Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 „Haustsónata" nefnir Ingmar Bergman nýjustu kvikmynd sína, sem vakið hefur feikna athygli, enda þannig til stofnað. Þarna koma saman tveir sænskir Bergmanar — Ingrid Bergman, sem í 40 ár hefur verið á frægðartindi á alþjóðavettvangi, og kvikmyndastjórinn Ingmar Bergman, sem vann heima í Svíþjóð þar til skattayfirvöld stökktu honum á flótta og hann tók með sér úr sínu náttúrlega umhverfi angist sína, hróp og hvísl. í vefinn er svo bætt hinni hefðbundnu samstarfskonu hans, Liv Ullmann, sem alltaf kemur á óvart með tærum leik sínum undir hans stjórn. Þarna lýstur saman af mikilli grimmd móður og dóttur, og bakgrunnurinn er Bach, Chopin og Hándel. Móðirin er dáóur og auöugur píanóleikari. Dóttirin prestkona, kirkjuorganisti. Pær hafa ekki hitzt í 7 ár og nú kemur til grimmilegs uppgjörs yfir Chopin, Bach og Handel. Andlitin eru óförðuð og blasa nakin viö myndavélinni. Kona um fertugt situr við píanóið og leikur svolítið höktandi prelúdíu eftir Chopin. Önnur kona, á að gíska 20 árum eldri, hlustar með þolinmæðissvið á lagið til enda, lætur falla nokkur lofsyrði, og tekur svo sjálf píanóið, lokar nótnagrindinni með tilburðum og liðkar fingurna. Og leikur svo verkið stórkostlega af fingrum fram. Atburðurinn er grimmileg- ur, og svipur ungu konunnar sýnir að hann hefur haft tilætluð áhrif. Konurnar tvær eru móðir og dóttir, og barátta þeirra, sem leikstjórinn Ingmar Bergman varpar á miskunnarlausu og ef til vill dálítið þreytulegum svip Norð- urlandabúans, verður saman- þjappaðri og ristir dýpra vegna þess að átökin eiga rætur sínar í ást. Móðirin Charlotta (sem Ingrid Bergman leikur) er dáður og auðugur píanóleikari, sem siglir nú með reisn á efri ár. Dóttirin Eva (Liv Ullman með ömmugler- augu og nokkrar áhyggjuhrukkur á enni) er prestkona, kirkjuorgan- isti, og elskuleg, blíð og greind kona. Þær hafa ekki hitzt í sjö ár, en sýnilega hefur eitthvað meira en hinn glæsilegi frægðarferiil móðurinnar aðskilið þær. Nýlega hefur æviferill móðurinnar beðið nokkurn hnekki vegna fráfalls langtíma elskhuga hennar og Eva hefur ósjálfrátt rétt fram hönd sína og boðið móðurinni að heim- sækja sig á prestsetrið. Eftir hefðbundna fagnaðar- fundi, dregur til uppgjörs milli mæðgnanna. Það verður langur dagur og löng nótt réttarhalda með dómsáfelli yfir Charlottu. Asakanir Evu um grunnhyggni og eigingirni móðurinnar stigmagn- ast upp í hreint hatur, og undir hatrinu skín í andstæðu þess, það sem við köllum ást. Spennan kemur fram í samspili tilfinninga á andliti Liv Ullman. Þar sést afraksturinn af langri og náinni samvinnu leikkonunnar og höf- undarins Ingmar Bergmans og einnig við kvikmyndatökumann- inn dáða Sven Nykvist. Báðar konurnar eru farðalausar og and- litin blasa nakin við kvikmynda- vélinni. En andlit hafa alltaf verið landslag og leiksvið Ingmars Bergmans. Þarna nær hann aftur hinni raunverulegu fegurð og styrk, sem andlit Ingrid Bergmans býr yfir. Það er sól í frægð, sem hefur ráðið því að Charlotta hefur einbeitt sér að frama sínum sem píanóleikara fremur en að fjöl- skyldu sinni. En hún er líka sannur og trúr listamaður af köllun, svo sem fram kemur í atriðinu við píanóið, sem lýst var í upphafi, þar sem hún leikur prelúdíu Chopins og þar sem mæðgurnar sitja hlið við hlið á píanóbekknum og andstæðar til- finningar ástúðar, stolts og af- brýðisemi vefast saman. Það eru mörg slík stórkostleg atriði í Haustsónötu. I einni þeirra vísar Eva Charlottu inn til fatlaðr- ar og næstum hjálparvana systur sinnar, Helenu, sem hún annast af mikilli ósésplægni. Þar koma fram þessar andstæðu tilfinningar á andlitum leikkvennanna — við- bjóður og skelfileg meðaumkun á andliti Ingrid Bergman, örvænt- ingarfull von á andliti Liv Ull- mann, og sundurlaus þrá á andlit Helenu (Lenu