Morgunblaðið - 05.11.1978, Page 32
% Lífið barn hefur
Jlí* lítið sjónsvid
Mæta ekki
til kennslu
á morgun
VERKFALL stundakcnnara við
Iláskóia íslands kemur til fram-
kvæmda í fyrramáiið, mánudags-
morgun. Annað kvöld hafa
stundakennarar síðan boðað til
almenns félagsfundar, þar sem
afstaða verður tekin til tilboðs
sem fjármáiaráðuncytið hefur
lajít fram.
Að sögn Kristjáns Linnets, eins
talsmanna stundakennara, fara
stundakennarar einkum fram á
atvinnutrygf;in(íu og stjórnunar-
álag til jafns við fastráðna kenn-
ara. Stefnt sé að því að tryggja
hag stundakennara, sem flestir
hafi það sem aðalstarf að kenna
stundakennslu við Háskólann, en
án þeirra réttinda sem fastráðnir
starfsmenn hafi.
Kristján vildi ekki tjá sig
efnislega um tilboð ráðuneytisins,
en sagði, að ef það yrði samþykkt
yrði verkfallinu aflétt samstundis,
og stundakennarar myndu mæta
til vinnu sinnar daginn eftir. Ef
það verður hins vegar fellt mun
verkfallið standa í eina viku, eins
og boðað hefur verið. Aðrar
aðgerðir hafa ekki verið ákveðnar.
Útflutning-
ur á blóði
BLÓÐBANKINN hefur nú síð-
ustu árin flutt út blóð og er gert
ráð fyrir að tekjur bankans af
þessum óvenjulega útflutningi
nemi milli 3—4 milljónum
króna en stefnt er að því að
verja fjármunum sem með
þessu móti fást til að bæta
rannsóknaaðstöðu og aðra
aðstöðu innan baiikans.
Að því er Ólafur Jensson,
forstöðumaður Blóðbankans,
tjáði Mbl. var fyrir 3—4 árum,
að bankinn hóf að vinna plasma
eða blóðvökva úr því blóði sem
orðið er eldra en svo að nota
megi það til beinna blóðgjafa.
Plasminn er seldur til rann-
sóknastöðvar í Svíþjóð, sem
brýtur plasmann upp í hluta og
eru eggjahvítuefnin síðan seld
til lækninga. Kvað Ólafur
blóðskipti af þessu tagi vera
orðin mjög algeng um allan
heim.
Vilji til að
leysa vanda
Þórshafnar
- segir sjávarúlvegsráðlierra
„ÞAÐ er fullur vilji til að leysa
vandræði Þórshafnarbúa og að
því er nú unnið á vegum sjávarút-
vegsráðuneyíisins, félagsmála-
ráðuneytisins og Framkvæmda-
stofnunar,“ sagði Kjartan Jó-
hannsson sjávarútvegsráðherra í
samtali við Mbl. í gær.
Kjartan sagði að hann teldi að
koma þyrfti grundvelli undir
langtímarekstur Þórshafnarbúa í
sjávarútvegi og þyrfti í því
sambandi að kanna hvernig útgerð
hentaði þar bezt. Þá sagði ráðherr-
ann að rætt hefði verið um sölu á
síldarverksmiðjunni á Þórshöfn,
sem heimamenn vildu gjarnan
selja.
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978
Verzlið
í sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19,
sími 29800
Féll niður
í lest og
beið bana
MAÐURINN. sem slasaðist alvar-
lega í vinnuslysi um borð í
vöruflutningaskipinu Múlafossi í
fyrradag. lézt á Borgarspítalan-
um í gærmorgun af völdum
meiðslanna sem hann hlaut.
Ilann var 22 ára gamall. Ekki er
unnt að birta nafn hans fyrr en
eftir helgina að ósk lögreglunnar.
Slysið varð um hálffimmleytið á
föstudaginn. Múlafoss lá þá í
Sundahöfn og unnu verkamenn við
það að koma fyrir gámi á lestar-
lúgu og var hinn látni einn þeirra.
Hann ætlaði að fjarlægja tréborð,
sem var á lúgunni og gekk við það
nokkur skref aftur á bak en svo
slysalega vildi til að hann féll
aftur á bak ofan í næstu lest, sem
var opin. Fallið var tæpir 5 metrar
og hlaut maðurinn alvarlegan
höfuðáverka. Maðurinn var strax
fluttur á Borgarspítalann, þar sem
gerð var á honum mikil höfuðað-
gerð en ekki tókst að bjarga lífi
hans.
Kópavogskaupstaður:
200 mill-
jóna gengis-
tryggt lán
KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR
hefur fengið 200 milljóna króna
rekstrarlán hjá Búnaðarbanka
Islands. Lánið. sem er gengis-
tryggt miðað við Bandaríkjadoll-
ar. er á 12% vöxtum og skal
greiðast upp á tveimur og hálfu
ári.
