahaldinu. Vilhjálmur sagði, að skólinn starfaði dag hvern fyrrnefnda daga í nóvember og hæfist kennsla klukkan 9 árdegis alla dagana, og væri kennt fram til hádegis. Síðan er byrjað á ný klukkan 13.30 og haldið áfram til klukkan 18. Námsgreinarnar sagði Vil- hjálmur að hefðu verið rækilega auglýstar, en þar væri fjallað um helstu viðfangsefnin í stjórnmál- um og félagsmálum. Sérfræðingar á hverju sviði flytja fyrirlestra og annast kennsluna að öðru leyti. Megintilgangurinn með skóla- haldinu er sá, að sögn Vilhjálms, að veita þátttakendum aukna fræðslu almennt um stjórnmál og stjórnmálastarfsemi. Reynt væri að veita nemendum meiri innsýn í stjórnmálin en fólk á kost á daglega, og að gera grein fyrir starfrænu og hugmyndafræðilegu baksviði stjórnmálanna. Mikilvægur þáttur skólahalds- ins sagði Vilhjálmur vera sá, að þjálfa nemendur í ræðumennsku og að taka þátt í almennum umræðum hvers konar, en slíka þjálfun er yfirleitt ekki að fá í skólum iandsins að sögn Vilhjálms. Með þessu móti væri fólk gert hæfara til að taka þátt í stjórnmálum og almennu félags- starfi. Að lokum sagði Vilhjálmur, að þau sex ár sem skólinn hefur nú starfað með núverandi fyrirkomu- lagi, þá hafi skólahaldið heppnast vonum framar og orðið þátt- takendum til mikils gagns. Fjöl- margir nemendur skólans frá fyrri árum hafa orðið virkir í félags- starfi Sjálfstæðisflokksins í sínum heimabyggðum, og margir þeirra hafa þar tekið við forystustörfum. í skólanefnd Sjálfstæðisflokks- ins eiga eftirtaldir sæti: Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaður, Guðni Jónsson, Hrönn Haralds- dóttir, Margrét Arndórsdóttir, Þór Erling Jónsson og Halldór Árna- son. Þess má geta, að ekki er gert að skilyrði að nemendur stjórnmála- skólans séu flokksbundnir sjálf- stæðismenn. Þá má minna á það að þátttakendur hafa verið á öllum aldri, allt frá 15 ára til fimmtugs og þar yfir. Væntanlegir þátttak- endur eru hvattir til að láta skrá sig sem allra fyrst, en skráning fer fram í Valhöll á skrifstofutíma, síma 82900. Otíð hamlar síldveið- um Þorlákshafnarbáta Þorlákshöfn, 2. nóv. MIKIL ótíð hefur hamlað sfld- veiðum hér um slóðir og í hálfan mánuð hefur sáralítil sfld borizt á land þess vegna. í söltunarstöð- inni Borgum hf. og Meitlinum hf. er búið að salta í rúmlega 2600 tunnur. Hjá Glettingi hf. er allt tilbúið til sfldarmóttöku. en þar hefur ekkert verið saltað ennþá, og aðkomufólk svo og heimafólk bíður eftir því að úr rakni. Allir bátar hér eru á síldveiðum og því lítill fiskur til þsss að vinna í frystihúsinu annar en afli af skuttogaranum Jóni Vídalín, sem kemur hálfsmánaðarlega ínn úr hverri veiðiferð. Hann er kominn með um 2000 lestir frá áramótum. Alls hafa borizt á land frá áramótum 37.300 lestir af fiski, sem skiptist þannig: Botnfiskur, 16.000 lestir, liðna 13.000 lestir, spærlingur 7.500 lestir og sílji 700 lestir, humar 91 lest. Mestan afla á humarveiðum hafði Snætingur, 15 lestir. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 46.000 lestir. Á morgun er von á síld. Klængur er væntanlegur með 70—80 tonn. — Ragnheiðilr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.