Myman). Þetta er alveg yfirþyrmandi í harmrænni fegurð sinni. Ingmar Bergman hefur líka bætt á byrði Evu sívakandi sorg eftir látinn fjögurra ára gamlan son og þessari hræðilega hömluðu yngri systur, sem á einhver óljósan hátt má kenna móðurinni um. Þá er myndum brugðið upp úr fyrri samskiptum mæðgnanna, og leikur Lynn dóttir Ingmars Berg- mans og Liv Ullmann Evu í barnæsku. • 13 ára biðtími Það eru 13 ár síðan slík samvinna um kvikmynd kom til milli Ingrid Bergman og Ingmars Bergmans. í grein í franska blaðinu Express er viðtal við Ingrid Bergman um þetta, þar sem hún kveðst ekkert hafa þekkt til leikstjórans annað en myndirnar hans og jafnvel ekki kunnað að meta þær allar. — En ég hafði það sterklega á tilfinningunni að leikararnir, sem hann stjórnaði, væru ávallt betri undir hans stjórn en nokkurs annars. Ég lét því í ljós við hann hversu mikla ánægju ég mundi hafa af því að vera með í einhverri af myndum hans. Við ræddum málið. Síðan gerðist ekkert í 10 ár. Ég skrifaði honum og hann svaraði: „Fyrir- ætlun okkar er skrifuð eldstöfum á minni mitt.“ Síðan aftur alger þögn. Þegar ég var forseti dóm- nefndar í kvikmyndahátíðinni í Cannes 1973 hitti ég hann aftur í kokteilboði og stakk í vasa hans minnisbréfi. Það var ekki fyrr en 1976 að hann sendi mér skeyti: „Ertu laus? Nú byrjum við á Haustsónótu ...“ Hvernig er að vinna með Ingmar Bergman? Fyrst er langur samlestrartími með texta, alveg eins og í leikhúsi. Síðan alger einangrun á myndunarstaðnum. Ekki fleiri en 15 tæknimenn og leikarar í allt. Enginn utan starfshópsins fær að ryðjast þar inn. — „Þetta er einbeitt og samanþjcppuð vinna, segir hún. Náin, þreifandi, hræðileg. Hann grætur þegar maður grætur. Hann hlær — það er sjaldgæft — þegar maður hlær. Hann njósnar, reynir að sjá í augnaráði leikara sinna hvort þeir eru alveg með á nótunum, eða svolítið utangátta. Kl. 4 síðdegis fellur vinnan niður. Og á þessu gengur í 4 eða 6 vikur ... Indrid Bergman rifjar upp: Þetta er samt ekki eins og á einhverju Golgata. Miklu fremur eins og kynleg hátíð, gróf og upphafin. Andstætt því sem maður skyldi halda, þá hugsa leikararnir undir þessari tuktan ekki um annað en að gera honum til geðs. Að sjálfsögðu er óhugs- andi eftir slíka sálgreiningarmeð- ferð, að fara til hans og biðja um að fá að sjá bútana, eða árangur- inn á filmu af því sem var verið að gera ... Maður fær ekki að sjá kvikmyndina fyrr en hún er fullbúin. — Ogþá? — Maður stendur furðu lostinn. Fellur í stafi. Ég, sem allan minn listamannsferil hefi rætt þetta og hitt atriðið við alla þá stærstu, gagnrýnt þetta, röflað yfir hinu, ég tók þessu með galopinn munninn. Full aðdáunar. Hrærð. Alveg utan við mig. — Komu ekki þau augnablik, •'Vj.V'* )»* Hornafjörður — Eskifjörður — Norðfjörður — Egilsstaðir phyris Snyrtivörukynning phyris Fegrunarsérfræðingur okkar kynnir hinar vinsælu Phyris snyrtivörur og leiðbeinir um meöhöndlun húðarinnar. fik Hornafjöröur þriöjud. 14. nóv. Hafnarapótek Eskifjöróur fimmtud. 16. nóv. Lyfjasalan Neskaupstaður föstud. 17. nóv. Nesapótek Egilsstaðir mánud. 20. nóv. Egilsstaða- apótek Æjr y / • Phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun meö hjálp blóma og jurtaseyða. Phyris fyrir allar húðgerðir. Fegrun úr blómum og jurtum. PHYRIS-umboðið. r , í mmAA' BKIil § Svanborg Daníelsdóttir. fegrunarsérfræöingur. & Þ SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavík föstudaginn 17. þ.m. austur um land tll Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmanna- eyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörö, Fá- skrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eski- fjörð, Neskaupstað, Seyðis- fjörð, BorgarfjOrð eystri og Vopnafjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 16. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.