Offramleiðslan í landbúnaðinum:
Ostagerðartækin
hafa ekki undan
Smjörbirgðir hrannast upp
IIORFUR eru á því að framleiðsla
sauðfjárafurða hafi aukizt um 8%
á þessu ári og framleiðsluaukn-
ing mjólkurafurða sé 4—5%. í
báðum greinum er framleiðslan
meiri en eftirspurn á innanlands-
markaði en umframframleiðsla
mjólkurafurða er þó sýnu alvar
legri en sauðfjárafurða, þar sem
aðeins hefur tekizt að afla mark-
aða erlendis fyrir li'tinn hluta
þeirrar framleiðslu. Er það eink-
um á sviði ostaframleiðslu en öll
tæki til ostagerðar eru nú full-
nýtt og hafa ekki undan svo að
afgangurinn af mjólkurfram-
Ieiðslunni fer til smjörgerðar,
sem ekki hefur tekizt að finna
markað fyrir og hrannast þvf
birgðir upp. Talið er lfklegt að
um áramót verði smjörbirgðir í
landinu um 2000 tonn.
Sú tegund ostaframleiðslunnar
sem mestri velgengni hefur átt að
fagna erlendis er Óðalsosturinn en
hann er einkum fluttur til Banda-
ríkjanna. Verðið, sem þar fæst
fyrir hann, er um 50% af fram-
leiðslukostnaðinum hér heima, en
ekki er talið útilokað að fá mégi
hærra verð fyrir ostinn vestan
hafs með aukinni framleiðslu og
þar af leiðandi stöðugra framboði,
en gert er ráð fyrir að lítil
vandkvæði séu á því að selja allan
þann Óðalsost sem unnt er að
framleiða hér á landi í Bandaríkj-
unum.
Óðalsostur er framleiddur á
þremur stöðum á landinu — á
Sauðárkróki, Húsavík og á Akur-
eyri, og tæki ostabúanna þar til
þessarar framleiðslu er nú nýtt til
hins ítrasta. Til að koma fram-
leiðslu Óðalsostsins fyrir Banda-
ríkjmarkað í fullnægjandi horf
þarf að fjárfesta í ostabúinu á
Akureyri fyrir milli 600—700
milljónir króna, að því er Stein-
grímur Hermannsson, landbún-
aðarráðherra greindi frá er hann
kynnti þær ráðstafanir, sem á
döfinni eru í framleiðslumálum
! landbúnaðarins og byggðar eru á
áliti svonefndrar 7-manna nefnd-
ar. Ráðherra sagði, að menn yrðu
að gæta sín á að ráðast í of mikla
fjárfestingu á þessu sviði vegna
þess að þá kynni fyrirtækið að eiga
allt undir offramleiðslu á sama
tíma og markaðsverð framleiðsl-
unnar stæði ekki undir fram-
leiðslukostnaði. Kvað ráðherra
þetta dæmi um þann vanda sem
við væri að etja í landbúnaðar-
framleiðslunni.
LÖGREGLÁN í Reykjavík tók 969
ökumenn vegna meintrar ölvunar við
akstur fyrstu 10 mánuði ársins og er
þetta veruleg aukning frá í fyrra, að
sögn Óskars Ólasonar yfirlögreglu-
þjóns.
Upp á síðkastið hefur ástandið
verið með állra versta móti og í
októbermánuði einum voru t.d:
teknir 122 ökumenn í Reykjavík
Björgvin Sæmundsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi, að
Búnaðarbankinn væri viðskipta-
banki Kópavogskaupstaðar, og' að
bankinn fengi síðan aftur lán hjá
Seðlabankanum sem aflaði erlends
lánsfjár.
Björgvin sagði, að ástæður þess
að þetta lán er nú tekið væru
„ósköp einfaldar. Verðbólgan kem-
ur líklega hvergi verr við en hjá
sveitarfélögunum vegna þess, að
þeirra tekjur eru yfirleitt miðaðar
við verðlags- og kaupgjaldsþróun
ársins á undan, útsvörin eru öll
miðuð við tekjur fólksins einu ári
á undan. Þegar verðbólgan er milli
40 og 50%, þá þýðir það, að
útgjöldin hjá okkur í ár hafa
hækkað um þetta. Útgjöldin eru
miðuð við raunverulegt verðlag á
hverjum tíma. Þetta er ekkert
nýtt, en eftir því sem verðbólgan
verður meiri, verður þetta erfið-
ara.“
grunaðir um ölvun við akstur og þar
af voru 30 ökumenn teknir um sömu
helgina.
Skiptingin er sú að í Reykjavík
voru teknir 886 ökumenn fyrstu 10
mánuði ársins en vegaeftirlitsmenn
úr Reykjavík tóku 83 ökumenn.
Trúlega er heildartalan komin fast
að 1000 þegar þessi frétt birtist.
Nær ÍOOO öku-
menn teknir