Morgunblaðið - 05.11.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978
í
í
í
ti
z
i
j
i
t
I
Páfakjör hans mun ugglaust
ekki hafa í för með sér beina
breytingu á hinum sérstæðu sam-
skiptum ríkis og kirkju í Póllandi.
En hjá því mun ekki fara, að hin
sálrænu áhrif verði mjög mikil.
í Póllandi er Woytyla kardináli
talinn helzti forvígismaður
aukinna tilslakana gagnvart kirkj-
unni. Krafa hans um að kirkjan fái
greiðari aðgng að fjölmiðlum, sem
hefði það einnig í'för með sér að
pólska kirkjan mundi sniðganga
ritskoðunina, var nýlega sett fram
í opnu bréfi pólskra biskupa.
Afstaða hans til fjölmiðla og
trúarbragðakennslu í skólum er
aðaldeiluefnið við ríkjandi aðstæð-
ur í Póllandi. Á því eru mjög
miklar líkur að þessi sjónarmið
verði áfram tengd persónu
Jóhannesar Páls páfa II og að þau
muni hafa mikil áhrif á stjórnmál
í Austur-Evrópu yfirleitt.
Pólitísk áskorun
Stjórnin hefur líka gagnrýnt
nýja páfann fyrir að aðhyllast þá
skoðun — sem verður stöðugt
útbreiddari meðal kaþólskra
Pólverja — að kirkjan eigi að láta
félagsleg og efnahagsleg mál
meira til sín taka og reyna að hafa
meiri áhrif á þau. Á þetta er
nánast litið sem pólitíska storkun
við stjórnina og því hefur Woytyla
kardináli lagt svo mikla áherzlu á
frelsi til handa pólskum ritum.
Ferill kardinálans skýrir
afstöðu hans og skoðanir að miklu
leytir Hann er verkamannssonur,
var elztur systkina sinna og fékk
betri menntun en þau. Sagt er að
hann hafi verið verkamaður í
stríðinu þegar hann var hálf-
þrítugur. Þannig kynntist hann
nánar lífi pólsku þjóðarinnar en
flestir andlegir og pólitískir valda-
menn í Póllandi hafa gert.
Þrjátíu og átta ára að aldri varð
hann yngsti biskup í sögu Póllands
og 47 ára gamall varð hann yngsti
kardinálinn. Hann er fulltrúi
nýrrar kynslóðar og skilningur
hans á þeim vandamálum, sem við
er að stríða í heiminum, mun
ugglaust setja svip sinn á páfadóm
hans.
Veruleikinn
Að því er mig minnir síðan ég
talaði við páfa er Jóhannes Páll II
mjög pólitískur, en ekki er senni-
legt að hann muni taka upp
harðan andkommúnisma í stefnu
Páfagarðs. Til þess hefur hann of
mikla reynslu af lífinu í kommún-
istísku samhengi og skilning á
hinum hversdagslega veruleika
valdsins.
En hann hefur einnig reynslu af
alþjóðamálum, kannski meiri en
Páll páfi VI. Og táknrænt mikil-
vægi þess að hann er fyrsti páfinn
í 455 ár, sem er ekki ítalskur, fer
^kki framhjá veraldlegum vald-
höfum í Austur-jCvrópu og heldur
ekki sú staðreynd að hann kemur
frá baráttuglöðu og þróttmiklu
kaþólsku samfélagi sem hefur
aðhyllst kaþólska trú í 1.012 ár.
Hann er ekki mikið kunnur í
heiminum yfirleitt, en víða er
hann minnzt fyrir hjálpsemi.
Þegar hann var í Bandaríkjunum
1976 hitti hann að máli fulltrúa
pólskra útlaga í Washington og
þeir bentu honum á þá ósk sína að
fá eigin kirkju. ,Hann skrifaði því
vini sínum, Baum kardinála í
Washington, og bað hann um
stuðning. Nú er Jóhannesarkirkja
litla pólska safnaðarins orðin að
veruleika. Daginn eftir páfakjörið
var haldin messa í kirkjunni til
heiðurs Karol Woytyla, hinum
pólska páfa. (endir — stytt)
Dómkirkjan í Kraká Þar sem Woytola var erkibiskup.
Nýi pifinn ésamt fyrirrennara sínum, Páli VI, 1971.
Kardinálarnir Wyzsynski og Woytola í Kraká 1975.
• Takamáupp
á hverja spólu
1000 sinnum.
Mikil litgæöi
Spólu-
kostnaöur
lítill
'my'tidsegulbancL VHS
spectra video-vision
1
Eínkasjónvarpið þitt
— gerír þig óháðan
útsendingartíma
sjónvarpsins
Stillið Það, sem
Þér viljið sjá
Sjáiö Þegar
yður hentar.
Hjá okkur kostar
tækiö aöeins kr.
767.920
Spólur
C-60 mín
C-120 mín
C-180 mín
Verö
13.575
19.980
24.980
Berið saman
verð og gæði
Skipholti 19, sími 29800
27 ár í fararbroddi
Fyrstir til íslands með:
sjónvörp, transistora, in-line myndlampa,
system kalt 2, og nú VHS Nordmende
myndsegulbandstæki á viðráöanlegu veröi.
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND